Fréttablaðið - 08.03.2012, Side 10

Fréttablaðið - 08.03.2012, Side 10
8. mars 2012 FIMMTUDAGUR10 Sigríður Víðis Jónsdóttir hlaut viðurkenningu Hagþenkis fyrir bók sína RÍKISFANG: EKKERT. Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn „Merkileg bók og vel skrifuð.“ Egill Helgason / Silfur Egils „Þetta er mögnuð bók!“ Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir / DV 2011 NOREGUR Norski hryðjuverka- maðurinn Anders Behring Brei- vik hefur verið ákærður fyrir 77 morð, fjölmargar morðtilraunir og tvö hryðjuverk. Ríkissaksóknari Noregs telur Breivik ekki sakhæf- an, en með þeim fyrirvara að eitt- hvað geti komið fram sem breyti því mati. Þetta kemur fram í ákæruskjali frá saksóknaraembættinu, sem birt var í gær. Gert er ráð fyrir því að réttarhöldin hefjist um miðjan apríl. Byggt var á áliti geðlækna sem telja Breivik vera alvarlega geð- sjúkan. Enn er þó beðið mats ann- ars hóps geðlækna, sem fenginn var til að fara yfir fyrra læknamat- ið. Lögmenn Breiviks segja hann ósáttan við að mat á geðheilbrigði hans sé með í ákæruskjalinu. Inga Bejer Engh ríkissaksókn- ari segir hugsanlegt að réttar- höldin muni snúast um að verjend- ur Breiviks reyni að færa rök að sakhæfi gegn rökum saksóknara um ósakhæfi. Hún segir málið for- dæmalaust í norskri réttarsögu. Breivik hefur viðurkennt að hafa myrt 77 manns með sprengjuárás í miðborg Óslóar og skotárás á ungmennasamkomu á Úteyju 22. júlí síðasta sumar. Samkvæmt ákæruskjalinu voru 564 á Úteyju þegar Breivik kom þangað, en í háhýsinu í Ósló og á götunum fyrir utan voru samtals 325 manns í lífshættu. - gb Ríkissaksóknari Noregs hefur birt ákæruskjalið gegn Breivik: Ákærður fyrir tvö hryðjuverk FUNDUR RÍKISSAKSÓKNARA Þau Inga Bajer Engh og Svein Holden kynntu ákæruskjalið á blaðamannafundi í gær. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Áliðnaðurinn stóð á árunum 2008 til 2010 beint eða óbeint að baki 6 til 6,8% af lands- framleiðslu Íslands. Þetta er niður- staða Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem hefur rannsakað fram- lag áliðnaðarins til þjóðarbúsins fyrir Samál, samtök álframleið- enda. Til samanburðar hefur beint og óbeint framlag sjávarútvegs til landsframleiðslunnar verið áætlað um 17,5%. Þrjú stór álver eru starfrækt á Íslandi: Í Straumsvík, á Grundar- tanga og í Reyðarfirði. Samanlagt framleiða þau rúm 800 þúsund tonn af áli á ári sem jafngildir um tveim- ur prósentum af heimsframleiðslu áls. Í tengslum við starfsemi álver- anna starfa um 2.000 manns. Í skýrslunni kemur fram að áliðnaðurinn verslar við hundr- uð íslenskra fyrirtækja sem mörg hver eiga allt sitt undir greininni. Áætlar stofnunin því að um 2.800 manns starfi í tengdum greinum við að þjónusta álverin. Það óbeina framlag til landsframleiðslunnar sem þannig skapast er talið vera á bilinu 40 til 51 milljarður króna af þeim 85 til 96 milljörðum sem áliðn- aðurinn er talinn skila. Greining Hagfræðistofnunar byggir á þeirri niðurstöðu að áliðn- aðurinn myndi ásamt orkufram- leiðsluiðnaðinum á Íslandi svo- kallaðan grunnatvinnuveg. Það er atvinnuveg sem staðið getur án stuðnings annarra atvinnuvega en slíkir atvinnuvegir skapast oft í kringum vinnslu náttúruauðlinda. Segir í skýrslu stofnunarinnar að atvinnuvegir í hagkerfi myndi vef viðskipta og tengist með fjölmörg- um hætti. Flestir atvinnuvegir séu öðrum háðir og geti ekki staðið einir og óstuddir. Því geti reynst erfitt að afmarka framlag hvers og eins. Það sama gildi hins vegar ekki um grunnatvinnuvegi sem skapist oft í kringum tilveru náttúruauðlinda. Áliðnaðurinn mikil- vægur hagkerfinu Hagfræðistofnun metur framlag áliðnaðarins á Íslandi 6 til 6,8 prósent af lands- framleiðslu. Í greininni starfa um 2.000 manns en að auki áætlar stofnunin að um 2.800 manns starfi í tengdum greinum sem þjónusta áliðnaðinn. HÚSI ATVINNULÍFSINS Í GÆR Anna Guðrún Ragnarsdóttir, hagfræðingur, vann einkum að gerð skýrslunnar en þeir Ragnar Árnason, prófessor, og Sveinn Agn- arsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar lögðu einnig sitt af mörkum. Skýrslan var unnin fyrir Samál, samtök álframleiðenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í skýrslu Hagfræðistofnunar er í einum kafla vikið að áhrifum áliðnaðarins á umhverfi og náttúru Íslands. Kemur þar fram að erfitt sé að meta þau verðmæti sem í náttúrunni felist. Því sé það vandasamt verk að meta kostnaðinn sem sennilega hafi fylgt uppbyggingu áliðnaðarins með neikvæðum áhrifum á náttúru landsins. Er það niðurstaða stofnunarinnar að vandaðar rannsóknir á þessari hlið málsins skorti til að meta megi með viðunandi nákvæmni þennan kostnað. Rannsóknir á umhverfisáhrifum skortir SÝRLAND, AP Bandarískir ráðamenn sjá ekki ástæðu til að hefja árásir á Sýrland, þrátt fyrir að aðgerðir sýrlenska hersins gegn mótmæl- endum og uppreisnarmönnum hafi kostað meira en átta þúsund manns lífið. „Þetta er miklu flóknara ástand,“ sagði Barack Obama Bandaríkja- forseti um ástandið í Sýrlandi núna í samanburði við ástandið í Líbíu, þegar aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins ákváðu að hefja loft- árásir til varnar almenningi þar á síðasta ári. Valerie Amos, yfirmaður mann- úðarstarfs Sameinuðu þjóðanna, kom í gær til borgarinnar Homs og fór meðal annars inn í hverfið Baba Amr, sem sýrlenski herinn hafði gert harðar árásir á vikum saman. Hún sagði markmið heimsókn- ar sinnar til Baba Amr vera það að hvetja alla aðila til þess að veita hjálparstarfsfólki óhindrað- an aðgang svo hægt verði að koma særðu fólki burt og koma nauðsyn- legum hjálpargögnum á staðinn. Átökin í Sýrlandi hafa harðnað jafnt og þétt síðustu vikur og engin lausn í sjónmáli. Assad forseti virð- ist staðráðinn í að berja niður upp- reisnina, sem í staðinn magnast upp með hverri vikunni. - gb Bandaríkjastjórn sér enga ástæðu til að hefja árásir á Sýrland: Obama segir ástandið of flókið STUÐNINGSFUNDUR Í SÝRLANDI Stuðn- ingsmenn Bashar al-Assads Sýrlands- forseta komu saman í Damaskus í gær. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Emmessís hefur gert samning við finnska ísfram- leiðslufyrirtækið Ingman Ice Cream um sölu á eitt hundrað tonnum af jógúrtísblöndunni Joger. Ísinn verður seldur í ísbúð- um víðs vegar um Finnland og í Eystrasaltslöndunum. Finnska fyrirtækið er í eigu Unilever, stærsta ísframleiðanda í heimi, og vakti Joger-ísinn athygli fyrir hollustu og bragðgæði. Varan verður kynnt á árlegri sýningu í Helsinki í þessum mánuði. - obþ Emmessís í útrás: Selja 100 tonn af jógúrtís Loks kemur fram í skýrslunni að útflutningur á áli hafi á undan- förnum árum numið að meðaltali tæpum 40 prósentum af vöruút- flutningi, er það svipað hlutfall og sjávarútvegurinn státar af. Hefur vöruskiptajöfnuður greinarinnar verið tugir milljarða króna síð- ustu ár, lægst verið 35,5 milljarð- ar árið 2004 en hæst verið tæp- lega 130 milljarðar. magnusl@frettabladid.is Ætlar þú að fylgast með Reykjavíkurskákmótinu með einum eða öðrum hætti? JÁ 11,6% NEI 88,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú ánægð(ur) með þá tón- listarviðburði sem hafa verið í boði í Hörpu til þessa? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.