Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 52
12. apríl 2012 FIMMTUDAGUR36 Bækur ★★★ ★★ Snjókarlinn Jo Nesbø. Þýðandi Bjarni Gunnarsson. Uppheimar Fram og aftur morðgátuna Harry Hole er töffari af guðs náð og þrátt fyrir norskan upprunann sver hann sig mun meira í ætt bandarískra einkaspæjara en skandinavískra lögreglumanna spennu- bókmenntahefðarinnar. Drykkfelldur einfari með haug af fortíðarvandamálum á bakinu, mislukkaður kvennamaður, upp á kant við yfirmennina og allur sá pakki. Hæfilega ómögulegur til að lesandinn samsami sig honum og láti sig örlög hans varða. Í Snjókarlinum, sem kom út í Noregi 2007, er hann á sæmilegu róli, til- tölulega edrú og um það bil að sætta sig við nýleg sambandsslit. Hann fær líka um nóg að hugsa þegar óhugnanleg morð á ungum mæðrum fara að hrúgast upp og allt lítur út fyrir að sá langþráði draumur hans að klófesta raðmorðingja gæti ræst, ef hann bara finnur út hver stendur að baki þessu kvenfalli. Ólíkt öðrum löggum sem leika aðalhlutverkið í spennubókaröðum á Hole engan náinn aðstoðarmann, enda atvinnulóner. Hann hefur þó sér til fulltingis tvo unga lögreglumenn sem hann ber traust til og í upphafi Snjó- karlsins fær hann nýjan liðsmann í teymið sitt, unga konu sem virðist ekki öll þar sem hún er séð og eykur spennugildi sögunnar til muna. Yfirhöfuð eru persónur sögunnar vel skrifaðar og áhugaverðar og engan veginn aug- ljóst hverjir eru góðu gæjarnir og hverjir þeir vondu. Hraðinn í frásögninni er með ólíkindum og eiginlega hvergi dauður punktur á þessum fimm hundruð síðum. Nesbø er fantagóður sögumaður og kann betur að byggja upp spennu en flestir aðrir krimmahöfundar. Lesandinn þykist reyndar hafa leyst gátuna um miðja bók en fléttumeistaranum Nesbø tekst að snúa svo upp á söguþráðinn, taka u-beygjur aftur og aftur og varpa grun á ýmsa aðila að sú niðurstaða virðist á köflum fáránlega heimskuleg, þótt hún reynist svo auðvitað rétt að leiðarlokum. Klisjan um svefnlausu nóttina við lesturinn á hér fullkomlega við, lesandinn er vægðarlaust rekinn áfram kafla eftir kafla í máttvana tilraunum til að raða saman brotakenndum upplýsingum og verða á undan Hole sjálfum að ráða gátuna. Sem er náttúrulega borin von, það skákar enginn Harry Hole. Þýðing Bjarna Gunnarssonar er prýðilega af hendi leyst. Málfarið eðlilegt og án þýðingarkeimsins alræmda. Eitt af aðalsmerkjum Nesbø eru vel skrifuð og trúverðug samtöl og Bjarna hefur tekist firnavel að snara þeim á eðlilegt íslenskt talmál. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Vel byggður og spennandi krimmi með ótrúlegu fléttumunstri og vel skrifuðum persónum. Nesbø í fantaformi. HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR · GISSUR PÁLL GISSURARSON / ÞÓRA EINARSDÓTTIR · GARÐAR THÓR CORTES ÁGÚST ÓLAFSSON · HRÓLFUR SÆMUNDSSON · JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR · BERGÞÓR PÁLSSON HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON · LEIKSTJÓRI: JAMIE HAYES LEIKMYND: WILL BOWEN · BÚNINGAR: FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR · LÝSING: BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON „Tímamótaviðburður í tónlistarlífinu“ - Jónas Sen, Fréttablaðið „Frábær skemmtun og frammistaða“ - Ríkharður Örn Pálsson, Morgunblaðið „Þarna verða til sannir töfrar... Maður tók andköf í glæsilegustu aríunum“ - Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is „Bravo! Bravi! Bravissimo!“ - Ólafur Arnarson, pressan.is LAUGARDAGINN 14. APRÍL KL. 20 - 5. SÝNING - UPPSELT SUNNUDAGINN 15. APRÍL KL. 20 - AUKASÝNING - NOKKUR SÆTI LAUS FÖSTUDAGINN 20. APRÍL KL. 20 - LOKASÝNING - UPPSELT LAUGARDAGINN 21. APRÍL KL. 20 - ALLRA SÍÐASTA SÝNING Minnum á kynningar á La Bohème í boði Vinafélags Íslensku óperunnar í Kaldalóni kl. 19 hvert sýningarkvöld - Hugo Shirley, Daily Telegraph, London „Rosaleg upplifun... Sjónarspilið var magnað... Snilldarlega vel sett upp“ - Ingi Þór Jónsson og Kristjana Stefánsdóttir, Listræninginn á Rás 1 „Stórkostleg sýning í öllu tilliti... Sennilega besta uppfærsla sem ég hef séð hjá Íslensku óperunni“ - Helgi Jónsson, Víðsjá á Rás 1 MIÐASALA Í HÖRPU OG Á WWW.HARPA.IS NÝ AUKASÝNING LAUGARDAGINN 21. APRÍL KL. 20 ALLRA SÍÐASTA SINN Björg Birgisdóttir, Jóhann Kristinsson og Unnsteinn Árnason, sem öll stunda nám við háskóladeild Söngskólans í Reykjavík, eru fyrstu styrkþegar Minningarsjóðs Vi lhjálms Vilhjálmssonar söngvara. Styrkurinn mun standa straum af skólagjöldum þeirra veturinn 2012 til 2013. Tilkynnt var um þetta í Söngskólanum í gær. Markmið sjóðsins er að styrkja árlega til náms söngvara sem þykja skara fram úr á sínu sviði. Minningar sjóðurinn var stofnaður í kjölfar minningar- tónleika um Vilhjálm, sem lést árið 1978, og haldnir voru í október 2008. Í heild er veittur 1,1 milljóna króna styrkur til nemanna þriggja. Í stjórn sjóðsins sitja tónlistarmennirnir Jón Ólafsson og Magnús Kjartansson, Þóra Guðmundsdóttir, ekkja Vilhjálms heitins, og Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu. Þau þrjú fyrstnefndu, stofnendur sjóðsins, veita fé í stofnun sjóðsins og mun Þóra ánafna sjóðnum höfundar- og flytjandalaun Vilhjálms. Þá hefur Sena gert samning við minningarsjóðinn um öll verk Vilhjálms um ókomna framtíð. Styrkir úr minningarsjóði Vilhjálms HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 12. apríl 2012 ➜ Fundir 13.30 Síðasti bókmenntafundur vetrar- ins hjá FKE verður haldinn í Kennara- húsinu. Viðfangsefni fundarins er þulur og ljóð fyrir börn. 20.00 Aðalfundur Rangæingafélagsins er haldinn í Seljakirkju. ➜ Kvikmyndir 17.00 Konfúsíusarstofnun sýnir kvikmyndina Kona, byssa og núðlubúð í stofu 101 í Odda. Um er að ræða endurgerð á mynd Coen-bræðra, Blood Simple. Aðgangur er ókeypis. ➜ Listamannaspjall 17.00 Gunnhildur Þórðardóttir tekur þátt í listamannaspjalli um sýningu sína, Fráhvarf, í gallerí SÍM Hafnarstræti 16. ➜ Tónlist 20.00 Styrktartónleikar fyrir ABC hjálparstarf verða haldnir í CTF, Háteigs- vegi 7. Miðaverð er kr. 1.500. 21.00 Tónleikaröðin gogoyoko, gogoyoko wireless heldur áfram á KEX Hostel. Fram kemur bandaríska sveitin Low Roar, en upphitun verður í höndum færeyska söngvaskáldsins Guðrið Hansdóttur. Miðaverð er kr. 1.500. 21.00 Lára Rúnars og Myrra Rós halda tónleika á Kaffi Bryggjunni í Grindavík. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 22.00 Gísli Helgason flautuleikari verður gestur Bítladrengjanna blíðu á Ob-La-Dí Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Save the Children á Íslandi FYRSTU STYRKÞEGARNIR Björg Birgisdóttir, Jóhann Kristinsson og Unnsteinn Árnason tóku við styrkjunum í gær en þeir munu standa straum af skólagjöldum þeirra við Söngskólann í Reykjavík næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.