Fréttablaðið - 19.04.2012, Side 52

Fréttablaðið - 19.04.2012, Side 52
19. apríl 2012 FIMMTUDAGUR44 BAKÞANKAR Friðriku Benónýs 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ó nei! Tómatsósa á sloppinn! Hvernig leysi ég það? Þú notar Blettabanann! Hver í fjár- anum ert þú? Þú setur bara Blettabanann á blettinnn og hókus pókus… Konan sem hefur gerst sek um að brjótast inn hjá fólki og bjóða hreingerningaráð hefur verið handtekin! Konan, sem hefur verið kölluð Blettabana-daman, sést hér á leið inn í sjúkrabíl! Oj! Hún er öll í blóði! Minnsta mál fyrir hana! Hún notar bara Bletta- banann og hókus pókus... Hvað eru þið að gera? Kaupa nýja mottu. Það er einhvern veginn erfiðast að skreyta gólfið. Í alvöru? Ég þarf ekki einu sinni að reyna til að hylja mitt! Notaðu flugnasprey asninn þinn! ertu með kryptonít í staðinn fyrir heila?? Hvað er þetta? Birna kom með föt af Bjarna handa Hannesi. Vandamálið er að Birna er mjög tískumeðvituð og sum fötin eru uhm… óvenjuleg. Hvað finnst Hannesi um þau? Þið megið grafa mig í þessu ef þið viljið en ég fer ekki út í þessu lifandi! Ég skynja smá mótþróa. LÁRÉTT 2. sæti, 6. kúgun, 8. magi, 9. ílát, 11. svörð, 12. krapi, 14. ljúka, 16. gyltu, 17. sérstaklega, 18. andi, 20. tveir eins, 21. drunur. LÓÐRÉTT 1. hróss, 3. eftir hádegi, 4. fax, 5. hlóðir, 7. hænsnfugl, 10. mál, 13. hólf, 15. illgresi, 16. verkfæri, 19. fen. LAUSN LÁRÉTT: 2. sess, 6. ok, 8. hít, 9. fat, 11. mó, 12. slabb, 14. klára, 16. sú, 17. sér, 18. önd, 20. ff, 21. gnýr. LÓÐRÉTT: 1. lofs, 3. eh, 4. símbréf, 5. stó, 7. kalkúnn, 10. tal, 13. bás, 15. arfi, 16. sög, 19. dý. Í fyrradag sat ég á gangstéttarkaffihúsi í Edinborg, sötraði morgunkaffið og pírði augun upp í sólina, alsæl. Það var 8 gráðu hiti og nístingsvindur en sólin skein og það eitt skipti máli. Skotarnir, sem þó kalla ekki allt ömmu sína hvað viðvíkur kulda, hristu höfuðið yfir þessari klikkuðu konu, vöfðu úlpunum þéttar að sér og keyrðu hökur niður í bringur. Gamall maður sem átti leið fram hjá kom til mín með áhyggjusvip og sagði: „Viltu ekki fara inn, vinan, það slær að þér. Vorið ætlar að láta bíða eftir sér í ár.“ SEINNA sama dag tilkynnti flug- stjórinn með stolti í aðflugi að Keflavíkurflugvelli að þar væri „yndislegt veður; 4 gráðu hiti og léttskýjað, enda sumarið alveg að koma“. Og ekki bar á öðru en að fólk væri almennt sammála honum. Á leið í gegnum borgina mátti hvarvetna sjá léttklætt fólk, skokkandi eða röltandi um í róleg- heitum, skælbrosandi og ham- ingjusamt. Hitastigið var algjört aukaatriði. Sól þýðir sumar og sumar þýðir gleði. Um kvöld- ið stóðu heimilisfeður í hverf- inu kappklæddir hver á sínum svölum og grilluðu. Grilllyktin fyllti vitin og það fór ekkert á milli mála að í hugum Íslendinga hafði sumarið haldið innreið sína hvað sem hita- mælar og dagatöl sögðu. Í landi þar sem hitinn fer í mesta lagi yfir 20 gráður þrjár til fjórar vikur á ári er eðlilegt að fagna sól og birtu meira en rísandi kvikasilfursúlum í hitamælum. Og sjaldan hefur ljósið verið langþráðara en í ár. Alltof langur vetur með endalausu myrkri hefur lagst á þjóðarsálina með til- heyrandi svartsýni, vænisýki og almennu óyndi. Skítkastið og mannfyrirlitningin sem tröllríður almennri umræðu hefur náð nýjum hæðum og fólk virðist hafa lagt sig í líma við að finna dökku hliðarnar á sem flestu og bregðast við af eins mikilli heift og því framast er unnt. Skammdegis- myrkrið hefur litað alla sýn á þjóðfélags- málin alveg fram á síðasta dag vetrar. VONANDI breytist ástandið nú þegar sumarið er formlega skollið á. Vonandi slökkvum við á tölvunum, látum athuga- semdakerfin eiga sig og flykkjumst út á Klambratún í kubb og frisbí eða tökum með okkur teppi og kaffibrúsa niður í Hljómskálagarð og látum birtuna seytla inn í hugann á meðan við sólbökum hel- frosin nefin. Vonandi er sumarið komið í raun og veru, ekki bara á dagatalinu. Von- andi verður þetta í alvöru gleðilegt sumar. Ljós, lykt og lautartúrar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.