Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 2
12. apríl 2012 FIMMTUDAGUR2 SPURNING DAGSINS VINNUMARKAÐUR Lögbundnir frí- dagar, svokallaðir rauðir dagar, eru almennt fleiri hér á landi en í nágrannalöndunum. Að frá töldum þeim dögum sem eru bundnir sunnudögum eru tólf frídagar á ári, að frátöldum aðfangadegi og gamlársdegi, sem eru lögbundnir frídagar til hálfs. Í Svíþjóð eru dagarnir ellefu, tíu í Noregi og Finnlandi og níu í Danmörku. Fimm þessara tólf daga eru hins vegar háðir því á hvaða vikudegi þeir lenda og sum ár slær tveimur dögum saman. Til dæmis bar sumar daginn fyrsta upp á skír- dag í fyrra. Síðasta ár var reyndar óvenju óheppi legt frá sjónarmiði almennra launþega þegar aðeins átta af dögunum tólf lentu á virkum dögum. Þar fyrir utan lentu aðfangadagur og gamlárs- dagur á laugardögum. Þegar litið er til síðustu fimm ára hafa frídagarnir á virkum dögum verið allt frá átta upp í alla tólf, en það var árið 2008. Í ár verða dagarnir tíu þar sem nýársdag og sautjánda júní ber upp á sunnudaga. Næsta ár lítur mjög vel út þar sem allir frídagar verða á virkum dögum. Í þessu sambandi hefur oft verið minnst á fyrirkomulagið í Bret- landi þar sem uppbótarfrídagur kemur í stað lögboðins frídags sem ber upp á helgi. Gylfi Arnbjörnsson, formaður Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir umræðuna um að taka upp svipað fyrirkomulag hér á landi koma reglulega upp í kjaravið- ræðum. „Þetta myndi hins vegar kosta Fleiri rauðir dagar hér en í nágrannalöndum Lögbundnir frídagar hér á landi, utan helga, eru tólf talsins. Það er meira en í nágrannalöndunum. Oft lenda rauðu dagarnir á helgum. Formaður ASÍ segir að ekki hafi skapast samstaða um uppbótarfrídaga í þeim tilfellum. ■ Nýársdagur ■ Skírdagur ■ Föstudagurinn langi ■ Annar í páskum ■ Sumardagurinn fyrsti ■ Verkalýðsdagurinn, 1. maí ■ Uppstigningardagur ■ Annar í hvítasunnu ■ Lýðveldisdagurinn, 17. júní ■ Frídagur verslunarmanna ■ Aðfangadagur (frá kl. 13) ■ Jóladagur ■ Annar í jólum ■ Gamlársdagur (frá kl. 13) Lögbundnir frídagar á Íslandi ■ England 8 dagar ■ Danmörk 9 dagar ■ Noregur 10 dagar ■ Bandaríkin 10 dagar ■ Finnland 10 dagar ■ Svíþjóð 11 dagar ■ Frakkland 11 dagar ■ Ítalía 11 dagar ■ Grikkland 12 dagar ■ Spánn 14 dagar Frídagar annarra Í heildina eru tólf frídagar sem borið getur upp utan laugardaga og sunnudaga. Sjö þeirra eru bundnir virkum dögum og því eru fimm rauðir dagar sem geta fallið á helgi ár hvert. (Algengt er að launþegar fái frí á aðfangadag og gamlársdag, en það er ekki algilt og því eru þeir dagar ekki taldir með í þessu samhengi.) peninga og atvinnurekendur hafa ekki viljað ljá máls á þessu.“ Að sögn Gylfa hefur einnig komið til tals að breyta fyrirkomu- lagi fimmtudagsfrídaga, til dæmis með því að færa þá eða safna frí- dögunum saman í lengra frí. „Margir þeirra daga eru hins vegar kirkjudagar og koma þannig inn í kjarasamninga. Það yrði því ekki einfalt mál og svo eru líka skólafrí og annað á sama tíma. Það myndi því kalla á mikla og víða samstöðu á vinnumarkaði. Þegar allt kemur til alls eru hins vegar skiptar skoðanir um málið þar sem sumum finnst gott að fá frí á fimmtudögum. Þá taka jafn- vel einhverjir út sumarfrísdag á föstu deginum til að fá langa helgi.“ Gylfi segir hins vegar að mikið hafi unnist í að fjölga sumarfrís- dögum í kjarasamningum síðustu ára, og auk þess hefur sveigjanleiki launþega varðandi sumarfrí aukist umtalsvert. thorgils@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Ríkissaksóknari rannsakar nú hvort yfirvöld hafi lekið málsgögnum úr hrottalegu lík- amsárásarmáli til fjölmiðla. Ástæð- an er umfjöllun DV um mál sem kennt hefur verið við Hells Angels í fjölmiðlum. Ráðist var á konu á heimili henn- ar í desember síðastliðnum og henni misþyrmt hrottalega. Fimm manns hafa verið ákærðir fyrir árásina, þeirra á meðal Einar Marteinsson, sem þá var leiðtogi Hells Angels. DV fjallaði um málið um miðjan mars og birti þá orðréttar vitna- skýrslur auk ljósmynda sem rann- sakendur höfðu tekið á vettvangi glæpsins. Gögnin voru ekki opin- ber og ekki kom fram hvaðan þau bárust miðlinum. Það var verjandi eins sakborn- inganna í málinu sem kærði lekann til Ríkissaksóknara og fór fram á rannsókn. „Það er augljóst að ein- hver hefur lekið gögnunum til fjöl- miðla. Ég kærði þetta til Ríkissak- sóknara og óskaði eftir rannsókn á þessu,“ segir verjandinn Guðmund- ur St. Ragnarsson. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkis- saksóknari staðfestir að málið hafi verið tekið til rannsóknar. - sh Myndir og vitnaleiðslur úr hrottalegu líkamsárásarmáli birtust í DV: Ríkissaksóknari rannsakar leka ÁKÆRÐUR Einar Marteinsson er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um árásina. DÓMSMÁL Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tveimur konum fyrir skatta- lagabrot í rekstri hárgreiðslu- stofunnar Toni & Guy. Samkvæmt ákærunni trössuðu konurnar, sem eru 31 og 42 ára, að standa skil á virðisaukaskatti sem nemur rúmum 5,3 milljónum fyrir árið 2008 og tæpum 3,8 milljónum í opinber gjöld. Konurnar voru framkvæmda- stjóri og stjórnarformaður rekstrarfélagsins Toggu ehf. Hárgreiðslustofan Toni & Guy hætti rekstri skömmu eftir að meint brot voru framin. - sh Greiddu ekki virðisaukaskatt: Ákærðar fyrir trass í rekstri Toni & Guy BAREIN, AP Forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning- Schmidt, þrýstir á stjórnvöld í Barein að þau framselji Abdul- hadi al-Khawaja. Al-Khawaja hefur verið í hungurverkfalli í tvo mánuði. Hann hefur tvö- faldan ríkisborgara rétt, bæði í Danmörku og í Barein. Al-Khawaja var dæmdur í lífs- tíðarfangelsi af sérstökum dóm- stól í Barein sem stofnaður var vegna óeirðanna þar í fyrra. Mót- mælin þar náðu hámarki á vor- mánuðum í fyrra en yfirvöld hafa barið uppreisnina niður og lofað umbótum. Ekki hefur enn verið staðið við þau loforð. - bþh Danir vilja fanga framseldan: Danskur fangi í hungurverkfalli ÓEIRÐIR Sprengja sprakk í Manama, höfuðborg landsins, sem særði sjö lög- reglumenn og þrjá alvarlega. SAMGÖNGUR Töluvert fleiri voru á faraldsfæti yfir nýafstaðna páskahelgi en um páskana í fyrra, samkvæmt mælingum Vega- gerðarinnar. Alls fóru ríflega 33 þúsund bílar um Hellisheiði, sem er um 12 prósenta aukning frá páskunum í fyrra, þegar tæplega 30 þúsund fóru um heiðina. Í ár fóru um 28 þúsund bílar um Hval- fjarðargöngin, en í fyrra voru bílarnir ríflega 27 þúsund talsins. Umferðin um páskana var þrátt fyrir aukninguna í ár umtalsvert minni en um páskana 2010. - bj Meiri umferð um páskana: 12% fleiri um Hellisheiðina EKIÐ Hlutfallslega mest aukning var um Hellisheiði á páskadag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BRETLAND, AP Breskur karlmaður var í gær dæmdur í 11 og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rænt verslanir og kveikt í einni þeirra í uppþotum sem urðu í London í sumar sem leið. Gordon Thompson, sem er 34 ára, var dæmdur fyrir að hafa kveikt í sófa í húsgagnaverslun- inni House of Reeves í Croy- don-hverfi í London. Verslunin, sem brann til kaldra kola, hafði verið starfrækt í 144 ár í húsinu. Thompson neitaði upphaflega að hafa kveikt í, en játaði að lokum gegn því að fá mildari dóm. - bj Kveikti í verslun í óeirðum: Játaði og hlaut um 11 ára dóm SAMGÖNGUR Herjólfur siglir í Landeyjahöfn á morgun og föstu- dag, þrjár ferðir hvorn daginn. Landeyjahöfn hefur liðið fyrir sandburð og mikla öldu- hæð í vetur. Tvö skip hafa unnið að dýpkun hafnarinnar undan- farið. Siglingadögum á Landeyja- höfn fjölgar eftir því sem líður á vorið en stefnt er að því að nota höfnina fram á næsta vetur. Far- þegar eru beðnir að fylgjast með upplýsingum um ferðir skipsins vegna skjótra breytinga sem orðið geta. - bþh Vestmannaeyjaferjan: Herjólfur siglir í Landeyjahöfn Patrekur, ætlarðu nokkuð að vera með Stjörnustæla á Hlíðarenda? „Nei, það er ekki Valmöguleiki.“ Patrekur Jóhannesson, uppalinn Stjörnu- maður, hefur tekið við þjálfun meistara- flokks Vals í handbolta karla. UTANRÍKISMÁL Wen Jiabao, for- sætis ráðherra Kína, kemur í opinbera heimsókn til Íslands í seinni hluta mánaðarins. Hann mun funda með forsætisráðherra og fleiri ráðherrum auk forseta Íslands. Þá segir í fréttatilkynn- ingu frá forsætisráðuneytinu að hann muni kynna sér jarðhitanýt- ingu á Íslandi. Halldór Ásgrímsson sendi for- sætisráðherra Kína boð um opin- bera heimsókn árið 2006 og hefur boðið legið fyrir síðan þá. Í fyrra var hafist handa við að finna tíma fyrir heimsókn, að sögn forsætis- ráðuneytisins. Jiang Zemin, þáverandi leiðtogi Kína, kom til Íslands fyrir tíu árum síðan. Iðkendur Falun Gong, sem ætluðu að mótmæla friðsam- lega, voru stöðvaðir við komuna til landsins eða meinað að koma. Að auki var komið í veg fyrir að leið- toginn sæi mótmæli í Reykjavík. Persónuvernd úrskurðaði seinna að stjórnvöld hefðu brotið lög. Ellefu þingmenn úr öllum flokkum nema Framsóknarflokkn- um og Sjálfstæðisflokknum hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að iðkendur Falun Gong verði beðnir af sökunar og þeim greiddar skaðabætur. Heimsókn forsætisráðherrans gæti vel orðið tilefni til þess að iðkendur Falun Gong noti tæki- færið til „friðsamlegrar áminn- ingar“ að sögn Þórdísar Hauks- dóttur, sem tók þátt árið 2002. „Spurningin sem ég spyr er hvort við ætlum aftur að láta þetta stóra ríki verða til þess að við sveigjum af okkar leið sem lýðræðisríki,“ sagði Þórdís í samtali við Vísi í gær. - þeb Opinber heimsókn verður mögulega tilefni áminningar Falun Gong iðkenda: Forsætisráðherra Kína kemur FALUN GONG Guðmundur Steingríms- son er fyrsti flutningsmaður tillögu um að iðkendur Falun Gong verði beðnir afsökunar á framferði íslenskra stjórnvalda fyrir tíu árum. FRÍDAGAR Margir Íslendingar nýta páskafríið til að fara á skíði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.