Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 4
19. apríl 2012 FIMMTUDAGUR4 Save the Children á Íslandi GENGIÐ 18.04.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 228,8708 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,03 127,63 203,07 204,05 166,04 166,96 22,316 22,446 22,028 22,158 18,758 18,868 1,5580 1,5672 195,39 196,55 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is LÖGREGLUMÁL Embætti sérstaks sak- sóknara hefur fengið afhent gögn frá Lúxemborg sem gegna lykil- hlutverki í rannsókn þess á svo- kölluðu Aurum Holding-máli, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Rannsókn málsins er nú á lokastigi og tekin verður ákvörðun um hvort ákært verði vegna þess á næstunni. Aurum Holding-málið snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 í júlí 2008 til kaupa á eignarhlut Fons í breska félaginu Aurum Holdings, sem rekur meðal annars skartgripa- verslunarkeðjuna Goldsmiths. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Grunsemdir eru um að kaupverðið hafi verið margfalt hærra en raunvirði hlutarins og að lánveitingin hafi meðal annars verið framkvæmd til að losa um tvo milljarða króna í reiðufé fyrir Pálma og Jón Ásgeir Jóhannesson. Eftir að lánið til FS38 var veitt, og sex milljarðar króna greiddir út úr Glitni, voru tveir milljarðar króna færðir inn á hlaupareikning Fons og þaðan var einn milljarður króna færður beint inn á persónu- legan hlaupareikning Jóns Ásgeirs. Heimildir Fréttablaðsins herma að annar þessara milljarða hafi ratað inn á reikning í Kaupþingi í Lúxem- borg. Í umfangsmikilli húsleit í bank- anum, sem nú heitir Banque Havill- and, í mars í fyrra lagði sérstakur saksóknari meðal annars hald á gögn sem tengjast málinu. Yfir 70 manns tóku þátt í þeirri aðgerð sem stóð yfir í rúmar tvær vikur. Sak- sóknari fékk gögnin síðan afhent frá þarlendum yfirvöldum fyrir um mánuði síðan. Heimildir Frétta- blaðsins herma að þau skýri lausa anga í Aurum–fléttunni og að bráð- lega verði hægt að ljúka rannsókn á henni. Slitastjórn Glitnis stefndi Jóni Ásgeiri, Pálma, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfs mönnum Glitnis vegna Aurum-lánsins snemma árs 2010 og eru hinir stefndu sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008. Málið var sett í biðstöðu í febrúar eftir að dómari í Héraðs dómi Reykjavík- ur vildi fá að vita hvað kæmi út úr rannsókn sérstaks saksóknara áður en lengra yrði haldið. Til stendur að taka málið aftur fyrir í maí. Von er á því að fleiri gögn sem lagt var hald á í aðgerðinni í fyrra verði send til Íslands á næstunni. Þau snerta fjölmörg mál sem hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Þeirra á meðal er 171 milljóna evra (um 28,5 milljarða króna) lán Kaupþings til Lindsor Holdings 6. október 2008. Lánið var notað til að kaupa skulda- bréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess og félagi í eigu Skúla Þorvalds- sonar, eins stærsta viðskiptavinar bankans. Embætti sérstaks sak- sóknara telur að bréfin hafi verið keypt á mun hærra verði en mark- aðsvirði. Kaupþing, sem var óbeinn eigandi Lindsor, féll þremur dögum síðar. Ein ástæða þess að afhending gagnanna hefur tafist jafnmikið og raun ber vitni er sú að hluti þeirra sem gögnin fjalla um, og eru til rannsóknar hjá sérstökum saksókn- ara, mótmæltu afhendingu þeirra. thordur@frettabladid.is Sérstakur saksóknari fær gögn frá Lúxemborg um Aurum Rannsókn sérstaks saksóknara á Aurum-málinu svokallaða er á lokastigi. Gögn sem haldlögð voru í Kaup- þingi í Lúxemborg í fyrra voru send til Íslands fyrir mánuði síðan. Von á ákvörðun um ákæru á næstunni. SÉRSTAKUR Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var á meðal þeirra 30 sem tóku þátt í húsleitum vegna rannsókna á Landsbankanum í þessari viku. Gögn vegna fyrri húsleita þar í landi eru farin að skila sér til Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NOREGUR Pósturinn í Noregi mun þurfa að greiða sekt að upp- hæð 1.850 milljóna íslenskra króna eftir að EFTA-rétturinn staðfesti í gær úrskurð Eftir- litsstofnunar EFTA (ESA) um að fyrirtækið hefði misnotað markaðs ráðandi stöðu sína. Málið snýst um póstsendingar á keyptri vöru frá fyrirtækjum til viðskiptavina, en Pósturinn hefur tryggt sér yfirburðastöðu með samningum um að hafa útibú í verslunum og um allan Noreg. Dreifingarfyrirtækið Schenker höfðaði málið í upp- hafi og ESA gaf úrskurð sinn árið 2010, en Pósturinn áfrýjaði þeim úrskurði. - þj Há sekt á Póstinn í Noregi: Misnotaði markaðsráð- andi stöðu sína ALMENNINGSÍÞRÓTTIR Nýrri þrauta- braut var í gærkvöldi komið fyrir í barnalaug Laugardals- laugar sem opna átti klukkan átta í morgun eftir þriggja daga lokun vegna framkvæmda. „Okkur langaði að leggja áherslu á börnin og þessi braut er hluti af því,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Ný rennibraut fyrir yngstu krakkana er einnig hluti af framkvæmdunum sem Logi segir verða lokið á næstu vikum. Síðar verði farið í 2. áfanga endurbóta á sund- staðnum og þá verði sjónum beint að búningsklefunum. - gar Opnar á ný eftir endurbætur: Ný þrautabraut í barnalaugina í Laugardalnum VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 15° 17° 13° 14° 14° 12° 12° 21° 11° 16° 18° 30° 11° 13° 20° 7° Á MORGUN 3-8 m/s. LAUGARDAGUR Hægur vindur. 0 1 -2 3 2 4 5 -2 6 5 4 7 7 5 7 5 4 6 6 10 7 8 -22 0 4 5 7 8 3 4 2 GLEÐILEGT SUMAR! Það verða mestu líkur á úr- komu austanlands í dag en annars yfi rleitt bjartviðri og þurrt.Engin veruleg hlýindi í dag nema mögulega sunnan- lands og má búast við vægu frostu í innsveitum norð- austantil. Sama góða veðrið næstu daga. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Kaupverðið margfalt bókfært virði Fons, félag Pálma Haraldssonar, keypti umræddan hlut í Aurum Holding í febrúar 2007 fyrir 2,5 milljarða króna auk þess sem félagið greiddi 330 millj- ónir króna í viðbót í desember 2008. Heildargreiðslur Fons vegna kaupanna námu því um helmingi þeirra sex milljarða króna sem Glitnir lánaði hinu eignarlausa FS38, sem var líka í eigu Pálma, til að kaupa hlutinn af Fons. Í bókhaldi Fons, sem varð aðgengilegt eftir gjaldþrot félagsins, var verðmæti Aurum sagt 1,4 milljarðar króna í byrjum árs 2008. Í stefnu slitastjórnar Glitnis vegna Aurum-lánsins til FS38 var meðal annars vitnað í tölvupóst Einars Arnar Ólafssonar, þáverandi framkvæmda- stjóra fyrirtækjaráðgjafar bankans, til forstjórans Lárusar Welding. Í honum segist Einar verða „að viðurkenna að ég skil ekki af hverju við lanum ekki bara palma 2.ma.kr. til að koma fyrir á cayman, aður en hann fer a hausinn, I stað thess að fara I alla thess goldsmith aefingu“. Þegar lánið var á gjalddaga í júlí 2009 voru engar eignir inni í FS38 til að mæta greiðslu þess. Fons hafði auk þess verið tekið til gjaldþrotaskipta í apríl 2009. Verðgildi bréfanna í Aurum, sem átti meðal annars skartgripa- keðjuna Goldsmiths, var þá ekkert enda hafði félagið lent í verulegum fjár- hagsvandræðum og allir hluthafar þess þegar fallist á að afskrifa hlutafé sitt. Þrotabú Landsbankans, sem var stærsti kröfuhafi félagsins, breytti kröfum sínum á móti í nýtt hlutafé. Það heldur enn á Aurum. ICESAVE Tilskipun um innistæðu- tryggingar gildir þrátt fyrir kerf- ishrun. Þetta kemur fram í and- svörum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) við málsvörn Íslands í Icesave- málinu. Andsvörin voru birt á vef utanríkis ráðuneytisins í gær, en þar kemur fram að afstaða ESA sé óbreytt. Ísland hafi brotið gegn til skipuninni og eigi að bera kostnaðinn af endurgreiðslu lág- marksinnistæðutryggingar til innistæðueigenda í Hollandi og Bretlandi. Í andsvörunum segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að inni- stæðutryggingakerfi geti staðið undir heilu bankakerfi, en komi til hruns þurfi samt að vera hægt að bregðast við. „Það getur einfaldlega ekki hafa verið markmið ESB-löggjaf- arinnar þegar tilskipunin var inn- leidd að vernd á innistæðum verði minni eftir því sem áhætta inni- stæðueigenda aukist,“ segir þar. Þá er áréttað að innistæðu- eigendum hafi verið mis munað. Falskan tón slái við í mál flutningi Íslands um að allir hafi setið við sama borð þar sem enginn hafi fengið greitt út tryggingasjóði. Innistæðueigendur á Íslandi hafi notið séraðgerða. Annars vegar þegar innistæður þeirra voru færðar í nýju bankana og aðgangur að þeim hélst óskert- ur. Í annan stað voru innistæður á Íslandi tryggðar að fullu. Undirbúningur að gagnsvörum íslenskra stjórnvalda er þegar hafinn og miðað er við að þau verði lögð fram innan tilskilins frests, 11. maí næstkomandi, að undangengnu samráði við utan- ríkismálanefnd. - þj Eftirlitsstofnun EFTA hafnar rökum Íslands í Icesave-málinu sem er fyrir EFTA-dómstólnum: Kerfishrun afsaki ekki meint brot á tilskipun RÖKUM ÍSLANDS HAFNAÐ Í and- svörum ESA við málsvörn Íslands fyrir EFTA-dómstólnum segir meðal annars að íslensk stjórnvöld hafi mismunað innistæðueigendum eftir löndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.