Fréttablaðið - 08.03.2012, Page 18

Fréttablaðið - 08.03.2012, Page 18
18 8. mars 2012 FIMMTUDAGUR Hugleiðing Bjargar Magnús-dóttur, Ein nakin og annarri nauðgað, sem birtist í Fréttablaðinu 28. feb. í tilefni af frétt þess efnis að 16 ára stúlka hefði orðið fyrir hópnauðgun í miðbæ Reykjavíkur að næturþeli minnir okkur enn og aftur á mátt fordómanna og hve mikilvægt er að halda ekki lífinu í þeim heldur uppræta þá. Björg lýsir þeim hugsunum sem flugu gegnum huga hennar er hún heyrði frétt- ina en þær sneru fyrst og fremst að hegðun og ástandi stúlkunnar. Er lofsvert af henni að gera þær að umfjöllunarefni. Hvað er það sem gerir það að verkum að þolendur kynferðis- ofbeldis, sérstaklega ungar konur sem verða fyrir því að vera nauðg- að „úti á lífinu“, eru oft og tíðum svo harkalega dæmdar? Af hverju skella sumir skuldinni á fórnar- lambið og kenna því um að stúlk- an hafi verið of drukkin, of dópuð, ein á ferð, allt of seint á ferð, í allt of stuttu pilsi, í netasokkabuxum, sokkabuxnalaus, of mikið máluð, í of flegnum bol, of daðurgjörn o.s.frv. Með öðrum orðum að hún hafi í raun boðið hættunni heim. Vissulega getur fólk fundið sig í aðstæðum sem eru hættulegri en aðrar, en það réttlætir aldrei að hópur karla ógni ungri og hjálp- arlausri stúlku á almannafæri og brjóti svívirðilega gegn henni. „Af hverju kallaði hún ekki á hjálp? Það hlýtur að hafa verið fullt af fólki í miðbænum?“ spurði einhver í kjölfar fréttarinnar. Sé það rétt að hún hafi ekki kallað á hjálp getur ástæðan verið að hún hafi lamast af hræðslu eða gert sér grein fyrir í þessum skelfilegu aðstæðum að hún átti við ofurefli að etja. Í þessu ljósi tók hún þá skyn- samlegu ákvörðun að gera allt sem hún gæti til að takmarka tjónið og ögra ekki þessum hópi manna með hrópum vitandi ekkert um hvort þeir myndu þagga niður í henni með ofbeldi eða hreinlega ganga af henni dauðri. Árið 2011 leituðu 117 konur og einn karlmaður til Neyðarmót- töku vegna nauðgunar. Þá leituðu 246 konur á móti 32 karlmönnum til Stígamóta árið 2011. Þessar tölur sýna að fjöldi kvenna verður fyrir kynferðisbroti á ári hverju og eru nauðganir þar í stórum hluta. Jafnframt er það þekkt staðreynd að þessar opinberu tölur endur- spegla ekki raunveruleikann þar sem miklu fleiri konur verða fyrir kynferðisbrotum árlega en tölur yfir mál hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum gefa til kynna. En af hverju kæra konur ekki kyn- ferðisbrot? Ástæðan er ekki síst skömmin. Meðal annars skömmin yfir að „hafa gerst sekur um það“ sem almenningur fordæmir. Að hafa verið of ölvuð, of mikið máluð, í of stuttu pilsi o.s.frv. Sú var tíðin og ekki er svo ýkja langt síðan að rannsökuð var sér- staklega „kynhegðun“ kvenna sem hafði verið nauðgað. Konur og stúlkur, sem kærðu menn fyrir nauðgun, máttu þola að reknar væru úr þeim garnirnar hjá lög- reglu og fyrir dómi, eins og þær væru sjálfar sakborningar, og þær spurðar nákvæmlega út í kynlíf sitt, eins og það skipti máli um alvar- leika verknaðarins hvort þolandinn hefði verið búin að missa meydóm- inn eða hefði sofið hjá og meira að segja sofið hjá fleiri en einum ein- staklingi. Kynhegðun gerandans var aftur á móti ekki til rannsóknar, nema hann hefði áður verið kærður eða dæmdur fyrir kynferðisbrot. Sem betur fer hefur margt áunn- ist í þessum málaflokki síðan spurn- ingar um kynhegðun kvennanna voru í brennidepli. Neyðarmóttöku vegna nauðgunar var komið á fót, sérstök deild innan lögreglunnar fer með rannsókn þessara mála, þau fá flýtimeðferð í kerfinu, lög- gjafinn hefur rýmkað nauðgunar- hugtakið og dómar hafa þyngst svo eitthvað sé nefnt. Yfirskrift þessa pistils er sótt- ur í frásögn konu sem hafði verið nauðgað og tók þátt í rannsókn á þolendum nauðgunar. Hið dapur- lega við þessi orð er að fórnarlamb- ið sjálft, sem hafði ekkert til saka unnið, skyldi láta þessi orð falla, en ekki brotamaðurinn. Skömmin og sektarkenndin sem þolendur nauðg- unar upplifa á sér ekki síst rætur í umhverfinu og þeim fordómum sem þar þrífast. Skömmin hefur mörg andlit eins og það að hafa ekki verið rétt klæddur eða hafa ekki brugðist rétt við. Kynferðismök án samþykkis er nauðgun. Nauðgun er ofbeldisverknaður sem varðar fangelsisrefsingu. Þá skulum við ekki gleyma því að hópnauðgunin sem var fréttaefni í lok febrúar er ekki hin dæmigerða nauðgun. Hún var framin af mönn- um sem fórnarlambið þekkti ekki. Hin dæmigerða nauðgun er þegar einhver sem þolandinn þekkir, eins og maki, kærasti, vinur eða kunn- ingi, þröngvar fram vilja sínum til kynferðismaka með líkam- legu ofbeldi eða hótun. Tengsl við ofbeldismanninn draga ekki úr alvöru glæpsins. Sú var tíðin og ekki er svo ýkja langt síðan að rannsökuð var sérstaklega „kyn- hegðun“ kvenna sem hafði verið nauðgað. Í dag er haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna í 101. sinn. Í tilefni dagsins sendi ég konum um land allt baráttukveðjur. Sam- einuðu þjóðirnar helga daginn valdeflingu kvenna í dreifbýli og útrýmingu hungurs og fátæktar. Í Reykjavík verður sjónum beint að stöðu eldri kvenna við starfslok. Þetta er þarft umfjöllunarefni. Mikill auður og reynsla býr með þeim sem eldri eru en laun heims- ins eru ekki alltaf í samræmi við það. Úti í Evrópu er mikið rætt um að lengja starfsævina í ljósi þess hve líf fólks hefur lengst en barn- eignum fækkað. Þar er spurt hver á að vinna fyrir velferð borgaranna í framtíðinni. Staða okkar er öðruvísi, bæði er eftirlaunaaldur hærri og fæðing- artíðni með því mesta sem gerist. Engu að síður þurfum við að vera vakandi yfir breytingum og kjör- um sístækkandi hóps eldri borg- ara. Við búum að öflugum lífeyr- issjóðum og almannatryggingum sem tryggja fólki lágmarksfram- færslu. Það er staðreynd að stór hluti kvenna sem nú er á eftir- launaaldri sinnti einkum börnum og búi. Margar voru í hlutastarfi á vinnumarkaði, oft á lágum launum og borguðu því lítið í lífeyrissjóði. Þetta verður að hafa í huga þegar rætt er um kjör eldri borgara hér á landi en þetta breytist eftir því sem hlutverk lífeyrissjóðanna eykst. Samkvæmt mælingum Alþjóða- efnahagsráðsins (WEF) um jafn- rétti kynjanna hefur Ísland reynst standa sig best í heiminum síðustu þrjú ár. Þetta er ánægjulegt og mikilvægt að sjá að við þokumst fram á við og náum árangri. Staðan í stjórnmálum, hátt menntunarstig og ýmis félagsmál skila okkur efsta sætinu en staðan á vinnumarkaði er okkar veika hlið. Enn er mikið verk að vinna meðan hallar á konur félagslega og efnahagslega. Af brýnum verkefnum ber fyrst að nefna launamisrétti kynjanna sem enn viðgengst þrátt fyrir lög og ýmsar aðgerðir í áranna rás. Tölur sýna að eftir hrunið haust- ið 2008 dró saman með kynjunum og launabilið minnkaði. Nýjustu fregnir benda til þess að launa- munurinn aukist að nýju, í það minnsta í ákveðnum starfsstéttum. Því er mikilvægt að grípa þegar til aðgerða til að stöðva þessa þróun og þar gegna atvinnurekendur og stjórnendur meginhlutverki. Stór könnun árið 2008 sýndi mun meiri launamun kynjanna á lands- byggðinni en í þéttbýli. Samkvæmt framkvæmdaáætlun ríkisstjórn- arinnar í jafnréttismálum verð- ur Byggðastofnun falið að greina orsakir þessa launamunar og síðan verður samin aðgerðaáætl- un til að taka á honum. Nýlega tók til starfa á vegum velferðarráðu- neytisins framkvæmdanefnd um launajafnrétti kynjanna sem á að samhæfa aðgerðir til að draga úr launamisrétti. Ætlunin er að safna saman upplýsingum um árang- ursríkar aðgerðir og blása svo til sóknar. Enn er unnið að gerð jafn- launastaðals en það hefur reynst mun flóknara verk en ætlað var. Íslenskur vinnumarkaður er enn mjög kynskiptur og störf metin eftir því hvort þau eru að mestu unnin af konum eða körlum. Þar ríkja aldagamlar hugmyndir um hlutverk og stöðu kynjanna sem ættu að vera horfnar fyrir löngu. Við þurfum að herða róður- inn við að breyta staðalmyndum kynjanna sem koma í veg fyrir að karlar leiti í umönnunarstörf og konur í störf iðnaðarmanna eða tölvutækni svo dæmi séu tekin. Mestu skiptir að rótgrónar hug- myndir komi ekki í veg fyrir að fólk láti drauma sína rætast við val á námi og starfi. Laun skipta verulegu máli við val á störfum og löngu tímabært að endurmeta launakerfi í ljósi gjörbreytts þjóð- félags þar sem umönnun barna og gamals fólks gegnir lykilhlutverki við að halda hjólum atvinnulífsins gangandi. Ef umönnunarstétta nyti ekki við ættu margir erfitt með að stunda vinnu utan heimilis. Við megum ekki gleyma því hve uppbygging velferðarþjónustu, svo sem fæðingarorlofs og leik- og grunnskóla, á ríkan þátt í því kynjajafnrétti sem hér ríkir þrátt fyrir allt. Eitt þeirra verkefna sem velferðarráðuneytið mun setja á oddinn á næstunni er að hækka þakið á greiðslum í fæðingarorlofi sem vonandi eykur þátttöku feðra að nýju. Árið 2008 var í undirbún- ingi að lengja fæðingarorlof í tólf mánuði. Enn gefa ríkisfjármálin ekki svigrúm til þess en verkefnið er geymt en ekki gleymt. Enn eitt mál sem á okkur brennur er áberandi kynjahalli í stjórnum fyrirtækja í landinu. Nú styttist í að lög um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga og einka- hlutafélaga gangi í gildi en það verður í september 2013. Ein- staka fyrirtæki hafa þegar brugð- ist við og fjölgað konum en miklu betur má ef duga skal. Á vettvangi ríkis og sveitarfélaga hefur kvót- um verið beitt í öllum nefndum, ráðum og stjórnum frá árinu 2008 og hefur það bæði tekist vel og gefist vel. Að lokum vil ég nefna baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi sem eitt brýnasta viðfangsefni samtímans. Könnun á vegum félagsmálaráðu- neytisins leiddi í ljós að um það bil fimmta hver kona hér á landi upp- lifir ofbeldi í nánum samböndum og yfir 40% kvenna verða fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni. Innan skamms mun ný aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinn- ar líta dagsins ljós byggð á þeirri þekkingu og reynslu sem fyrir liggur. Vonandi tekst okkur að búa betur að þolendum, fræða almenn- ing og fagstéttir og það sem skiptir mestu máli – að draga úr ofbeldi karla gegn konum sem á ekki að líðast. Enn er mikið verk að vinna Árið 1976 voru í fyrsta skipti sett lög um jafnan rétt kvenna og karla (nr. 78/1976). Í þeim lögum er megináhersla lögð á jöfnun launa á milli kynja. Lögin voru endurnýjuð með viðbótum 1985, og aftur 1991 og 2000 og nú gilda jafnréttislög nr. 10 sem sett voru 2008. Það eru sem sagt 36 ár síðan fyrstu jafnréttis- lögin voru sett og á þessum árum hafa þau verið endurnýjuð fjórum sinnum. Nú eru fimmtu lögin í gildi og af þessu má sjá áhuga löggjaf- arvaldsins til þess að útrýma þeim mun sem er á launagreiðslum til fólks, eftir því af hvaða kyni það er. Ríkið í broddi fylkingar? Í því samhengi er forvitnilegt að skoða hvernig hið opinbera, með íslenska ríkið í broddi fylkingar, hefur staðið sig í því að útrýma launamun kynjanna. Þar sem SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert launakannanir meðal félagsmanna sinna undanfarin ár er auðvelt að skoða launamuninn milli kynja í mismunandi starfs- stéttum hjá ríkinu, nokkur ár aftur í tímann (http://sfr.is/kannanir-sfr/ launakonnun-sfr/). Ég hef valið að skoða grunnlaun eftir starfsstétt og bakgrunnsþáttum þeirra. Byrjum á þjónustufulltrúum, en þeir (þær) voru í þeirri nánast einstöku stöðu árið 2007 að meðal- laun kvenna í þeirri stétt voru 3,8% hærri en laun karlanna. Síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina því nú er launamunurinn orðinn 10,1%, konum í óhag. Hjá starfsfólki sem sinnir örygg- is- og/eða húsvörslu og ræstingar- fólki var launamunur kynjanna 11,2%, árið 2007. Samkvæmt síð- ustu könnun SFR fyrir árið 2011 var munurinn kominn upp í 24,7%, konum í óhag. Rannsóknarmenn voru í tiltölu- lega góðum málum 2007. Það ár var launamunur kynjanna aðeins 1,9%, konum reyndar í óhag en strax árið á eftir er staðan orðin allt önnur og árið 2011 var munurinn kominn í 19,9% mun, sem er gríðarlega mikil, óútskýrð aukning. Svokallaðir hærri stjórnendur eru launahæstir af þessu launafólki og þar hefur launamunur kynjanna lengi verið í kringum 20%. Tals- vert dró saman með kynjunum í þeim hópi árin eftir hrun og árið 2010 var munurinn kominn í tæp 10 prósent og nokkur bjartsýni ríkjandi. Árið eftir jókst launamun- ur kynjanna hins vegar aftur og er nú 21,9%, konum í óhag. Einbeittur brotavilji hins opinbera? Það er talsvert merkilegt að skoða þessa þróun og hún sýnir okkur svart á hvítu að hjá framkvæmda- valdinu er engin tilhneiging til að útrýma launamun kynjanna. Eins og má m.a. sjá af dæmunum hér að ofan hafa laun kvenna staðið í stað árum saman á meðan laun karla í sömu stétt hafa hækkað. Eina undan tekningin frá því er launaþró- un hærri stjórnenda þar sem laun karla drógust saman á milli áranna 2008 og 2009, en það var síðan „leið- rétt“ við fyrstu hentugleika og nú er launamunurinn þar á bæ orðinn meiri en hann var árið 2007. Það er því augljóst að fram- kvæmdavaldið virðir ekki vilja lög- gjafarvaldsins í þessu jafnréttis- máli. Spurningin er því „hvað þarf til, til að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi og jafni launa- mun kynjanna í eitt skipti fyrir öll?“ Vonandi verða athugasemdir Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóð- anna, sem um þessar mundir gerir úttekt á mannréttindastöðu Íslands, til þess að kraftur verði settur í þessi mál en fram hefur komið að ein af helstu athugasemdum sem Sameinuðu þjóðirnar gera í sam- bandi við stöðu mannréttinda hér á landi er launamunur kynjanna. Þann 15. mars næstkomandi mun fulltrúi í fastanefnd Íslands í Genf kynna lokaafstöðu Íslands og við- brögð við athugasemdum Samein- uðu þjóðanna. Þá verður fróðlegt að sjá hvort leiðrétting á launa- mun kynjanna verði eitt af því sem íslensk stjórnvöld ætla að koma í framkvæmd fyrir árið 2016. Launamunur kynjanna er mannréttindabrot Mannorð mitt var hreint fram að þessu Kynferðisofbeldi Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík Jafnréttismál Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra Jafnréttismál Védís Guðjónsdóttir varaformaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu Það er því augljóst að framkvæmdavaldið virðir ekki vilja löggjafarvaldsins í þessu jafnréttismáli. Aðalfundur BGS 2012 Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 22. mars kl. 15:00 Kl. 15:00 – 15:15 Setning fundar Sverrir Viðar Hauksson formaður BGS Kl. 15:15 – 16:30 Framtíðarskipulag BGS í ljósi stefnumótunarvinnu Sverrir Viðar Hauksson formaður BGS Umræður og atkvæðagreiðsla Kl. 16:30 – 17:00 Venjuleg aðalfundarstörf Dagskrá skv. 8. gr. laga BGS 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar skýrðir og bornir upp til samþykktar. 3. Kosning formanns. 4. Kosning stjórnar. 5. Önnur mál. Stjórn BGS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.