Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2012, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 04.04.2012, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 4. apríl 2012 19 SETTU HREINNI KRAFT Í ELDA- MENNSKUNA EKKERT MSG! ENGIN TRANSFITA! Eftir efnahagsáföllin miklu árið 2008 hefur reynt á hefð- bundnar gjaldeyrisskapandi greinar landsins, raunhagkerfið íslenska, sem stóð eftir þegar bólan sprakk. Sem betur fer hafa þær greinar staðið undir nafni. Það staðfesta tölur um ferðamannafjölda, verðmæti sjávarafurða og nýlegar hag- vaxtartölur. Sérstaklega hefur verið ánægjulegt að fylgjast með mikilli aukningu umsvifa í ferðaþjónustutengdum grein- um úti um allt land. Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2012 nam aukningin í komu erlendra ferðamanna 22% frá fyrra ári. Aukningin í mars einum mældist 26%. Til marks um umskiptin voru ferðamenn í nýliðnum mars tæplega helmingi fleiri en í sama mánuði árið 2002. Þessi aukni straumur til landsins nú yfir vetrartímann skilar sér í vaxandi mæli til alls landsins. Umsvif í vetrarferðamennsku hafa t.a.m. aukist talsvert á Norðurlandi í vetur. Í ár gæti fjöldi erlendra ferðamanna orðið nálega 620 þúsund. Mitt mat er reyndar að hann gæti orðið allt að 650 þúsund þegar upp verður staðið. „Ísland allt árið“ og skemmtiferðaskip Kynning á Íslandi sem ferða- mannalandi á erlendum mörkuðum hefur gengið vel. Þar hefur farið saman gott sam- starf fyrirtækja í greininni og stjórnvalda. Þar ber einna hæst markaðsátakið „Inspired by Iceland“. Ferðaþjónustuaðilar eru einnig sammála um mikinn árangur nú þegar af sameigin- legu átaki stjórnvalda og grein- arinnar í vetrarferðamennsku- átakinu „Ísland allt árið“. Á komandi sumri verður metfjöldi innlendra og erlendra flugfélaga með áætlunarflug til landsins. Nýjasta fréttin í því sambandi er tilkynning EasyJet um heils- ársflug frá London til Íslands. Ákvörðun EasyJet að veðja á Ísland sem nýjan áfangastað er sérlega áhugaverð fyrir íslenska ferðaþjónustu þar sem félagið er 10. stærsta flugfélag í heimi og það 5. stærsta í Evrópu með þétt net um allt meginlandið og raunar víðar. Íslensku flugfélögin eru einnig á mikilli siglingu eins og sést hefur á nýlegum frétt- um af stækkuðum flugflota og auknu framboði Icelandair til Bandaríkjanna, aukinni stund- vísi og breyttu skipulagi Ice- land Express og tilkomu WoW air inn á markaðinn. Þá stefnir í metfjölda skemmtiferðaskipa til landsins á komandi sumri. Samkvæmt upplýsingum Faxa- flóahafna hafa nú þegar 77 erlend skemmtiferðaskip til- kynnt um komu sína komandi sumar. Áætlun Faxaflóahafna miðar við 100 þúsund erlenda gesti með skemmtiferðaskipum í sumar samanborið við 63 þús- und í fyrra. Það er 59% aukn- ing! Helsta skýring er aukning í komu stærri skemmtiferða- skipa. Þessi aukning mun ekki mælast í opinberum tölum um fjölda erlendra ferðamanna þar sem farþegarnir gista um borð í skipunum en ekki á hótelum og gistiheimilum. Það jákvæða við þessa þróun er sú að skipin stoppa nú mörg lengur en áður, sum í 1-2 sólarhringa. Fjárfesting í innviðum Mikil fjárfesting hefur átt sér stað innan ferðaþjónustu á síð- ustu árum. Hótelum og gisti- heimilum hefur fjölgað mikið víða um land og mun fjölga enn frekar. Þá hefur fjölbreyttum þjónustufyrirtækjum fjölgað. Nú geta erlendir ferðamenn valið um margar tegundir afþreyingar þegar þeir heim- sækja landið, t.d. fjallaleiðsögn, hvalaskoðun og svo framvegis. Tilkoma Hörpunnar og væntan- legs hótels við hlið hennar mun skapa ný tækifæri innan grein- arinnar, sérstaklega til að halda stórar ráðstefnur. Eftir hraðan vöxt ferðaþjón- ustunnar á síðustu árum er ein helsta ógnunin mikill ágangur á vinsæla staði. Til að ferða- þjónustan geti áfram vaxið og dafnað þarf að fjölga þeim stöðum sem ferðamenn heim- sækja, dreifa álaginu og einnig og ekki síður bæta innviðina. Það verður sameiginlegt verk- efni fyrirtækjanna í greininni og stjórnvalda. Á heildina litið er útlitið bjart fyrir ferðaþjónustuna. Vaxandi umsvif munu skapa auknar gjaldeyristekjur og bæta lífs- kjör í landinu – ekki veitir af upplífgandi tíðindum og vonandi að sem flestir finni sig í að taka þeim vel. Ferðaþjónustan á fljúgandi siglingu 700.000 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 0 199 9 200 5 200 4 200 3 200 2 200 1 200 0 200 9 200 6 200 8 200 7 201 0 201 2s2011 262.605 620.000 565.611 Heimild: Ferðamálastofa, EVR Fjöldi erlendra ferðamanna til Íslands Ferðaþjónusta Steingrímur J. Sigfússon viðskipta- og efnahagsráðherra 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 199 9 200 5 200 4 200 3 200 2 200 1 200 0 200 9 200 6 200 8 200 7 201 0 201 2s2011 Fjöldi erlendra ferðamanna með skemmti- ferðaskipum hjá Faxaflóahöfnum 27.574 62.673 Heimild: Faxaflóahafnir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.