Fréttablaðið - 19.04.2012, Síða 28

Fréttablaðið - 19.04.2012, Síða 28
28 19. apríl 2012 FIMMTUDAGUR 22. apríl og 6. maí kjósa Frakkar forseta. Mánuði síðar, 10. og 17. júní, greiða þeir atkvæði um nýtt löggjafarþing. Það er ekki venja að kjósa í tveimur umferðum í þeim löndum sem eru næst okkur og ekki heldur að hafa þingkosningar í beinu framhaldi af forsetakosningum. Hér birtist sérstaða franskrar stjórnskipunar þar sem forseti lýðveldisins hefur beina aðild að stjórn landsins hafi hann til þess þingmeirihluta, en fer með utanríkis- og varnarmál hvort sem hann hefur meirihluta á þingi eður ei. Í þingkosningunum er landinu skipt í einmenningskjör- dæmi og því þarf að kjósa aftur á milli þeirra tveggja sem hæstir eru í fyrri umferð í þeirri seinni. Sama gildir um forsetaembættið enda þykir ekki forsvaranlegt að sá sem situr í svo valdamiklu embætti hafi á bak við sig minna en helm- ing atkvæða landsmanna. Þetta fyrirkomulag skýrir um margt hegðun bæði stjórnmála- manna og almennings í kosninga- baráttunni. Frambjóðendur til for- seta eru margir (að þessu sinni tíu) og eru fulltrúar ólíkra stefna og skoðana. Fyrir þá sem eiga von um að komast áfram í seinni umferð skiptir öllu máli að tryggja sér annað af tveimur sætum þar. Sósí- alistinn Lionel Jospin, sem hafði verið farsæll forsætisráðherra frá 1997, lenti í þriðja sæti í fyrri umferð í forseta kosningunum 2002 og var því úr leik í þeirri seinni, þótt hann hefði sennilega sigrað sitjandi forseta, Jacques Chirac, hefði hann komist áfram. Líklegt fylgi hans í seinni um ferðinni dreifðist á of marga fram bjóðendur vinstri manna í þeirri fyrri. Kjós- endur sem ýmist töldu hann vera of langt til hægri eða vinstri vildu senda honum skilaboð um breytta stefnu í fyrri um ferðinni, þótt þeir hefðu flestir talið hann skárri kost en Chirac, sitjandi forseta. Hægri öfga maðurinn Jean-Marie Le Pen skaust fram fyrir Jospin í fyrri umferð og því hlaut hinn aldni Chirac yfirburðakosningu í seinni umferðinni, þar sem vinstri, miðju og frjálslyndir hægri menn sam- einuðust um að halda Le Pen og stefnu hans gegn innflytjendum frá völdum. Snemma í kosningabáráttunni virðist Sarkozy hafa áttað sig á því að hann gæti lent í svipaðri stöðu, og misst hina nýju for- ystukonu Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, fram fyrir sig. Því hefur hann lagt allt kapp á að tryggja sér sem mest af fylgi hennar með yfirlýsingum um hertar reglur gegn nýjum inn- flytjendum og endurskoðun á Schengen-sátt málanum. Hættan við þessa stefnu er að tapa fylgi á miðjunni. Því hefur hann tryggt sér stuðning einstakra stjórn- málamanna sem teljast frjáls- lyndir, m.a. í innflytjendamálum og eru það skilaboð til miðjunnar um að hann sé þrátt fyrir allt eng- inn öfga maður í þessum málum. Þessi hegðun forsetaframbjóð- enda í baráttunni fyrir fyrri umferð kallast „le grand écart“. Myndlíkingin er tekin úr dansi og merkir að fara í splitt. Þeir frambjóðendur sem ætla sér að komast áfram verða að teygja sig sem víðast yfir hið pólítíska litróf til að tryggja að þeir verði annar af tveimur sem berjast áfram í seinni umferðinni. Þetta gildir líka um François Hollande, frambjóðanda sósíalista. Í upphafi kosninga baráttunnar virðist hann hafa talið að vinstri menn hefðu lært af reynslunni frá 2002 og myndu forðast sundrungu. Hann gerði bandalag við græn- ingja um að tryggja þeim örugg sæti í þingkosningunum í júní hétu þeir því að lýsa yfir stuðningi við hann í seinni umferð forsetakosn- ingana. Nú hefur staðan breyst. Eva Joly, frambjóðandi græn- ingja, hefur ekki fengið hljóm- grunn meðal kjósenda. Aftur á móti hefur Mélenchon, sem er boðinn fram af bandalagi flokka sem eru vinstra megin við Sósí- alistaflokkinn, vakið meiri lukku og gæti velt bæði Le Pen og fram- bjóðanda miðjumanna, Bayrou, úr sessi „þriðja mannsins“ í for- setakosningunum, þ.e. þess sem hugsanlega gæti skotist fram úr öðrum hvorum „stóra“ frambjóð- andanum. Að þessu þarf Hollande að huga og reyna að biðla til vinstri manna með loforðum um aukna skatt- lagningu hinna betur megandi og verndun velferðarkerfisins, en jafnframt að sannfæra miðjuna um að hann sé rétti maðurinn til að takast á við þann alvarlega efna- hagsvanda sem Frakkar standa nú frammi fyrir. Hvað sem kemur upp úr kjör- kössunum nk. sunnudag breytist áferð og inntak kosninga bar- áttunnar um leið og seinni umferð hefst. Líklegast er að sitjandi for- seti Sarkozy og sósíal istinn Hol- lande keppi þá um hylli franskra kjósenda. Eins og er segja skoðana kannanir að Hollande muni sigra með yfirburðum. Sarkozy telur að það muni breytast um leið og Frakkar standa frammi fyrir valinu milli sín, sem hefur reynslu af því að stýra landinu, bæði sem forseti og ráðherra, og Hollande, sem einvörðungu hefur starfað sem þingmaður, ráðgjafi forseta og ráðherra en fyrst og fremst sem formaður Sósíalista- flokksins um árabil. Ef annar þessara tveggja dettur af ein- hverjum ástæðum út eftir fyrri umferð verður staðan enn opnari og erfiðara að spá um útkomuna. Það er því spennandi kosningavor framundan í Frakklandi. Franska kosningavorið – fernar kosn- ingar um forseta og þingmeirihluta Stjórnmál Torfi. H. Tulinius prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ Ef annar þessara tveggja dettur af ein- hverjum ástæðum út eftir fyrri umferð verður staðan enn opnari og erfiðara að spá um útkomuna. Mér finnst stundum eins og ég sé í hlutverki fábjánans í fáránleikhúsi þjóðfélagsins í dag. Ég er einhver nöldrandi fýlu- púki sem getur ekki séð að allt er á blússandi uppleið. Hag stofan staðfesti þetta meira að segja um daginn þegar hún sagði m.a að kaupmátturinn hjá mér væri svipaður og árið 2004. Það hlýtur því að vera tóm ímyndun að launin mín dugi ekki út mánuðinn og að ég sé tæknilega gjaldþrota út af verðtryggðu húsnæðisláni sem ég tók vegna íbúðarinnar minnar árið 2006. Ég hlýt að vera sá eini sem er í þessari stöðu. Eða hvað? Nei, ég hef alveg tekið eftir því að það eru fleiri ósáttir við sinn hlut í dag. Það hefur t.d ekki farið framhjá neinum að sumir bankastjórar eru drullu- fúlir, eðlilega. Einn er farinn í mál, annar hótar að hætta og sá þriðji er fúll yfir því að fá ekki einhverjar 100 milljónir sem hann segist eiga inni. Já, lífið er ósanngjarnt. Stundum verð ég ótrúlega þreyttur á þessum endalausa barningi við kerfið og að vera í hlutverki nöldrarans. Ég er lífs- glaður og hamingjusamur fjöl- skyldufaðir sem á frábæra eigin- konu og yndisleg börn. Stundum langar mig bara til að gefast upp og spila með í Pollýönnuleiknum þar sem allt er svo frábært og framtíðin björt. En þá slær raun- veruleikinn mig utan undir með tómu veskinu og ég fatta að ég verð að halda áfram að berjast. Það er of mikið í húfi. Það má ekki takast að svæfa okkur með þögninni eða kaf- færa með sífellt nýjum hita- málum dagsins í dag. Forseta- kosningarnar, stjórnarskráin, kvótamálin og ESB eru allt mjög mikilvæg mál en þau eru ekki töfrabragð sem lætur okkur hverfa. Við erum hér enn. Aularnir sem tókum verðtryggð húsnæðislán sem stökkbreyttust í öskrandi sístækkandi ófreskju. Vandamál okkar eru raunveruleg og þarfnast raunverulegra lausna. Eftir ónáttúruhamfarir hrunsins eru fjölmargar venju- legar fjölskyldur fastar í fjölda- gröf fátæktar. Það er sann- leikurinn, þó svo að einhverjir talnasérfræðingar reyni kannski að sannfæra okkur um annað. Við erum orðin þreytt á að fá sendar vistir ofan í gröfina til þess að halda í okkur lífi. Við viljum heldur fá sendan spotta svo við komumst upp úr þessari gröf og getum séð fram á einhverja fram- tíð í okkar annars frábæra landi. Það er ekki í lagi að ýta verð- tryggingunni og leiðréttingu hús- næðislána stanslaust til hliðar. Sumir segja að stjórnvöld ætli að salta þetta þar til nær dregur kosningum til þess að geta sett þessi mál í kosningaloforða- bankann. Ég trúi ekki að það sé raunin. Fórnarkostnaðurinn við það yrði of mikill. Stjórnvöld og lánastofnanir verða að fara að bretta upp ermar og taka á þessum málum fyrir alvöru, ekki seinna en strax. Ég veit að þolin- mæði er dyggð en ég er ekki viss um að við höfum efni á henni mikið lengur. Ofþolinmæði skuldara Mig langaði að skrifa grein fyrir okkar ágætu alþingis- menn og ríkisstarfsmenn. Mig langaði að benda á nokkur atriði sem því miður hafa ekki fengið nægilega mikið vægi í almennri umræðu. Nú hafa rúm 5.480 manns flutt af landi brott umfram það fólk sem flutt hefur til Íslands frá árinu 2009 eða síðan þessi ríkis stjórn tók við. Þetta hefur fengið umfjöllun en ekki sá mikli auður sem fer með þessum ein- staklingum. Nefnilega verðmætin sem þessir einstaklingar skapa og ævitekjur þessa fólks. Ef við ein- földum málið í litlu reiknisdæmi og miðum við meðalheildarlaun fólks árið 2009 samkvæmt Hag- stofunni. ■ Fáum við að mánaðarlaunin eru 366 þúsund krónur á mánuði eða tæpar 4,4 milljónir króna á ári. ■ Ef við gefum okkur að þetta fólk vinni 40 ár af ævinni með tæpar 4,4 milljónir á ári, gefur það okkur að hver einstak lingur vinnur sér inn tæpar 176 milljónir króna í heildarlaun yfir ævina. ■ Ef við margföldum svo ævi- tekjur einstaklings með fjölda brottfluttra frá árinu 2009 til 2011 eða 5.480 einstaklingar fáum við rúma 960 milljarða króna í heildarævitekjur sem þessir ein- staklingar vinna sér inn. Til ein- földunar er ekki tekið tillit til almennra launahækkana yfir ævina. Hvað væru því skatttekjurnar af þessum rúmum 960 milljörðum króna? Ríkið, við fólkið verðum af 365 milljörðum króna yfir 40 ára tímabil frá þessum 5.480 einstak- lingum sem eru nú brottfluttir. Núna er verið að vinna í að kollvarpa aðalundirstöðuat- vinnugrein Íslands, sjávar- útveginum og menn horfa með glampa í augunum á að taka út úr greininni aukalega 25 milljarða króna, í formi skatta, á næsta ári. Ef núverandi ríkisstjórn myndi nú leggja meiri metnað í að skapa ný störf og stöðugt og gott atvinnuumhverfi fyrir bæði gömul og ný fyrirtæki, gæti hún reynt að laða þessa 5.480 einstak- linga aftur heim. Skatttekjurnar af þeim á einu ári nema rúmum 9 milljörðum króna miðað við 4,4 milljónir í heildartekjur einstak- lings og 38% skatt. Ég er þrítugur, þriggja barna faðir og það er verið að þurrka út mína kynslóð með verð- tryggingunni, metnaðarleysi í atvinnumálum og skort á framtíð- arsýn fyrir Ísland. Svo ég vitni í úttekt sem gerð var af Verkalýðs- félagi Akraness þá var verðmæta- sköpun síðustu loðnuver tíðar áætluð 30 milljarðar króna og hefur ekki verið svona góð í ára- tugi. Á sama tímabili þá hækkuðu verðtryggðar skuldir heimilanna um 30,5 milljarða króna, sem sagt þurrkaði út þann auð sem ein besta loðnuvertíð síðari ára skapaði fyrir íslenskt þjóðarbú. Að lokum vil ég hvetja alþingis- menn og starfsfólk ríkisstofnana til að hætta að eyða tíma og orku í hluti sem skipta minna máli, t.d. nýja stjórnarskrá, breyt- ingu á ráðuneytum, löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga og kjarnorkuendurvinnslustöðina í Sellafield og fleiri og fleiri mál. Ég bið ykkur frekar að fara að vinna að því sem raunverulega skiptir máli, skapa heilbrigt og stöðugt atvinnuumhverfi, heil- næma framtíðarsýn fyrir Ísland og afnema verðtrygginguna sem er að sliga þetta þjóðfélag. Tölum um það sem skiptir máli Fjármál Birgir Örn Guðjónsson eiginmaður og faðir Efnahagsmál Pétur Jakob Pétursson gæða- og framleiðslustjóri hjá Deutsche Fischfang Union GmbH (DFFU) MBA-NÁM ALÞJÓÐLEGT STJÓRNENDANÁM VIÐ HR www.hr.is/mba 95% útskrifaðra bættu stöðu sína á vinnumarkaði 99% sögðust vera betri starfsmenn 99% juku sjálfstraust sitt í starfi (Viðhorfskönnun MBA-nemenda 2002–2010) Kynntu þér námið og bókaðu viðtal hjá verkefnastjóra. Fjárfestu í sjálfum þér Telma Sæmundsdóttir verkefnastjóri telma@hr.is UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 30. APRÍL

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.