Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag LÖGREGLUMÁL Mikil harka hefur færst í undirheima Akureyrar á undanförnum árum. Lögreglan fæst við mun alvarlegri glæpi nú en árin fyrir efnahagshrunið, að sögn Gunnars Jóhannssonar, yfir- manns rannsóknardeildar lög- reglunnar í bænum. Flest afbrot má rekja til fíkniefnaneyslu, sem hefur færst mikið í aukana. Fjögur vopnuð rán hafa verið framin á Akureyri það sem af er ári. Tvö voru framin af fólki í fíkniefnaneyslu en hin af konu sem á við andleg veikindi að stríða. Lögreglan á Akureyri fylgist vel með þróun skipulagðra glæpasam- taka í bænum í samstarfi við lög- regluna á höfuðborgarsvæðinu. Gunnar segir þó lítið benda til þess að þau séu að festa sig í sessi. „Þó eru vissir einstaklingar að reyna að tengja sig við þessa hópa, til að sýnast stærri en aðrir,“ segir hann. „Við rukkanir er algengt að menn segist vera tengdir inni mótor hjólahópa, án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því.“ Lögreglan hóf að finna merkjan- legan mun á eðli afbrota í bænum á árunum 2005 og 2006. Gunnar segir að þó sá harði kjarni fíkni- efnaneytenda sem stundaði afbrot í mestum mæli hafi verið fangelsaður, komi alltaf maður í manns stað. „Þetta er eins og að standa í flæðarmálinu; þó ein alda fari þá kemur alltaf önnur.“ Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, hefur áhyggjur af þróuninni. „Auðvitað veldur það áhyggjum ef forvarnar- starf skilar ekki meiri árangri en þetta,“ segir hann. „Þá er spurning hvort við þurfum eitthvað að endur skoða þær aðgerðir.“ - sv / sjá síðu 8 í kvöld Opið til 21 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011 Fimmtudagur skoðun 18 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Heilsa 12. apríl 2012 85. tölublað 12. árgangur Við rukkanir er algengt að menn segist vera tengdir inni í mótorhjólahópa, án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því. GUNNAR JÓHANNSSON RANNSÓKNARLÖGREGLUMAÐUR HEILSAFIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012 KynningarblaðGrenningarlyf, heilsurækt, fótadekur, vöðvafíkn, umönnun ungbarna og góð ráð. V ið opnuðum í Egilshöll 6. febrúar,“ segir Íris Huld Guðmundsdóttir, stöðvar-stjóri World Class í Egilshöll. Í stöðinni er tækjasalur, barna-horn, CrossFit-salur auk þess sem góð aðstaða er fyrir aðra hóptíma svo sem Hot Yoga, Tabata, Butt-lift og Zumba. „Hér í Egilshöll bjóðum við upp á heilsurækt fyrir 2.990 krónur á mánuði með engri bindingu, auk þess sem aðgangur að fjölbreyttum hóptímum fylgir með,“ segir Íris. CrossFit og Hot Yoga vinsælast„Hér í Egilshöll er Crossfit Iceland með glæsilega CrossFit-aðstöðu og hafa CrossFit-námskeiðin verið mjög vinsæl hjá okkur. Hot Yoga nýtur mikilla vinsælda og er mikil aðsókn í tímana,“ segir Íris. Hot Yoga eru tímar þar sem stundaðar eru jógaæfingar í 37 gráðu heitum sal og hefur það góð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. CrossFit er al-hliða heilsuræktarkerfi sem nýtur mikilla vinsælda enda byggir það á fjölbreyttum, hnitmiðuðum og kraftmiklum æfingum. Frábær staðsetning Egilshallarinnar Í nágrenni Egilshallar eru góðar göngu- og hlaupaleiðir. Í húsinu er einnig að finna fjölbreytta af-þreyingu fyrir fjölskylduna svo sem skautasvell og bíó. Íris segir World Class í Egilshöll vera vel sótt af foreldrum sem nýta tæki-færið og rækta sig á meðan börninstunda sína íþ ó eru íþróttafélögin Fjölnir og Björninn með aðstöðu. Úrval hóptíma í boði fyrir viðskiptavini án endurgjaldsÍri og annarra World Class-stöðva. „Í tímatöflunni eru fjölbreyttir tímar og allir ættu að finna eitthvað viðsitt hæfi,“ segir Íri enda er nú bjartara á morgnana og fólki þyki auðveldara að komsér á f t Hot Yoga og Cross Fit í EgilshöllWorld Class opnaði sína tíundu stöð í Egilshöll í febrúar. Úrval tíma er ríkulegt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í Egilshöll er tækjasalur, barnahorn, CrossFit salur og góð aðstaða fyrir aðra hóptíma. Fjölbreyttir tímar eru í boði í Egils-höll en CrossFit og Hot Yoga er vinsælast. Egilshöll er vel sótt af for- eldrum sem nýta tækifærið og rækta sig á meðan börnin stunda sínar íþróttirr, en í hús-inu eru íþrótta- félögin Fjölnir og Björninn með aðstöðu. FLOTTAR YFIR FERTUGT Sagt er að ofurfyrirsætur tíunda áratugarins séu enn vin-sælastar hjá hönnuðum. Þær birtast oft á síðum heimstíma-ritanna, kynþokkafullar og flottar á fimmtugsaldri. Má þar nefna Claudiu Schiffer (41), Christy Turlington (42), Helenu Christensen (41), Lindu Evangelista (46), Cindy Crawford (45), Naomi Campbell (41) og Elle Macpherson (47). GLÆSILEIKI Fylgihlutir Stöku eru fyrir bæði kynin og henta fólki á öllum aldri. Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Sundfatnaður - ný sending komin ALDEILIS FRÁBÆR ! Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardagateg 8115 létt fylltur, mjúkur og yndislegur í B,C skálum á kr. 5.500,- buxur í stíl á kr. 1.995,- Ný sending Túnikur, síðir bolir, undirkjólar... HRÆÐSLA VIÐ FLÓÐBYLGJU Fólk í Aceh-héraði í Indónesíu varð skelfingu lostið eftir að öflugir jarðskjálftar riðu yfir í gær. Margir reyndu að flýja upp í hæðir til að forðast flóðbylgju, sem varð þó ekki. NORDICPHOTOS/AFP Harka eykst í undir- heimum Akureyrar Lögreglan á Akureyri hefur fengist við mjög alvarlega glæpi síðustu ár. Nær öll afbrot eru tengd fíkniefnum. Fjögur vopnuð rán framin á þessu ári. Tengsl við glæpasamtök notuð sem hótanir. Bæjarstjóri hefur áhyggjur af þróuninni. NÝ KILJA EFTIR JAMES PATTERSON Dramatísk átök og óbærileg spenna www.forlagid.is Veiddi urriða á banana Ómar Smári Óttarsson er fjórtán ára Hafnfirðingur með veiðidellu. veiði 50 TÓNLIST Platan My Head is an Ani- mal með Nönnu Bryndísi Hilm- arsdóttur og félögum í hljóm- sveitinni Of Monsters and Men fór beint í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans, en listi sem nær yfir plötusölu í síðustu viku var birtur síðdegis í gær. Þetta er besti árangur sem íslensk hljóm- sveit hefur náð á listanum, sem hefur haldið utan um plötusölu í Bandaríkjunum frá árinu 1945. Björk Guðmundsdóttir náði níunda sæti með plötunni Volta, sem kom út árið 2007, en það var besti árangur hennar á listanum. - afb / sjá síðu 54 Plata Of Monsters and Men: Í sjötta sæti Billboard-listans STÖKU SKÚRIR eða él S- og A-til í dag. Víða fremur hægur vindur en hvassara með S-stöndinni og á Vestfjörðum. Vægt frost NA-til en hiti að 7 stigum SV-lands. VEÐUR 4 4 4 -1 0 -1 Vaxandi vinsældir 80 stúlkur tóku þátt í Íslandsmótinu í módelfitness um helgina, sem er met. lífsstíll 42 Níu leiðir til lífsorku Ný bók eftir Þorbjörgu Hafsteinsdóttur komin út. tímamót 28 VELGENGNI Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og félagar í Of Monsters and Men njóta mikillar hylli vestanhafs. SÝRLAND, AP Sýrlensk stjórnvöld lofuðu í gær að hefja vopnahlé í dag, eins og friðaráætlun gerir ráð fyrir. Friðaráætlun Kofi Annans, sérstaks erindreka í málefnum landsins, gerði ráð fyrir því að vopnuðum átökum yrði hætt í dag. Vopnahlé að hluta áttu að hefjast á þriðjudag en stjórn- völd hunsuðu það og héldu áfram árásum á mörgum stöðum í landinu. Fréttir herma að minnst ellefu hafi látist í gær. Uppreisnarmenn í landinu voru því efins um að stjórnvöld stæðu við þessa yfirlýsingu. - þeb Segjast uppfylla friðaráætlun: Stjórnvöld hétu vopnahléi í dag INDÓNESÍA „Ég held að ég þurfi að pakka öllu áður en ég fer að sofa til öryggis ef ég skyldi vakna við sír- enurnar í nótt,“ segir Gunnar Kári Oddsson, sem er staddur í Taíl- andi. Þar var gefin út flóðbylgju- viðvörun í gær eftir að tveir sterk- ir jarðskjálftar riðu yfir skammt undan ströndum Indónesíu. Við- vörun var gefin út í öllum lönd- um sem liggja að Indlandshafi, en neyðarástandi var svo aflýst tveimur klukku stundum síðar. Skjálftarnir fundust í Malas- íu, Taílandi, Indlandi og Bangla- dess, og voru byggingar rýmdar. Gunnar Kári fann þó ekki fyrir skjálftunum þar sem hann var staddur um borð í bát. „Ég hafði ekki hugmynd um eitt né neitt fyrr en ég var kominn á gistiheimilið.“ Hann segist heppinn að vera staddur þar sem hann er, á Koh Lanta. „Hér eru mestmegnis inn- fæddir og þeir vita alveg hvað á að gera í svona aðstæðum.“ Hann segir marga hafa ætlað að gista uppi í fjöllum síðastliðna nótt til að vera öruggari. Mikil skelfing greip um sig í Indónesíu þegar skjálftarnir urðu, en þeir mældust 8,6 og 8,3 stig á Richter. . - þeb, þj / sjá síðu 6 Íslenskur maður ætlaði að pakka öllu niður fyrir svefninn af ótta við eftirskjálfta: Skelfing greip um sig í skjálfta Ekki búið enn Haukar slógu veisluhöldum Njarðvíkurstúlkna á frest með sigri í Ljónagryfjunni. sport 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.