Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 8
19. apríl 2012 FIMMTUDAGUR8
SUMARDAGURINN FYRSTI
MENNING Skemmtidagskrá verður
með hefðbundnu sniði í hverfum
höfuðborgarsvæðisins í dag á
sumar daginn fyrsta. Víðast hvar
verða skrúðgöngur farnar í tilefni
dagsins og boðið upp á veitingar.
Þá verða leiktæki og skemmtiatriði
fyrir börnin.
Á korti sem fylgir hér að ofan
má sjá hvar hátíðarhöldin á höfuð-
borgarsvæðinu verða í dag. Nánari
upplýsingar um tíma setningar,
skemmtidagskrár og fyrir hugaðar
skrúðgöngur má nálgast hjá
sveitar félögum og þjónustumið-
stöðvum í hverfum Reykjavíkur.
Dagskráin í dag er fjölbreyttari
en oft áður þar sem Barnamenn-
ingarhátíð í Reykjavík er haldin í
annað skipti þessa dagana en henni
fylgja viðburðir um alla borg. Dag-
skrá hátíðarinnar er að finna á vef-
síðu hennar en nokkrir helstu við-
burðir dagsins verða taldir upp hér
að neðan.
Í Þjóðminjasafninu verður
dagskrá helguð börnum fram
eftir degi þar sem víkinga-
félagið Rimmugýgur mun meðal
annars bregða á leik auk þess sem
Brúðuleik húsið mætir á svæðið. Í
Listasafni Íslands munu nemendur
við listkennsludeild Lista há skólans
bjóða upp á fjölbreyttar lista-
smiðjur fyrir fjölskyldur frá kl.
11 til 17. Þá verður fjölbreytt dag-
skrá í Iðnó fram eftir degi þar sem
áhuga sömum verður meðal annars
kennt að gera töfrabrögð og ori-
gami pappírsbrot.
Í Tjarnarbíói mun Kammersveit
Reykjavíkur leika tvö ný tónverk
fyrir forvitna grunnskólakrakka
og þá mun Möguleikhúsið frum-
sýna Ástarsögu úr fjöllunum en
sýningin hefst kl. 16.30. Í Þjóðleik-
húsinu verður einnig sett upp leik-
sýning, fjölskyldusýningin Skýja-
borg sem hefst kl. 15.30.
Loks mun Hestamanna félagið
Fákur bjóða til opins dags á félags-
svæði sínu þar sem borgarbúum
er boðið að kynna sér starfsemi
félagsins. Þar munu Reiðskóli
Reykjavíkur og Faxaból auk þess
bjóða börnum á hestbak þar sem
teymt verður undir þeim.
Meðal annarra staða þar sem
staðið verður fyrir skipulagðri
dagskrá í dag eru Fjölskyldu- og
húsdýragarðurinn, Árbæjarsafn,
Háskóli Íslands, Klambratún, Ráð-
hús Reykjavíkur og Nýlistasafnið.
Upptalningin hér er ekki
tæmandi listi yfir viðburði í höfuð-
borginni í dag þar sem fjöldi
annarra stofnana og félaga mun
standa fyrir viðburðum.
magnusl@frettabladid.is
Sumarkomu fagnað
Venju samkvæmt verður blásið til hátíðarhalda í dag í tilefni sumardagsins fyrsta.
Í hverfum höfuðborgarsvæðisins verður skemmtidagskrá með hefðbundnu sniði
en auk þess er fjöldi annarra viðburða boðaður á víð og dreif um borgina.
Viðey
Lágafellsskóli
Lækjarhlíð 1, 270 Mosfellsbæ
13.00 Skrúðganga fer frá miðbæjartorgi að Lágafells-
skóla. Þar verða leiktæki, þrautir og hoppukastalar auk
skemmtiatriða og veitingasölu.
Hofsstaðaskóli
Skólabraut, 210 Garðabæ
14.00 Fjölbreytt skemmtidagskrá verður við Hofs-
staðaskóla og kaffisala verður inni í skólanum.
Klukkan 13 verður skátamessa í Vídalínskirkju og
þaðan verður farin skrúðganga að skólanum.
Grímsbær
Efstaland 26, 108 Reykjavík
12.00 Sumargrill verður í Grímsbæ klukkan 12.
Skrúðganga fer svo frá Grímsbæ að Bústaðakirkju. Þar
verður samverustund. Fjölskyldudagskrá verður frá
klukkan 14 í Víkingsheimilinu.
Fífan
Dalsmára 5, 201 Kópavogi
14.00 Fjölskyldudagskrá í
Fífunni til 16.00. Þar verða
skemmtikraftar, hoppukastalar
og margt fleira. Klukkan 11 er
skátamessa í Kópavogskirkju og
svo skrúðganga frá Digranes-
kirkju klukkan 13.30.
Tónabær
Safamýri, 108 Reykjavík
11.00 Fjölbreytt dagskrá fyrir utan félagsmiðstöðina
Tónabæ og frístundaheimilið Álftabæ. Þar verða
skemmtiatriði í boði barna og unglinga úr hverfinu,
leiktæki, grillaðar pylsur og fleira til klukkan 13.
Frostaskjól
Frostaskjól 2, 107 Reykjavík
11.30 Fjölskylduhátíð með
fjölbreyttri dagskrá, bæði úti og
inni. Frá 9 til 11 verður dagskrá í
Vesturbæjarlaug og frítt í sund.
Þá verður skrúðganga frá Mela-
skóla klukkan 11.
Rimaskóli
Rósarima, 112 Reykjavík
11.30 Dagskráin hefst með
skrúðgöngu frá Spönginni að
Rimaskóla. Fjölbreytt dag-
skrá verður svo til 14.00
í og við skólann, svo sem
tónlistaratriði, danssýning og
leiktæki.
Íþróttahús
Seltjarnar-
ness
Suðurströnd 8,
170 Seltjarnarnesi
13.00 Skrúðganga
frá sundlaug. Að
henni lokinni verður
dagskrá í og við
íþróttahúsið. Einnig
verður dagskrá í
Seltjarnarnes-
kirkju.
Guðríðarkirkja og Ingunnarskóli
Kirkjustétt 8, 113 Reykjavík
12.30 Skrúðganga fer frá Sæmundarskóla og að
Guðríðarkirkju þar sem helgistund fer fram. Frá 13.30
verða hátíðarhöld við Grafarholtstorg þar sem ýmis
dagskrá verður í boði.
Miðborg
Um alla miðborgina
12.00 Ýmis konar dagskrá vegna barnamenningar-
hátíðar. Meðal annars er dagskrá í Þjóðminjasafninu,
Ráðhúsinu og á Kjarvalsstöðum.
Hólmasel
Hólmasel 4, 109 Reykjavík
11.00 Hátíðarhöld milli 11
og 14. Skemmtiatriði verða í
höndum barna og unglinga
ásamt því að óvænt uppá-
koma verður. Ýmis leiktæki
verða á staðnum og kaffisala.
Þróttheimar
Holtavegi 11, 104 Reykjavík
11.00 Sýnd verða listaverk eftir börn og unglinga í
hverfinu, útileikir, andlitsmálning og brjóstsykursgerð
verða í boði. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og
fleira.
Ársel
Rofabæ 30, 110 Reykjavík
9.00 Frítt verður í sund í Árbæjarlaug milli 9 og
10.30. Skrúðganga fer svo frá lauginni að Árbæjar-
kirkju. Í kirkjunni verður messa klukkan 11. 11.30
hefst svo skemmtidagskrá á Árbæjartorgi.
STEMMNING Á SUMARDAGINN FYRSTA Dagskrá verður í Frostaskjóli og á fjölda
annarra staða í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Thorsplan
Autt svæði við hlið Strandgötu
24, 220 Hafnarfirði
14.00 Fjölskyldudagskrá verður
í umsjón skáta. Fyrr um daginn
verður skátamessa í Hafnar-
fjarðar-
kirkju og
skrúðganga
þaðan og að
planinu.
ÚTRÁSIN
SEM TÓKST?
Íslenskar bókmenntir erlendis
Málþing í Norræna húsinu
föstudaginn 20. apríl kl. 16-18.
STUTTAR FRAMSÖGUR
Laure Leroy, hjá forlaginu Zulma í Frakklandi:
Viðtökur Afleggjara Auðar Övu Ólafsdóttur í Frakklandi.
Jón Kalman Stefánsson: Erum við ekki alveg örugglega frábær?
Coletta Bürling: Þjóðarsálin í þýskum búningi.
Jón Yngvi Jóhannsson: ,,Nýtt land í norrænum bókmenntum“
- útrás íslenskra bókmennta um aldamótin 1900.
PALLBORÐSUMRÆÐUR UM ÍSLENSKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS
Einar Már Guðmundsson, Hólmfríður Matthíasdóttir,
Þorgerður Agla Magnúsdóttir og Pétur Már Ólafsson.
Að málþingi loknu verður boðið upp á léttar veitingar
Málþingið er haldið af
Sögueyjunni í samvinnu
við Rithöfundasamband
Íslands og Félag íslenskra
bókaútgefenda - með
stuðningi Landsbankans.