Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 56
12. apríl 2012 FIMMTUDAGUR40 bio@frettabladid.is www.rokkurhaedir.is Föstudaginn 13. apríl? Haltu þér fast! Þriðja bókin í bókaflokknum um krakkana í Rökkurhæðum er væntanleg. Ekki fyrir myrkfælna! ...Engin tilviljun! Rihanna fer með hlutverk í spennumyndinni Battleship sem frumsýnd var í byrjun mánaðarins. Þar leikur söng- konan á móti Taylor Kitsch, Alexander Skarsgård og Liam Neeson og var hún að eigin sögn mjög heilluð af Skarsgård. „Alexander er mjög flottur maður. Ég gat starað á hann alla daga á meðan við vorum í tökum. Hann er mjög einbeittur leikari og mjög viðkunnanlegur maður í þokkabót,“ sagði Rihanna um hinn sænska mótleikara sinn. Nánust varð söngkonan þó Taylor Kitsch og leitaði hún oft til hans er hún þurfti ráð varðandi leik sinn. „Ég lék á móti Taylor í fjölda atriða og hann hjálpaði mér mjög mikið í gegnum allt ferlið.“ Hreifst af Skarsgård HRIFIN AF SKARSGARD Rihanna leikur á móti Alexander Skarsgård í Battle- ship og segist ekki hafa getað haft af honum augun. NORDICPHOTOS/GETTY ■ The Cold Light of Day frá árinu 2006 segir frá rannsóknarlögreglumanni sem vingast við konu í þeim tilgangi að nota hana sem beitu til að fanga raðmorðingja. ■ Sjónvarpsþáttaröð með þessu nafni var sýnd árið 2006. Þættirnir voru framleiddir í Bretlandi og taka á sam- félagsmálum á gamansaman hátt. ■ Indverska heimildarmyndin Light of the Day fjallar um muninn á ríkum og fátækum í landinu og var frum- sýnd 2008. ■ Hrollvekjan The Harsh Light of Day verður frumsýnd síðar á árinu og skartar Dan Richardson í aðalhlut- verki. VINSÆLL KVIKMYNDATITILL Spennumyndin The Cold Light of Day segir frá ungum manni sem fer til Spánar til að hitta fjölskyldu sína en fríið fer ekki eins og til var ætlast og breytist fljótt í baráttu upp á líf og dauða. Myndin er frum- sýnd annað kvöld. Með aðalhlutverk fara Henry Cavill, Bruce Willis og Sigourney Weaver undir leiðsögn franska leikstjórans Malbrouk El Mechri. Cavill fer með hlutverk Will Shaw sem flýgur til Spánar til að heimsækja for- eldra sína sem búa og starfa í landinu. Fjöl- skyldan ákveður að eyða sólríkum degi um borð í skútu en eftir rifrildi við föður sinn syndir Will til lands. Þegar hann snýr til baka er skútan mannlaus og leitar Will eftir aðstoð lögreglunnar og upphefst þá spennandi eltingaleikur og leit Wills að fjöl- skyldu sinni og sannleikanum. Aðalleikarinn, Henry Cavill, varð þekktur fyrir hlutverk sitt sem Charles Brandon í sjónvarpsþáttunum The Tudors og segist hann sjálfur þakka þáttunum fyrir frægð sína og frama. Cavill fer einnig með hlutverk Theseusar í stórmyndinni The Immortals sem frumsýnd var í lok síðasta árs. The Cold Light of Day hefur fengið nokkuð dræma dóma á Netinu og gefur gagnrýnandi The Telegraph henni einungis eina stjörnu og segir leikara sem og leikstjóra sýna lélega byrjendatakta. Á vefsíðunni Imdb. com er myndin sögð hörmuleg eftirlíking á Bourne-þríleiknum og Screen Daily segir Sigourney Weaver vera það eina góða við myndina, en hún þykir sannfærandi í hlut- verki sínu sem kaldlyndur CIA útsendari. SPENNUMYND EFTIR UPPSKRIFT EFTIR UPPSKRIFT Spennumyndin The Cold Light of Day segir frá leit Henry Cavill að fjölskyldu sinni sem hverfur sporlaust. Titill kvikmyndar- innar The Cold Light of Day hefur verið nokkuð vinsæll í gegnum árin og til að mynda var kvikmynd með sama nafni gefin út árið 2006. ★★★★★ TITANIC 3D „Titanic stenst tímans tönn. Taktu með þér tissjú og ekki skammast þín fyrir neitt.“ ★★★★★ THE HUNGER GAMES „Vel heppnuð vísindaskáldsaga sem flæðir vel.“ ★★★★★ MARGIN CALL „Spennandi fjármáladrama, drekk- hlaðið úrvalsleikurum.“ ★★★★★ ACT OF VALOR „Ég er algjörlega orðlaus.“ ★★★★★ PROJECT X „Hressilegt partý en fremur mis- heppnuð mynd.“ Framhalds hinnar vinsælu gam- anmyndar Anchorman er beðið með mikilli eftirvæntingu en Will Ferrell, Adam McKay, Steve Carell og Paul Rudd sitja nú við handrita- skriftir. Adam McKay gaf lesendum Salon þó svolitla vísbendingu um söguþráð nýju myndarinnar og kyndir það án efa enn frekar undir eftirvæntingunni. „Ég vil ekki segja of mikið en við höfum verið að vinna sérstak- lega með tvær hugmyndir, ekki gleyma að við erum enn að skrifa handritið. En ég skal gefa ykkur tvennt; forræðisdeila og keilu- keppni,“ sagði leikstjórinn og handritshöfundurinn. Það er því ekki ólíklegt að persóna Christinu Applegate, Veronica Corningstone, snúi aftur. Anchorman kom út árið 2004 og sló rækilega í gegn. Hún situr í 113. sæti á lista tímaritsins Empire yfir 500 bestu kvikmyndir allra tíma og er í hundraðasta sæti yfir 100 bestu gamanmyndir heims. Ron í forræðisdeilu DREPFYNDIN Framhald á gamanmyndinni Anchorman er í bígerð og má því búast við ágætri skemmtun. > LEIKUR WALT DISNEY Leikarinn Tom Hanks ætlar að fara með hlutverk Walts Disney í myndinni Saving Mr. Banks. Myndin fjallar um ferlið og undirbúning að myndinni Mary Poppins. Það tók Walt Disney langan tíma að tala höfund Mary Poppins, P.L. Travers, til og fá að gera myndina á sínum tíma. Breska leikkonan Emma Thompson leikur rithöfundinn í myndinni. Leikstjóri Saving Mr. Banks er John Lee Hancock sem gerði myndina Blind Side. Fimm myndir verða frumsýndar á Ind- verskri kvikmyndahátíð í Bíói Paradís í kvöld. Um er að ræða rómantísku myndina Stóri dagurinn (Band Baaja Baaraat), vísindamyndina Vélmenni (Enthirian), spennumyndina Dhoom 2 og drama- myndirnar Talaðu (Bol) og Hálsmenið (Madrasapattinam). Glæpamyndin Iron Sky verður frum- sýnd á föstudaginn. Um er að ræða svarta kómedíu sem var að hluta til fjár mögnuð af almenningi í gegnum internetið. Myndin fjallar um það þegar hópur nas- ista í leynilegri geimáætlun nær að koma sér undan tortímingu og flýja til myrkv- aða hluta tunglsins undir lok seinni heims- styrjaldarinnar. Eftir langan undirbúning láta tungl-nasistarnir svo til skara skríða og leita hefnda með því að ráðast á jörðina. Á föstudaginn kemur spennumyndin Battleship einnig í bíóhúsin en hún fjallar um alþjóðlegan herskipaflota sem liggur við höfn í Havaí og undirbýr viðamikla flotaæfingu. Vampíruleikarinn Alexander Skarsgård fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni og leikur Stone Hopper, liðs- mann sjóhersins. Flotaforinginn Shane, leikinn af Liam Neeson, er faðir kærustu Hoppers og er hann lítið ánægður með plön dóttur sinnar að giftast sjóliðanum. Ágreiningur þeirra verður þó að bíða betri tíma þegar óþekktir andstæðingar ráðast á flotann á meðan á æfingunum stendur. - trs Húmor, spenna og Bollywood TUNGL-NASISTI Julia Dietze leikur hugsjóna- manneskjuna og tungl-nasistann Renate Richter í kolsvörtu kómedíunni Iron Sky. SJÓNVARPFRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐÚTVARP - oft á dag ÞÚSUNDIR MYNDBANDA KVIKMYNDARÝNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.