Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 65
FIMMTUDAGUR 12. apríl 2012 49 KÖRFUBOLTI Þór frá Þorlákshöfn fær tækifæri til þess að jafna ein- vígið gegn KR í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í kvöld. Þá þurfa KR-ingar að mæta í Iceland Glacial-höllina sem er gríðarmikið vígi. Það er ekki síst að þakka hinni vösku stuðningsmannasveit fél agsins – Græna drekanum – sem hefur heldur betur sett svip sinn á deildina í vetur. Drekamenn völtuðu yfir fámenna Miðjumenn, stuðn- ingsmenn KR, í fyrsta leiknum. „Við vinnum alltaf í stúkunni. Það er daglegt brauð hjá okkur,“ sagði borubrattur forseti Græna Drekans, Heiðar Snær Magnússon. „Við bjuggumst við meiri mætingu hjá Miðjunni og frammi- staða þeirra olli vonbrigðum. Ég auglýsi eftir Miðjunni og að þeir fjölmenni og veiti okkur alvöru samkeppni í næstu leikjum.“ Þó svo að létt skot gangi á milli stuðningsmanna meðan á leik stendur andar ekki köldu á milli manna og Miðjumenn hafa boðið Drekamönnum í létta upphitun fyrir þriðja leik liðanna. „Það verður bara gaman og vonandi koma fleiri Miðjumenn á þann leik. Við mætum allir gal- vaskir og efumst ekkert um að við munum vinna baráttuna í stúkunni. Þar erum við bestir,“ sagði Heiðar en hann gengur undir nafninu Byssan rétt eins og ein aðal sprautan í Miðjunni – Ingvar Örn Ákason. „Ég vissi reyndar ekki af því en mér skilst að hann sé búinn að kalla sig Byssuna lengur og er því upprunalega Byssan í þessu ein- vígi.“ - hbg Græni drekinn hafði yfirburði gegn Miðjunni í fyrsta leik KR og Þórs Þorlákshöfn: Drekinn auglýsir eftir Miðjunni HRESSIR Strákarnir í Græna drekanum hafa farið á kostum í stúkunni í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Stjörnustúlkan Sólveig Lára Kjærnested var valin besti leikmaður í umferðum 9-16 í N1- deild kvenna. Valur kemur annars vel út úr kjörinu með fjóra leikmenn í úrvalsliðinu og besta þjálfarann, Stefán Arnarson. Úrslitakeppni deildarinnar hefst í kvöld þegar Grótta sækir ÍBV heim og Stjarnan tekur á móti HK. - hbg N1-deild kvenna: Sólveig Lára valin best SÓLVEIG LÁRA Hefur leikið vel í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR N1-deild kvenna: Úrvalsliðið: Guðný Jenný Ásmundsdóttir Valur Dagný Skúladóttir Valur Stella Sigurðardóttir Fram Ester Óskarsdóttir ÍBV Hrafnhildur Ósk Skúladóttir Valur Sólveig Lára Kjærnested Stjarnan Anna Úrsula Guðmundsdóttir Valur Besti leikmaður: Sólveig Lára Kjærnested Stjarnan Besti þjálfarinn: Stefán Arnarson Valur FÓTBOLTI Íslenska knattspyrnu- landsliðið er í 131. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Ísland féll um tíu sæti frá síðasta lista. Ísland hefur aldrei verið neðar á listanum. Gamla metið var 122. sæti en landsliðið var þar í júní í fyrra. Styrkleikalisti FIFA hefur verið tekinn saman síðan í ágúst 1993. Liðið hefur ekkert spilað frá því að síðasti listi var gefinn út en stig eru reiknuð út frá árangri liðsins í landsleikjum síðustu fjögurra ára. Sigurleikir gegn Slóvakíu og Færeyjum í mars 2008 eru því dottnir út og skýrir það fallið að þessu sinni. Lars Lagerbäck tók við lands- liðinu um áramótin og hefur liðið spilað tvo leiki undir hans stjórn – gegn Japan og Svartfjallalandi í febrúar síðastliðnum. Báðir þeir leikir töpuðust. Næstu leikir verða vináttu- landsleikir gegn Svíþjóð og Frakklandi í lok maí. - esá Styrkleikalisti FIFA: Ísland aldrei verið neðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.