Fréttablaðið - 19.04.2012, Síða 50

Fréttablaðið - 19.04.2012, Síða 50
19. apríl 2012 FIMMTUDAGUR42 timamot@frettabladid.is BANDARÍSKA LEIKKONAN ASHLEY JUDD er 44 ára í dag. „[Feðraveldið] er lúmskt og lævíst og aldrei harðskeyttara en þegar konur neita því innilega að þær taki á nokkurn hátt þátt í því.“ 44 Þennan dag árið 1943 hófst uppreisn í gyðinga hverfinu í Varsjá. Nasistar komu hverfinu á koppinn árið 1940 og fluttu þangað gyðinga sem lifðu við sérlega bág kjör. Í júlí 1942 hófu SS-sveitirnar svo brott- flutning frá gyðingahverfinu til útrýmingar- búðanna í Treblinka. Brottflutningunum fylgdi mikil óánægja og fóru þeir fáu íbúar sem eftir voru í hverfinu að skipuleggja varnir. Í byrjun janúar 1943 kom Himmler, foringi SS-sveitanna, í heimsókn í gyðingahverfið og ákvað að átta þúsund gyðingar til viðbótar skyldu fluttir til Treblinka. Um leið og þetta spurðist út fóru varnar- sveitirnar í gang og gyðingarnir sem eftir voru börðust og földu sig. Því var ákveðið að hefja endanlegan brottflutning allra gyðinga úr hverfinu. Uppreisnin hófst á nýjan leik og börðust gyðingarnir hetjulega við vel vopnaða þýska hermenn. Andspyrnan stóð í fjórar vikur. ÞETTA GERÐIST: 19. APRÍL 1943 Gyðingar gera uppreisn í Varsjá Jóhanna Þórhallsdóttir, stofnandi kvennakórsins Léttsveitar Reykja- víkur, stjórnar kórnum í síðasta sinn á tvennum vortónleikum í Gamla bíói í dag. „Þetta verður ljúfsár tregi á apríl- degi,“ segir Jóhanna um tilfinninguna sem fylgir því að kveðja kórinn eftir sautján ára samveru. „Þetta er dálítið eins og að kveðja barnið sitt. Sonur minn er einmitt sautján ára og á leiðinni út í skiptinám og mér datt í hug að kannski er ég að leyfa kórnum að hleypa heimdraganum líka. Ég er mjög stolt af Léttsveitinni og þetta hefur verið meiri leikur en vinna í gegnum tíðina en nú er kominn tími til að kveðja.“ Jóhanna hóf myndlistarnám í vetur og vill einbeita sér að myndlistinni í auknum mæli og þá þarf eitthvað að láta undan. „Ég held að það sé líka hollt að venda reglulega kvæði sínu í kross og snúa sér að öðru.“ Léttsveitinni hefur vaxið fiskur um hrygg frá því að Jóhanna stofnaði hana. Fyrsta starfsárið voru með- limir um 40 en eru nú orðnir um 130. „Tonnafjöldinn er að minnsta kosti kominn yfir sjö,“ segir Jóhanna og hlær. Spurð hvað sé eftirminnilegast á ferlinum nefnir Jóhanna samveruna við konurnar í kórnum. „Þetta er einstakur hópur og ótrúlega skemmtilegt samfélag kvenna, sem hefur ferðast um allan heiminn saman. Þarna hef ég eignast margar af mínum bestu vinkonum.“ „Revíur og rómantík“ er yfir- skrift vortónleikanna í Gamla bíói í dag. Þar verða leikin lög úr revíum eftir Guðmund Sigurðsson og Harald Á. Sigurðsson en einnig verða nýrri dægurlög eftir þau Röggu Gísla, Bubba og Mugison, ásamt íslenskum sönglögum sem minna á sumar- komuna. Jóhanna kveðst ávallt hafa lagt áherslu á fjölbreytt efnisval á tónleikum Léttsveitarinnar. „Alltaf eitthvað nýtt, er eitt af mínum mottóum en ekki vera að hjakka í þessu gamla.“ Spurð hvort hún eigi sér uppáhaldslag segir Jóhanna það yfirleitt fara eftir því hvaða lög kór- inn er að syngja hverju sinni. „Nú er það Stingum af með Mugison – kannski vegna þess að ég er einmitt að stinga af,“ segir hún og hlær. Tónleikarnir í Gamla bíói í dag hefjast klukkan 14 og 17. Nálgast má miða á Midi.is og í miðasölu Gamla bíós. bergsteinn@frettabladid.is JÓHANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR: S TJÓRNAR LÉTTSVEITINNI Í SÍÐASTA SINN Ljúfsár tregi á apríldegi Opið hús verður í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi í dag frá klukkan 10 til 18. Sumarið er komið í garðskálanum og hægt er að heimsækja hitabeltið í bananahúsinu og potta- plöntusafninu. Á markaðstorgi verður til sölu grænmeti, blóm og trjáplöntur og veitingasala er á staðnum. Í skólastjórabústaðnum á Reykjum hefur verið sett upp sýning á munum í eigu skólans. Íslandsmeistarakeppni í blómaskreytingum fer svo fram í aðalbyggingu skól- ans. Allir eru vel komnir til að fylgjast með og velja fallegasta verkið. Hátíðardagskrá hefst klukkan 13.30. Þar verða afhent Garðyrkju verðlaun LbhÍ, Umhverfis verðlaun Hvera gerðis bæjar og Um- hverfis verðlaun Ölfuss. Meðal gesta verða Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Ókeypis er í sund í sundlauginni í Laugaskarði og gestum er boðið upp á kaffi og djús auk þess sem yngsta kynslóðin fær óvæntan glaðning. Þá býður íþróttafélagið Hamar til 20 ára afmælishátíðar í Íþróttahúsinu í Hveragerði milli klukkan 15 og 17 sem endar í allsherjar kaffisamsæti. - gun Veisla í Hveragerði STAÐARHALDARI Guðríður Helgadóttir mun krýna Íslands- meistarann í blómaskreytingum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON JÓHANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR Segir það eins og að kveðja barnið sitt að segja skilið við Léttsveitina sem hún stofnaði fyrir sautján árum. „Þetta hefur verið meiri leikur en vinna í gegnum tíðina.“ FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýju vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns og vinar, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS MARINÓS KRISTINSSONAR. Innilegt þakklæti til alls starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, fyrir einstaka umönnun og hlýju í hans garð. Guð blessi ykkur öll. Sonja I. Kristensen börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSMUNDUR BJÖRN CORNELIUS Vatnsholti 1d, Reykjanesbæ, hefur verið jarðsettur í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Þroskahjálp á Suðurnesjum. Þökkum samúð og vinarhug. Margrét Einarsdóttir Þórir Frank Ásmundsson Sigrún Valdimarsdóttir Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir Kristinn Edgar Jóhannsson Hrönn Ásmundsdóttir Snorri Ólason og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, stjúpmóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR ÞÓRUNNAR HALLDÓRSDÓTTUR sem lést miðvikudaginn 4. apríl. Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki Landspítalans og öðrum þeim sem veittu dýrmæta aðstoð og umönnun í veikindum hennar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sváfnir Sveinbjarnarson Guðbjartur Torfason Ásbjörn Torfason Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, STEINGRÍMS EINARS ARASONAR Framnesvegi 13, Reykjavík. Starfsfólki á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund færum við sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun. Hjörtný Árnadóttir Jónína Árndís Steingrímsdóttir Þorsteinn Helgason Sigmar Arnar Steingrímsson Ásta Benediktsdóttir Bryndís, Unnur Arna og Steinunn Helga Þorsteinsdætur Arndís Auður, Gunnbjört Þóra og Hjörtur Steinn Sigmars- börn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA JÓNSDÓTTIR Hlöðufelli, Eyrarbakka, lést laugardaginn 14. apríl á hjúkrunar- heimilinu Ljósheimum. Útförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 21. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Jóhannsson Unnur Jóhannsdóttir Guðmundur Stefánsson Ingibjörg Jóhannsdóttir Jón Guðmundsson Sólrún Jóhannsdóttir Jóhannes Þorgeirsson barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRGVINS ÓLAFSSONAR tæknifræðings Kirkjulundi 6, Garðabæ. Halldóra Sigurjónsdóttir Edda G. Björgvinsdóttir Birgir Björgvinsson Ásta Edda Stefánsdóttir Áslaug Högnadóttir Páll Haraldsson Andri Björn Birgisson Brynja Dóra Birgisdóttir Týr Fáfnir Stefánsson

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.