Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2012, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 04.04.2012, Qupperneq 64
4. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR48 sport@frettabladid.is HEIÐAR HELGUSON spilaði með varaliði QPR í 2-1 tapi fyrir varaliði West Ham í gær. Hann hefur verið lengi frá vegna meiðsla í nára en síðast spilaði hann með aðalliðinu í lok janúar. DJ Campbell og Djibril Cisse spiluðu einnig með QPR í gær. FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið sækir Belgíu heim í dag í afar mikilvægum leik í undan- keppni EM. Íslenska liðið á toppnum með 13 stig eftir fimm leiki en Belgía í öðru sæti með 11 stig eftir sex leiki. Noregur kemur svo þar á eftir með 9 stig eftir fimm leiki. Sigur í dag myndi fara langt með að fleyta íslenska liðinu inn á EM en það verður ekki auð- velt eins og íslenska liðið fékk að reyna í fyrri leik liðanna sem lyktaði með markalausu jafntefli. „Þetta er mjög mikilvægur leikur. Allar stelpurnar eru heilar og við náum vonandi að skora gegn þeim núna,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálf- ari en hvað lærði liðið af fyrri leiknum? „Við höfum skoðað þann leik vel og hann var ekki illa spilaður og við fengum færi. Það vantaði að klára þau sem og einbeitingu. Við spilum okkar bolta áfram og eigum að vera sterkari en þær.“ Sigurður segir að það yrði ekki áfall ef liðinu mistækist að vinna leikinn en veit vel að sigur setur íslenska liðið í góða stöðu. „Við eigum eftir að spila við Norðmenn úti í lokaleiknum og markmiðið er að vera búnar að vinna riðilinn fyrir þann leik. Þá þurfum við helst að vinna þennan leik.“ - hbg Stelpurnar í eldlínunni í dag: Afar mikilvæg- ur leikur FAGNAÐ Stelpurnar okkar fagna vonandi mörkum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna hefjast í kvöld í Ljónagryfjunni þegar bikarmeistarar Njarðvíkur taka á móti Íslandsmeistarabönunum í Haukum. Liðin enduðu í öðru og fjórða sæti deildarinnar og slógu Snæfell og Keflavík út úr undanúrslitunum. Liðin hafa átt mismundi gengi að fagna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Haukalið- ið hefur þrisvar sinnum áður kom- ist alla leið í úrslitin og í öll þrjú skiptin unnið titilinn. Njarðvíkur- liðið komst í úrslitin í fyrsta sinn í fyrra en tapaði þá 3-0 á móti Kefla- vík. Á sama tíma og Haukakonur hafa unnið 9 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum en Njarðvíkurkon- ur bíða enn eftir sínum fyrsta sigri. Haukaliðið hefur verið í miklum ham og eru ósigrað- ar síðan að liðið fékk banda- ríska miðherjann Tierny Jenk- ins. Haukar urðu aftur á móti fyrir miklu áfalli í öðrum leikn- um á móti Keflavík þegar tveir byrjunarliðsleikmenn liðsins slitu krossband, stigahæsti íslenski leikmaðurinn Íris Sverrisdóttir og fyrirliðinn Guðrún Ósk Ámunda- dóttir. Liðið rassskellti Keflavík reyndar án þeirra í þriðja leikn- um en fékk þá aðeins 3 stig af bekknum og fá lið mega við því að missa tvo lykilmenn á þessum tímapunkti. Njarðvíkurkonur eru því kannski sigurstranglegri enda reynslunni ríkari frá því í fyrra. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvík- ur, er að fara með kvenna- lið í fjórða s i n n í úrslit en lið hans (Keflavík 2004- 2006) og Njarðvík síðustu tvö tímabil hafa alltaf farið alla leið í úrslita- einvígið. Sverrir Þór gerði Kefla- vík að meisturum 2005 en hefur fengið silfur í tvö síðustu skipti, 2006 með Keflavík og 2011 með Njarðvík. Liðin hafa ekki mæst síðan að Tierny Jenkins kom til Hauka en það er eflaust enn í fersku minni hjá leikmönnum liðanna þegar liðin mættust í undanúrslitum bikarsins um miðjan febrúar. Njarðvík vann þá tveggja stiga sigur, 75-73, í framlengdum leik þar sem lokakarfa Hauka var dæmd ógild af því að tíminn var runninn út. Óvissan í kringum brott- hvarf Írisar og Guðrúnar þýðir að það erfitt er að spá í hvernig liðin passa nú upp á móti hverju öðru og hvaða þýðingu fjór- ir sigrar Njarðvíkur í inn- byrðisleikjum liðanna hafi. Það bíða því allir spenntir eftir fyrsta leiknum sem hefst klukkan 19.15 í Njarðvík í kvöld. - óój Lokaúrslit Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta hefjast í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík: Haukar aldrei tapað – Njarðvík aldrei unnið TVÆR GÓÐAR Shanae Baker-Brice úr Njarðvík og Jence Ann Rhoads úr Haukum. Landsleikur í handbolta Ísland - Noregur 34-34 (18-15) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 8/1 (11/1), Snorri St. Guðjónsson 6 (8/1), Ásgeir Örn Hallgrímsson 4 (5), Aron Pálmarsson 4 (10), Vignir Svavarsson 3 (4), Róbert Gunnarsson 3 (5), Ólafur Stefánsson 3 (6), Rúnar Kárason 2 (2), Arnór Atlason 1 (2), Þórir Ólafsson (2). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12 (39, 31%), Aron Rafn Eðvarðsson 2 (9, 22%). Hraðaupphlaup: 7 (Guðjón Valur 3, Snorri Steinn 1, Ásgeir Örn 1, Vignir 1, Rúnar 1) Fiskuð víti: 2 (Guðjón Valur 1, Vignir 1) Utan vallar: 12 mínútur. Markahæstir hjá Noregi: Bjørnsen 5, Myrhol 5, Tønnesen 5, Klev 5, Hippe 4, Lie Hansen 4. Varin skot: Medhus 9, Dahl 3. Hraðaupphlaup: 7. Fiskuð víti: 1 Utan vallar: 6 mínútur. Meistaradeild Evrópu FJÓRÐUNGSÚRSLIT Barcelona - AC Milan 3-1 1-0 Lionel Messi, víti (11.), 1-1 Antonio Nocerino (32.), 2-1 Messi, víti (41.), 3-1 Andres Iniesta (53.) Barcelona vann samanlagt, 3-1. Bayern München - Marseille 2-0 1-0 Ivica Olic (13.), 2-0 Ivica Olic (37.). Bayern München vann samanlagt, 4-0. ÚRSLIT Byrjunarlið Íslands: Þóra B. Helgadóttir markvörður Rakel Hönnudóttir hægri bakvörður Katrín Jónsdóttir miðvörður Sif Atladóttir miðvörður Hallbera G. Gísladóttir vinstri bakvörður Edda Garðarsdóttir miðjumaður Sara Björk Gunnarsdóttir miðjumaður Dagný Brynjarsdóttir miðjumaður Fanndís Friðriksdóttir hægri kantur Hólmfríður Magnúsdóttir vinstri kantur Margrét Lára Viðarsdóttir sóknarmaður FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson tilkynnti í gær byrjunar- lið Íslands í leiknum gegn Belgíu í kvöld. Edda Garðarsdóttir er í byrjunarliðinu en hefur ekki spilað með liðinu síðan í maí á síðasta ári vegna meiðsla. Edda leikur í kvöld sinn 90. A-landsleik frá upphafi en aðeins fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir á fleiri leiki að baki. Hún er á sínum stað í vörn Íslands í kvöld og leikur þá sinn 116. landsleik. Þær Sif Atladóttir og Dagný Brynjarsdóttir koma aftur inn í liðið eftir meiðsli en þær misstu af æfingamótinu á Algarve í Portúgal í síðasta mánuði, rétt eins og Edda. - esá Byrjunarlið Íslands í kvöld: Edda leikur 90. landsleikinn REYND Edda Garðarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Lionel Messi bætti enn í markasarpinn sinn þegar að Barcelona tryggði sér sæti í und- anúrslitum Meistaradeildarinnar með 3-1 sigri á AC Milan. Messi skoraði tvívegis, í bæði skiptin úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Messi hefur nú skorað fjór- tán mörk í Meistaradeildinni á tímabilinu sem er met. Alls hefur hann skorað 51 mark í keppninni og er orðinn þriðji markahæsti leikmaðurinn í sögu keppninnar. Hann varð jafnframt sá yngsti til að komast yfir 50 mörk. Bayern München lenti ekki í vandræðum gegn Marseille og tryggði sæti sitt í undanúrslitun- um með samanlögðum 4-0 sigri. - esá Meistaradeild Evrópu í gær: Barcelona og Bayern áfram ÞRÍR VINIR Xavi, Iniesta og Messi fagna marki í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI „Vörnin var alls ekki nógu góð hjá okkur. Svo geng- ur okkur illa að glíma við það er þeir keyra á okkur hraða miðju en þeir skora 15 slík mörk í leiknum. Tæknifeilarnir líka allt of marg- ir og við oft að kasta frá okkur boltanum á fáránlegan hátt. Þetta tvennt var alls ekki nógu gott,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. Það verður ekki sagt að Norð- menn hafi mætt til leiks með sterkt lið til leiks enda vantaði nánast heilt byrjunarlið af lykilmönnum hjá Noregi og mörg óþekkt andlit mætt til leiks. Íslenska liðið aftur á móti gríðarsterkt enda búið að endurheimta þá Ólaf Stefánsson og Snorra Stein Guðjónsson. Stemningar- og andleysi Íslenska liðið virtist ekki hafa mik- inn áhuga á því að spila við B-lið Noregs framan af því stemningar- og andleysi einkenndi leik liðsins. Ungu Norðmennirnir voru aftur á móti til í að sýna sig fyrir þjálf- aranum og nýttu sér slakan leik íslenska liðsins. Þeir héngu í okkar mönnum nær allan hálfleikinn og munaði aðeins þrem mörkum í hálfleik, 18-15. Ef Magnus Dahl hefði varið eitthvað í norska mark- inu hefði staðan líklega verið jöfn. Ekki tók við mikið betra í síðari hálfleik. Sama andleysið var yfir liðinu og þá sérstaklega í varnar- leiknum. Norðmenn gengu á lagið og náðu mest þriggja marka for- skoti er stundarfjórðungur lifði leiks. Þá ákváðu íslensku strákanir að rífa sig upp. Þeir komu til baka, komust yfir en misstu svo aftur niður forskotið. Þeir fengu tæki- færi til að klára leikinn í lokin en allt kom fyrir ekki. Frekar pínlegt jafntefli niðurstaðan. Sóknarleikur íslenska liðsins var líkt og oftast í fínu lagi og það er fínt að skora 34 mörk. Varnar- leikurinn var aftur á móti hrein- asta hörmung nær allan leikinn og strákarnir verða að vera miklu einbeittari ef þeir ætla ekki að lenda illa í því í Króatíu. Fengu gula spjaldið Til þess að komast á Ólympíuleik- ana þarf Ísland að leggja tvö lið að velli sem eru fyrir fram mun slak- ari en íslenska liðið. Rétt eins og þetta B-lið Noregs. Ef menn gæta ekki að sér og mæta almennilega stemmdir til leiks í leikina gegn Síle og Japan í Króatíu þá gæti farið illa. Það má því segja að við- vörunarbjöllurnar klingi eftir þennan leik og strákarnir fara út með gula spjaldið. Þeir vita nú vel hvað getur gerst ef þeir mæta ekki tilbúnir. „Þessi leikur er viðvörun fyrir okkur. Það er ekkert gefið í þess- um bransa. Það er ekki hægt að fara í verkefnin af hálfum hraða. Ég held að menn verði tilbúnari þegar út í alvöruna kemur og við getum lagað það sem aflaga fór í þessum leik,“ sagði Guðmundur sem var samt sáttur við sóknar- leikinn. henry@frettabladid.is Viðvörunarbjöllur klingja Strákarnir okkar gerðu pínlegt jafntefli, 34-34, gegn B-liði Noregs í gær. Leikur- inn alls ekki nógu góður og þá sérstaklega varnarleikurinn. Hann þarf að laga, sem og hugarfar leikmanna, ef liðið ætlar að komast á Ólympíuleikana. EINBEITTUR Vignir Svavarsson skýtur að marki í hraðaupphlaupi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÁHYGGJUFULLUR Guðmundur Guð- mundsson fylgist með á hliðarlínunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.