Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 2
4. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR2 FERÐALÖG Um 26.500 Íslendingar fóru af landi brott til lengri eða skemmri tíma í nýliðnum marsmán- uði. Það eru um 855 á dag að meðal- tali, sem er um sautján prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra. Enn vantar talsvert upp á að ná þeim fjölda utanlandsferða sem landsmenn fóru í árin fyrir hrun. Í mars 2008 fóru um 38.600 Íslend- ingar úr landi, eða um 1.250 á hverj- um degi að meðaltali. Utanlandsferðum Íslendinga fækkaði um næstum helming í kjöl- far hrunsins haustið 2008, eins og lesa má úr tölum Ferðamálastofu. Síðan hefur fjöldi utanlandsferða aukist hægt og bítandi. Í mars síðast liðnum voru farnar umtals- vert fleiri ferðir en í mars 2004, en ekki jafn margar og í sama mánuði á árunum 2005 til 2008. Alls fóru 71.100 Íslendingar af landi brott á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er um níu prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Eins og bent er á í morgunkorni frá Greiningu Íslandsbanka hefur gengi krónunnar veikst um sex prósent á árinu. Þorsteinn Guðjónsson, forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrval-Útsýn, segir að hrunið hafi bitnað mun meira á fólki á aldrinum 30 til 50 ára en á þeim sem eldri eru. Algert hrun hafi orðið í ferðum ungs fjölskyldu- fólks, en fólk yfir fimmtugu hafi áfram ferðast þrátt fyrir hrunið. Nú virðist unga fjölskyldufólkið aftur vera farið að ferðast, og segir Þorsteinn að um 50 prósenta aukn- ing hafi verið í sölu til þessa aldurs- hóps í fyrra. Ferðirnar eru þó öðruvísi sam- settar en fyrir hrun. Fjölskyldu- fólkið fer almennt í styttri ferðir Unga fjölskyldufólkið aftur í utanlandsferðir Um 26.500 Íslendingar flugu af landi brott í mars. Það er um 17% aukning frá sama mánuði í fyrra. Unga fjölskyldufólkið virðist farið að ferðast aftur þó ferðamynstrið sé breytt segir forstjóri ferðaskrifstofu. Ferðirnar eru styttri. STRANDLÍF Sólarlandaferðirnar eru yfirleitt styttri nú en fyrir hrun, auk þess sem líklegra er að fólk ferðist til nærliggjandi lands frekar en að fara á framandi slóðir segir forstjóri Úrvals-Útsýnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 40 30 20 10 0 19,6 22,2 33,0 29,5 35,4 38,6 17,6 22,4 22,6 26,5 Fjöldi utanlandsferða Íslendinga í marsmánuði 2003 til 2012 Heimild: Ferðamálastofa *Allar tölur eru í þúsundum en áður, meðaltalið er um tíu dagar en var tólf áður, segir Þorsteinn. Þá fer fólk oft styttri vegalengdir en á árunum fyrir hrun. „Á árunum 2006 og 2007 vildu margir komast á framandi slóðir. Nú veit ég ekki hvort ævintýraþrá- in hafi minnkað eða fólk þurfi að hugsa meira um kjörin, en fólk fer frekar á hefðbundnari slóðir í dag,“ segir Þorsteinn. Hann segir fólk einnig velja í mun meiri mæli en áður að fara í ferð- ir þar sem allt sé innifalið á gisti- staðnum. Það hafi verið nær óþekkt fyrir hrun, en nú vilji fólk það gjarnan til að halda útgjöldunum í lágmarki. brjann@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Ráðist var á konu á heimili hennar í Vesturbæ Reykja- víkur aðfaranótt þriðjudags og hún rænd farsíma sínum. Lögregla greinir frá því að klukkan þrjú um nóttina hafi erlend kona komið á lögreglustöð- ina við Hverfisgötu og tilkynnti að á hana hefði verið ráðist. „Konan, sem var nokkuð blóðug, sagðist hafa kynnst manni á Facebook og hann komið heim til hennar. Eftir stuttar samræður hafi maðurinn ráðist á hana og gengið í skrokk á henni,“ segir í tilkynningu. - óká Kynntist manni á Facebook: Kona lamin og rænd farsíma ÞÝSKALAND Ríkissaksóknari í Sviss hefur gefið út handtökuskipun á hendur þremur starfsmönnum skattaeftirlitsins í Þýskalandi. Þeir eru sakaðir um að hafa stundað njósnir um viðskiptavini svissneska bankans Credit Suisse. Þýsku skatteftirlitsmennirnir hafa skýrt frá því opinberlega að árið 2010 keyptu þeir geisladisk með stolnum upplýsingum frá svissneska bankanum Credit Suisse. Svissnesk yfirvöld grunar hins vegar að þeir hafi sjálfir fengið starfsmann bank- ans til þess að stela upplýsingunum, og séu því sekir um brot á lögum gegn iðnaðarnjósnum. Þær upplýs- ingar leiddu á sínum tíma til þess að upp komst um þúsundir þýskra skattsvikara, sem höfðu komið fé sínu undan til svissneskra banka til að sleppa við að greiða skatt í Þýska- landi. Þýska ríkið fékk í framhald- inu meira en þrjú hundruð milljarða í ríkiskassann. Þar á ofan fóru Þjóð- verjar í mál við starfsmenn Credit Suisse fyrir aðstoð, sem þeir höfðu veitt þýskum skattsvikurum. Bank- inn greiddi Þjóðverjum 150 milljón- ir evra til að losna við þau málaferli. Geisladiskinn fengu þýsku emb- ættismennirnir hjá millilið, sem sagður er hafa fengið diskinn frá starfsmanni Credit Suisse. Milliliðurinn fékk 2,5 milljónir evra fyrir sinn hlut, en hann er nú dáinn og getur því ekki upplýst með hvaða hætti hann fékk diskinn frá starfsmanni bankans. - gb Svissnesk yfirvöld vilja fá þrjá þýska embættismenn handtekna og framselda: Sakaðir um njósnir og þjófnað CREDIT SUISSE Handtökuskipunin hefur valdið miklu uppnámi í þýska stjórnkerf- inu. NORDICPHOTOS/AFP SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftirlitið hefur ákveð- ið að leggja 440 milljóna króna sekt á Símann fyrir brot á samkeppnislögum. 390 milljónir eru vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu og brot gegn ákvæðum EES-samningsins og fimmtíu milljónir vegna rangrar og misvísandi upplýsingagjafar til yfirvalda við meðferð málsins. Sektin er sú hæsta sem lögð hefur verið á fyrirtæki á Íslandi vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Málið hófst með kæru frá símafyrirtækinu Nova en vatt upp á sig og við rannsókn málsins kom í ljós að Síminn hafði brotið lögin frá árinu 2001 allt til ársins 2007. Niðurstaðan er sú að Síminn beitti keppinauta sína verðþrýstingi til að gera þeim erfiðara fyrir að ná fótfestu á farsímamarkaði. Í þessu tilfelli er Síminn talinn hafa tekið óeðlilega hátt gjald fyrir að hleypa öðrum símfyrirtækjum inn á kerfi sitt, og mun hærra en gjaldið á símtöl innan kerfis Símans. Þetta leiddi til þess að til að vera samkeppnishæft þurfti Nova að bjóða viðskiptavinum sínum ókeyp- is símtöl innan eigin kerfis, sem leiddi til þess að félagið var rekið með miklu tapi fyrstu árin, að því er segir í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Ljóst sé að á brotatímabilinu hafi fyrirtæki hætt við að hefja hér starfsemi vegna þessa og önnur hrökklast af markaði. Síminn lýsti því yfir í gær að fyrirtækið hygðist áfrýja niðurstöðunni. Hún kæmi á óvart og að Sam- keppniseftirlitið væri með henni að fordæma eðlilega háttsemi en ekki vernda samkeppni. - sh Síminn ósáttur við 440 milljóna sekt fyrir að misnota ráðandi stöðu á markaði: Hæsta sekt sinnar tegundar LANDBÚNAÐUR Hlutfall mjólkur sem kemur frá búum með mjalta- þjóna er hæst í heimi hér á landi, eða 28,2 prósent. Frá þessu er greint á vef Landssambands kúa- bænda og vitnað í tölur NMSM, samtaka norrænna afurðastöva í mjólkuriðnaði. „Fyrra metið var sett árið 2010 þegar dönsk kúabú með mjalta- þjóna skiluðu 26,9 prósentum heildarmagns mjólkur þar í landi,“ segir á vefnum. Um síðustu áramót var 101 kúabú með mjaltaþjóna hér á landi og sum með fleiri en einn mjaltaþjón. Heildarfjöldi mjalta- þjóna á landinu öllu var sagður 120 um áramótin. - óká Mjaltaþjónahlufallið hæst hér: Íslensk kúabú bæta heimsmet Í FJÓSINU Kúabú með mjaltaþjóna skiluðu afurðastöðvum 35,2 milljónum lítra af mjólk í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁFRÝJAR Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, vitnaði í fréttum Stöðvar 2 í álit ráðgjafarfyrirtækisins Copenhagen Economics, sem hafði ekki gert athugasemdir við fyrirkomu- lagið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SÝRLAND, AP Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að Bashar al- Assad forseti geri sér vonir um að geta endanlega brotið upp- reisnina í landinu á bak aftur fyrir 10. apríl, en þá hefur hann lofað að draga her sinn frá fjöl- mennum íbúðasvæðum. „Þetta mun ekki gerast, því um leið og hann dregur skriðdreka sína frá borgunum þá mun fólkið stíga fram og reyna að steypa stjórninni,“ segir Adel al-Omari, einn uppreisnarmannanna. - gb Uppreisnarmenn í Sýrlandi: Segja fólkið bíða eftir færi SVÍÞJÓÐ Fangar sem fundnir eru ósakhæfir eiga að hljóta sams konar refsingu og aðrir fangar. Það á ekki að dæma þá til vist- unar á réttargeðdeild. Þetta eru tillögur sænskrar nefndar sem farið hefur yfir lögin um nauð- ungarinnlögn geðveikra og lögin um vistun ósakhæfra fanga sem kynntar voru félagsmálaráð- herra Svíþjóðar, Göran Hägg- lund, í gær. Greint var frá þessu á fréttavef Dagens Nyheter. Á vef Aftonbladet er haft eftir afbrotafræðingnum Mikael Rying að mikilvægt sé fyrir sam- félagið að vita hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að viðkomandi fremji aftur brot. Refsingin sjálf skipti minna máli. - ibs Tillögur sænskrar nefndar: Vill afnema réttargeðdeildir SJÁVARÚTVEGUR Dótturfyrirtæki Samherja, Deutsche Fishfang Union í Þýskalandi (DFFU), hefur ákveðið að hætta tímabundið öllum viðskiptum við Ísland. RÚV greindi frá þessu í gærkvöldi. Í fréttinni kemur fram að félagið ætlar ekki að selja afurð- ir sínar í gegnum íslensk sölu- fyrirtæki, sækja þjónustu hér eða landa úr skipum félagsins á Íslandi. Þetta er gert á meðan ekki fæst upplýst hvað fyrirtækið er grunað um að gera rangt í við- skiptum á Íslandi. Seðlabankinn lagði nýlega hald á bókhaldsgögn DFFU sem vistuð eru hér á landi í tengslum við rannsókn sína á meintum brotum Samherja á gjaldeyrislögum. Gangi áform DFFU eftir mun það hafa mikil áhrif á landvinnslu Samherja á Norðurlandi þar sem allar áætlanir gera ráð fyrir hrá- efni frá DFFU, en veiðiheimildir Samherja duga ekki til þess að halda uppi vinnslu árið um kring. - shá Rannsókn SÍ á Samherja: Ætlar að snið- ganga Ísland Ásbjörn, á bara‘ð fara‘ð nota þara? „Já, svo eldsneytisinnkaupin megi spara.“ Ásbjörn Torfason fer fyrir verkefni þar sem athugað er hvort nota megi þara til framleiðslu á lífeldsneyti. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.