Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2012, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 04.04.2012, Qupperneq 70
4. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR54 BESTI BITINN Í BÆNUM Sushi á Fiskmarkaðnum er í uppáhaldi. Ekki skemmir fyrir að deila því með góðum vinum og hafa hvítvín við hönd. Sigríður Heimisdóttir hönnuður. „Ég skrifaði undir ráðningarsamning á servíettu í Stokkhólmi í febrúar,“ segir Daníel Ólafsson plötu- snúður, viðskiptafræðinemi og nú tengiliður tíma- ritsins Vice á Íslandi. Daníel var að dreifa nýjasta tölublaði tímarits- ins á höfuðborgarsvæðinu er Fréttablaðið náði af honum tali en blaðið er ókeypis. Vice er þekkt lífsstílsrit og upprunalega frá Kanada. Tímarit- ið kemur út mánaðarlega í 29 löndum í heiminum. „Það eru nokkur ár síðan tímaritinu var dreift hér á landi en núna verður því dreift reglulega í Reykja- vík. Ég er svokallaður tengiliður Vice á Íslandi en þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru með svoleiðis,“ segir Daníel sem kynntist Michael Mohn, umsjón- araðila Vice á Norðurlöndunum, er hann spilaði í partýi sem tímaritið hélt í Stokkhólmi. „Það má segja að ég hafi verið ráðinn á staðn- um. Síðan þá hef ég farið tvisvar til Stokkhólms til að funda og spila á viðburðum en Vice eru þekktir fyrir að kunna að halda góð partý. Í síðasta partýi tróð til dæmis sænska söngkonan Robyn upp.“ Daníel og Mohn voru saman að vinna á vegum Vice á Íslandi um helgina þar sem þeir fjölluðu um Reykjavík Fashion Festival. Mohn er mjög hrifinn af Íslandi. „Hann elskar Ísland og íhugar að kaupa sér húsnæði hérna í nánustu framtíð.“ Vice er allsherjar margmiðlunarfyrirtæki með prentútgáfu, vefsíðuna Vice.com og nýstofnaða sjón- varpsstöð og þekkt fyrir umdeildar myndbirtingar. Daníel á von á því með ráðningu hans muni umfjöll- un um Ísland aukast í blaðinu og á heimasíðunni. „Ég er með nokkur verkefni í vinnslu en tek öllum hugmyndum fagnandi. Tímaritið býður upp á marga möguleika og er mjög framarlega í tækninni.“ - áp Vice teygir anga sína til Íslands LEITAR AÐ SKEMMTILEGU EFNI Daníel Ólafsson er nýr tengiliður lífstílstímaritsins Vice á Íslandi og fullyrðir að aukinn umfjöllun verði um Ísland í tímaritinu og á vefsíðunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hollywood-fyrirtækið XYZ Films hefur sýnt áhuga á að endurgera íslenska spennutryllinn Frost fyrir bandarískan markað. Glæný þrjátíu sekúndna stikla úr myndinni virðist hafa heillað fyrirtækið upp úr skónum. „Þetta er allt á byrjunarstigi,“ segir framleiðand- inn Júlíus Kemp, sem viðurkennir að þetta hafi gerst furðu hratt. „En samt, allt varðandi þessa mynd hefur gerst mjög hratt. Við seldum alheimsréttinn til Trustnordisk. Við sýndum þeim þrjár senur úr myndinni og það dugði til að skrifa undir samning- inn,“ segir Júlíus, sem er óvanur slíkum áhuga á íslenskri mynd. „Menn hafa einhvern veginn stokkið á þetta einn, tveir og þrír. Þessi áhugi er líka kominn til vegna þess að þetta er mjög óvenjulegt verkefni og myndefni sem við erum að sýna,“ segir hann en Frost var að stórum hluta tekin uppi á Langjökli. Fyrirtækið XYZ framleiddi myndina The Raid sem vann áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíð- inni í Toronto. Sony Pictures er að endurgera hana og hefjast tökur í sumar. Fyrirtækið er einnig að vinna mynd með Darren Aronofsky, leikstjóra Black Swan. „Þetta er nýtt fyrirtæki en aðal- náunginn þarna hefur mikla reynslu af frekar stórum myndum,“ segir Júlíus og heldur áfram: „Það er mikill hiti úti í heimi fyrir öllu sem kemur frá Norður-Evr- ópu. Það virðist annar hver sjónvarps- þáttur eða bíómynd sem gengur vel hafa verið keyptur með góðum árangri.“ Frost verður frumsýnd hérlendis um miðjan september og er eftir- vinnslan í fullum gangi. - fb Hollywood sýnir Frost áhuga FROST Spennutryllirinn er strax farinn að vekja athygli í Hollywood. „Ég er svo glöð að einhver á Íslandi sé að búa til sjónvarpsefni um framkvæmdir að það var auðsótt mál að fá mig til að taka þátt,“ segir Yrsa Sigurðardóttir, rithöfund- ur og verkfræðingur, sem verður ráðgjafi í nýrri þáttaröð af bygg- ingarþáttum fjölmiðlamannsins og smiðsins Gunnlaugs Helgasonar, Gulli byggir. Yrsa er einn ástkærasti rithöf- undur þjóðarinnar og einn besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda að mati breska blaðsins The Times. Hún hefur vakið athygli um allan heim fyrir ritsnilli sína og bækur hennar hafa verið gefnar út á fjölda tungumála. Síðasta bók hennar, Brakið, kom út í lok síðasta árs og varð mest selda bók ársins 2011 á Íslandi. Margir þekkja Yrsu aðeins sem rithöfund svo það verður áhugavert að sjá hana í nýju hlutverki í þátt- unum, sem hefja göngu sína á RÚV í vor. Þar mun hún svara spurning- um og leiðbeina áhorfendum um hluti sem snúa að verkfræðinni. „Ég kem aðallega til með að ráð- leggja fólki með undirbúning og slíkt. Ég get bæði talað frá faglegu sjónarhorni og persónulegu, en ég hef staðið í alls kyns framkvæmd- um sjálf í gegnum tíðina,“ segir Yrsa. „Ég vona bara að mitt innlegg í þættina verði öðrum til gagns og að þeir sem séu að fara út í fram- kvæmdir hlusti á ráðleggingar. Ég veit að ég hlusta sjaldnast á eigin ráð, svo ég veit hvað ég er að tala um þegar ég segi að það sé mikil- vægt,“ bætir hún við hlæjandi. Yrsa starfar sem verkfræðing- ur og aðspurð segir hún það ganga vel að samræma vinnuna og skrif- in. „Þetta er reyndar búið að vera erfitt að undanförnu þar sem ég er búin að vera svo mikið á ferðinni, en það stendur til bóta með hækk- andi sól,“ segir hún. Hinir fjölmörgu aðdáendur henn- ar gleðjast svo eflaust yfir þeim fréttum að hún er nú að vinna að nýrri bók þessa dagana sem kemur út um næstu jól, gangi allt að óskum. tinnaros@frettabladid.is YRSA SIGURÐARDÓTTIR: VONA AÐ FÓLK HLUSTI Á RÁÐLEGGINGAR MÍNAR Glæpasagnadrottning gefur ráð í þáttum Gulla Helga GEFUR RÁÐ Yrsa segist geta talað frá faglegu og persónulegu sjónarhorni þar sem hún hafi staðið í miklum framkvæmdum í gegnum tíðina sjálf. Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.