Fréttablaðið - 19.04.2012, Page 56

Fréttablaðið - 19.04.2012, Page 56
19. apríl 2012 FIMMTUDAGUR48 HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR · GISSUR PÁLL GISSURARSON / ÞÓRA EINARSDÓTTIR · GARÐAR THÓR CORTES ÁGÚST ÓLAFSSON · HRÓLFUR SÆMUNDSSON · JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR · BERGÞÓR PÁLSSON HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON · LEIKSTJÓRI: JAMIE HAYES LEIKMYND: WILL BOWEN · BÚNINGAR: FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR · LÝSING: BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON „Tímamótaviðburður í tónlistarlífinu“ - Jónas Sen, Fréttablaðið „Frábær skemmtun og frammistaða“ - Ríkharður Örn Pálsson, Morgunblaðið „Þarna verða til sannir töfrar... Maður tók andköf í glæsilegustu aríunum“ - Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is „Bravo! Bravi! Bravissimo!“ - Ólafur Arnarson, pressan.is FÖSTUDAGINN 20. APRÍL KL. 20 - UPPSELT LAUGARDAGINN 21. APRÍL KL. 20 - LOKASÝNING - Hugo Shirley, Daily Telegraph, London „Rosaleg upplifun... Sjónarspilið var magnað... Snilldarlega vel sett upp“ - Ingi Þór Jónsson og Kristjana Stefánsdóttir, Listræninginn á Rás 1 „Stórkostleg sýning í öllu tilliti... Sennilega besta uppfærsla sem ég hef séð hjá Íslensku óperunni“ - Helgi Jónsson, Víðsjá á Rás 1 MIÐASALA Í HÖRPU OG Á WWW.HARPA.IS ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR UM HELGINA 48 menning@frettabladid.is MEÐ DÖMU OG HERRA „Það var nærri því heilsársvinna að fást við hana, byggja og rífa, breyta og bæta,“ segir listamaðurinn Atli Viðar Engilbertsson um vinnuna að baki ávölum línum dömunnar. Dömuna, herrann og önnur verk Atla má sjá á listasýningu hans sem verður opnuð í Hafnarborg í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Skjaldarmerkið hennar Skjöldu nefnist listasýn- ing Atla Viðars Engilberts- sonar, sem verður opnuð í Hafnarborg í dag. Sýningin er hluti af listahátíðinni List án landamæra, sem stendur yfir næstu vikurnar með fjölmörgum viðburðum. „Já, það er byltingarstefna í gangi hérna,“ svarar Atli Viðar Engil- bertsson glettnislega, spurður hvort hann ætli að kynna Íslend- inga fyrir nýju skjaldarmerki í Hafnarborg í dag. Þar opnar í dag listasýning þar sem skoða má fjöl- breytt verk úr hans smiðju. Þar má meðal annars skoða skjaldar- merkið hennar Skjöldu, sem sýningin er nefnd eftir. Skjaldar- merkið, rétt eins og mörg önnur verk á sýningunni, er unnið úr bylgjupappa. „Ég hef í gegnum árin gert í því að vinna með hluti sem ég fæ fyrir ekki neitt, hér og þar. Ég hef það að áhugamáli að sanka að mér slíkum hlutum.“ Atli kallar aðferðir sínar pappa- skurðarlist. Skúlptúra sína vinnur hann þannig að hann bætir einni pappaplötu við í einu og sker utan af henni, áður en næsta plata bæt- ist við skúlptúrinn. Þannig byggist verkið upp í smáum skrefum. Atli er sjálfmenntaður fjöllista- maður sem hefur skrifað ljóð, leikrit, smásögur og samið tónlist, samhliða því að vinna í fjölbreyttri myndlist. Hann hefur jafnan gefið verk sín út sjálfur. Sýning hans í Hafnarborg er einn af fjölmörgum viðburðum á listahátíðinni List án landamæra, sem sett var í gær og stendur fram í miðjan maí. Hátíðin er haldin um allt land og eru við- burðir í heildina um 60 talsins og þátttakendur á sjötta hundrað. Það voru handmenntatímarnir í Héraðsskólanum á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp sem ýttu Atla út í listsköpunina. „Þegar ég bjó í sveitinni í gamla daga, fyrir 30 árum eða svo, var eiginlega það eina sem ég gat lært í skólanum textílvinna í handmennt. Í fram- haldinu af þeim tímum fór ég að hirða bönd utan af heyböggum og hnýta úr þeim mottur og annað.“ Á sýningunni má meðal annars sjá hnýtingaverk af þessu tagi, skópör úr snæri. „Ég er með eitt par úr mjög fínu efni og tvö trölla- pör. Það var svolítið skrýtið þegar ég sýndi skópörin eitt sinn á Hand- verkshátíð í Hrafnagili. Þá heyrði ég út undan mér krakkana segja sögur af karlinum sem býr til tröllaskó. Þar fékk ég nýtt viður- nefni.“ Sýning Atla verður opnuð í Hafnarborg í dag klukkan 15. Á milli klukkan 16 og 18 verður listasmiðja fyrir börn og fullorðna þar sem unnið verður með pappa. Safnið er opið til 21 í kvöld, líkt og alla fimmtudaga. holmfridur@frettabladid.is SKJALDARMERKI OG TRÖLLASKÓR Hallgrímur Helgason og verk hans verða í brennidepli á árlegu ritþingi Gerðu- bergs á laugardag. Á ritþingum er leitast við að veita persónulega innsýn í feril þekktra rithöfunda og fólki gefinn kostur á að kynnast persónunni á bak við verkin, viðhorfum, áhrifavöldum og lífs- hlaupi viðkomandi. Páll Valsson og Alda Björk Valdimarsdóttir spyrja Hallgrím spjörunum úr en Þorgerður E. Sigurðar- dóttir stýrir þinginu. Í tilefni ritþingsins mun Hallgrímur opna myndlistarsýningu á neðri hæð Gerðubergs. Sýningin nefnist Myndveiði- tímabilið 2012 og samanstendur af mál- verkum og teikningum sem öll eru frá þessu ári. Þá mun Ragnheiður Gröndal flytja nokkur lög við kvæði Hallgríms á rit- þinginu sem hefst klukkan 13.30 og stendur til kl. 16. Ritþing um Hallgrím Helgason HALLGRÍMUR HELGASON Páll Valsson og Alda Björk Valdimarsdóttir rekja garnirnar úr skáldinu í Gerðubergi á laugardag. SJÓLAG - SÍÐUSTU FORVÖÐ Sjólagi, sýningu á verkum Hrafnhildar Ingu Sigurðardóttur í Artóteki, lýkur sunnudaginn 22. apríl. Málverkin á sýningunni eru úr náttúrunni, einkum sjólagi og veðurfari á hafi úti. Úfnar öldur, boðaföll og brim einkenna margar myndanna. Sýningin er á Reykjavíkurtorgi á 1. hæð Borgarbókasafns Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.