Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 18
18 4. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
HALLDÓR
Framkvæmdastjóri Suðurorku komst á forsíðu Fréttablaðsins fyrir nokkrum
dögum vegna áforma fyrirtækisins um
Búlandsvirkjun. Hvorki náttúrunni né
heimamönnum var þar léð eyra. Nokkrar
rangfærslur voru í fréttinni, en um mikil-
vægt náttúruverndarsvæði er að ræða.
Í fyrsta lagi var því slegið fram að
Búlandsvirkjun hafi verið metin einn hag-
kvæmasti virkjanakosturinn í 1. áfanga
Rammaáætlunar (RÁ). Staðreyndin er sú
að þessi virkjunarhugmynd var ekki metin
í RÁ 1, heldur önnur útfærsla á virkjun í
Skaftá (Skaftárvirkjun) sem gerði m.a. ráð
fyrir því að búið væri að losa aur úr ánni
með því að veita hluta hennar í Langasjó.
Í öðru lagi er haft eftir framkvæmda-
stjóra Suðurorku: „Efnislegu rökin fyrir
að setja okkur [áhersla er greinarhöf-
undar] í bið voru frekar slöpp. Hluti af því
voru umræður um stækkun Vatnajökuls-
þjóðgarðs …“ Í drögum að þingsályktun-
artillögunni sem byggir á RÁ 2 segir að
Búlandsvirkjun fari í biðflokk vegna þess
að hugmyndin hafi komið seint fram og
erfitt hafi verið að meta áhrif hennar, en
veruleg óvissa ríkir um umhverfisáhrifin.
Í þriðja lagi segir að Suðurorka ehf. hafi
gert samninga við stærstan hluta vatns-
réttarhafa vegna virkjunarinnar. Þetta er
hrakið í grein eftir íbúa í Skaftártungu
í Morgunblaðinu 29. mars sl. Þar kemur
fram að einungis sé búið að semja við
minnihluta þeirra aðila sem málið varðar.
Framkvæmdastjóri Suðurorku segir
einnig að Skaftárhrepp vanti sárlega
búbót. Ég spyr: Er Búlandsvirkjun búbót
þegar ljóst er að virkjunin skaðar þá
atvinnuvegi sem Skaftárhreppur byggir
á í dag, landbúnað og ferðamennsku, að
ógleymdum óásættanlegum áhrifum á
undirstöðu þessara atvinnugreina, náttúr-
una sjálfa?
Vatnasvið Skaftár var metið fimmta
verðmætasta svæðið af 30 hjá faghópi I í
2. áfanga RÁ og Búlandsvirkjun var í hópi
tíu vatnsaflsvirkjana sem myndu hafa
hvað neikvæðust umhverfisáhrif. Sam-
kvæmt skýrslu verkefnisstjórnar RÁ er
svæðið sem Búlandsvirkjun tilheyrir í
hópi þeirra svæða sem hæst skora á öllum
sviðum náttúru- og menningarminja, en þó
sérstaklega fyrir jarðminjar og vatnafar,
landslag og víðerni. Virkjunin yrði rétt við
Eldgjá og áhrifasvæði hennar víðfeðmt.
Það er því mun ríkari ástæða að setja
Búlandsvirkjun í verndarflokk en orkunýt-
ingarflokk.
Suðurorku í bið – Skaftársvæðið í vernd
Orkumál
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson
framkvæmdastjóri
Landverndar
Ekkert traust til stjórnar
Ríkisstjórn Geirs H. Haarde mældist í
þjóðarpúls Gallup með 26,3 prósent
stuðning í janúar 2009. Ljóst er að
traustið var ekkert. Steingrímur J.
Sigfússon, formaður Vinstri græns,
sagði traustið ekki endurvakið án
samstarfs við þjóðina. Efna þyrfti til
kosninga sem fyrst og veita nýrri ríkis-
stjórn umboð. Steingrímur situr nú í
ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Sú
mælist með 31,3 prósenta fylgi
í þjóðarpúlsi og hefur engin
stjórn mælst lægri en fyrrnefnd
stjórn Geirs. Nú er
komið annað hljóð
í strokk Steinrgíms
og hann sér enga
ástæðu til að boða til kosninga. Fimm
prósentustig skipta greinilega miklu.
Lélegt PR eða heimsk þjóð?
Nú þarf enginn að fara í grafgötur um
að fáar ríkisstjórnir hafa þurft að taka
fleiri erfiðar ákvarðanir en ríkisstjórn
Jóhönnu. Eftir þrjú ár er traustið hins
vegar lítið sem ekkert. Ráðherrar
stæra sig reglulega af því hvað þeim
gangi vel og hve ákvarðanir þeirra séu
góðar. Fyrst svo er þá eru aðeins
tvær mögulegar skýringar á fylgis-
leysinu. Ríkisstjórnin er með
verstu PR-menn í heimi í vinnu,
eða þjóðin er einfaldlega of
heimsk til að skilja hin
góðu verk.
Verkin eiga að tala
Eftir stendur hins vegar að ekki er
endilega heppilegt að stýra landinu
eftir skoðanakönnunum. Stjórnar-
flokkarnir fengu fylgi í kosningum
út á stefnuskrá sína og síðan náðu
þeir saman um stjórnarsáttmála.
Eina marktæka mælingin á árangur
er hvernig gengur að uppfylla þau
verkefni; svo sem að semja við
Evrópusambandið, leysa
skuldavanda heimilanna,
semja nýja stjórnarskrá
og breyta kvótakerfinu.
Og það er allt búið, er
það ekki?
- kóp, sh
Dansaðu þig í form með einföldum
sporum, skemmtilegri tónlist og góðum
félagsskap.
Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna
• Zumba - Þri og fim kl. 17:30
• Zumba Toning - Þri og fim kl. 16:30
• Þjálfari: Eva Suto - 4 vikur
• Hefst . 12. apríl. Verð kr. 11.900
E
fnahagslægð liggur yfir Íslandi. Hún skall á með látum og
þrátt fyrir að ýmsir hafi gert sér grein fyrir að efnahags-
kerfið rambaði á barmi falls þá kom hrunið aftan að þorra
fólks. Dagana og vikurnar á eftir réði svartsýnin ríkjum
og margir voru þeirrar skoðunar að hér myndi allt hrynja
til grunna, innviðir samfélagsins laskast verulega, ef ekki ónýtast,
atvinnuleysi nema jafnvel tugum prósenta og til þess gæti komið að
hér syltu stórir hópar fólks heilu hungri.
Sem betur fer hefur þessi
svartasta mynd ekki gengið
eftir. Vissulega eru ekki öll kurl
komin til grafar varðandi afleið-
ingar niðurskurðar til dæmis í
heilbrigðis-, velferðar- og skóla-
málum en eins og staðan er nú þá
standa þessir innviðir þrátt fyrir
að blóðtaka vegna niðurskurðar
sé sums staðar allnokkur. Atvinnuleysi er hér vissulega meira en
þjóðin hefur átt að venjast undangengna áratugi en síst meira en í
fjölmörgum nágrannalöndum.
Engu að síður er þjóðin ekki sérlega bjartsýn um þessar mundir.
Væntingavísitala hefur lækkað og traust almennings á langflestum
stofnunum samfélagsins eru í sögulegu lágmarki.
Meðan stjórnmálamenn sem með völdin fara teikna upp mynd
af samfélagi sem er að rísa úr rústum talar stjórnarandstaðan og
ýmis hagsmunasamtök, sem ekki þykir ríkisstjórnin sér hagfelld,
um að hér sé allt í ládeyðu og kalda koli. Raunveruleikinn er trúlega
einhvers staðar þarna á milli.
Fólksflóttagrýlan hefur verið fylgifiskur þessarar umræðu.
Dregin hefur verið upp sú mynd að meira eða minna allir með annað
hvort eða hvort tveggja, hæfileika og dugnað, séu farnir af landi
brott eða á förum. Þessi fólksflótti muni hafa alvarlegar afleiðingar,
jafnt félagslegar sem efnahagslegar. Úr þessari orðræðu mætti ráða
að þær fáu hræður sem hér sitja eftir séu bæði illa menntaðar og
dáðlausar og alls ekki færar um að halda uppi samfélagi.
Í nýrri skýrslu sem Ólöf Garðarsdóttir mannfjöldasérfræðingur
hefur unnið fyrir velferðarráðuneytið kemur fram að brottflutn-
ingur frá Íslandi síðastliðin ár hafi síst verið meiri en á öðrum sam-
dráttarskeiðum Íslandssögunnar. Í aðdraganda hrunsins, sem sagt
í góðærinu svokallaða, fjölgaði fólki hér hratt. Árið 2009 fækkaði
landsmönnum lítillega, eða um hálft prósentustig. Strax árið eftir
var fólki hins vegar farið að fjölga á ný þótt fjölgunin sé vissulega
minni en verið hefur undanfarna áratugi.
Ef íslenskir ríkisborgarar eru skoðaðir sérstaklega kemur í ljós að
brottflutningur þeirra er ekki meiri en áður. Ástæðan er væntanlega
sú að ef frá er talinn Noregur þá er atvinnuástandið á Evrópska
efnahagssvæðinu síst betra en hér á landi. Flestir Íslendingar sem
héðan flytja fara því eðlilega til Noregs.
Við lifum á tímum hreyfanleika fólks og fæstir vildu líklega
breyta því mikið. Fólk er vinnuafl og það leitar á staði þar sem
vantar fólk til vinnu. Ísland var þannig staður fyrir hrun en er það
ekki nú um stundir.
Íslendingar hafa að auki um aldir sótt menntun til annarra landa.
Því munu þeir halda áfram. Sem fyrr munu alltaf einhverjir ílengj-
ast og líklega frekar fleiri en færri meðan efnahagsástandið er í
lægð. Fátt bendir hins vegar til að það mynstur breytist verulega, að
þorri þeirra sem fara utan í nám komi víðsýnni og menntaðri heim
og leggi til samfélagsins í samræmi við það.
Hreyfanleiki fólks skiptir máli fyrir samfélagið:
Fólksflóttagrýlan
SKOÐUN
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is