Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 18
18 12. apríl 2012 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Miele þvottavélar og þurrkarar T íu þingmenn úr öllum flokkum öðrum en Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þings- ályktunar um að iðkendur Falun Gong verði beðnir afsökunar á aðgerðum íslenzkra stjórnvalda gagnvart þeim árið 2002. Jafnframt verði þeim sem ekki hafa fengið greiddar bætur vegna fjárhagstjóns af völdum aðgerðanna tryggðar slíkar bætur. Aðgerðirnar fólust í að meina iðkendum Falun Gong landgöngu á Íslandi þegar heimsókn forseta Kína, Jian Zemin, stóð fyrir dyrum. Í því skyni var Flugleiðum meðal annars afhentur listi yfir iðkendur og flugfélaginu falið að hindra för fólksins til landsins. Persónuvernd úrskurðaði síðar að listinn hefði verið ólöglegur og umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niður- stöðu að stjórnvöld hefðu ekki haft heimild til að setja einkafyrirtæki í að meina fólki landgöngu. Nokkrum var vísað frá landinu á Keflavíkur- flugvelli. Um 75 Falun Gong-iðkendur, sem þrátt fyrir þetta komust til landsins, voru hnepptir í varðhald þar til þeir höfðu undirritað yfir- lýsingu þar sem þeir lofuðu að hlíta fyrirmælum lögreglu í einu og öllu. Erindi Falun Gong-iðkenda til Íslands var að mótmæla friðsamlega þeim grófu mannréttindabrotum sem þessi hópur sætti og sætir enn í Kína. Ákvörðun íslenzkra ráðamanna á sínum tíma var tekin undir miklum þrýstingi frá kínverskum stjórnvöldum, sem vildu ekki að mótmælin trufluðu dagskrá forsetans. Ákvörðunin var umdeild og margir andmæltu henni harðlega. Eftir á að hyggja ættu flestir að sjá að hún var mistök. Iðkendur Falun Gong hafa aldrei orðið uppvísir að því að beita ofbeldi. Með því að meina þeim aðgang að landinu og hneppa þá í varðhald var brotið á rétti þeirra til friðsamlegra mótmæla. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni, sem Guðmundur Stein- grímsson er fyrsti flutningsmaður að, segir réttilega að afsökunar- beiðnin feli ekki aðeins í sér nauðsynlegt uppgjör við einstaklinga og fortíðina, heldur sé hún einnig til þess fallin að slíkir atburðir endurtaki sig ekki. Iðkendur Falun Gong hafa fagnað tillögunni og líta á hana sem stuðning við mannréttindabaráttuna í Kína. Uppgjör við þessa liðnu atburði er þó ekki síður nauðsynlegt vegna samvizku Íslands sem lýðræðisríkis. Þess vegna er líka skrýtið og heldur dapurlegt að engir þingmenn Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokks, sem sátu í ríkisstjórn fyrir tíu árum, taki þátt í flutningi þingsályktunartillögunnar. Ætli þeir séu allir á því að ákvörðunin hafi verið rétt? Hugsanlega má skrifa mistök íslenzkra stjórnvalda á sínum tíma á ákveðið reynsluleysi og áhyggjur af því að við fjölda útlendra mót- mælenda yrði ekki ráðið. Síðan hefur lögreglan reyndar öðlazt heilmikla reynslu af því að fást við mótmæli, bæði friðsamleg og ofbeldisfull, og ætti að vera betur í stakk búin en áður að skilja hafrana frá sauðunum. Jafnákveðin og íslenzk stjórnvöld eiga að vera í því að vísa frá landinu þeim sem koma hingað í ólögmætum tilgangi og standa í vegi fólks sem hyggst beita ofbeldi eða skemmdarverkum í þágu málstaðar síns, eiga þau að standa dyggan vörð um réttinn til friðsamlegra mótmæla. Allra sízt á að láta stjórnvöld í einræðisríkjum ráða því hverjir fá að koma til Íslands og hverjir ekki. Þess vegna á Alþingi að biðjast afsökunar. Molahöfundur „Frá degi til dags“ á leiðaraopnu Fréttablaðsins þ. 10. apríl sl., kolbeinn@frettabladid.is, stendur á öndinni af vandlætingu yfir því sem hann kallar páskaávarp biskups Íslands. Það sem veldur andnauð mola- höfundarins er að biskup skuli leyfa sér að vekja athygli á skefjalausum áróðri gegn kirkju, hinum kristna sið og trúarhefðum. Hneykslan blaðamanns- ins virðist eiga sér rætur í því að þar sem hann telur þjóðkirkjuna njóta for- réttinda á margan hátt sé fáránlegt að biskup veki athygli á umræddum áróðri. Til að leggja áherslu á hversu fárán- legt athæfi biskups er, jafnar hann því saman ef nafngreind fótboltahetja hefði kvartað undan því að fá ekki fleiri vítaspyrnur í tilgreindum knatt- spyrnuleik. Ég skal fúslega játa að ég er hvorki blaðamaður né knattspyrnu- áhugamaður, en ég á erfitt með að höndla röksemdafærsluna. Merkir þetta að vegna þess að kirkjan nýtur meintra forréttinda sé það frekja af biskupi að vekja athygli á linnulausum áróðri vissra aðila gegn kirkju og kristni? Ergo: Íþróttahreyfingin nýtur á margan hátt forréttinda miðað við önnur frjáls félagasamtök í landinu. Ef ein hverjum dytti í hug að halda uppi linnulausum áróðri gegn hreyfingunni, væri það frekja af forystumönnum hennar að svara þeim áróðri. Hvílík röksnilli! Hættumörkum ná þó andköf mola- höfundarins vegna athugasemda biskups við niðurlægjandi ásökunum um hræsni fermingarbarna, þar sem því er haldið fram að þau láti fyrst og fremst ferma sig til að fá gjafirnar. Þetta verður molahöfundi tilefni til talnaleikfimi sem skilar þeirri niður- stöðu að fermingarbörn gætu hugsan- lega verið um 82,8% af árgangi. Niður- staða molahöfundar er sú að þetta hljóti að vera „mest ofsótti meirihluti í heimi, ef marka má orð biskups“. Á að skilja þessi orð þannig að allt sé í lagi að niðurlægja fermingarbörn af því að þau eru svo mörg? Eða: Það er allt í lagi að kasta grjóti ef hópurinn sem verður fyrir grjóthríðinni er nógu stór! Það er allt í lagi að niðurlægja fólk, ef nógu margir eru niðurlægðir í einu! Þessi röksemdafærsla er tær snilld og skóla- bókardæmi um þá röksnilli sem kölluð hefur verið hundalógik (sjá Íslenska orðabók, Edda 2002, bls. 663). FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Hundalógik Trúmál Sigurður Pálsson fv. sóknarprestur Alþingi á að biðja iðkendur Falun Gong afsökunar: Samvizka lýðræðisríkis Langur tími í pólitík Enn liggur fólk undir feldi og íhugar forsetaframboð. Meðal þess er Ari Trausti Guðmundsson, sem tilkynnti um það í gær að hann mundi tilkynna á blaðamannafundi á sumardaginn fyrsta hvað hann hygðist fyrir í þeim efnum. Sumardagurinn fyrsti er eftir viku. Til samanburðar boðuðu Herdís Þorgeirsdóttir og Þóra Arnórsdóttir til blaða- mannafunda um framboð sín með hálfs dags fyrirvara. Stuttur tími í jarðsögunni En ekki er ráð nema í tíma sé tekið, og eins og upplýsingafulltrúinn Ragnhildur Sverrisdóttir segir á Facebook-síðu sinni þá er Ari Trausti jarðfræðingur og vanur að hugsa í milljónum ára. Ef eitthvað er hefur honum líklega þótt vika helst til skammur fyrirvari. Rólegheit á Bessastöðum Annar frambjóðandi sem virðist ekki vera að flýta sér er sitjandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, en fátt hefur heyrst frá Bessastöðum þrátt fyrir að fjöldi mótfram- bjóðenda hafi farið af stað með kosningabaráttu. Og enn virðist vera nokkur bið eftir því að Ólafur Ragnar hefji sína baráttu. Í gær birti nefnilega Þórður Björn Sigurðsson, starfsmaður Hreyfingarinnar, svar framboðs Ólafs við fyrirspurn sem hann hefur sent á alla frambjóðendur um hugmyndir þeirra varðandi málskotsrétt forseta. Undir svarið skrifaði Ólafía B. Rafns- dóttir, gamall kosningastjóri Ólafs, en svarið var þetta: „Varðandi fyrirspurn þína þá er það afstaða okkar að ekki sé tímabært að svara fyrir- spurnum fyrr en að framboðs- fresti lýkur.“ Ólafur Ragnar virðist sem sagt ætla að eftirláta öðrum frambjóðendum sviðið þar til 25. maí hið fyrsta. stigur@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.