Fréttablaðið - 08.03.2012, Page 2

Fréttablaðið - 08.03.2012, Page 2
8. mars 2012 FIMMTUDAGUR2 LÖGREGLUMÁL Guðgeir Guðmunds- son stakk Skúla Eggert Sigurz, framkvæmdastjóra lögmanns- stofunnar Lagastoðar, eftir að þeir höfðu rætt saman í dágóða stund og voru að kveðjast. Menn- irnir höfðu þá komist að samkomu- lagi um lækkun skuldar Guðgeirs. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Guðgeir mætti á Lagastoð snemma á mánudagsmorgun vegna skuldar sem hljóðaði upp á rúmar 80 þúsund krónur. Skúli bauð honum inn á skrifstofu sína til að ræða við sig og var skuld Guðgeirs lækkuð um 30 þúsund krónur, eða niður í rúmar 50 þúsund krónur. Stöð 2 greindi frá því að fram- kvæmdastjórinn hefði þá prentað út skjal með hinu nýja samkomu- lagi. Réðst Guðgeir á hann þegar þeir voru að kveðjast. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar tók hann í hönd Skúla, kippti honum að sér og stakk hann ítrekað. Skúli gekkst undir flókna og langa skurðaðgerð á mánudag eftir árásina og er honum enn haldið sof- andi. Ástand hans var enn tvísýnt þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þykir liggja ljóst fyrir að árásin verði flokkuð sem tilraun til manndráps. Guðgeir var á þriðjudag úrskurðaður í gæsluvarðhald fram til morguns, en allar líkur eru á því að farið verði fram á framlengingu. Hann skal sæta geðrannsókn. - sv Árásarmaðurinn á lögmannsstofunni í Lágmúla hafði komist að samkomulagi um lækkun greiðslu: Stakk lögmanninn þegar hann var að kveðja SPURNING DAGSINS Markmið: Ný tt Sk yr .is Ert þú með markmið? Segðu frá því á www.skyr.is. Þú gætir unnið flug og gistingu fyrir tvo innanlands eða gjafabréf. PRÓTEINRÍKT OG FITULAUST AÐ KEPPA Á ÓLYMPÍU- LEIKUNUM Í LONDON Í SUMAR Jakob Jóhann Sveinsson H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 2 -0 3 5 3 Vilhjálmur, eruð þið kven- mannslausir í kulda og trekki? Nei, þvert á móti erum við á fleygi- ferð að passa að svo verði ekki. Samtök atvinnulífsins hafa nú fjölgað konum í stjórnum lífeyrissjóða og tilnefnt 14 stjórnarmenn, þar af 10 konur, til setu í stjórnum átta lífeyrissjóða til næstu tveggja ára. Vilhjálmur Egilsson er fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. HEILBRIGÐISMÁL Læknafélag Íslands (LÍ) segir útilokað að fall- ast á að eftirlit landlæknisembætt- isins með PIP-málinu svokallaða eigi að felast í því að fylgjast með hvort konurnar sem hafa fengið púðana í sig mæti í ómskoðun hjá Krabbameinsfélaginu. Landlæknir hefur meðal annars fært þau rök fram til að fá afhent- an lista frá Jens Kjartanssyni lýtalækni yfir nöfn og kennitölur kvenna sem hafa fengið umræddar fyllingar í brjóst sín. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri umsögn LÍ til Pers- ónuverndar vegna kröfu landlækn- is um að fá afhent nöfn kvennanna. LÍ gagnrýnir þau lagalegu rök landlæknisembættisins að listinn sé nauðsynlegur fyrir embættið til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Þá hefur landlæknir einnig kraf- ist þess að fá lista yfir allar þær konur sem fengið hafa sílikonfyll- ingar í brjóst sín hér á landi síðan árið 2006. Persónuvernd á annars vegar að úrskurða hvort lýtalæknum beri skylda til að afhenda þann lista. Hins vegar snýr málið að Jens Kjartanssyni lýtalækni og lista hans yfir þær konur sem fengið hafa PIP-púða frá honum síðan árið 2000 og fengið hafa boð um brottnám púðanna á Landspítalan- um. Málin verða lögð fyrir stjórn Persónuverndar í næstu viku. Alls fengu 393 konur með PIP- púða boð um að koma í ómskoðun hjá Krabbameinsfélaginu. Af þeim hefur 221 komið í ómskoðun og greindist leki hjá 126 eða 57 pró- sentum þeirra. sunna@frettabladid.is LÍ segir útilokað að lagarökin standist Læknafélag Íslands segir rök landlæknis er varða afhendingu á lista yfir kon- ur með sílikonbrjóst ónæg. Persónuvernd úrskurðar í næstu viku. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur ákveðið að slíkur gagnagrunnur verði gerður þar í landi. Lýtalækninganefnd Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna (FDA) ákvað í gær að búinn verði til almennur gagnagrunnur yfir allar konur sem hafa fengið sílikon-fyllingar í brjóst sín þar í landi. Upplýsingarnar eiga að ná að minnsta kosti áratug aftur í tímann. Tvö bandarísk fyrirtæki framleiða sílikon-púða, Allergan og Mentor, og eiga þau að fylgja konunum eftir, láta þær fylla út spurningalista og fram- kvæma á þeim ýmsar rannsóknir undir leiðsögn FDA, þar sem slíku hefur verið ábótavant að mati eftirlitsins. Með þessu á að reyna að útiloka tengsl á milli ígræðslu púðanna og hinna ýmsu sjúkdóma tengdra bandvef og eitlakrabbameini. Þá mælist FDA einnig til þess að allar konur láti ómskoða brjóst sín þremur árum eftir að þær hafi fengið ígræðslu til að kanna hvort púðarnir leki. Frá þessu var greint á fréttavef MedPage Today í gær. Talið er að á bilinu fimm til tíu milljónir kvenna um heim allan séu með fyllingar í brjóstum sínum, og samkvæmt FDA er mikill meirihluti þeirra ánægður með þær. Um 297.000 bandarískar konur létu stækka á sér brjóstin árið 2010 og aðrar 90.000 fengu uppbyggingu á brjóstum sínum eftir veikindi. Um það bil helmingur fyllinganna var sílikon. Gagnagrunnur búinn til vestanhafs SKURÐAÐGERÐ Landlæknir vill fá lista yfir allar konur sem fengið hafa sílikonp- úða í brjóst sín hér á landi síðan árið 2006. NORDICPHOTOS/AFP NÁTTÚRA Lóan er ekki komin til landsins, að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings og formanns Fuglaverndarfélags Íslands. Fréttir bárust af því um síð- ustu helgi að fyrsta lóan væri komin til landsins og héldi til á Eyrarbakka. Jóhann Óli segir í samtali við dfs.is að þetta sé ekki rétt. Of snemmt sé til þess að lóan geti verið komin. Þarna hafi því verið á ferðinni starri að herma eftir lóu, enda hafi konan sem tilkynnti um lóuna aðeins heyrt í henni en ekki séð hana. - þeb Of snemmt fyrir lóuna: Lóa var í raun starri að herma STARRI Fuglafræðingur telur að starrinn hafi verið að herma eftir lóunni, sem sé ekki komin til landsins. „Ég sá þegar árásin átti sér stað, þannig að ég hljóp inn á skrifstofuna og sá þá blóð. Þá þá reyndi ég að ná hnífnum af manninum,“ segir Guðni Bergs- son lögfræðingur sem yfirbugaði Guðgeir eftir að hann veittist að Skúla, samstarfsfélaga hans. Guðni var stunginn tvisvar í lærið í árásinni, en segir í viðtali við fréttavef í bænum Bolton á Englandi, þar sem hann lék knattspyrnu, að hann hafi ekki áttað sig á því að hann hafi verið stunginn. Hann slasaðist ekki alvarlega. Guðni áttaði sig ekki strax á stungunum DÓMSMÁL Enginn sakborningur mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur þegar þar var þingfest svokallað Al Thani-mál. Ákæran í málinu beinist gegn fyrrverandi stjórn- endum Kaupþings, Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni. Þeir eru meðal annars ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Pétur Guðgeirsson héraðsdóm- ari hafði fyrir dómi í gær orðað þann möguleika að láta handtaka sakborningana og færa fyrir dóm. „Ég tel eðlilegt að gæta meðalhófs í því,“ sagði þá Björn Þorvaldsson saksóknari, en málarekstrinum var frestað til 29. mars. Þá gerði dómari athugasemd við að ákæruvaldið hefði ekki látið verjendum sakborninga í té hljóð- og myndupptökur af yfirheyrslum sem liggja til grundvallar í málinu. Saksóknari benti á að sakborn- ingum og verjendum þeirra hefði verið boðið að skoða upptökurnar í húsnæði sérstaks saksóknara, en þær hefðu ekki verið afhentar af ótta við að þær myndu leka út. Saksóknari kærði því tilmæli um að láta beri af hendi upptökurn- ar, en úrskurðað verður um það í marslok þegar málið verður tekið fyrir á ný. Þann dag munu sak- borningar málsins líka þurfa að mæta fyrir dóminn. - óká, jhh Sakborningar í Al Thani-málinu mættu ekki við þingfestingu þess í héraðsdómi: Handtaka mætti Kaupþingsmenn Í DÓMI Hörður Felix Harðarson, lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, og Ragnar H. Hall lögmaður Ólafs Ólafssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEILBRIGÐISMÁL Grunur leikur á að salmonellusmit hafi komið upp í sláturhópi hjá kjúklinga- framleiðandanum Ísfugli. Sýkla- deild Landspítalans vinnur nú að greiningu á sýnum til að stað- festa gruninn, en Ísfugl ákvað að innkalla þær vörur sem fóru út úr húsi. Helga Lára Hólm, fram- kvæmdastjóri Ísfugls, segir að um það bil tonn af kjöti hafi farið í verslanir. Um er að ræða kjúk- ling með rekjanleikanúmerinu 110-12-04-1-03, dagsettu 1. og 2. mars. - sv Salmonellusmit hjá Ísfugli: Tonn af kjöti fór í verslanir LÖGREGLUMÁL Tveir rúmenskir karlmenn hafa verið úrskurð- aðir í gæsluvarðhald eftir að upp komst um afritun þeirra á kortaupplýsingum úr hraðbönk- um á höfuðborgarsvæðinu. Þeir voru handteknir á laugardaginn en komu til landsins í febrúar. Í tilkynningu frá Valitor segir að upphæðin sem þeim tókst að svíkja út sé lág. Mennirnir komu fyrir full- komnum afritunarbúnaði til að lesa segulrendur kortanna og settu þeir upp vélar til að mynda innslátt Pin-númera. Í tilkynningu frá Landsbank- anum segir að verið sé að láta þá viðskiptavini vita sem taldir eru hafa orðið fyrir kortasvindl- inu. - shá Tveir Rúmenar handteknir: Kortasvikarar í gæsluvarðhaldi DANMÖRK Fjöldi austur-evrópskra fanga í dönskum fangelsum hefur meir en tvöfaldast á undanförn- um fimm árum. Í fyrra voru austur-evrópsku fangarnir 244 en 105 fyrir fimm árum. Þess vegna hefur stjórnarandstaðan lagt til að Danir byggi fangelsi í Austur- Evrópu til þess að glæpamenn- irnir geti afplánað dóma sína þar. Stjórnmálamaðurinn Tom Behnke bendir á að fangelsisvist í Danmörku sé eins og hóteldvöl miðað við fangelsisvist í Austur- Evrópu. Flestir austur-evrópsku afbrotamannanna fá stutta dóma sem þeir afplána að mestu í gæsluvarðhaldi, að því er for- maður samtaka fangelsisstarfs- manna í Danmörku bendir á. - ibs Dönsk fangelsi eins og hótel: Vill byggja danskt fangelsi í Austur-Evrópu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.