Fréttablaðið - 08.03.2012, Side 47

Fréttablaðið - 08.03.2012, Side 47
FIMMTUDAGUR 8. mars 2012 39 Eftir miklar vangaveltur staðfesti Armenía þátttöku sína í Eurovision-keppninni í Bakú 17. janúar síðastliðinn. Nú hefur þjóðin þó dreg- ið það til baka, eftir að armenskir söngvarar söfnuðu undirskriftum gegn þátttöku, og til- kynntu um að þeir kæmu ekki til með að taka þátt. Lengi hefur ríkt óvild á milli Armeníu og Aserbaídsjan og óttuðust Armenar um öryggi landsmanna sinna í Bakú. Löndin háðu stríð á árunum 1988 til 1994 og síðan þá hefur andað köldu milli landanna, þrátt fyrir að friðarsátt- máli hafi verið undirritaður við stríðslok. Armenía tók fyrst þátt í Eurovision-söngva- keppninni árið 2006 og hefur endað í efstu tíu sætunum í öllum keppnum þar til í fyrra þegar söngkonan Emmy kom lagi sínu, Boom Boom, ekki upp úr undankeppninni. - trs Armenía ekki með í Eurovision BOOM BOOM Söngkonan Emmy kom lagi Armena ekki upp úr undanúrslitunum í Eurovision-keppninni sem haldin var í Þýska- landi í fyrra. Annan apríl hefst endurhljóð- blönduð útgáfuröð með lögunum af plötu Bjarkar, Biophilia. Þeir sem taka þátt í verkefninu eru These New Puritans, Matthew Herbert, El Guincho, Hudson Mohawke, Alva Noto, 16 Bit, Current Value, King Cannibal og pönk-rappsveitin Death Grips frá Kaliforníu. Lögin verða gefin út með tveggja vikna fresti á fjögurra mánaða tímabili. Það er plötu- snúðurinn og upptökustjórinn Current Value sem hefur leik- inn með lögunum Crystalline og Solstice. Hann aðstoðaði Björk einmitt á Biophilia, rétt eins og Matthew Herbert og 16 Bit. Biophilia í nýrri útgáfu ENDURHLJÓÐBLÖNDUÐ Lögin af Bjarkarplötunni Biophilia verða gefin út í endurhljóðblönduðum útgáfum. Söngkonan Debbie Harry lenti í því um helgina að vera ruglað við leikkonuna Lindsay Lohan. Kon- urnar gistu báðar á Mercer-hótel- inu í New York helgina sem leið og því var urmull af ljósmyndurum í biðstöðu við hótelið þá helgi. Ljósmyndarar sátu um Lohan vegna framkomu hennar í Sat- urday Night Live og urðu kátir þegar leikkonan yfirgaf Mercer- hótelið snemma á sunnudags- morgni. Í ljós kom þó að umrædd kona var ekki Lohan heldur söng- konan Debbie Harry sem sló í gegn með hljómsveitinni Blondie á áttunda áratugnum. Harry er 66 ára gömul og 41 ári eldri en Lohan. Fóru mannavillt MANNAVILLT Ljósmyndarar töldu Debbie Harry vera enga aðra en Lindsay Lohan. NORDICPHOTOS/GETTY Victoria Beckham upplýsir lesendur franska tímaritsins Madame Figaro að hún elski tísku of mikið til þess að nokkru sinni klæðast íþróttagalla. „Þú munt aldrei sjá mig klæð- ast íþróttagalla á almannafæri. Ég elska tísku einfaldlega of mikið til að klæðast þannig flík. Það sama á við um UGG skóna, ég klæðist þeim aðeins innan veggja heimilisins,“ sagði tísku- drósin og hönnuðurinn í viðtali við tímaritið. Beckham sagðist einnig vera „háð“ hönnun tískuhúss- ins Prada, gollum og töskum frá Hermés. Aldrei í íþróttaföt Opið laugard. kl. 10-14

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.