Fréttablaðið - 08.03.2012, Síða 42
8. mars 2012 FIMMTUDAGUR34
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Tónleikaárið 2012 virðist ætla að einkennast af tónleikum með eld-
gömlum hljómsveitum sem ýmist eru enn að, eða hafa verið endur-
lífgaðar í einhverri mynd. Það er margt í boði í þeim geiranum, sumt
spennandi og annað minna.
Eitt af því sem tilheyrir hiklaust fyrri flokknum er endurkoma
íslensku hipparokksveitarinnar Svanfríðar í Austurbæ 14. apríl. Á tón-
leikunum koma fram þeir Birgir Hrafnsson, Gunnar Hermannsson,
Sigurður Karlsson og Sigurður Rúnar
Jónsson sem allir spiluðu inn á plötu
sveitarinnar What‘s Hidden There sem
kom út árið 1972. Auk þeirra koma
Þórður Árnason og Pétur Hjaltested
fram, auk söngvaranna Eiríks Hauks-
sonar, Elvars Arnar Friðrikssonar og
Péturs Arnar Guðmundssonar.
Tilefni þessarar endurkomu er tví-
þætt. Annars vegar að halda upp á
fjörutíu ára afmæli plötunnar og hins
vegar að heiðra minningu Péturs Krist-
jánssonar, söngvara Svanfríðar, sem
hefði orðið sextugur á árinu. What‘s
Hidden There hefur lengi verið ein af
eftirsóttustu íslensku plötunum hjá
plötusöfnurum út um allan heim. Þó
að hún hafi verið endurútgefin bæði á cd og vínil af þýska gæðamerk-
inu Shadoks þá hefur ásóknin í upprunalegu útgáfuna ekkert minnkað.
Síðasta haust seldust að minnsta kosti tvö eintök af henni á yfir hundr-
að þúsund krónur á ebay.
Tónlistin á What‘s Hidden There, sem var tekin upp í London, er
proggað hipparokk, ekkert mjög þungt, en fullt af fínu grúvi og flott-
um sólóum sem gaman verður að heyra spiluð á tónleikunum. Auk
laga af plötunni mun Svanfríður taka smáskífulögin Jibbý Jei og Kalli
bóndi og nokkur þeirra erlendu tökulaga sem voru vinsæl á böllum
með hljómsveitinni.
Svanfríður rifjar upp snilldina
EFTIRSÓTT Enn má fá vænar fúlgur
fyrir gott eintak af What‘s Hidden
There.
> Í SPILARANUM
Myrra Rós - Kveldúlfur
Blondes - Blondes
Andrew Bird - Break it Yourself
MYRRA RÓS ANDREW BIRD
John Frusciante, fyrrum gítarleikari Red
Hot Chili Peppers, verður ekki viðstaddur
þegar hljómsveitin verður vígð inn í Frægð-
arhöll rokksins í apríl.
Aðrar hljómsveitir sem fá inngöngu í höll-
ina verða Faces/Small Faces, Guns N´Roses
og Beastie Boys. Að sögn trommuleikarans
Chads Smith ætlar Frusciante ekki að mæta
þrátt fyrir að flestir fyrrum meðlimir Red
Hot muni láta sjá sig. Frusciante yfirgaf
hljómsveitina og ákvað að einbeita sér að
sólóferli sínum áður en upptökur á nýj-
ustu plötunni I´m With You hófust. Í skarð
hans hljóp Josh Klinghoffer.
„Honum fannst eitthvað skrítið að
mæta og við virðum alveg þá skoðun
hans,“ sagði Smith við Billboard. „Hann er
þannig náungi að þegar hann hefur lokið
einhverju snýr hann sér alfarið að næsta
verkefni. Hann er eiginlega ekkert að spá í
Red Hot Chili Peppers núna.“
Frusciante spilaði inn á fimm hljóðvers-
plötur með hljómsveitinni á árunum 1989 til
2006.
Frusciante fjarverandi
Bandaríska hljómsveit-
in The Shins gefur út sína
fjórðu plötu á næstunni.
Sem fyrr er melódískt og
stundum skrítið poppið í
fyrirrúmi.
Fjórða plata bandarísku indís-
veitarinnar The Shins kemur
út 16. mars. Hún heitir Port of
Morrow og er sú fyrsta sem
sveitin gefur út hjá nýju útgáfu-
fyrirtæki forsprakkans James
Mercer, Aural Apothecary.
The Shins var stofnuð árið
1996 í borginni Albuquerque í
Nýju-Mexíkó en er núna með
bækistöðvar í Portland í Oregon.
Fyrst átti The Shins að vera hlið-
arverkefni Mercers enda hafði
hann áður stofnað Flake Music.
Þegar sú hljómsveit lagði upp
laupana ákvað hann að einbeita
sér að The Shins og réð tromm-
arann Jesse Sandoval í bandið.
Síðar meir áttu hljómborðsleik-
arinn Marty Crandall og bassa-
leikarinn Dave Hernandez eftir
að bætast í hópinn en bæði þeir
og Sandoval eru núna hættir í
sveitinni.
Mercer hafði kennt sjálfum sér
á gítar sem unglingur með því
að hlusta á sveitir á borð við My
Bloody Valentine og Echo & The
Bunnymen. Með tímanum fékk
hann aukinn áhuga á popptónlist
sjöunda áratugarins og vönduð-
um lagasmíðum.
Fyrsta platan, Oh! Inverted
World, kom út 2001. Þar vakti
The Shins vakti töluverða athygli
fyrir ferska, melódíska og stund-
um skrítna popp-rokktónlist
sína. Næsta plata, Chutes Too
Narrow, leit dagsins ljós tveim-
ur árum síðar og þar var meira
kjöt á beinunum en á frumburð-
inum. Árið eftir var lagið New
Slang notað í kvikmyndinni Gar-
den State með Natalie Portman í
aðalhlutverki og jók það vinsæld-
ir The Shins til muna.
Þriðja platan, Wincing the
Night Away, kom út 2007. Hún var
sú síðasta til að koma út á vegum
Sub Pop og fékk mjög góðar við-
tökur, þar á meðal tilnefningu til
Grammy-verðlaunanna, auk þess
sem hún fór beint í annað sæti
Billboard-listans.
Port of Morrow var tekin upp í
Los Angeles og Portland á síðasta
ári. Sem fyrr sá Mercer um laga-
smíðarnar, sönginn og meirihlut-
ann af hljóðfæraleiknum.
The Shins ætlar að fylgja plöt-
unni eftir með spilamennsku
í Evrópu og í Bandaríkjunum
fram á haust. Fyrst spilar sveitin
í þættinum Saturday Night Live á
laugardaginn.
freyr@frettabladid.is
Melódískt og skrítið popp
Á GRAMMY-HÁTÍÐ The Shins á Grammy-hátíðinni árið 2008. Hún var tilnefnd til fyrir bestu alternative-plötuna. NORDICPHOTOS/GETTY
> PLATA VIKUNNAR
★★★★★
Halftime - Introbeats
„Mjúk og þægileg tónlist
sem ætti að höfða til margra.“ -TJ
Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds-
son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is.
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Skýringar:
TÓNLISTINN
Vikuna 1. - 7. mars 2012
LAGALISTINN
Vikuna 1. - 7. mars 2012
Sæti Flytjandi Lag
1 Valdimar Guðmunds. / Helgi Júl. .....Stöndum sama
2 Magni ..................................................................... Hugarró
3 Retro Stefson ..........................................................Qween
4 Greta Salóme / Jónsi..........................Mundu eftir mér
5 Of Monsters and Men ...................................Lakehouse
6 Fun / Janelle Monae .............................. We are Young
7 Blár ópal ............................................................Stattu upp
8 The Black Keys ............................................... Lonely Boy
9 Amy Winehouse ....Will You Still Love Me Tomorrow
10 Train ........................................................................Drive By
Sæti Flytjandi Plata
1 Ýmsir ...................... Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012
2 Mugison ....................................................................Haglél
3 Of Monsters and Men ............ My Head is an Animal
4 Valgeir Guðjónsson .....................Spilaðu lag fyrir mig
5 Adele .................................................................................. 21
6 Leonard Cohen .................................................Old Ideas
7 Sólstafir....................................................... Svartir sandar
8 Ýmsir .............. Einu sinni var / Út um græna grundu
9 Sigurður Guðm. og Sigríður Thorl. ......... Ásamt Sinfó
10 Hjálmar ..........................................................................Órar
AÐVÖRUN!
Tiger seldi snjókúlur með álfum í febrúar 2011 og aftur
með jólafígúrum í nóvember 2011.
Við innköllum nú snjókúlurnar þar sem komið hefur í
ljós að glerið er tiltölulega auðvelt að brjóta ef kúlurnar
detta í gólfið eða þeim slenkt upp við e-ð hart.
Ef kúlurnar brotna þegar börn eru að leik, er hætta á
að þau skeri sig á glerbrotunum.
Við biðjum þá sem keypt hafa kúlur af þessu tagi að
skila þeim í næstu Tigerbúð og fá að fullu endurgreitt.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi
málið hafðu endilega samband í s. 660 8211
eða á netfangið sandra@tiger.is
Villidýr á verði · tiger.is