Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2012, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 04.04.2012, Qupperneq 26
26 4. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR Drómi hf. er hlutafélag sem inn-heimtir lán sem voru í eigu SPRON og Frjálsa Fjárfestinga- bankans og er að fullu í eigu slit- astjórnar SPRON/Frjálsa fjárfest- ingabankans. Það sem gerir Dróma hf. frábrugðinn öðrum fjármála- stofnunum er sá að Drómi hf. er í raun innheimtufyrirtæki sem hefur engan hag af því að vinna með eða þjón- usta sína viðskiptavini þó forsvarsmenn Dróma hf. hafi reynt af veik- um mætti að halda öðru fram. Fyrirkomulagið sem Drómi hf. starfar eftir er frábrugðið öllu öðru sem ríkið og Fjármálaeftirlit- ið komu að og settu upp eftir efnahagshrunið 2008. Engar skýringar hafa fengist hvers vegna þessi leið var kosin og hvers vegna þeir sem voru í viðskiptum við Frjálsa fjárfestinga- bankann og SPRON voru settir í aðra aðstöðu en aðrir viðskiptavin- ir íslenska bankakerfisins. Það sem er hins vegar athyglis- vert við þetta mál er sú staðreynd að Drómi hf. er rekinn með ríkis- ábyrgð. Ástæðan er sú að ríkið gaf ríkisábyrgð fyrir innlánum hjá SPRON sem flutt voru til Arion Banka. Það er síðan verk- efni Dróma hf. að innheimta lán hjá viðskiptavinum og tryggja að heimtur verði slíkar að ekki komi til þess að ríkið verði fyrir tapi sbr. áðurnefnda ríkisábyrgð vegna inn- lána. Forsvarsmenn slitastjórnar SPRON/Frjálsa fjárfestingabank- ans hafa sagt stjórnvöldum að verð- mæti útlánasafns þeirra sé um 10% hærra en innlánatrygging ríkisins. Þessi 10% gera það að verkum að Drómi hf. fær að starfa áfram og koma fram á slíkan hátt að þúsund- ir manna sitja ekki við sama borð og þeir sem skulduðu öðrum við- skiptabönkum á Íslandi fyrir hrun. Kj a r n i m á l s i n s er hins vegar sá að Drómi hf. er orðinn eitt af óhreinu börnun- um hennar Evu. Efna- hags- og viðskiptaráð- herra viðurkenndi í símtali við mig að það væri ótækt að Drómi hf. yrði rekinn áfram á sama hátt. Leysa þyrfti málið og það sem fyrst. Hann sagði enn frem- ur að Fjármálaeftir- litið bæri alla ábyrgð á því að Drómi hf. hefði verið stofnaður og ætti sem eftirlitsaðili að skoða málið ofan í kjöl- inn. Dróma-kjölurinn hefur ekki enn verið skoðaður því að er erfitt að rannsaka það sem maður skap- ar sjálfur. Það er einnig erfitt að hirta þá sem maður skipar í stöð- ur og braut brauð með í mötuneyti FME til fjölda ára. Helgi Hjörvar, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar, hefur lofað að halda fund með undir- rituðum, FME, efnahags- og við- skiptaráðherra og umboðsmanni skuldara til að ræða málefni skuld- ara hjá Dróma hf. en erfitt virðist vera að boða þann fund. Það sem undirritaður leggur til að stjórn- völd beiti sér fyrir er eftirfarandi þar sem ríkið hefur jú ábyrgst rekstur Dróma hf. með ríkis- ábyrgð: • Að úttekt verði gerð á rekstri Dróma hf. og kostnaði við rekst- ur félagsins. • Að óháð endurskoðunarfyrirtæki geri úttekt á lánasafni Dróma hf. með tilliti til þess hver munur- inn sé á milli innlánatrygging- ar og útlána. Vert er að benda á að auðvelt er að sjá hvað Drómi hf. metur lánasafnið á með því að skoða hvað þær eignir sem Drómi hefur leyst til sín á nauð- ungarsölum hafa selst á fast- eignamarkaði. Fróðir menn telja að útlán muni ekki duga fyrir innlánatrygginu ríkisins. • Að lausafjárstaða Dróma hf. verði skoðuð. Seðlabanki Íslands er einn af stærstu kröfuhöfum Dróma hf. í gegnum eignasafn sitt. Það ættu því að vera hæg heimatökin að taka á málefnum Dróma hf. í eitt skipti fyrir öll. Það er ótækt að stjórnvöld og opinber eftirlitsaðili með stjórnvaldsákvörðun mis- muni fólki eins og gert er í málefn- um viðskiptavina Dróma og ann- arra fjármálastofnana á Íslandi. Það er kominn tími á að stjórnvöld leiðrétti málefni skuldara Dróma og biðji þennan hóp afsökunar á framkomunni sem þeir hafa mátt þola. Drómi hf. – innheimtu- fyrirtæki með ríkisábyrgð Árið 2010 voru lögskilnaðir 563 og sama ár urðu sambúðarslit 594. Lögskilnaðirnir snertu 641 barn en í sambúðarslitum var 371 barn. Skilnaður hefur í för með sér breytingar á daglegu lífi fjöl- skyldunnar, ekki síst fyrir börn- in, sem óska þess sjaldnast að fjöl- skyldan splundrist. Margt breytist hjá barni í kjölfar skilnaðar, fyrir utan að missa annað foreldri af heimilinu, verða oft breytingar á nánasta umhverfi, svo sem flutn- ingar og skólaskipti. Samvist- arslitum fylgja tilfinningaleg- ir, fjárhagslegir og félagslegir erfiðleikar, mismiklir en aldrei auðveldir. Opinber stuðningur til foreldra eftir skilnað fylgir alltaf lögheim- ili barns, sem getur einungis verið hjá öðru foreldrinu, eins og barna- lögin kveða á um. Má þar nefna barnabætur. Þær rata eingöngu til þess foreldris sem er með lögheim- ili barns þrátt fyrir sameiginlega forsjá og þrátt fyrir að barn hafi jafna búsetu hjá báðum foreldrum. Meðlagið fylgir yfirleitt lög- heimili barns. Það gildir einu hvort barnið hefur jafna búsetu hjá foreldrum sínum, eða hvort þeir skipta kostnaði vegna barnsins. Það sama má segja um húsa- leigubætur, þær fylgja lögheim- ili barns við útreikning, þar sem hallar verulega á það foreldri, sem barnið hefur EKKI lögheim- ili hjá. Þessi ójöfnuður bitnar á börnunum. Það foreldri, sem fær lítinn opin- beran stuðning og hefur mikil útgjöld (svo sem háan húsnæðis- kostnað) þarf að afla töluverðra tekna, til að geta boðið barni sínu sómasamlegt heimili og sinnt grunnþörfum þess. Eftir lögfestinguna um sam- eiginlega forsjá árið 2006, átti sér stað mikil og jákvæð breyt- ing, með aukinni þátttöku fráskil- inna feðra við umönnun og uppeldi barna sinna. Þróunin hefur verið hröð sl. ár. Lög um húsaleigu- bætur og barnabætur hafa ekki fylgt í kjölfarið, en eins og sjá má, er þarna á ferðinni mismunun á greiðslum til foreldra barna eftir samvistarslit. Þetta þarf að leið- rétta þar sem það brýtur í bága við barnalögin sem kveða skýrt á um að alltaf skuli hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við skilnað foreldra. Opinber stuðningur til fráskilinna foreldra Fjármál Björn Steinbekk Kristjánsson verkefnastjóri Það er kominn tími á að stjórnvöld leiðrétti mál- efni skuldara Dróma og biðji þennan hóp afsökunar … Samfélagsmál Oktavía Guðmundsdóttir félagsráðgjafi hjá Félagi einstæðra foreldra Opinber stuðningur til foreldra eftir skilnað fylgir alltaf lögheimili barns, sem getur aðeins verið hjá öðru foreldrinu … E N N E M M / S ÍA / N M 5 14 5 8 si m in n. is /v ef ve rs lu n Ertu á leiðinni í ferðalag? *Í bo›i fyrir 3GB-30GB pakka. Gildir me›an birg›ir endast. Í dag bjóðum við netlykil á 0 kr. með öllum nýjum Netlyklaáskriftum gegn 6 mánaða bindingu. 4GB minnislykill fylgir með. Gríptu tækifærið og græjaðu þig upp fyrir ferðalagið.* Netlykill á 0 kr. í dag og 4GB minnislykill í kaupbæti með Símanum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.