Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 22
22 12. apríl 2012 FIMMTUDAGUR
Fyrrverandi og núverandi starfsfólk Húsasmiðjunnar frá 1956 - 1999
ætlar að koma til endurfunda
13. apríl næstkomandi á Spot í Kópavogi kl 19:00
Við hjá Húsasmiðjunni óskum okkar gamla starfsfólki góðrar
skemmtunar og þökkum fyrir samstarfið á liðnum árum.
Aðgangseyrir kr. 500
Húsasmiðjan hf 4451-5741
Stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins vill fara bandarísku leiðina til þess
að leiðrétta verðtryggð lán heimilanna. Mark-
miðið með þessum aðgerðum er að fara að lögum
nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti sem tóku
gildi 1. nóvember 2007. Með þeim var innleidd
í íslenskan rétt tilskipun Evrópusambandsins
um markaði fyrir fjármálagerninga. Banda-
ríska leiðin kallast „The Troubled Asset Relief
Program“ (TARP). Bandaríski TARP sjóðurinn
var magnbundin íhlutun (e. quantitative easing)
Seðlabanka Bandaríkjanna sem notuð var til
þess að bjarga bandaríska húsnæðislánakerfinu,
leysa úr vanda undirmálshúsnæðislána á fjár-
málamarkaði, og kaupa til baka yfirveðsett hús-
næðislán einstaklinga af fjármálafyrirtækjum.
3. október 2008 var TARP leiðin samþykkt með
sérstökum neyðarlögum Bandaríkjaþings. Þessi
leið var sett saman af færustu hag fræðingum
og sérfræðingum heims. Þessi leið bjargaði m.a.
bandarísku húsnæðislánasjóðunum „Fannie Mae
og Freddie Mac“, bönkum og lífeyris sjóðum,
sem fengu reiðufé í staðinn fyrir húsnæðis-
lánin. TARP leiðin lukkaðist einstaklega vel og
leysti þennan gríðarlega vanda sem skapaðist
eftir fall „Lehman Brothers“ og lítur nú út fyrir
að bandaríski seðlabankinn hagnist verulega á
þessum aðgerðum eftir allt saman. Eftir þessar
aðgerðir komst fjármálastöðugleiki á, kreppan
leystist, heimilum og fyrirtækjum var bjargað og
í dag er ástandið í Bandaríkjunum mun betra en
í Evrópu. Fasteignaverð í Bandaríkjunum hefur
hækkað síðastliðið hálfa árið samhliða því sem
nýbyggingum hefur fjölgað.
Meirihluti íslenskra heimila er í vandræðum
með afborganir af stökkbreyttum verð tryggðum
húsnæðislánum og eru þau ekkert annað en
undirmálslán. Öll verðtryggð húsnæðislán tekin
eftir 1. nóv. 2007 eru afleiður og því líklega
ólögleg. Með nýjum verðbréfaviðskiptalögum
breyttust ýmsar mikilvægar reglur sem lutu
að því hvernig standa átti að viðskiptum með
verðbréf. MiFID-tilskipunin náði til allra ríkja
á EES svæðinu. Markmið laganna var að setja
samræmdar reglur um neytendavernd fjárfesta
og skapa sameiginlegan innri markað með fjár-
málaþjónustu. Lögð var áhersla á aukið eftirlit,
faglega framkvæmd og upplýsingagjöf. Þá var
löggjöfinni ætlað að tryggja að þeir viðskipta-
vinir fjármálafyrirtækja, sem eiga í verðbréfa-
viðskiptum, fengju ávallt viðeigandi upplýsingar
og ráðgjöf.
Samkvæmt MiFID reglunum bar fjár-
málafyrir tækjum að skipta viðskiptavinum
sínum í þrjá meginflokka: 1) viðurkennda gagn-
aðila, 2) fagfjárfesta og 3) almenna fjárfesta.
Síðastnefndi flokkurinn um almenna fjárfesta
nýtur mestrar verndar, sem m.a. felst í því að
þeim er óheimilt að taka þátt í flóknum fjármála-
gjörningum á borð við verðtryggð húsnæðis lán
þ.e. afleiðuviðskipti. Tilskipunin leggur bann við
ósanngjörnum skilmálum í neytenda samningum
sem stríða gegn góðum viðskiptaháttum og raska
til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna
samningsaðila, neytendum í óhag.
Verðtryggð húsnæðislán eru í rauninni svo
flókin fjármálaafurð að jafnvel seljandi lánsins
getur ekki gefið viðskiptavininum upp hverju
skuldin stendur í eftir eitt ár, hvað þá 30 ár.
Hækkun lánsins er afleiðing hækkandi neyslu-
verðsvísitölu sem fjöldi afleiddra þátta verkar
á, t.d. skattahækkanir, eldneytisverð, launakjör,
hrávöruverð, hagstjórn, gengi krónunnar o.s.frv.
Áhætta lánsins er að öllu leyti á lán takandanum
en ekki seljandanum. Strangar reglur gilda um
afleiðusamninga og fjármálafyrirtækjum er
óheimilt að stofna til viðskipta með afleiður við
almenning.
Öll verðtryggð húsnæðislán sem gefin hafa
verið út fyrir 1. nóvember 2007, verður einnig að
innkalla, leiðrétta og setja í sértækt eignarhalds-
félag (e. special purpose vehicle) vistað og fjár-
magnað af Seðlabanka Íslands sem flokkurinn
vill kalla Afskriftasjóð verðtryggðra húsnæð-
islána. Hagsmunasamtök heimilanna segja
að rúm 80% landsmanna séu hlynnt afnámi
verð tryggingar samkvæmt Capacent könnun
sem var gerð fyrir samtökin. Þrátt fyrir þetta
standa stjórnvöld vörð um verðtrygginguna sem
hefur lagst af fullum þunga á skuldsett heimili
landsins, á meðan fjármagnseigendur eru varðir
að fullu. Hagnaður bankanna er að miklu leyti
vegna hækkunar verðtryggðra lána. Stað reyndin
er sú að verðtryggð húsnæðislán til heimilanna
hafa hækkað um meira en 40% frá 1. nóv. 2007
á meðan það eru eingöngu vextir og engin verð-
trygging á húsnæðislánum annars staðar í
heiminum.
Setja verður sérstök neyðarlög fyrir heimilin
og innkalla öll verðtryggð húsnæðislán og skuld-
breyta þeim. Þessi kynslóðasátt veitir sann-
gjarna leiðréttingu á verðtryggðum húnæðisl-
ánum almennings og verður vísitalan færð niður
á þessum lánum í 278,1 stig sem var vísitala
neysluverðs til verðtryggingar 1. nóvember
2007. Öll önnur verðtryggð húsnæðislán sem
tekin eru eftir 1. nóvember 2007, verða færð
til þess vísitölustigs neysluverðs til verðtrygg-
ingar til þess dags sem þau voru tekin á. Eftir
að öll verðtryggð húsnæðislán verða innkölluð
og leiðrétt, verður lántökum boðið upp á óverð-
tryggð húsnæðislán til lengri tíma, í staðinn
fyrir þau verðtryggðu. Í Bandaríkjunum bjóða
fjármálafyrirtæki nú þegar upp á 50 til 100
ára húsnæðislán. Frá 1995 í Japan og Evrópu
hafa húseigendur getað fengið 50 til 100 ára
húsnæðislán. Má segja að það komist á virkur
eignaleigu markaður með lengri lánunum, sem
hefur sárlega vantað á Íslandi. Hægt er að fara
milliveginn í þessum efnum og bjóða lengstu
óverðtryggðu húsnæðislánin til 75 ára, sem gætu
verið í boði hjá fyrirhuguðum Afskriftasjóði
verðtryggðra húsnæðislána.
Kynslóðasátt - Leiðréttingarsjóður
verðtryggðra húsnæðislána
Þetta er kirkjan okkar. Kirkjan er hluti af okkur. Við viljum
halda í hana og hafa hana fal-
lega.” Ég stóð við hliðina á
sóknar nefndarformanni norður
í landi og ræddi við hann um
stöðu kirkjunnar, um kirkjuhúsið
og þróun kirkjumála. Hann færði
í orð viðhorf fólks um allt land.
Við eldhúsborð og í stofum hef
ég heyrt svipaðar sögur fólks um
kirkjuna. Þjóðkirkjan skiptir þau
máli, en það er kirkjan þeirra,
sóknarkirkjan og líf hennar, sem
þau tala um af mestri elskusemi.
Kirkjuhús þjóna ýmsum hlut-
verkum. Þau eru skoðunar staðir
ferðafólks á leið um landið.
Margir stoppa til að skoða
kirkjur og garðana umhverfis
þær vegna þess að þar eru menn-
ingarminjar. Þær tjá með ýmsum
hætti stöðu og getu samfélags.
Þær tjá líka sjálfsviðhorf fólks
í sókninni. Fólk vill að kirkju-
húsin séu falleg og þykir ótækt
að þau grotni niður þó erfitt sé að
finna fé til að kosta viðgerðir. Svo
eru þessi hús umgjörð um mikil-
vægustu og helgustu athafnir í
lífi fólks, staðir lifandi orðs og
samfélags. Ytri ásýnd á því að
hæfa tilefnum, umgjörð á að vera
í samræmi við inntakið.
Kirkjur eru tákn um sögu
viðkomandi byggðar og sam-
hengi þeirra kynslóða, sem eiga
sér sameiginlegan helgidóm,
jafnvel um aldir. Kirkjur eru
tákn, sem vísa til gilda og guð-
legrar verndar. Hvert sam félag
þarfnast dýpri skír skotunar
um sið, hlutverk og tilgang.
Kirkjurnar hafa ekki aðeins
þjónað því hlutverki að teikna
línur í landslag, vera kennileiti í
sveit eða augnhvílur fólks á ferð.
Kirkjuhús eru tákn um að mann-
félag eigi sér dýpri rök og guð-
legt samhengi, sem ekki bregst
þó flest sé í heiminum hverfult.
Ég hef síðustu vikur heyrt
margar kirkjulegar ástar-
sögur. Ég er djúpt snortinn af
ástar tjáningum fólks gagn-
vart kirkjunum þeirra. Að baki
játningu þeirra er heilinda afstaða,
ekki aðeins til húss, heldur til
menningar, sögu og trúar.
Saga Jesú Krists er ástarsaga
Guðs, sem gefur líf, nærir það og
leysir úr viðjum. Við mannfólkið
erum aðilar og persónur þeirrar
sögu. Kristnin túlkar hana með
margvíslegu móti. „Meðan
kirkjan stendur mun þessi byggð
standa,“ var sagt um kirkju á
Suðurlandi. „Ég elska þessa
kirkju,” sagði ein konan og átti
bæði við húsið og erindi hennar.
Góðar ástarsögur hrífa. Ástar-
saga Guðs skapar líf kirkjunnar
og varðar okkur öll.
Ástarsögur
Markmiðin að baki ramma-áætlun eru alveg skýr og
þau má draga saman í tvö hugtök;
SKYNSEMI og SÁTT. Eða eins og
segir í lögunum um ramma áætlun
nr. 48/2011; að tryggja að nýting
landsvæða þar sem er að finna
virkjunarkosti byggist á lang-
tímasjónarmiðum og heildstæðu
hagsmunamati þar sem tekið er
tillit til verndargildis náttúru og
menningarsögulegra minja, hag-
kvæmni og arðsemi ólíkra nýt-
ingarkosta og annarra gilda sem
varða þjóðarhag, svo og hagsmuna
þeirra sem nýta þessi sömu gæði,
með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Í lögunum er kveðið á um að
flokka beri virkjunarkosti í vernd-
arflokk, orkunýtingarflokk eða þá
biðflokk ef „fyrirliggjandi gögn
og upplýsingar gefa ekki nægi-
lega afgerandi til kynna í hvorn
flokkinn virkjunarkostirnir ættu
að falla“. Ákveðin varúðarsjónar-
mið liggja að baki þessari hugsun
laganna varðandi biðflokkinn.
Ferlið við gerð rammáætlunar er
skýrt afmarkað í lögum og var því
að öllu leyti fylgt við gerð þeirrar
þingsályktunartillögu sem nú ligg-
ur fyrir. Þingsályktunartillagan
byggir á tillögum verkefnisstjórnar
um gerð rammaáætlunar sem skil-
aði lokaskýrslu sinni til ráðherra
þann 5. júlí 2011. Mikilvægt er að
hafa í huga að í skýrslunni er ekki
að finna flokkun þeirra virkjunar-
kosta sem verkefnisstjórnin hafði
til skoðunar. Var því farið í þá veg-
ferð með formanni verkefnisstjórn-
ar, formönnum þeirra faghópa sem
stóðu að skýrslunni og fulltrúum
iðnaðarráðuneytis og umhverfis-
ráðuneytis að koma tillögum verk-
efnisstjórnar í þingtækan búning.
Þeirri vinnu lauk í ágúst 2011
og þann 19. ágúst voru drög að
þingsályktunartillögunni send í
hið lögbundna 12 vikna umsagnar-
ferli. Yfir 200 umsagnir bárust og
er þingsályktunartillagan sem nú
er lögð fram að mestu samhljóða
drögunum sem send voru í umsagn-
arferlið og tóku alls til 69 virkjana-
kosta. Gerðar eru þó breytingar
í þá veru að virkjunarkostir á
tveimur svæðum eru færðir úr
nýtingarflokk í biðflokk, í ljósi
nýrra upplýsinga sem borist höfðu
í umsagnarferlinu. Allt er þetta
ferli í samræmi við Árósarsamn-
inginn sem innleiddur var í íslensk
lög í lok síðasta árs og kveður m.a.
á um aukna þátttöku almennings í
ákvarðanatöku í umhverfismálum.
Það kemur ekki á óvart að
nokkurs óþols gæti hjá sumum
vegna þeirrar ákvörðunar að færa
umrædda virkjunarkosti í biðflokk.
En rétt skal vera rétt – og það er
mikilvægt að við freistumst ekki
til að stytta okkur leið í jafn viða-
miklu máli og rammaáætlun er. Ég
vil hins vegar taka það skýrt fram
að biðflokkur er ekki geymsla fyrir
umdeilda virkjunarkosti og ný
verkefnisstjórn ramma áætlunar
skal skila áfangaskýrslu til ráð-
herra fyrir 1. september 2013 um
þær sértæku rannsóknir um áhrif
virkjana á laxfiska sem lagt er til
að verði gerðar í Þjórsá, hafi hún
ekki þá þegar lagt fram nýja tillögu
að flokkun. Í framhaldi af því mun
ráðherra kynna Alþingi skýrsluna
og, eftir atvikum, leggja fram nýja
tillögu um flokkun viðkomandi
virkjunarkosta.
Í kjölfar samþykktar ramma-
áætlunar verður öll stefnumótun
hvað varðar orkunýtingu og land-
vernd skýrari. Við vitum hvar skal
virkja og leyfisferlið fyrir kosti í
virkjunarflokki verður ein faldara
en áður þar sem sveitarfélög skulu
gera ráð fyrir virkjuninni í skipu-
lagsáætlunum sínum. Og um þá
kosti sem falla í verndarflokk skulu
stjórnvöld hefja undirbúning að
friðlýsingu þeirra gagnvart orku-
vinnslu.
Eftir að ég hef mælt fyrir þings-
ályktunartillögunni tekur við vinna
með hana í þingnefndum og endan-
legt ákvörðunarvald um ramma-
áætlun liggur að sjálfsögðu hjá
Alþingi.
Rammaáætlun
markar sátt um
nýtingu og verndunFjármál
Guðmundur Franklín
Jónsson
viðskiptafræðingur og formaður Hægri
grænna, flokks fólksins
Fyrri grein
Setja verður sérstök neyðarlög
fyrir heimilin og innkalla öll
verðtryggð húsnæðislán og skuld-
breyta þeim. Þessi kynslóðasátt veitir
sanngjarna leiðréttingu á verðtryggð-
um húsnæðislánum almennings og
verður vísitalan færð niður á þessum
lánum í 278,1 stig sem var vísitala…
Trúmál
Sigurður Árni
Þórðarson
í framboði til biskups
Íslands
Orkumál
Oddný
Harðardóttir
iðnaðarráðherra