Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 4
12. apríl 2012 FIMMTUDAGUR4
Fjallað var sérstaklega um loftlínur
og jarðstrengi á kynningarfundi sem
Landsnet hélt skömmu fyrir mán-
aðamót. Þar kom fram í máli Írisar
Baldursdóttur, deildarstjóra kerfis-
stjórnar og markaðar hjá Landsneti,
að almennt séu háspennulínur
yfir 100 kV spennu loftlínur, líkt og
gert sé í nágrannalöndum okkar og
raunar um heim allan.
„Þó eru þess dæmi að flutnings-
línur séu lagðar sem jarðstrengir og
er það aðallega gert á svæðum þar
sem háar loftlínur auka slysahættu
og valda truflunum á samgöngum
eða vegna sérstakra umhverfishags-
muna,“ sagði hún, en í kynningu
hennar kom jafnframt fram að
þróun jarðstrengjanotkunar hér á
landi sé nokkuð sambærileg við
það sem víða gerist erlendis. Um
leið benti hún á að aukin notkun
jarðstrengja gæti valdið verulegri
raforkuverðshækkun. „Í Noregi
hefur til dæmis verið gefið út að
strengvæðing 10 prósenta af 300
til 420 kV flutningskerfinu myndi
leiða til 25 prósent hækkunar á
tekjumörkum og sú hækkun skilar
sér síðan út í gjaldskrá til notenda,
en það er ekki talið forsvaranlegt,“
sagði hún og taldi mikilvægt að
stíga varlega til jarðar hvað varði
stefnumótun um lagningu jarð-
strengja.
Mikilvægt að stíga varlega til jarðar
GENGIÐ 11.04.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
229,2953
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,91 127,51
202,07 203,05
166,79 167,73
22,421 22,553
21,967 22,097
18,746 18,856
1,5686 1,5778
195,65 196,81
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
NOREGUR Yfirvöld í Noregi hafa
staðfest að líkið sem fannst í hafi
utan við Tromsö er af Magnúsi
Daníelssyni,
skipstjóra Hall-
gríms SI sem
fórst á leið til
Noregs í janúar.
Sjómenn
fundu líkið
hinn 29. mars
síðastliðinn en
hann var þá
enn klæddur
í flotbúning.
Ýmislegt benti
til þess um hvern gæti verið að
ræða og miðaði rannsókn málsins
að því.
Magnús lætur eftir sig eigin-
konu og þrjú uppkomin börn.
Tveir skipverjanna sem fórust
þegar Hallgrímur sökk eru
enn ófundnir, en Erlingur Ingi
Jóhannsson komst einn lífs af. - þj
Líkfundur í Norður-Noregi:
Kennsl borin á
lík Magnúsar
MAGNÚS
DANÍELSSON
DANMÖRK Sonur hins svokallaða
Amager-manns í Danmörku
hefur verið ákærður fyrir að
fela 86 silfurskartgripi sem faðir
hans stal árið 1995.
Amager-maðurinn var í des-
ember síðastliðnum dæmdur í
lífstíðarfangelsi fyrir tvö morð
og sex nauðganir sem hann
framdi á 23 ára tímabili.
Skartgripunum 86 stal
Amager- maðurinn úr húsi á
Ingolfs Allé á Amager þar sem
hann nauðgaði tveimur fjórtán
ára stúlkum, einni 15 ára stúlku
og 23 ára konu. Lögreglan fann
skartgripina á heimili sonarins
rétt áður en réttarhöldunum í
desember lauk. - ibs
Hjálpaði föður sínum:
Með 86 skart-
gripi í felum
VIÐSKIPTI Eigandi Iceland
Express, Pálmi Haraldsson,
hefur lagt félaginu til um tvo
milljarða króna frá síðasta
hausti. Í tilkynningu frá félaginu
segir að það hafi verið gert af því
að rekstur árið 2011 hafi verið
erfiður, en tekist hafi að snúa
honum við með auknu fjármagni.
„Alger viðsnúningur hefur
orðið í rekstri félagsins frá því ný
yfirstjórn tók til starfa síðast liðið
haust,“ segir í tilkynningunni.
Miðasala hafi tekið kipp og horf-
urnar séu góðar fyrir sumarið. - sv
Tveggja milljarða innspýting:
Rekstri IE snúið
við síðan í fyrra
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
18°
17°
14°
11°
13°
9°
12°
12°
21°
13°
19°
14°
26°
11°
14°
14°
7°Á MORGUN
Víða hægviðri en
að 10 m/s NV-til.
LAUGARDAGUR
Víða hægviðri en
hvassara SV-til.
5
-2
3
-1
3
0
-2
-1
10
8
7
16
7
6
5
6
2
3
3
4
4
4
4
0
-4
-3
-2
3 3
0
-2
-3
FROST NA-TIL
næstu daga en hiti
að 5 stigum SV- og
S-til. Skúrir eða él
með S-ströndinni í
dag og á morgun.
Nokkuð bjart á
landinu A- og N-
verðu á morgun
og áfram A-lands á
laugardag.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður
IÐNAÐUR Drög að stefnu um
lagningu raflína í jörð eiga að
liggja fyrir næsta haust. Á yfir-
standandi þingi var samþykkt
þingsályktunar tillaga þar sem
iðnaðarráðherra, í samráði við
umhverfisráðherra, var falið að
skipa nefnd sem fari yfir málið
og skal iðnaðarráðherra flytja
Alþingi skýrslu um störf nefndar-
innar fyrir fyrsta október næst-
komandi.
„Á undanförnum árum hefur
orkuframleiðsla á Íslandi aukist
mjög og jafnframt gagnrýni á
neikvæð umhverfisáhrif henn-
ar,“ segir í greinargerð með til-
lögunni, sem umhverfis- og sam-
göngunefnd lagði fram. Hún
er samhljóða tillögu sem Helgi
Hjörvar, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, ásamt meðflutnings-
mönnum úr öllum flokkum, lagði
fram á Alþingi í desember 2007.
„Einn þáttur þeirra áhrifa er
sjónmengun af völdum háspennu-
lína og hefur sú krafa orðið
háværari að jarðstrengir séu
nýttir í stað loftlína. Mikilvægt
er að fyrir liggi pólitísk stefnu-
mörkun um með hvaða hætti og
á hvaða forsendum skuli stefnt
að lagningu raflína í jörð og til
hvaða þátta skuli sérstaklega
taka tillit í þeim efnum,“ segir í
ályktuninni.
Fram kemur að mismunandi sé
eftir svæðum hvort fremur henti
loftlínur eða lagnir í jörð. Til
dæmis fylgi mikið rask lagningu
jarðlína og það kunni síður að
henta þar sem gróðurfar er við-
kvæmt eða gæta þarf að öðrum
umhverfis þáttum. Þá kemur líka
Hávær krafa um notkun
jarðstrengja í stað loftlína
Jarðstrengir fyrir háa spennu eru margfalt dýrari en loftlínur. Leggja á fyrir Alþingi næsta haust tillögu að
stefnumörkun um jarðstrengi í raforkukerfinu. Nýjar raflínulagnir næstu ár tengjast iðnaði, ekki heimilum.
Á HELLISHEIÐI Mörgum þykja háspennumöstur og línur lýti á landslagi, meðan
aðrir kunna að sjá einhverja fegurð í mannvirkjunum, svo sem í samspili gufunnar
frá Hellisheiðarvirkjun og raflínunum á Hellisheiði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
fram að við lága spennu séu jarð-
strengir hagkvæmari kostur en
loftlínur, en eftir því sem spenn-
an aukist hækki kostnaður mikið
við jarðstrengi.
„Í fimm ára kerfisáætlun
Landsnets 2009–2013 kemur
fram að stofnkostnaður við 132
kV streng sé 1,5–3 sinnum hærri
en fyrir loftlínu með sömu flutn-
ingsgetu, stofnkostnaður 220 kV
strengs sé 3–6 sinnum hærri og
440 kV sé 7–10 sinnum hærri.“
Um leið er bent á að nýjar raf-
lagnir muni á næstu árum og
áratugum fyrst og fremst tengj-
ast iðnaðar- og atvinnustarfsemi,
en ekki þörfum heimilanna.
Vísað er til fyrri þingsálykt-
unartillögu um að iðnaðar- og
atvinnustarfsemi verði að vera
nægilega ábatasöm til að standa
undir umhverfis lausnum. Í
mörgum ríkjum heims sé litið til
umhverfiskostnaðar við mat og
undirbúning verkefna og verð-
gildi náttúru sem tapast við nýt-
ingu fellt inn í ákvarðanatöku.
„Vinna af þessu tagi hefur ekki
verið framkvæmd hérlendis og
umhverfiskostnaður því óþekkt
stærð við ákvarðanatöku.“
olikr@frettabladid.is
SKIPULAGSMÁL Hæstbjóðandi í söluútboði Orkuveitunnar á
Perlunni fékk ekki hugmynd sína um breytt skipulag sam-
þykkta á fundi skipulagsráðs Reykjavíkur í gær. Eins og
öðrum málum sem komið hafa á borð skipulagsráðs að undan-
förnu og varða Öskjuhlíðina var erindi bjóðendanna vísað til
fyrirhugaðrar samkeppni um framtíðarskipulag svæðisins.
Fram hefur komið að Garðar K. Vilhjálmsson og hópur
fjárfesta að baki honum sem átti hæsta tilboðið í Perluna
fékk forkaupsrétt fram til 1. apríl síðastliðins á meðan þeir
væru að gera hagkvæmnisathugun. Forsendurnar sem þeir
gefa sér eru meðal annars viðbyggingar fyrir baðstað og
náttúrugripasafn.
Að sögn Páls Hjaltasonar, formanns skipulagsráðs, er gert
ráð fyrir að hugmyndasamkeppnin um Öskjuhlíð verði yfir-
staðin á þessu ári. - gar
Skipulagsráð samþykkir ekki tillögu hæstbjóðenda í Perluna að svo stöddu:
Bíði eftir hugmyndasamkeppni
„NÁTTÚRUPERLAN“ Engin flýtiafgreiðsla er hjá
skipulagi Reykjavíkurborgar á fyrirspurn þeirra sem
vilja kaupa Perluna og byggja við hana og kalla
Náttúruperluna. MYND/THG ARKITEKTAR