Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 50
12. apríl 2012 FIMMTUDAGUR34 34 menning@frettabladid.is Í bókinni Ábyrgðarkver sem kom út á dögunum færir Gunnlaugur Jóns- son rök fyrir því að lykillinn að far- sæld á öllum stigum samfélagsins sé fólginn í því að hver og einn sé ábyrgur gjörða sinna. Ábyrgðarkver nefnist bók sem kom út á dögunum. Þar færir Gunnlaugur Jónsson rök fyrir því að lykillinn að farsæld á öllum stigum samfélagsins sé fólginn í því að hver og einn sé ábyrgur gjörða sinna. Útgangspunkturinn í bók Gunnlaugs er sá að sú ógæfa sem dundi yfir Ísland við fall bankanna megi rekja til ríkis- ábyrgðar á einkafyrirtækjum. Hún hafi skapað ábyrgðar leysi sem gerði að verkum að bankar blésu út og tóku of mikla áhættu í skjóli þess að þeir þyrftu ekki að súpa seyðið af því. Það gerðu hins vegar skatt- greiðendur. Gunn laugur heimfærir þennan boðskap á smæstu einingar samfélagsins, ein staklinginn og reifar hugmyndir sínar um hvernig fólk geti breytt lífi sínu til hins betra með því að axla ábyrgð á því sem það fær breytt í stað þess að vera óvirkir þátt- takendur í eigin lífi. Algild lögmál Gunnlaugur hefur unnið að bókinni undan- farin þrjú ár og segir hugmyndina hafa kviknað við bankahrunið. „Ég hafði fylgst með bönkunum og séð þá vaxa og hafði mikinn áhuga á ríkis- ábyrgðinni, sem var ýmist bundin í lög eða óljós, og hvaða áhrif hún hafði á kerfið; hvernig það óx og það ábyrgðarleysi sem fékk að viðgangast. Ég hef mikinn áhuga á því hvernig þessi sömu lögmál gilda í öllu okkar lífi og hvernig hlutir fara úrskeiðis þegar vald og hagsmunir fara ekki saman, til dæmis ef fámennur hópur hefur of mikið vald yfir hagsmunum margra, til dæmis ef bankakerfi hefur hagsmuni almennings í hendi sér án þess að hann geti haft áhrif. Þetta býður að mínu mati hættunni heim. Í hagfræði er þetta kallað „moral hazard“, sem ég þýði sem siðferðisháska, þar sem menn verða blindir á hagsmuni annarra og ónæmir fyrir því hvernig gjörðir þeirra geta bitnað á öðrum. Ekki endilega vegna þess að þeim gengur illt til heldur vegna þess að þeir eru orðnir samdauna óheilbrigðu ástandi og sjá ekki út fyrir eigin hagsmuni. Í tilfelli fjár- málakerfisins myndi afnám ríkisábyrgðar- innar færa ábyrgðina þangað sem hún ætti heima og bankar þyrftu að standa reiknings- skil gagnvart viðskiptavinum, sem hefðu kost á að leita annað ef þeim hugnaðist svo. Ég skrifaði grein fyrir nokkru síðan þar sem ég hvatti bankana til að fella niður lán hjá fólki sem gat ekki greitt þau af þeirri einföldu ástæðu að það gat ekki greitt þau, auk þess sem það væri það mannúð- lega í stöðunni. Í kjölfarið hitti ég menn í bönkunum sem tóku vel í þessar hug myndir en ekkert gerðist. Mig grunar að bankarnir séu að bíða eftir því að stjórnvöld skerist í leikinn undir því yfirskyni að þau séu að „bjarga heimilunum“, þegar í rauninni er aðeins verið að skera lánardrottna sem veittu óskynsamleg lán úr snörunni og láta skattgreiðendur borga brúsann. Lánar- drottnar ættu þess í stað að horfast í augu við að þeir veittu lán sem gengu ekki upp og þeir þurfi að bera ábyrgð á því. Það mun til lengri tíma litið auka á ábyrga hegðun í bankakerfinu. Ábyrgð er móteitur græðginnar Að mati Gunnlaugs gilda sömu lögmál ábyrgðarinnar um einstaklinginn. „Ég hef persónulega reynslu af því að þegar ég hef litið í eigin barm af auðmýkt og horfst í augu við eigin mistök gengur mér betur, því þannig tekst ég á við orsök vandans og hvað ég get sjálfur gert til að bæta líf mitt, í stað þess að væla yfir því hvað aðrir geta gert fyrir mig.“ Ábyrgð skiptir líka lykilmáli í sam- félagsþátttöku fólks að dómi Gunnlaugs. „ Enginn er eyland. Við búum í samfélagi við annað fólk sem við þurfum að vinna með og treysta. En það að treysta öðrum fyrir einhverju afsalar okkur ekki ábyrgð á því og þess vegna þurfum við að gæta að því hverjum við treystum. Ég held að grundvöllurinn fyrir trausti sé sá að búa í samfélagi þar sem við finnum að fólk styður hvert annað. Lykillinn að því er að koma friðsamlega fram; ef við viljum að aðrir virði okkar rétt verðum við að gera það sama gagnvart öðrum.“ Kenningum sem ganga út á einstak- lingshyggju hefur verið legið á hálsi fyrir að líta á manninn sem eigingjarna skepnu sem leitist alltaf við að hámarka eigin hag á kostnað annarra og því jafnvel haldið fram að græðgi sé hreyfiafl framfara. Gunn- laugur tekur ekki undir þetta. „Græðgi er ekki góð. Ég held að græðgi, eins og fólk skilur orðið, sé of mikil ágóða- von og gróðasækni – það sem gengur út í öfgar. En þegar við sitjum sjálf uppi með afleiðingar gjörða okkar heldur það áhættusækninni í skefjum – persónuleg ábyrgð virkar þannig sem móteitur gegn græðgi og kemur veg fyrir að við leiðumst út í gönur.“ En hvað um velferðarkerfið, hið opinbera öryggisnet. Gengur það í berhögg við hug- myndir Gunnlaugs? „Ég hafna því ekki að hér sé ákveðið öryggisnet en mín skoðun er sú að við eigum að gera eins mikið og hægt er af slíku á grundvelli frjáls samstarfs, án nauðungar. Ég held að við ræktum náunga- kærleik best með því að líta á það sem okkar eigið verkefni að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda og það væri farsælla að leggja meiri áherslu á einstaklinginn en kerfið. Þess vegna finnst mér til dæmis heilbrigt að fólk hugsi um eigin hag og reyni að byggja sér gott líf því þegar við erum sjálf í góðri stöðu erum við í betri aðstöðu til að hjálpa öðrum.“ Boðskapur sem hægt er að sameinast um Ábyrgðarkver kemur út rúmum þremur árum eftir bankahrunið, sem flestir hafa reynt að þvo hendur sínar af. Spurður hvort það sé jarðvegur fyrir boðskap bókarinnar, segist Gunnlaugur telja svo vera. „Já, ég held það. Ég er ekki að reyna að hengja tiltekna einstaklinga heldur fyrst og fremst að segja að hrunið var afsprengi þess kerfis sem var. Auðvitað er ýmislegt sem þarf að rannsaka en það er erfitt að benda á einhver afmörkuð mistök sem eiga að hafa ráðið úrslitum innan þeirra aragrúa mistaka sem hér voru gerð. En hvað sem líður skiptum skoðunum fólks um Lands- dóm, réttarhöld yfir bankamönnum og þar fram eftir götunum, held ég að fólk geti sameinast um þann meginboðskap að það eigi ekki að vera á ríkisábyrgð á einkafyrir- tækjum. Með þannig veganesti getum við komist út úr þessu ástandi og farið að horfa fram á veginn. Sama á við um einkalíf manna. Þess vegna reyni ég að hvetja lesandann til að byrja á sjálfum sér og ekki alltaf vera að svekkja sig á því sem aðrir gera.“ bergsteinn@frettabladid.is Ábyrgð er lykillinn að betra lífi GUNNLAUGUR JÓNSSON „Ég hef persónulega reynslu af því að þegar ég hef litið í eigin barm af auðmýkt og horfst í augu við eigin mistök gengur mér betur, því þannig tekst ég á við orsök vandans og hvað ég get sjálfur gert til að bæta líf mitt, í stað þess að væla yfir því hvað aðrir geta gert fyrir mig.” Fréttablaðið/Pjetur HUNGURLEIKARNIR HALDA ÁFRAM Annað bindið í hinum ógnarvinsæla þríleik Suzanne Collins um Hungurleikanna er væntanlegt í íslenskri þýðingu í maí. Bókin nefnist Catching Fire á frummálinu en mun að líkindum heita Eldar kvikna í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Lokabindið er síðan væntanlegt á íslensku í haust. Sú heitir Mockingjay, hugtak sem þýtt var sem Hermiskaði í fyrsta bindinu. Bjarni Eiríkur Sigurðsson heldur sitt annað erindi um persónur Njálu í bókasafninu í Hveragerði í dag klukkan 17.30. Þar fjallar hann um Brennu-Flosa en í síðasta mánuði fjallaði hann um Hallgerði lang- brók. Erindin tengjast sýningu á myndverkum Þórhildar Jóns dóttur af persónum í Njálu en síðasti sýningar dagur er 12. apríl. Mynd- irnar eru í eigu Bjarna Eiríks Sig- urðssonar en þær eru unnar eftir lýsingum hans gegnum síma á pers- ónum Njálu eins og hann taldi að þær hefðu getað litið út í lifanda lífi. Bjarni Eiríkur er þekktur fyrir Njáluerindi sín í Sögusetrinu á Hvolsvelli og víðar. Þórhildur er fædd að Breiðabólstað í Fljóts- hlíð. Síðustu 25 ár hefur hún rekið eigin vinnustofu. Myndirnar á sýningunni eru unnar með hjálp tölvutækni. Allir eru velkomnir á bókasafnið til að hlýða á erindi Bjarna. Boðið verður upp á kaffi og spjall eftir erindið. Erindi um Brennu- Flosa í bókasafninu BRENNU-FLOSI Svona sér Þórhildur Jóns- dóttir hinn fræga Svínfelling fyrir sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.