Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 20
20 4. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is SÍÐUSTU FORVÖÐ Aðeins einn dagur eftir af páskatilboðsdögum PÁSKAVERÐ* Miele þvottavél W1634 áður kr. 184.500 nú kr. 169.900 Miele þvottavél W1714 áður kr. 202.500 nú kr. 184.900 * á meðan byrgðir endast Þegar þagga á niður í andófi, gera lítið úr því og þeim sem að því standa, er oft eins og til- tekin runa, vélræn upptalning á örfáum nöfnum og atburðum, komi upp í huga fólks. Rosa Parks, Martin Luther King, Mahatma Gandhi, Nelson Mandela — nafna- listanum er beinlínis kastað fram og honum ætlað að gera öllum ljóst að samanborið við þessar manneskj- ur sé andófsfólkið sem gagnrýnt er ómerki- legt, lítilvæglegt og ómarktakandi. Allt sem fjórmenningarnir ofan- greindu eru ekki. Og það sem mestu skiptir: Nöfnunum er stillt upp sem kyndil- berum passífsmans — lifandi sönnunum þess að friðsamt andóf ekki bara virki heldur sé hinu ófriðsamlega og öfgafulla bæði göfugra og áhrifaríkara. Akkúrat þessari runu skellti laganem- inn Hrafn Jónsson fram í grein sem birtist á síðum þessa sama blaðs á síðasta degi marsmánuðar. Umræðuefnið var femínismi og bauð laganeminn upp á hin ýmsu orð sem ákveðn- ir femínistar skyldu sko taka til sín: Ofstæki. Afskræming hug- taka. Blóðugur vígvöllur. Hatur. Öfgar. Allt ljót orð. En munum, sagði hann, að fjórmenningarnir létu ekki leiðast út í slíkt svað og „óumdeilt“ að árangur þeirra „á sér vart hliðstæðu“. Ég ætla ekki að blanda mér inn í þessa tilteknu umræðu um fem- ínisma en leyfi mér hins vegar að setja allnokkur spurningarmerki við slíkan söguskilning og svara svo sjálfur. Óhlýðni Rosu Parks birtist hvorki út úr tómi né inn í eitt slíkt. Hún er einungis brotabrot úr því gríðarstóra fjalli sem frelsisbarátta blökkumanna var og er og inniheldur allt frá bréfa- skrifum og ræðuhöldum til her- skárra aðgerða og vopnaburð- ar. Það sama á við um Martin Luther King þótt samkvæmt vel ritrýndri söguskoðun sé honum gjarnan stillt upp sem einhvers konar einvaldi frelsisbaráttunn- ar, andspænis herskárri þáttum hennar – sem oft eru smættað- ir niður í einn mann, Malcolm X – til marks um almætti hins friðsama. Svipaða sögu má auðvitað segja um Gandhi og frelsisbaráttuna á Indlandi. Þar er ljóst að flókið samspil borgaralegrar óhlýðni, vopnaðs andófs, og loks ýmissa utanaðkomandi áhrifa á getu Breta til að viðhalda nýlendu- völdum sínum, leiddi á endan- um til þess sem Gandhi og hans fylgismönnum er yfirleitt einum eignað. Bandaríski rit- höfundurinn Peter Gelderloos hefur í því sambandi nefnt nöfn tveggja manna sem engu síður en Mahatma ættu að eiga en eiga ekki öruggan stað í sögubókunum – Chandrasekhar Azad og Bhagat Singh sem báðir leiddu vopnað andóf gegn yfirráðum Breta. Loks er það Nelson Mandela – en hann tók jú þátt, og gott betur, stofnaði bæði og leiddi Umkhonto we Sizwe, vopnaðan arm Afr- íska þjóðarráðsins, sem beitti skemmdarverkum og ofbeldi í baráttunni gegn aðskiln- aðarstefnu Suður-Afríku. Það væri auðvitað ekki rétt að halda því fram að andóf sem stíg- ur handan marka hins friðsama sé eitt og sér alltaf áhrifaríkara en það sem heldur sig innan frið- armúranna. En það er ámóta vitlaust og á sama tíma blekkj- andi að kasta fram nöfnum og atburðum á borð við frelsibaráttu blökkumanna og Indverja, and- spyrnu við aðskilnaðarstefnur – jafnvel atburðum eins og frönsku byltingunni, sem mörgum þykir jú fínt að punta sig með á tylli- dögum – eins og um eintómar friðarsamkundur appelsínugulra borðabera hafi verið að ræða. Vitræn umræða tengd andófi krefst þess að vera laus við ofan- greindar og aðrar álíka klisjur, slík ósannindi, sem og dogma- tíska upphafningu á passífisma – miklu frekar en einhverjar meintar öfgar sem fæstir geta svo, þegar upp er staðið, útskýrt í hverju felast. Þreytandi klisjur og blekkjandi Í greinum sem forstjórar Lands-virkjunar og Veiðimálastofnunar skrifuðu í Fréttablaðið í nýliðinni viku gætir talsverðs misskiln- ings á laxafiskastofnum og vist- kerfi þeirra í Þjórsá. Landsvirkjun á hvorugt. Fiskurinn og búsvæði hans er auðlind í eigu veiðiréttar- eigenda, lögvarin af stjórnarskrá landsins. Fyrir all löngu fékk Lands- virkjun leyfi til ýmissa aðgerða til að meiri arður kæmi úr raforku- framleiðslunni en greiddi fyrir það leyfi með gerð fiskistiga við Búða. Eftir stendur fiskurinn og vistkerf- ið í eigu bænda og landeigenda. Veiðifélag Þjórsár ber lögum samkvæmt ábyrgð á nýtingu fisk- stofnanna í ánni og á að gæta hags- muna veiðiréttareigenda við ána þar sem verndun til framtíðar er forgangsmál. Þegar mat er lagt á vistkerfi lax- fiska í Þjórsá verður það að byggjast á núverandi stöðu lífríkis árinnar en ekki hvað það gæti hafa verið til- tekna áratugi aftur í tímann miðað við forsendur sem Landsvirkjun og Veiðimálastofnun ætla að gefa sér. Slík aðferðafræði leiðir til þess að miða yrði við aðstæður fyrir land- nám. Hvað gert er í dag er ákvörðun landeigenda en ekki Landsvirkjun- ar. Það er misskilningur að Lands- virkjun geti tekið sér vald til að rýra vistkerfi í eigu bænda við Neðri Þjórsá með því að auðga það hjá bændum í efri hluta árinnar. Við mat á áhrifum virkjana væri einnig óskandi að forstjórarnir kæmu sér saman um hvort þeir telji hægt að notast við reynsluna frá Columbia- og Snake-ánum í Banda- ríkjunum. Forstjóri Landsvirkjunar segir ekki hægt að bera þær saman við Þjórsá en forstjóri Veiðimála- stofnunar vitnar til þeirra til marks um ágæti fyrirhugaðra mótvægis- aðgerða. Eins og NASF hefur bent á sýnir reynslan frá Bandaríkjun- um að engar af óhemju dýrum mót- vægisaðgerðum virkjanafyrirtækja þar hafa megnað að koma í veg fyrir hrun fiskstofna í ánum vestra. Bændur eiga réttinn í Þjórsá Ísinn á norðurskautinu bráðnar hratt. Meginástæðan er aukin losun gróðurhúsalofttegunda, fyrst og fremst koldíoxíðs, sem veldur hlýnun lofts og hafs. Áhrif sóts á bráðnun íssins eru ekki eins þekkt. Þó líftími sóts í andrúms- loftinu sé stuttur hefur það engu að síður áhrif á loftslagið. Hafísinn gegnir mikilvægu hlutverki fyrir vistkerfi á norð- urskauti. Hann er undirstaða lífsafkomu fjölda lífvera, þar á meðal sela og hvítabjarna. Kæl- andi áhrif íssins eru einnig mik- ilvæg fyrir loftslagið. Bráðnun íss á norðurskautinu magnar því hlýnun jarðar. Hlýnuninni fylgir óstöðugt loftslag, ekki bara á norðurskautinu, heldur víðsvegar á norðurhveli jarðar. Ef sporna á gegn hlýnun jarðar og bráðnun jökla er mikilvægt að draga verulega úr losun gróður- húsalofttegunda á borð við kol- díoxíð. En óháð því hve mikið við drögum úr losun þessara loftteg- unda mun áhrifanna ekki gæta að fullu fyrr en eftir u.þ.b. 100 ár vegna tregðu í sjálfu loftslags- kerfinu. Sú tregða stafar af því hve langur líftími þessara loft- tegunda er í andrúmsloftinu. Ef tefja á hraða bráðnun íss á norðurskautinu er þörf á skyndi- hjálp þannig að áhrifa gæti fljótt. Á fundi okkar, norrænu umhverf- isráðherranna, á Svalbarða í síð- ustu viku sem og við ýmis önnur tækifæri, á alþjóðavettvangi, í svæðisbundnu samstarfi og heima fyrir, höfum við tekið ákvarðanir um aðgerðir í því skyni að draga úr losun svifryks og lofttegunda eins og t.d. sóts, metans og ósons við yfirborð jarðar. Þrátt fyrir stuttan líftíma þessara efna í andrúmsloftinu hafa þau áhrif á hlýnun loftslags. Þessar aðgerð- ir koma til viðbótar við aðgerðir gegn losun koldíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda sem hafa lengri líftíma. Þess er vænst að settar verði alþjóðlegar reglur um losun skammlífra loftslagsspilla eins og sóts, metans og ósons. Meðan beðið er eftir slíkum reglum er mikilvægt að hraða vinnu við að draga úr losun þeirra. Leggja þarf áherslu á aðgerðir bæði í iðnríkjum og þróunarríkjum því áhrifa þessara efna gætir nú þegar á loftslag og heilsufar fólks. Á grundvelli náins sam- starfs okkar og sameiginlegs gildismats náðum við á fundin- um á Svalbarða samstöðu um að efla aðgerðir til að draga úr losun skammvinnra loftslagsspilla á heimaslóð. Við ákváðum einnig að hvetja til nánara samstarfs á alþjóða- vettvangi um metnaðarfyllri regl- ur um losun skammvinnra lofts- lagsspilla. Með samstarfi um betri reglur og frekari aðgerðir á svæðinu geta Norðurlönd beitt sér til áhrifa varðandi þetta mál á alþjóðavettvangi. Norðurskautið þarf skyndihjálp Haustið 2009 flúði Moham-med Lo, tvítugur maður, frá Máritaníu. Þar hafði hann verið þræll frá blautu barnsbeini, enda sonur þræla og þar með „réttmæt“ eign húsbóndans sem hafði þrælkað foreldrana alla ævi þeirra. Það var skömmu eftir lát móður sinnar sem Mohammed flúði, en faðirinn lést fáum árum áður; hvorugt naut nokkurn tíma læknisþjónustu. Fyrir utan syst- ur sína, sem samtímis flúði til Senegal, þekkti Mohammed ekk- ert fólk nema nokkra samþræla sína. Mohammed dvaldi fáa mánuði á Spáni en fór síðan til Noregs. Þaðan kom hann til Íslands og sótti um hæli sem flóttamaður í desember 2010. Því var synjað, og Útlendingastofnun úrskurð- aði að hann skyldi sendur aftur til Noregs. Staðreyndirnar eru þessar: Þrælahald er algengt í Máritaníu og ekki er efast um frásögn Mohammeds. Fólk sem hneppt hefur verið í þrældóm á rétt á hæli og ekki má senda það aftur til heimalandsins. Útlendingastofnun (UTL) fékk bréf frá Interpol í Noregi þar sem sagt var að ef Mohammed yrði snúið aftur til Noregs yrði hann sendur þaðan til Máritan- íu. Samkvæmt nýlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu má Ísland því ekki senda Moham- med til baka til Noregs. Samkvæmt íslenskum lögum og mannréttindasáttmálum á Mohammed því rétt á hæli á Íslandi. Þrátt fyrir þetta ætlaði UTL að senda Mohammed tilbaka, og stofnunin hafði ekki meiri áhuga á máli hans en svo að hún notaði túlk sem ekki skildi eina málið sem Mohammed getur tjáð sig á. Farið var fram á að innanrík- isráðherra frestaði brottvísun Mohammeds þar til ráðuneytið hefði lokið meðferð kæru vegna ákvörðunar UTL. Því var synjað og hefur Mohammed síðan verið í felum á Íslandi, þar sem hann hefur eignast talsvert af vinum og kunningjum. Málið hefur nú verið hjá ráð- herra frá því í júlí. Af einhverj- um ástæðum hefur ráðherra ekki viljað gera það sem honum ber, né að skikka UTL til að fylgja lögum. Útlendingastofnun er löngu þekkt fyrir lögleysur og óvönd- uð vinnubrögð. Margir héldu þegar Ögmundur Jónasson varð ráðherra mannréttindamála að hann myndi a.m.k. ekki taka þátt í að brjóta á augljósum rétti flóttamanna sem eiga yfir höfði sér pyntingar og ævilangan þrældóm. Annað virðist komið á daginn. Mannréttindaráðherra hunsar lög Samfélagsmál Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson listamaður Ég ætla ekki að blanda mér inn í þessa tilteknu umræðu um femínisma en leyfi mér hins vegar að setja allnokkur … Orkumál Orri Vigfússon formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna Það er misskiln- ingur að Lands- virkjun geti tekið sér vald til að rýra vistkerfi við Neðri-Þjórsá með því að auðga það hjá bændum í efri hluta árinnar. Hafísinn gegnir mikilvægu hlutverki fyrir vistkerfi á norðurskauti. Hann er undirstaða lífsafkomu fjölda lífvera, þar á meðal sela og hvítabjarna. Umhverfisvernd Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Íslands Ida Auken umhverfisráðherra Danmerkur Martin Lidegaard loftslagsráðherra Danmerkur Ville Niinistö umhverfisráðherra Finnlands Kári Páll Højgaard innanríkisráðherra Færeyja Bård Vegar Solhjell umhverfisverndarráð- herra Noregs Lena Ek umhverfisráðherra Svíþjóðar Carina Aaltonen umhverfisráðherra Álandseyja. Mannréttindi Einar Steingrímsson stærðfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.