Fréttablaðið - 12.04.2012, Page 65

Fréttablaðið - 12.04.2012, Page 65
FIMMTUDAGUR 12. apríl 2012 49 KÖRFUBOLTI Þór frá Þorlákshöfn fær tækifæri til þess að jafna ein- vígið gegn KR í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í kvöld. Þá þurfa KR-ingar að mæta í Iceland Glacial-höllina sem er gríðarmikið vígi. Það er ekki síst að þakka hinni vösku stuðningsmannasveit fél agsins – Græna drekanum – sem hefur heldur betur sett svip sinn á deildina í vetur. Drekamenn völtuðu yfir fámenna Miðjumenn, stuðn- ingsmenn KR, í fyrsta leiknum. „Við vinnum alltaf í stúkunni. Það er daglegt brauð hjá okkur,“ sagði borubrattur forseti Græna Drekans, Heiðar Snær Magnússon. „Við bjuggumst við meiri mætingu hjá Miðjunni og frammi- staða þeirra olli vonbrigðum. Ég auglýsi eftir Miðjunni og að þeir fjölmenni og veiti okkur alvöru samkeppni í næstu leikjum.“ Þó svo að létt skot gangi á milli stuðningsmanna meðan á leik stendur andar ekki köldu á milli manna og Miðjumenn hafa boðið Drekamönnum í létta upphitun fyrir þriðja leik liðanna. „Það verður bara gaman og vonandi koma fleiri Miðjumenn á þann leik. Við mætum allir gal- vaskir og efumst ekkert um að við munum vinna baráttuna í stúkunni. Þar erum við bestir,“ sagði Heiðar en hann gengur undir nafninu Byssan rétt eins og ein aðal sprautan í Miðjunni – Ingvar Örn Ákason. „Ég vissi reyndar ekki af því en mér skilst að hann sé búinn að kalla sig Byssuna lengur og er því upprunalega Byssan í þessu ein- vígi.“ - hbg Græni drekinn hafði yfirburði gegn Miðjunni í fyrsta leik KR og Þórs Þorlákshöfn: Drekinn auglýsir eftir Miðjunni HRESSIR Strákarnir í Græna drekanum hafa farið á kostum í stúkunni í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Stjörnustúlkan Sólveig Lára Kjærnested var valin besti leikmaður í umferðum 9-16 í N1- deild kvenna. Valur kemur annars vel út úr kjörinu með fjóra leikmenn í úrvalsliðinu og besta þjálfarann, Stefán Arnarson. Úrslitakeppni deildarinnar hefst í kvöld þegar Grótta sækir ÍBV heim og Stjarnan tekur á móti HK. - hbg N1-deild kvenna: Sólveig Lára valin best SÓLVEIG LÁRA Hefur leikið vel í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR N1-deild kvenna: Úrvalsliðið: Guðný Jenný Ásmundsdóttir Valur Dagný Skúladóttir Valur Stella Sigurðardóttir Fram Ester Óskarsdóttir ÍBV Hrafnhildur Ósk Skúladóttir Valur Sólveig Lára Kjærnested Stjarnan Anna Úrsula Guðmundsdóttir Valur Besti leikmaður: Sólveig Lára Kjærnested Stjarnan Besti þjálfarinn: Stefán Arnarson Valur FÓTBOLTI Íslenska knattspyrnu- landsliðið er í 131. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Ísland féll um tíu sæti frá síðasta lista. Ísland hefur aldrei verið neðar á listanum. Gamla metið var 122. sæti en landsliðið var þar í júní í fyrra. Styrkleikalisti FIFA hefur verið tekinn saman síðan í ágúst 1993. Liðið hefur ekkert spilað frá því að síðasti listi var gefinn út en stig eru reiknuð út frá árangri liðsins í landsleikjum síðustu fjögurra ára. Sigurleikir gegn Slóvakíu og Færeyjum í mars 2008 eru því dottnir út og skýrir það fallið að þessu sinni. Lars Lagerbäck tók við lands- liðinu um áramótin og hefur liðið spilað tvo leiki undir hans stjórn – gegn Japan og Svartfjallalandi í febrúar síðastliðnum. Báðir þeir leikir töpuðust. Næstu leikir verða vináttu- landsleikir gegn Svíþjóð og Frakklandi í lok maí. - esá Styrkleikalisti FIFA: Ísland aldrei verið neðar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.