Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 8
12. apríl 2012 FIMMTUDAGUR8 Aðalfundur Félags tæknifólks i rafiðnaði verður haldinn miðvikudaginn 18. apríl 2012 kl. 17 að Stórhöfða 31, Grafarvogsmegin. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á ársfund Stafa. Önnur mál. Geta tölvur hugsað? Fimmtudaginn 12. apríl kl. 16:30 – 17:30 Stofa M101 í HR Fyrirlesarar eru Yngvi Björnsson og Kristinn R. Þórisson ALAN TURING: Faðir tölvunarfræðinnar Alan Turing var einn af helstu frumkvöðlum gervigreindar, en hann fékk snemma áhuga á þeirri spurning hvort gæða mætti tölvur mannlegri greind. Í þessum fyrirlestri verður gefin yfirsýn yfir helstu framlög Turing til gervigreindar og verður meðal annars fjallað um Turing-prófið sem hann hannaði sérstaklega til að sannreyna hvort tölva sýndi mannlega greind. ICE-TCS og tölvunarfræðideild HR efna til fyrirlestraraðar í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Alan Turing: http://icetcs.ru.is/turingyear2012RU.html 1. Hvað heitir fyrsta plata Of Mon- sters and Men sem hefur selst vel í Bandaríkjunum síðustu daga? 2. Hvenær rennur framboðsfrestur vegna forsetakosninganna í sumar út? 3. Hvaða Hollywood-stjarna hyggst halda upp á 50 ára afmæli sitt á Ís- landi í sumar? SVÖR 1. My head Is an Animal 2. 25. maí 3. Tom Cruise BANDARÍKIN, AP Bandarísk sam- keppnisyfirvöld hafa höfðað mál á hendur tæknirisanum Apple fyrir meint samkeppnisbrot við verð- lagningu á rafbókum í vefverslun fyrirtækisins. Apple er sakað um að hafa komið á samráði meðal útgefenda til að samræma verð á rafbókum og takmarka með því samkeppni á rafbókamarkaði. Verðlagning á rafbókum í vef- verslun Apple stjórnast af öðrum lögmálum en verð á bókum í bóka- búðum. Bókaútgefendurnir ákveða sjálfir verðið í vefverslun Apple, og fyrirtækið fær 30 prósenta hlut af útsöluverðinu. Í hefðbundnum bókabúðum selja útgefendur bækurnar fyrir fast verð og það kemur í hlut bóka- búðarinnar að ákveða hversu mikið er lagt á heildsöluverðið, og þar með hvert útsöluverðið er. Verðlagning á rafbókum var fyrst um sinn eins og í venju legum bókabúðum, en Steve Jobs, fyrr- verandi forstjóri Apple sem féll frá í fyrra, beitti sér fyrir því að taka upp nýtt kerfi. Apple hafði ekki brugðist við fréttum af lögsókninni í gær. - bj Bandarísk samkeppnisyfirvöld segja verðlagningu Apple á rafbókum óeðlilega: Saka Apple um samkeppnisbrot BEITTI SÉR Steve Jobs, fyrrverandi for- stjóri Apple, beitti sér fyrir því að taka upp nýtt fyrirkomulag til að ákveða verð á rafbókum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP H va Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 SAMFÉLAGSMÁL Alls 1.663 Íslendingar gerðu breyt- ingar á eiginnafni sínu hjá Þjóðskrá á árunum 1992 til 2011. Samanlagður fjöldi nafnbreytinga var hins vegar rétt rúmlega 40 þúsund á tímabilinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýju gagnasafni sem Þjóðskrá hefur birt á vefsíðu sinni. Þjóðskrá hefur frá árinu 1992 tekið saman upp- lýsingar um nafngjafir og nafnbreytingar. Tak- markanir á mögulegum nafnbreytingum voru hins vegar talsvert meiri en nú allt til ársins 1996 og hefur nafnbreytingum því fjölgað nokkuð hin síðari ár tímabilsins. Eins og áður sagði breyttu 1.663 einstaklingar eiginnafni sínu á tímabilinu. Þar af tóku 965 upp eiginnafn til viðbótar öðru nafni. Alls 139 felldu niður eiginnafn sitt og 559 skiptu um eiginnafn. Alls 1.065 einstaklingar breyttu kenningu sinni til föður frá móður en 14.792 breyttu kenningu sinni frá móður til föður. Þessi háa tala stafar af því að börn sem fæðast utan hjónabands og skráðrar sam- búðar eru kennd við móður þar til faðernisviður- kenning liggur fyrir og tilkynnt er að breytingar sé óskað. Þá tóku 5.344 einstaklingar upp ættarnafn en 1.418 felldu ættarnafn niður. Loks breyttu 318 einstaklingar kenningu sinni til beggja foreldra. - mþl Þjóðskrá hefur gert aðgengileg gögn um nafnbreytingar á árunum 1992 til 2011: 40 þúsund hafa breytt nafni sínu Nafnabreytingar Íslendinga 1992 til 2011 Eiginnafnsbreytingar Eiginnafn tekið upp til viðbótar öðru nafni 965 Eiginnafn fellt niður 139 Eiginnafn tekið upp og annað fellt niður 559 Millinafnsbreytingar Ættarnafn gert að millinafni 1.806 Önnur nöfn gerð að millinafni 280 Kenninafnsbreytingar Kenningu til föður breytt til móður 1.065 Kenningu til móður breytt til föður 14.792 þar af eldri en 2 ára 1.205 Kenning til beggja foreldra 318 Kenning til annars foreldris að viðbættu ættarnafni 2.346 Ættarnafn tekið upp að viðbættri kenningu til foreldris 1.418 Ættarnafn fellt niður, kenning til foreldris eða foreldra 1.176 Ættarnafn tekið upp 3.926 Ættarnafn maka fellt niður 242 Kærum og tilkynningum vegna kynferðisbrota hefur þó ekki fjölgað í takt við önnur brot, að sögn Gunnars. Rannsóknardeildin sinnir rannsóknum á kynferðisbrotum á öllu Norðurlandi, frá Blönduósi til Húsavíkur. „Þó eru fleiri gömul mál að dúkka upp,“ segir hann. „Það eru þá þolendur að kæra mál sem hafa komið upp fyrir mörgum árum, sennilega vegna aukinnar umræðu um málaflokkinn og meiri fræðslu sem gerir fólk með- vitaðra um rétt sinn.“ Gömul kynferðisbrot að koma upp LÖGREGLUMÁL Fjögur vopnuð rán hafa verið framin á Akureyri það sem af er ári. Ekkert vopnað rán var framið í bænum í fyrra. Tvö af ránunum í ár voru framin af fíkni- efnaneytendum til að fjármagna skuldir og tvö voru framin af sama einstaklingnum; ungri konu sem á við andlega vanheilsu að stríða. „Vonandi er þetta bylgja sem mun ekki festa sig í sessi,“ segir Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri. Lögreglan í bænum hefur verið að fást við mun grófari og alvar- legri glæpi á undanförnum árum. Gunnar segir merkjanlegan mun á eðli glæpanna hafa komið í ljós á árunum 2005 og 2006. Fíkniefna- neysla hafi færst í aukana og lang- flest afbrot séu tengd fíkniefnum. Aðallega er lagt hald á kanna- bis og amfetamín. Þá er ræktun kannabisplantna einnig orðin mun algengari. Gunnar segir mannafla lög- reglunnar ekki í samræmi við það aukna álag sem stéttin sé að fást við. „Við erum komnir niður fyrir þolmörk í þeim efnum,“ segir hann. Nokkur mjög alvarleg líkams- árásarmál hafa komið upp á Akureyri á undanförnum árum. Má þar nefna atvik sem þar sem fingur var klipptur af manni með greinaklippu við handrukkun árið 2007, hnífsstunguárás árið 2009 og frelsissvipting og alvarleg líkams- árás í Vaðlaheiði árið 2006. Lögreglan fylgist vel með mögu- legri þróun skipulagðra glæpasam- taka í bænum í samstarfi við lög- regluna á höfuðborgarsvæðinu. Akureyrarlögreglan ræður ekki við álagið Fjögur vopnuð rán hafa verið framin á Akureyri á þessu ári. Fíkniefnaneysla hefur aukist mikið. Lögreglan á erfitt með að mæta álaginu sökum manneklu. Bæjarstjóri vill kalla eftir samanburðartölum um þróun glæpa á landinu öllu. AKUREYRI Lögreglan á Akureyri hefur vart undan við að sinna málum sem koma upp í bænum sökum aukins álags og alvarlegri glæpa undanfarin ár. Gunnar segir þó lítið benda til þess að þau séu að festa sig í sessi. „Þó eru vissir einstaklingar að reyna að tengja sig við þessa hópa. til að sýnast stærri en aðrir,“ segir hann. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, hefur áhyggjur af þróuninni í bænum sem og á landinu öllu. Hann vill láta kalla eftir tölulegum upplýs- ingum frá ríkinu til að sjá hvort Akureyri standi verr að vígi en sambærileg sveitarfélög í landinu hvað þessa þróun varðar. Þá sé það áhyggjuefni ef lögreglan hafi ekki þann fjárstuðning sem þarf til að takast á við þessa þróun. Almannaheillanefnd hefur verið starfandi í bænum frá árinu 2008 og er hennar hlutverk meðal annars að vinna að fræðslu og for- vörnum er varða afbrot. sunna@frettabladid.is SVEITARSTJÓRNIR Grímsness- og Grafningshreppur vill að Þjóð- skrá afturkalli lögheimilisskrán- ingu manns í raðhús Íbúðarlána- sjóðs. „Umræddur aðili býr ekki og hefur ekki búið í umræddu húsnæði,“ segir sveitarstjórnin. Maðurinn á sumarhús í sveitar- félaginu. Þjóðskrá vill að sveitar- stjórnin upplýsi hvort maðurinn hafi átt þar fasta búsetu en sveit- arstjórnin segist ekki fylgjast með því hvort fólk hafi búsetu sem bannað sé að eiga lögheimili. - gar Vilja losna við gerfi-íbúa: Aldrei búið á eigin lögheimili VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.