Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2012, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 04.04.2012, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 4. apríl 2012 17 FASTEIGNIR Fjöldi íbúða í eigu fjármála- stofnana er einn helsti óvissuþátturinn í spá greiningardeildar Íslandsbanka um þróun íbúðaverðs. Í lok síðasta árs voru um þrjú þúsund íbúðir í eigu fjármálastofnana, þar af 1.600 í eigu Íbúðalánasjóðs. Í fréttabréfi greiningardeildar Íslandsbanka kemur fram að þær þrjú þúsund íbúðir sem eru í eigu fjármála- stofnana séu um 2,3 prósent af heildar- fjölda íbúða í landinu. Þó það sé ekki há tala er bent á að um sex þúsund íbúðir hafi gengið kaupum og sölum á landinu öllu í fyrra. Svo mikið framboð fasteigna gæti því haft áhrif á íbúða- verð til lækkunar ef það yrði losað inn á markaðinn á stuttum tíma. Greining- ardeildin telur hins vegar ólíklegt að slíkt muni gerast og bendir meðal ann- ars á að Íbúða lánasjóður hafi farið sér afar hægt í þessum efnum. Sjóðurinn hafi selt 154 íbúðir á síðasta ári og árið 2010 hafi þær verið 132. „Líklegt er að Íbúðalánasjóður muni þó á næstu árum losa um eignir hraðar en á síðustu tveimur árum en með sama áframhaldi tæki það sjóð- inn tíu ár að selja allar íbúðir sínar,“ segir í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka. - kh Íbúðalánasjóður á rúmlega helming allra íbúða sem eru í eigu fjármálastofnana: Helsti óvissuþáttur í spá um þróun íbúðaverðs FASTEIGNIR Íbúðalánasjóður á 1.600 fasteignir en 80 prósent þeirra eru á landsbyggðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMGÖNGUR Icelandair mun bæta tveimur vélum í flugvélaflota sinn og verða með sextán vélar í rekstri næsta sumar, en vélarnar voru fjórtán síðasta sumar. Gengið hefur verið frá samn- ingum um tvær Boeing 757-200 vélar sem munu bætast við flota Icelandair á næstu mánuðum. Annars vegar er um að ræða kaup á vél og hins vegar leigu á vél til 20 mánaða. Kaupin eru fjármögnuð úr sjóðum félagsins, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Icelandair. Kaupverðið er trúnaðarmál. Gert er ráð fyrir að báðar vél- arnar verði tilbúnar til notkunar í leiðakerfi félagsins í maí næst- komandi. - þeb Icelandair kaupir og leigir: Bæta við tveim- ur flugvélum ICELANDAIR Flugfélagið verður með sextán flugvélar í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVÍÞJÓÐ Efni sem nagladekk rífa upp úr malbikinu eru ekki bara hættuleg heilsu þeirra sem eru með öndunarfærasjúkdóma, held- ur geta efnin einnig valdið blóð- töppum og hjartaáfalli. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við háskólann í Umeå í Svíþjóð. Vísindamennirnir hafa rann- sakað dauðsföll í tengslum við umhverfismengun í Stokkhólmi. Á vef Dagens Nyheter segir að árlega látist í Stokkhólmi 30 til 40 manns af völdum slíkrar meng- unar sem er mest á vorin. Efnin sem nagladekkin rífa upp þyrlast upp þegar vegir og götur þorna. - ibs Ný rannsókn í Svíþjóð: Nagladekk geta valdið fólki heilsutjóni LANDBÚNAÐUR Verð á kjarnfóðri frá Líflandi hefur verið hækkað um þrjú til sjö prósent, mismun- andi eftir tegundum. „Ástæður verðbreytingarinn- ar eru umtalsverðar hækkanir á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar og veiking íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum,“ segir í tilkynn- ingu Bergþóru Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra Líflands. Kjarnfóðurverðshækkunin tók gildi mánudaginn 2. apríl. - óká Kjarnfóðurverð hækkar: Hækkunin er 3 til 7 prósent UMHVERFISMÁL Grand Hótel Reykjavík hlaut nýverið vottun norræna umhverfismerkisins Svansions fyrir góðan árangur í umhverfismálum. Grand hótel er fyrsta hótelið sem hlýtur Svan- inn en umfangsmikil úrgangs- flokkun er á hótelinu. Efnanotk- un þvottahússins og innkaupum almennt hefur verið breytt til að tryggja kröfur Svansins auk þess sem einvörðungu eru notað LED- perur. Alls státa nítján fyrirtæki hér- lendis af Svaninum. - áp Svansvottun Grand Hótels: 19 fyrirtæki með Svaninn frjalsilif.is – 444 7000 Frjálsi lífeyrissjóðurinn hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða skyldulífeyrissparnað sinn og er opinn öllum sem leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað. Hafðu samband við okkur í síma 444 7000, sendu tölvupóst á lifeyristhjonusta@arionbanki.is eða komdu við í næsta útibúi Arion banka. Frjálsi lífeyrissjóðurinn Ársfundur Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn 25. apríl nk. kl. 17.15 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar 2. Kynning ársreiknings 3. Tryggingafræðileg athugun 4. Fjárfestingarstefna sjóðsins 5. Kosning stjórnar Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins verða birtar á frjalsilif.is og verða aðgengilegar í höfuðstöðvum Arion banka tveimur vikum fyrir ársfund. Á fundinum verður kosið um tvo stjórnarmenn til tveggja ára og einn varamann til eins árs. Framboð til stjórnar þarf að liggja fyrir eigi síðar en sjö dögum fyrir ársfund og ber að tilkynna framboð til stjórnar með sannanlegum hætti. Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn. Efnahagsreikningur 31.12. 2011 Eignir Verðbréf með breytilegum tekjum Verðbréf með föstum tekjum Veðlán Verðtryggður innlánsreikningur Húseignir og lóðir Fjárfestingar alls Kröfur Aðrar eignir Eignir samtals Skuldir Hrein eign til greiðslu lífeyris Yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris fyrir árið 2011 Iðgjöld Lífeyrir Fjárfestingartekjur Fjárfestingargjöld Rekstrarkostnaður Hækkun á hreinni eign á árinu Hrein eign frá fyrra ári Hrein eign til greiðslu lífeyris Lífeyrisskuldbindingar skv. niðurstöðu tryggingafræðings 31.12.2011 Eignir umfram áfallnar skuldbindingar Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum Eignir umfram heildarskuldbindingar Í hlutfalli af heildarskuldbindingum Kennitölur Eign í íslenskum krónum Eign í erlendum myntum 1 Fjöldi virkra sjóðfélaga Fjöldi sjóðfélaga í árslok 2 Fjöldi lífeyrisþega Meginniðurstöður ársreiknings (í millj. króna) 6. Kjör endurskoðanda 7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 8. Laun stjórnarmanna 9. Önnur mál 35.617 60.211 1.517 2.228 41 99.615 485 1.824 101.924 (2.209) 99.715 6.872 (3.591) 9.814 (289) (154) 12.652 87.063 99.715 -833 -3,4% -221 -0,4% 80,1% 19,9% 10.815 42.724 1.904 1 Meðalfjöldi sjóðfélaga sem greiddi iðgjald á árinu. 2 Meðalfjöldi lífeyrisþega sem fengu greiddan lífeyri á árinu. Nafnávöxtun 2011 12,5% 13,4% 14,7% 5 ára meðalnafnávöxtun Frjálsi Áhætta var stofnaður í ársbyrjun 2008 og eru því ekki til 5 ára tölur. * Skuldabréf eru gerð upp á kaupkröfu. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Myndin sýnir 5 ára meðalnafnávöxtun áranna 2007–2011 en ávöxtunin er mismunandi á milli ára. Frekari upplýsingar um ávöxtun hvers árs má nálgast á frjalsilif.is Fr já ls i 1 Fr já ls i 2 Fr já ls i 3 Fr já ls i Á hæ tt a Tr yg gi ng ad ei ld * 9,5% 9,0% Fr já ls i 1 Fr já ls i 2 Fr já ls i 3 5,8% 9,7% Tr yg gi ng ad ei ld * 4,2% 13,8%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.