Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 8
4. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR8 1. Hvað þarf Íbúðalánasjóður mikla meðgjöf úr ríkissjóði til að ná lágmarks eiginfjárhlutfalli? 2. Hver eru fyrstu verðlaun í ljós- myndasamkeppni Fréttablaðsins? 3. Hvaða náttúrulegi efniviður er talinn geta verið undirstaða fram- leiðslu á lífeldsneyti sem komið gæti í stað innflutts eldsneytis? SVÖR 1. Tíu milljarða króna. 2. Heimaljósa- stúdíó. 3. Stórþörungar, eða þang. Apótekarinn Melhaga í dag miðvikudaginn 4. apríl kl. 15-18 Dr. Comfort Sokkar fyrir þá sem hafa sykursýki, gigt, bjúg, taugaskaða og/eða skerta blóðrás í fótum. Eru til í X-vídd fyrir breiða fætur. Heelen Stór vörulína sem býður upp á fjölbreyttar lausnir gegn algengum fóta og húðvandamálum 20% afsláttur DR. COMFORT OG HEELEN KYNNING afslát tur www.portfarma.is MINNI ÞREYTA OG MINNI V ERKIR Í FÓTUM ! KÓLUMBÍA, AP Tíu kólumbískir lög- reglumenn og hermenn, sem hafa verið gíslar skæruliðasamtakanna FARC í tólf til fjórtán ár, fengu frelsið í gær. Miklir fagnaðarfundir urðu þegar ættingjar þeirra tóku á móti þeim. Þyrla hafði verið send til að ná í þá á ótilgreindan stað í frum- skóginum. Ættingjar og ástvinir tóku síðan á móti þeim í höfuð- borginni Bogota, þar sem þeir voru jafnframt sendir í læknisskoðun. „Ég öskraði. Ég hoppaði upp og niður,“ sagði Olivia Solarte, móðir eins gíslanna, 41 árs gamals lög- reglumanns sem hefur verið í haldi síðan í júlí árið 1999. Enn eru að minnsta kosti 400 gíslar í haldi samtakanna, sem nýlega gáfu loforð um að þau væru hætt að taka gísla í tekjuöflunar- skyni. Samtökin fullyrða að menn- irnir tíu, sem látnir voru lausir í gær, séu síðustu lögreglu- og her- mennirnir sem enn voru í haldi þeirra. Hinir séu allt almennir borgarar. Juan Manuel Santos, forseti Kól- umbíu, fagnaði lausn gíslanna úr haldi, en sagði hana ekki duga til. Hún væri „skref í rétta átt, mjög mikilvægt skref,“ en samt ekki upphaf friðarviðræðna. Hann vill fá ótvíræða staðfest- ingu á því að samtökin, sem hófu vopnaða baráttu árið 1964, hafi í reynd hætt öllum gíslatökum. „Þegar stjórnvöld telja næg skilyrði og tryggingar vera fyrir hendi til þess að hafist geti ferli sem bindur enda á átökin, þá mun þjóðin vita af því,“ sagði Santos, sem hefur tekið af mikilli hörku á skæruliðasamtökunum frá því hann var varnarmálaráðherra á árunum 2006 til 2009 og síðan áfram eftir að hann tók við emb- ætti forseta árið 2010. Skæruliðasamtökin FARC voru upphaflega byltingarsamtök marx- lenínista sem hugðust ná völdum í landinu, en hafa á seinni árum haldið sig að mestu til hlés inni á stóru landsvæði, sem þau hafa náð á sitt vald. Gíslatökur hafa þau þó haldið áfram að stunda, en eink- um í fjáröflunarskyni því þau hafa heimtað rausnarlegt lausnargjald fyrir gísla sína. Helsta tekjulind þeirra hefur annars verið kókaín- framleiðsla. Liðsmenn þeirra eru taldir vera tíu til fimmtán þúsund, en fylgi þeirra meðal þjóðarinnar hefur dvínað jafnt og þétt. Undanfarna áratugi hafa tvisvar verið gerðar tilraunir til friðarvið- ræðna milli FARC og stjórnvalda í Kólumbíu, en upp úr þeim slitnaði í bæði skiptin. gudsteinn@frettabladid.is Létu tíu gísla lausa eftir tólf ár í haldi Kólumbísku skæruliðasamtökin FARC létu í gær lausa tíu gísla sem hafa verið í haldi þeirra í tólf til fjórtán ár. Mjög er nú þrengt að skæruliðunum, sem nýlega hétu því að hætta gíslatökum. Enn eru þó nokkur hundruð gísla í haldi þeirra. FRELSINU FEGNIR Tveir gíslanna, sem látnir voru lausir í gær, ásamt hjúkrunarfræðingum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MANNRÉTTINDI Stjórn Samtakanna ´78 skorar á Alþingi að gera laga- úrbætur til handa transfólki. Sam- tökin sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna þess að ungur trans- maður var beittur ofbeldi á öldur- húsi í Reykjavík en fyrir þinginu liggur frumvarp um stöðu trans- fólks á Íslandi. „Þetta atvik sýnir okkur hversu gríðarlega mikilvægt það er að Alþingi samþykki fyrirliggjandi frumvarp og bæti inn í stjórnar- skrá og/eða refsilöggjöfina ákvæði til verndar transfólki með kynvit- und sem ekki samræmist þeirra líffræðilega kyni,“ segir í tilkynn- ingunni. Í tilkynningunni kemur fram að stjórn samtakanna skrifaði síð- asta sumar erindi til Stjórnlaga- ráðs um að bæta orðinu kynvitund inn í upptalningu á mismununar- breytum í jafnræðisreglu nýrrar stjórnarskrár. „Ef þessi tillaga að nýrri stjórnarskrá verður sam- þykkt er þar inni bann við mis- munun vegna kynhneigðar, sem er ákveðinn sigur, en með því að bæta kynvitund inn í upptaln- inguna væri komin inn vernd fyrir transfólk einnig. Orðið kynhneigð vísar til þess hverja við elskum og orðið kynvitund til þess hvoru kyninu við upplifum okkur sjálf tilheyra,“ segir þar. Stjórnlagaráð felldi naumlega tillöguna um að bæta kynvitund inn í textann og því ákvað stjórn Samtakanna að senda inn breyt- ingartillögu til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. - shá Samtökin ´78 álykta vegna árásar á ungan transmann í Reykjavík: Vilja ákvæði inn í stjórnarskrá Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 FRÍSTUNDIR „Það er mjög mikill snjór í Bláfjöllum, hefur varla verið meiri í fimmtán ár,“ segir Magnús Árnason, framkvæmda- stjóri skíðasvæða Reykjavíkur- borgar. „Við erum mjög bjart sýnir fyrir páskana.“ Að venju verður opið um páskana í Bláfjöllum, svo lengi sem veður leyfir, og er búist við þúsundum á skíði yfir hátíðirnar. „Ef við náum að hafa opið yfir alla páskana má gera ráð fyrir að um fimmtán þúsund manns komi í Bláfjöll,“ segir Magnús. „Það eru samt ekki allir sem koma til að renna sér því sumir eru bara komnir til að spóka sig um, kíkja á messuna eða fylgjast með tónlistar viðburðum.“ Opið hefur verið í Bláfjöllum í vikunni. Um páskana verður opið frá tíu til fimm. „Við höfum ekki enn fengið lang- tímaspá en það er ekki neinn vind- ur í kortunum svo við sjáum fram á að það verði opið,“ segir Magnús. - kh Opið í Bláfjöllum yfir páskana enda ekki verið meiri snjór þar í yfir fimmtán ár: Búist við þúsundum í Bláfjöll Á SKÍÐUM SKEMMTI ÉG MÉR Mikill snjór er í Bláfjöllum um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÖGREGLUMÁL Ökumaður sem ók niður umferðarljós í hörðum árekstri á mótum Breiðholtsbraut- ar og Skógarsels laust fyrir klukk- an hálf sjö í gærmorgun flúði af vettvangi á hlaupum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu var hann svo gripinn tveimur tímum síðar þar sem hann reyndi að komast inn í bíla í Seljahverfi og kíkti á glugga húsa. Bílnum hafði verið stolið deginum áður og maðurinn er grunaður um að vera undir áhrifum vímugjafa. - óká Harður árekstur í Breiðholti: Dópaður ók á umferðarljós VEISTU SVARIÐ? Ég öskraði. Ég hopp- aði upp og niður. OLIVIA SOLARTE MÓÐIR EINS GÍSLANNAS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.