Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 12. apríl 2012 37 Gefðu sparnað í fermingargjöf Fermingarkortið er inneignarkort sem hentar þeim vel sem vilja gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 5.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn. Fermingarkortið er gjöf sem leggur grunn að  árhag framtíðarinnar. Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í útibúum Landsbankans. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Júlí Heiðar og Guðrún Gunnars- dóttir eru meðal þeirra sem fram koma á styrktartónleikum til styrktar götubörnum í Kenía í kvöld klukkan 19.30. Það eru nemendur ABC- skólans sem standa fyrir tón- leikunum og verða þeir haldnir í CTF Reykjavík, Kirkju kær- leikans. Mörg heimilislaus börn búa á götunni í Kenía og rennur ágóði tónleikanna óskertur til stuðnings þeim. Aðrir sem koma fram eru Siggi Kafteinn, Þollý, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Stefán H. Stefánsson og Davíð Ólafsson, Lindsay og Eric Dugas og U.N.G bandið. Miðaverð er 1.500 krónur. - trs Styrkja götubörn STYRKTARTÓNLEIKAR Táningsstjarnan Júlí Heiðar er meðal þeirra sem fram koma á styrktartónleikum nemenda ABC skólans. „Leikurinn snýst í raun um það að vera sniðugur og hugmyndaríkur, taka það upp og senda inn,“ segir Einar Thor um leik sem armbandaframleiðandinn Thorshammer hefur nú efnt til í samstarfi við Tuborg og X977. Myndböndin mega vera frá tuttugu sekúndna löngum og upp í tvær mínútur. „Það er nú þegar búið að senda inn slatta af myndböndum,“ segir Einar. „Þetta geta verið alls konar fyndin og skemmtileg upp- átæki. Til dæmis einhverjir hrekkir, óvæntir atburðir eða börn að gera eitthvað fyndið.“ Til mikils er að vinna, en sigurvegarinn fær ferð fyrir fjóra á Hróarskeldu-hátíðina í Danmörku í sumar. Flogið verður til Kaup- mannahafnar og gist á fimm stjörnu hóteli. Vinningshafarnir verða svo fluttir á hátíðina með þyrlu. Á hátíðinni sjálfri fær hópurinn svo VIP-passa. „Það er hægt að græða mikið á að vera til í að gera grín að sjálfum sér,“ segir Einar. Hægt er að senda inn myndbönd til 22. apríl, en þá fyrst hefst keppnin sjálf, og leyfilegt er að senda inn fleiri en eitt mynd- band. „Eftir að þátttökufresti lýkur verða öll myndböndin sett inn á Facebook-síðu Thorshammer. Þar geta allir séð þau og kosið sér sinn sigurvegara með því að mæla með myndbandinu,“ segir Einar. Facebook- kosningin gildir 40 prósent og dómnefnd gildir 60 prósent þar á móti. Nánar má lesa sér til um leikinn á www.thorshammer.is/ leikur. - trs Vinningshafar fara með þyrlu á Hróarskeldu STUÐ Á HRÓARSKELDU Þeir sem taka upp sniðug myndbönd geta unnið ferð á Hróarskeldu-hátíðina í Danmörku, en þar er alltaf fjör. Lúftgítarkeppni Beck‘s fer fram á Gamla gauknum við Tryggva- götu annað kvöld, föstudags- kvöldið 13. apríl. Skráning í keppnina er í fullum gangi og fer hún fram á Facebook-síðu Beck‘s á Íslandi eða með því að senda póst á bokanir@ montana. is. Lúftgítarleikur felst í því að þykjast spila á gítar með undir- spili á sviði. Slíkar keppnir hafa verið vinsælar víða um heim og þá sérstaklega í Finnlandi þar sem heimsmeistarakeppni í lúftgítar í þágu heimsfriðar er haldin árlega. Dómnefnd skipa þeir Franz Gunnarsson gítarleikari, Krummi Björgvinsson söngvari og Ómar Eyþórsson og Orri Freyr Rúnarsson, útvarpsmenn á X-inu. Húsið opnar klukkan 21 og hefst keppnin klukkan 22. Frítt er inn og aldurstakmark er tuttugu ár. Keppt í Lúftgítar- frammistöðu LÚFTGÍTAR Skráning í keppnina er í fullum gangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.