Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.04.2012, Blaðsíða 40
4. APRÍL 2012 MIÐVIKUDAGUR10 ● fréttablaðið ● mastersmótið 2012 HLYNUR BÆRINGSSON TIGER WOODS Körfuknattleiksmaðurinn Hlynur Bæringsson, sem leikur með sænska liðinu Sundsvall, hefur aðeins verið að fikra sig áfram í golfíþróttinni en hann hefur trú á því að Tiger Woods standi uppi sem sigurvegari á Mastersmótinu í ár. „Ég hef trú á því að Tigerinn fari aftur í gang. Hann hefur eins og allir vita ekki náð fyrri getu eftir alla skandalana og verið í miklu basli. Ég hef mikla samúð með mönnum sem eru í basli á golfvellinum, enda þekki ég eingöngu þá hliðina á sportinu, að ströggla. En eins og ég trúi á að einn daginn muni mínir sönnu golfhæfileikar skína í gegn, þá trúi ég því að Tiger nái loksins að að nálgast fyrri styrk og það mun skila honum sigri í mótinu,“ segir Hlynur Bæringsson. SIGURÐUR HLÖÐVERSSON RORY MCILROY Sigurður Hlöðversson eða „Siggi Hlö“ er gríðar- lega áhugasamur kylfingur og hann ætlar að fylgjast vel með Mastersmótinu. Útvarpsmað- urinn efast um að Tiger Woods nái að landa sigri í fimmta sinn á ferlinum. „Ég veit að allra augu beinast að Tiger vegna þess að hann náði loksins að vinna mót. Ég sá hann reyndar vinna þetta sama mót árið 2009 þegar ég fór og elti hann á Bay Hill. Held að það hafi verið síðasta mótið sem hann vann. Ég held að hann vinni ekki Masters í ár, hann á við smá meiðsli að stríða og er ekki enn kominn í sitt besta form. Ég held með Rory McIlroy, finnst hann vera sá sem er að taka við keflinu af Tiger næstu 10 árin. Hann hefur þroskast mikið sem leikmaður og nú held ég að græni jakkinn verði hans. Margir tala um að Phil Michelson muni gera harða hríð að jakkanum en ég spái að hann annaðhvort komist ekki í gegnum niðurskurðinn eða rétt merji það að komast áfram,“ segir Siggi Hlö. RÍKHARÐUR DAÐASON RORY MCILROY Norður-Írinn Rory McIlroy er efstur á listanum hjá Ríkharði Daðasyni, fyrrum landsliðsframherja í knattspyrnu. Ríkharður hefur eins og margir aðrir afreksíþróttamenn fengið mikla golfdellu eftir að ferlinum lauk. „Rory McIlroy sýndi í fyrra að hann getur spilað á Augusta, þó hann hafi skort reynslu til að klára mótið. Hann kom gríðarlega öflugur til baka aðeins nokkrum vikum síðar og rúllaði yfir samkeppnina á US Open þegar hann vann með 8 höggum. Jafnframt hefur hann verið að spila vel undanfarið og fór í fyrsta sinn í efsta sæti heims- listans þegar hann vann Honda Classic um daginn og lenti í þriðja sæti vikuna á eftir á Cadillac Championship. Rory McIlroy fær græna jakkann í fyrsta sinn á sunnudaginn,“ segir Ríkharður Daðason. EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON TIGER WOODS Tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson er ekki í vafa um hver sigrar á Mastersmótinu í ár og hann hefur trú á reynslumiklum bandarískum kylf- ingum. „Þetta er mjög einfalt. Tiger Woods sigrar. Hann er nú á ný kominn með gamla blóðbragðið í munninn, Phil Mickelson kemur þar næst í kjölfarið,“ segir Eyjólfur Kristjánsson en hann hefur stundað golfíþróttina af krafti og er án efa einn sá allra besti úr röðum tónlistarmanna á Íslandi. Eða svo segir sagan. Það hefur sjaldan ríkt eins mikil eftirvænting fyrir fyrsta risamót ársins í golfi enda margir líklegir til þess að gera atlögu að titlinum. Veðbankar eru flest- ir með Tiger Woods sem líklegan sigurvegara en ungstirnið Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er einn- ig ofarlega á þeim lista. Ekki má gleyma Englend- ingunum Luke Donald og Lee Westwood en þeir eru í hópi þeirra sem hafa aldrei náð að sigra á risamóti á ferlinum. Donald er í efsta sæti heimslistans en Westwood er í því þriðja. Skiptar skoðanir eru um hver muni standa uppi sem sigurvegari en viðmæl- endur Fréttablaðsins hafa aðeins trú á því að tveir kylfingar komi til greina sem sigurvegar. Og það kemur víst fáum á óvart að þeir eru Tiger Woods og Rory McIlroy. Fréttablaðið fékk nokkra áhugasama kylfinga til þess að spá fyrir um sigur vegarann í ár, en spámennirnir eru allir þekktir fyrir aðra hluti en golf. Hnífjöfn barátta milli Tigers Woods og Rory McIlroy Bestu kylfingar heims sem enn hafa ekki náð að landa sigri á einu af stórmótunum fjórum vilja alls ekki bera þann titil að vera „sá besti“ sem hefur ekki náð risa- titli. Phil Mickelson var ótrúlega lengi með þennan titil þar til hann náði loksins að vinna Mastersmót- ið árið 2004. Jason Day frá Ástral- íu og landi hans Adam Scott voru líklegir til afreka á Mastersmótinu í fyrra ásamt Norður-Íranum Rory McIlroy – en sá síðastnefndi var með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn. Allir vita hvernig það endaði en McIlroy svaraði fyrir sig átta vikum síðar þegar hann vann Opna bandaríska meistara- mótið með yfirburðum. Golfsérfræðingurinn Justin Ray, sem skrifar fyrir bandaríska fréttavefinn ESPN, hefur reiknað út hvaða 10 kylfingar skipa listann sem enginn vill vera á. „Næstum því sigurvegari á stórmóti-list- inn“. Eins og gefur að skilja bein- ist athyglin að Englendingunum Luke Donald og Lee Westwood sem skipa 1. og 3. sæti heims- listans. Þeir hafa enn ekki náð að brjóta ísinn en sá sem skipar efsta sæti á þessum lista er Spán- verjinn Sergio Garcia. Á ferlinum hefur Garcia náð þeim árangri að enda 17 sinnum á meðal 10 efstu á stórmóti. Frá árinu 2000 hefur Garcia verið í þriðja sæti eða ofar fyrir lokadaginn á sex stórmót- um. Garcia hefur ekki gert nein- ar rósir á Mastersmótinu á und- anförnum árum – reyndar hefur hann ekki endað ofar en 35. sæti frá árinu 2004. Hver er efstur á „næstum því“ listanum? ● NÆSTUM ÞVÍLISTINN ER ÞANNIG SKIPAÐUR STIGAÚTREIKNINGURINN ER BYGGÐUR Á ÚTREIKNINGUM TÖLFRÆÐITEYMIS ESPN 1. Sergio Garcia ...........................Spánn ....................... 34,2 stig 2. Lee Westwood .........................England ................. 31,8 stig 3. Steve Stricker ..........................Bandaríkin ............24,9 stig 4. Dustin Johnson ......................Bandaríkin ....................21 stig 5. Luke Donald .............................England .................... 20,3 stig 6. Adam Scott ................................Ástralía ...................... 20,2 stig 7. Jason Day ...................................Ástralía ...................... 18,7 stig 8. K.J. Choi .......................................Suður-Kórea ........... 18,3 stig 9. Miquel Angel Jimenez .......Spánn ........................ 16,1 stig 10. Nick Watney ..............................Bandaríkin ............... 14,9 stig Rory McIlroy og Tiger Woods verða án efa í baráttunni um græna jakkann. Sergio Garcia
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.