Fréttablaðið - 08.03.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.03.2012, Blaðsíða 26
FÓLK|TÍSKA GRIPIR MEÐ RÆTUR SKARTGRIPALEIGA Í tilefni HönnunarMars, 22. til 25. mars, verður skartgripaleigu komið á fót . Þar getur fólk leigt gripi eftir flesta hönnuði sýningarinnar og skartað þeim dagpart eða við sérstök tilefni. Leiguverði verður stillt í hóf en allur ágóði af leigunni rennur til Ljóss- ins, endurhæfingar- og stuðningssamtaka fyrir fólk sem fengið hefur krabbamein. MIKIL GRÓSKA Guðbjörg Ingvarsdóttir segir sýninguna endurspegla mikla fjölbreytni í íslenskri skartgripa- hönnun. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is s 512 5432 SKARTGRIPASÝNING Á þriðja tug gullsmiða og hönnuða sýna skartgripi á sýn- ingu sem opnar í Hafnarborg á laugardag og ber yfirskriftina Rætur. Þar verður meðal annars boðið upp á skartgripaleigu sem er nýbreytni hér á landi. SKÍRAGULL, JÁRN OG TIMBUR Efnis- notkun höfunda er fjölbreytt og má sjá gripi úr eðalmálmum jafnt sem timbri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Full búð af sparilegum klæðnaði fyrir allar veislur sumarsins. Útsölulok, fullt af góðum tilboðum. Hlökkum til að sjá þig. verslunin er 5 ára í dag Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is FULL BÚÐ af flottum fötum fyrir flottar konur Stærðir 40–60 Laugavegi 63 • S: 551 4422 NÝTT – VATTJAKKAR FLOTTIR BÁÐUM MEGIN Einlitir/köflóttir kr. 27.900,- Sjá yfirhafnir á laxdal.is Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Sýning á íslenskri samtímaskart-gripahönnun opnar í Hafnar-borg á laugardag. Yfirskrift sýn- ingarinnar er Rætur og er henni ætlað að gefa innsýn í heim íslenskrar skart- gripahönnunar og þær ólíku rætur sem gullsmiðir og skartgripahönnuðir leita í við sköpunina. Eins verða ræturnar skoðaðar í gegnum gamla gripi sem fengnir verða að láni hjá Þjóðminja- safni Íslands. Þar á meðal eru stokka- belti, koffur, hálsmen og ermahnappar og eru elstu gripirnir frá 17. öld. „Við í Félagi íslenskra gullsmiða höfum alltaf verið með viðburð í tengslum við HönnunarMars. Í ár hafði Ólöf K. Sigurðardóttir, for- stöðumaður Hafnarborgar, samband við okkur og óskaði eftir samstarfi. Okkur þótti það sérstaklega viðeig- andi þar sem yfirskrift Hönnunar- Mars í ár er samvinna,“ segir Guð- björg Kristín Ingvarsdóttir, gullsmið- ur og eigandi verslunarinnar Aurum, sem situr í sýningarnefnd. Hún segir að ákveðið hafi verið að taka sam- vinnuhugtakið skrefinu lengra og bjóða vöruhönnuðum að taka þátt í sýningunni ásamt fjölda gullsmiða en þátttakendur eiga það sameig- inlegt að hafa verið að gera áhuga- verða skartgripi að undanförnu. Flestir gripanna eru að sögn Guð- bjargar sérstaklega unnir fyrir sýn- inguna og endurspegla mikla grósku. „Efnisnotkun höfunda er fjölbreytt og má sjá gripi úr eðalmálmum, timbri, gúmmíi, postulíni og mosa svo dæmi séu nefnd. Þeir leita fanga víða og sækja innblástur í náttúruna, menninguna og persónulegar rætur. Markmið sýningarinnar er að sýna fram á þessa miklu fjölbreytni.“ Guðbjörg er sjálf með nýja línu. Hún vinnur með fjaðrir fálka og svans og hefur gert stórar axlarnæl- ur sem eru hugsaðar fyrir bæði kyn. „Þetta er fyrsta línan í Aurum sem er ætluð báðum kynjum en þar koma til með að fást sams konar gripir í minni útfærslum,“ segir Guð- björg. Sýningin í Hafnarborg stendur til 15. apríl. ■ ve
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.