Fréttablaðið - 04.04.2012, Side 41
MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2012 11mastersmótið 2012 ● fréttablaðið ●
Ein af fjölmörgum hefðum á Meist-
aramótinu er að sigurvegari frá
árinu áður býður í mat í aðdrag-
anda mótsins. Þessi hefð komst
á árið 1952 og hefur haldist allar
götur síðan. Í ár var því komið að
Charl Schwartzel að velja matinn-
sem borinn var á borð fyrir kepp-
endur og fáeina útvalda í Agusta-
klúbbnum í gærkvöldi.
Schwartzel, sem er frá Suður-
Afríku, sendi inn beiðni til hæst-
ráðenda hjá klúbbnum um að fá
að halda óformlegri veislu en tíðk-
ast við þessi tímamót. Grillið ætti
að vera í aðalhlutverki og þar yrðu
framreiddar steikur, lambakjöt og
pylsur.
Matseðlarnir hafa verið afar
fjölbreyttir í gegnum tíðina, og
reyna sigurvegararnir oftar en
ekki að flétta matarhefðir heima-
landsins inn í matseðilinn. Þannig
bauð Englendingurinn Nick Faldo
árið 1997 upp á fisk og franskar
og Skotinn Sandy Lyle bauð upp á
skoskan blóðmör (e. haggis) árið
1989. Tiger Woods leitaði svo á
náðir McDonalds þegar hann fékk
að ráða ferðinni árið 1998, en þá var
einfaldlega boðið upp á ostborgara,
franskar og mjólkurhristing.
Grill, blóðmör
og ostborgarar
Charl Schwartzel bauð upp á grillstemningu í anda Suður-Afríku á Augusta.
MASTERS VORTILBOÐ
FRÍR KASSI AF PRO V1 OG FRÍ SÉRMERKING
MASTERS golfmótið markar oft á tíðum upphaf golftímabilsins á Íslandi
Titleist ProV1 er vinsælasti boltinn á MASTERS
PANTAÐU 3 KASSA AF SÉRMEKTUM TITLEIST PRO V1 EÐA PRO V1X
Í NÆSTU GOLFVERSLUN OG ÞÚ FÆRÐ FJÓRÐA KASSANN FRÍTT
FRÍ MERKING* OG FRÍR KASSI | BOLTAR AFHENTIR 16. APRÍL – 7. MAÍ
TILBOÐIÐ GILDIR FRÁ 30. MARS – 20. APRÍL | ALLIR KASSAR Í SÖMU GERÐ OG MEÐ SÖMU MERKINGU
*1-3 LÍNUR AF TEXTA – HÁMARK 17 STAFIR Í LÍNU – HÁSTAFIR Í RAUÐU EÐA SVÖRTU – ÍSLENSKIR STAFIR Í BOÐI
Verðlaunaféð á Mastersmótinu er gríðar-
lega hátt en þeir sem komast í gegnum nið-
urskurðinn skipta á milli sín rétt tæplega
einum milljarði kr. eða 8 milljónum Banda-
ríkjadala. Sigurvegarinn fær rétt rúmar
180 milljónir kr. og græna jakkann að sjálf-
sögðu. Verðlaunaféð hefur hækkað jafnt og
þétt á undanförnum áratugum. Tom Watson
fékk 60.000 Bandaríkjadali fyrir sigurinn á
mótinu árið 1981 eða rétt um 7,5 milljónir kr.
Sá sem endar í 30. sæti á mótinu í ár má gera
ráð fyrir að fá þessa upphæð í dag. Frá árinu
1999, þegar Spánverjinn José María Olazábal
sigraði á Mastersmótinu í annað sinn á ferl-
inum, hefur verðlaunaféð fyrir efsta sætið á
mótinu hækkað um helming.
Grænn jakki og 180 milljónir kr
GRÍÐARLEG HÆKKUN Á VERÐLAUNFÉ...
Ár Meistari Land Árangur Verðlaunafé $ Verðlaunafé kr.
2011 Charl Schwartzel −14 $ 1.440.000,00 181.440.000 kr.
2010 Phil Mickelson (3) −16 $ 1.350.000,00 170.100.000 kr.
2009 Ángel Cabrera −12 $ 1.350.000,00 170.100.000 kr.
2008 Trevor Immelman −8 $ 1.350.000,00 170.100.000 kr.
2007 Zach Johnson 1 $ 1.305.000,00 164.430.000 kr.
2006 Phil Mickelson (2) −7 $ 1.260.000,00 158.760.000 kr.
2005 Tiger Woods (4) −12 $ 1.260.000,00 158.760.000 kr.
2004 Phil Mickelson −9 $ 1.117.000,00 140.742.000 kr.
2003 Mike Weir −7 $ 1.080.000,00 136.080.000 kr.
2002 Tiger Woods (3) −12 $ 1.008.000,00 127.008.000 kr.
2001 Tiger Woods (2) −16 $ 1.008.000,00 127.008.000 kr.
2000 Vijay Singh −10 $ 828.000,00 104.328.000 kr.
1999 José María Olazábal (2) −8 $ 720.000,00 90.720.000 kr.
1998 Mark O’Meara −9 $ 576.000,00 72.576.000 kr.
1997 Tiger Woods −18 $ 486.000,00 61.236.000 kr.
1996 Nick Faldo (3) −12 $ 450.000,00 56.700.000 kr.
1995 Ben Crenshaw (2) −14 $ 396.000,00 49.896.000 kr.
1994 José María Olazábal −9 $ 360.000,00 45.360.000 kr.
1993 Bernhard Langer (2) −11 $ 306.000,00 38.556.000 kr.
1992 Fred Couples −13 $ 270.000,00 34.020.000 kr.
1991 Ian Woosnam −11 $ 243.000,00 30.618.000 kr.
1990 Nick Faldo (2) −10 $ 225.000,00 28.350.000 kr.
1989 Nick Faldo −5 $ 200.000,00 25.200.000 kr.
1988 Sandy Lyle −7 $ 183.800,00 23.158.800 kr.
1987 Larry Mize −3 $ 162.000,00 20.412.000 kr.
1986 Jack Nicklaus (6) −9 $ 144.000,00 18.144.000 kr.
1985 Bernhard Langer −6 $ 126.000,00 15.876.000 kr.
1984 Ben Crenshaw −11 $ 108.000,00 13.608.000 kr.
1983 Seve Ballesteros (2) −8 $ 90.000,00 11.340.000 kr.
1982 Craig Stadler −4 $ 64.000,00 8.064.000 kr.
1981 Tom Watson (2) −8 $ 60.000,00 7.560.000 kr.
Hord W. Hardin, for-
maður Augusta, horfir á
þegar Spánverjinn Seve
Ballesteros klæðir Banda-
ríkjamanninn Tom Watson í
græna jakkann árið 1981.
NORDICPHOTOS/GETTY