Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 40
FÓLK|BÍLAR ýjasti Porsche-bíllinn verður frum sýndur hjá Bílabúð Benna í dag, sumardaginn fyrsta. Um er að ræða Porsche 911, ókrýndan konung sportbílsins í meira en fjóra áratugi. Sjö kynslóðir af 911 bílnum hafa átt sinn þátt í þróunar- og velgengnis- sögu bílsins og verið um leið tákn fyrir ný viðmið í hönnun sportbíla um allan heim. Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bílabúðar Benna, segir nýja bílinn vera enn eina staðfestinguna á því að Porsche beri höfuð og herðar yfir aðra sportbíla í heiminum. „Þegar 911 Turbo bíllinn kom á markað árið 2003 stóðum við bílaáhuga- menn stjarfir. Sá bíll var 4,6 sekúndur upp í 100 en þessi er 4,1 sekúndur.“ Porsche hefur smíðað þessa bíla í nærri 50 ár og þeir eru alltaf að bæta þá að sögn Bene- dikts. Hann segir að líkja megi þeirri þróun við 100 metra spretthlauparann sem braut 10 sekúndna múrinn. Í stað þess að stefna undir 9,9 sekúndur sé stefnt á 7 sekúndna múrinn. „Fyrir bílakalla er þetta bara ekki hægt. Það er svo mikil upplifun að keyra þennan bíl að það er ekki hægt að lýsa því. Þetta er allt öðruvísi en að keyra alla aðra bíla. Það er eins og það séu engin takmörk hjá þeim þegar kemur að því að bæta sig. Það eru hlutir í þessum bíl sem eru ótrú- legir en samt heldur hann karakter sínum.“ Grunnverð Porsche 911 er 19.990.000 krónur. LÉTTARI BÍLL MEÐ NÝJUNGUM Ýmsar athyglisverðar breytingar hafa verið gerðar á bílnum að sögn Benedikts. Meðal helstu nýjunga má nefna að afl bílsins hefur aukist, eldsneytisnotkun og útblástur hefur minnkað og hjólhaf bílsins hefur verið lengt um 10 cm. Með hugvitsamlegri hönnun hefur síðan tekist að létta bílinn talsvert, eða um 45 kíló þótt bílinn sé stærri en fyrra módel. Nýi bílinn er með sjö gíra sjálf- skiptingu og tvöfaldri kúplingu. „Síðan er „launch control“ á bílnum, svipað og er á bílum í Formúlunni,“ segir Benedikt. „Þú ýtir á takka, stendur á bremsunni og botnar bílinn. Svo þegar bremsunni er sleppt skýst bíllinn af stað og er 4,1 sekúndu upp í 100.“ MINNI MENGUN EN UM LEIÐ MEIRI KRAFTUR Nýi Porsche 911 mengar lítið eða einungis 194 gr./km., sem er það lægsta sem sést hefur hjá sportbíl að sögn Benedikts. Hann bendir á að þrátt fyrir minni eyðslu og út- blástur kemur það með engum hætti niður á frammistöðu bílsins. „Sem dæmi má nefna að á kappakstursbrautinni í Nürbur- gring í Þýskalandi fór hann hringinn á sjö mínútum og 40 sekúndum sem er heilum fjórtán sekúndum betri tími en hjá fyrri út- gáfu bílsins. Það er ótrúlegur árangur hjá afturhjóladrifnum bíl.“ Í afturhjólum bílsins er síðan driflæsing sem gerir það að verkum að þegar bíllinn beygir, til dæmis í hringtorgum, þá beygir hann líka með afturhjólunum. „Hann hægir á öðru hjólinu en herðir á hinu, þetta er alveg ótrúlegt. Þú finnur í hringtorgum hvernig afturhjólið er að hjálpa fram- hjólunum í beygjunni.“ BREYTT HÖNNUN EN KLASSÍSKT ÚTLIT Hönnun bílsins hefur líka tekið miklum breytingum þótt það sjáist ekki endilega við fyrstu sýn. Bíllinn hefur klassískt útlit 911 bílsins að sögn Benedikts. „Þessar nýjungar sem við erum að kynna í dag sýna enn og aftur að leitinni að fullkomnun hjá Porsche lýkur aldrei.“ Ný innrétting er í bílnum sem er í sama stíl og Cayenne og Panamera bílarnir frá Porsche. Miðjustokkurinn er upphár og bílstjórinn situr aðeins neðar en áður þótt plássið sé í raun meira. Einnig er búið að færa vélina framar í bílnum. „Í raun á 911 bíllinn ekki að virka eins vel og hann gerir því vélin er aftur í. Þess vegna er svo aðdáunar vert hvað þeir ná ofsalegri virkni. Það er enginn „boddý“ hlutur eins og í gamla bílnum. Þetta er gjörsamlega nýr bíll en samt sérðu varla mun við fyrstu sýn.“ SKEMMTILEGUR AUKABÚNAÐUR Í BLAND VIÐ GLÆSILEGUR STAÐALBÚNAÐ Glæsilegur staðalbúnaður er í Porsche 911 eins og almennt er í Porsche bílum. Innréttingar eru klæddar leðri og sæti raf- magnsknúin. „Einnig er hægt að bæta við ýmsum aukabúnaði, t.d. keramik bremsum eins og á kappakstursbílum. Í boði er einnig sportpúst sem virkar þannig að þú ýtir á takka og þá opnast pústið. Einnig er hægt að kaupa stærri felgur og mikið úrval aukahluta.“ Porsche er að sögn Benedikts toppurinn á þýska bílamarkaðnum sem þó einkennist af hágæðabílum. Besta tæknin sé hjá þýskum bílaframleiðendum og þar tróni Porsche á toppnum. „Það miða sig allir við Porsche. Ef þú skoðar aðra þýska gæðabíla, t.d. Mercedes, BMW og Audi, þá fær til dæmis enginn þeirra leyfi til að fara yfir 250 km hraða á klukkustund. Meira að segja Porsche Cayenne turbo jeppinn fer í 280 km hraða á klukkustund. Hámarkshraði nýja 911 bílsins er 304 km./klst.“ KONUNGUR SPORTBÍLANNA BÍLABÚÐ BENNA KYNNIR Þýski bílaframleiðandinn Porsche hefur verið leiðandi í framleiðslu sportbíla í áratugi. Bílabúð Benna frumsýnir nýjasta flaggskip þeirra, Porsche 911, í dag. Í FARARBRODDI Sjö kynslóðir af Porsche 911 bílnum hafa átt stóran þátt í þróunar- og velgengnissögu bílsins. Um leið hefur hann verið tákn fyrir ný viðmið í hönnun sportbíla um allan heim. BREMSUR Glæsilegur staðalbúnaður er í Porsche 911 eins og leðurklæddar innréttingar og rafmagnsknúin sæti. Ýmis aukabúnaður er einnig í boði, til dæmis keramik bremsur eins og finna má í kapp- akstursbílum. TOPPURINN Porsche er að sögn Benedikts toppurinn á þýska bílamarkaðnum sem þó einkennist af hágæðabílum á borð við Mercedes, BMW og Audi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.