Fréttablaðið - 19.04.2012, Qupperneq 58
19. apríl 2012 FIMMTUDAGUR50
F
A
B
R
IK
A
N
OSTAVEISLA FRÁ MS
Gullostur
Hvítmygluostur. Hvítmyglan er einnig
inni í ostinum. Áhugaverður ostur
með mildu bragði sem gott er að
njóta í lok góðrar máltíðar. Þessi
ostur er einn af flaggskipunum í
ostafjölskylduni frá MS.
Heilbakaður Gullostur
með timjan og hvítlauk
Vefjið smjörpappír utan um ostinn, pikkið átta göt ofan í
ostinn og stingið ögn af timjan ásamt þunnum sneiðum
af hvítlauk ofan í götin. Dreypið örlítilli ólífuolíu yfir.
Pakkið ostinum aftur inn í bréfið sem var utan um hann
og bakið hann í 30 mínútur við 160°C. Berið ostinn
fram með grilluðu hvítlauksbrauði.
Osta er hægt að bera fram með ýmsum hætti, það
má t.d. borða Gullostinn með góðu ávaxtamauki, eða
með hnetum og hella síðan góðu hunangi yfir eða setja
í hann fyllingu úr þurrkuðum ávöxtum s.s. apríkósum
og fíkjum og skreyta hann að ofan með þurrkuðum
trönuberjum og hlynsírópi. Búa til litlar og fallegar
ostasamlokur eða ostasnittur.
Kynntu þér fleiri góðar hugmyndir og
uppskriftir á heimasíðunni: www.ostur.is
Ostabakki
- antipasti
Grillaðar paprikur, sól- eða ofn-
þurrkaðir tómatar, grillað eggaldin,
hráskinka og þurrkaðar pylsur.
Gullostur, gráðaostur með ferskri
peru, blár Kastali.
Steyptur villisveppaostur skorinn
út í litla hringi. Maribóostur með
kúmeni. Kryddað apríkósumauk.
Baguette-brauð.
Uppskriftina að kryddaða apríkósu-
maukinu má finna á vefnum www.ostur.is
Þrjár nýjar ljóðabækur koma út
í dag á vegum Uppheima, einnar
metnaðarfyllstu ljóðaútgáfu
landsins.
Fyrst skal nefna fjórtándu
ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Hér
vex enginn sítrónuviður. Gyrðir
hefur verið iðinn við þýðingar
að undanförnu en þetta er hans
fyrsta frumsamda verk í tvö ár,
frá því að ljóðabókin Nokkur
almenn orð um kulnun sólar og
smásagnasafnið Milli trjánna
komu út samtímis. Eins og
kunnugt er hlaut Gyrðir Bók-
menntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs fyrir Milli trjánna.
Leitin að upptökum Orinoco
nefnist ljóðabók eftir Ara
Trausta Guðmundsson, hugsan-
legt forsetaefni. Í þessari óvenju-
legu ljóðabók býður Ari Trausti
lesandanum í langferð með
manni sem tíminn hefur smám
saman molað undan það sem
hann þekkir best og er honum
kærast.
Skrifað í stein nefnist ljóða-
úrval eftir sænska skáldið Kjell
Espmark í þýðingu Njarðar P.
Njarðvík. Bók hans Vetrarbraut
hlaut mikið lof þegar hún kom út
í þýðingu Njarðar 2010. Í byrjun
mánaðar gáfu Uppheimar ein-
mitt út ljóðabók eftir Njörð,
Birtan er brothætt – braghendur
og hækur.
Í tilefni af útgáfunni bjóða
Uppheimar til ljóðakvölds í húsa-
kynnum sínum við Stórhöfða í
kvöld klukkan 21, þar sem nýju
bækurnar verða kynntar og lesið
úr þeim. Aðgangur er ókeypis og
allir velkomnir.
Uppheimar fagna sumri með ljóðum
GYRÐIR ELÍASSONARI TRAUSTI
GUÐMUNDSSON
KJELL ESPMARKNJÖRÐUR P.
NJARÐVÍK
FORSETAHJÓNIN Hermann sýnir
smyrnuð veggteppi en verk hans eru
gjarnan af þjóðþekktum persónum.
Háð og spottar nefnist sýning
Hermanns B. Guðjónssonar sem
opnar í Boganum Gerðubergi á
föstudag. Þar sýnir Hermann
smyrnuð veggteppi sem hann
hefur unnið á vinnustofunni á
Hrafnistu þar sem hann býr.
Hermann er fæddur 1936 og
hefur unnið ýmis verkamanna-
störf í gegnum tíðina. Hann er
sjálfmenntaður listamaður og
hafa verk hans vakið nokkra
athygli en þau sýna gjarnan þjóð-
kunnar persónur. Mörg þessara
verka hefur Hermann gefið og
eru þau varðveitt til að mynda á
Bessastöðum og í Stjórnarráðinu.
Til að gera sýninguna sem veg-
legasta voru fengin að láni verk
í eigu forseta Íslands, forsætis-
ráðherra og annarra stjórnmála-
manna.
Háð og spott er hluti af
hátíðinni List án landamæra.
Sýningin opnar klukkan 17.15 á
morgun og stendur til 22. júní.
Háð og
spottar í
Gerðubergi
Bókaverðlaun barnanna verða
afhent í ellefta sinn í aðalsafni
Borgarbókasafnsins í Tryggva-
götu 15. Veitt eru verðlaun fyrir
eina frumsamda bók og eina
þýdda en bækurnar sem hreppa
hnossið eru valdar af krökkum
á aldrinum sex til tólf ára víðs
vegar af landinu.
Gestir geta einnig upplifað
hvernig það er að vera persóna
í bók með því að bregða sér í
risabók sem unnin er af yfir 300
nemendum í Vesturbæjarskóla.
Í bókinni eru felumyndir, ljóð,
textar, flettimyndir, hljóð, skila-
boð, lykt og aðalpersónan - þú.
Dagskráin í Borgarbóka-
safninu byrjar klukkan 14.
Bókaverðlaun
barnanna
veitt í dag
BÆKUR FYRIR BÖRN Krakkar á aldrinum
sex til tólf ára velja bestu frumsömdu og
þýddu bókina.