Fréttablaðið - 08.03.2012, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 08.03.2012, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 8. mars 2012 39 Eftir miklar vangaveltur staðfesti Armenía þátttöku sína í Eurovision-keppninni í Bakú 17. janúar síðastliðinn. Nú hefur þjóðin þó dreg- ið það til baka, eftir að armenskir söngvarar söfnuðu undirskriftum gegn þátttöku, og til- kynntu um að þeir kæmu ekki til með að taka þátt. Lengi hefur ríkt óvild á milli Armeníu og Aserbaídsjan og óttuðust Armenar um öryggi landsmanna sinna í Bakú. Löndin háðu stríð á árunum 1988 til 1994 og síðan þá hefur andað köldu milli landanna, þrátt fyrir að friðarsátt- máli hafi verið undirritaður við stríðslok. Armenía tók fyrst þátt í Eurovision-söngva- keppninni árið 2006 og hefur endað í efstu tíu sætunum í öllum keppnum þar til í fyrra þegar söngkonan Emmy kom lagi sínu, Boom Boom, ekki upp úr undankeppninni. - trs Armenía ekki með í Eurovision BOOM BOOM Söngkonan Emmy kom lagi Armena ekki upp úr undanúrslitunum í Eurovision-keppninni sem haldin var í Þýska- landi í fyrra. Annan apríl hefst endurhljóð- blönduð útgáfuröð með lögunum af plötu Bjarkar, Biophilia. Þeir sem taka þátt í verkefninu eru These New Puritans, Matthew Herbert, El Guincho, Hudson Mohawke, Alva Noto, 16 Bit, Current Value, King Cannibal og pönk-rappsveitin Death Grips frá Kaliforníu. Lögin verða gefin út með tveggja vikna fresti á fjögurra mánaða tímabili. Það er plötu- snúðurinn og upptökustjórinn Current Value sem hefur leik- inn með lögunum Crystalline og Solstice. Hann aðstoðaði Björk einmitt á Biophilia, rétt eins og Matthew Herbert og 16 Bit. Biophilia í nýrri útgáfu ENDURHLJÓÐBLÖNDUÐ Lögin af Bjarkarplötunni Biophilia verða gefin út í endurhljóðblönduðum útgáfum. Söngkonan Debbie Harry lenti í því um helgina að vera ruglað við leikkonuna Lindsay Lohan. Kon- urnar gistu báðar á Mercer-hótel- inu í New York helgina sem leið og því var urmull af ljósmyndurum í biðstöðu við hótelið þá helgi. Ljósmyndarar sátu um Lohan vegna framkomu hennar í Sat- urday Night Live og urðu kátir þegar leikkonan yfirgaf Mercer- hótelið snemma á sunnudags- morgni. Í ljós kom þó að umrædd kona var ekki Lohan heldur söng- konan Debbie Harry sem sló í gegn með hljómsveitinni Blondie á áttunda áratugnum. Harry er 66 ára gömul og 41 ári eldri en Lohan. Fóru mannavillt MANNAVILLT Ljósmyndarar töldu Debbie Harry vera enga aðra en Lindsay Lohan. NORDICPHOTOS/GETTY Victoria Beckham upplýsir lesendur franska tímaritsins Madame Figaro að hún elski tísku of mikið til þess að nokkru sinni klæðast íþróttagalla. „Þú munt aldrei sjá mig klæð- ast íþróttagalla á almannafæri. Ég elska tísku einfaldlega of mikið til að klæðast þannig flík. Það sama á við um UGG skóna, ég klæðist þeim aðeins innan veggja heimilisins,“ sagði tísku- drósin og hönnuðurinn í viðtali við tímaritið. Beckham sagðist einnig vera „háð“ hönnun tískuhúss- ins Prada, gollum og töskum frá Hermés. Aldrei í íþróttaföt Opið laugard. kl. 10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.