Fréttablaðið - 19.04.2012, Page 60

Fréttablaðið - 19.04.2012, Page 60
19. apríl 2012 FIMMTUDAGUR52 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Í síðustu viku gerðist sá gleðilegi atburður að plata íslenskrar hljóm- sveitar fór beint í sjötta sæti Billboard-listans sem heldur utan um mest seldu plötur Bandaríkjanna. Þetta er frábær árangur og merki- legur fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi hefur plata með íslenskum tónlistarmanni aldrei náð svona hátt á Billboard-listann. Björk komst hæst í níunda sætið (Volta árið 2007) og Sigur Rós hefur hæst náð fimmtánda sætinu (Með suð í eyrum 2008). Platan Jinx með Quarashi, sem Sony-risinn gaf út árið 2002, komst hæst í 104. sæti. Í öðru lagi er þessi árangur merkilegur vegna þess að Of Monsters and Men er kornung hljómsveit og My Head Is an Animal er hennar fyrsta plata. Síðast en ekki síst er árangur sveitarinnar merki- legur fyrir þær sakir að tónlist Of Monsters and Men er ekki jaðartónlist og hefur engin sérstök íslensk sérkenni. Hingað til hafa þeir íslensku tónlistarmenn sem lengst hafa náð á erlendri grund verið þekktir fyrir frumlegheit og einhverja séríslenska stemningu. Þetta á við um Björk, Sigur Rós, Múm, Sin Fang og marga fleiri. Of Monsters and Men er hins vegar ekki í þessum hópi. Tónlistin hennar er nær meginstraumnum og hefur alþjóðlegri hljóm. Þetta eru ákveðin tímamót. Og þetta þýðir að ef vel gengur áfram ætti Of Monsters and Men að geta selt töluvert fleiri plötur en allir hinir. Velgengni Of Monsters and Men sýnir að Nanna Bryndís og félagar kunna að búa til grípandi popptónlist. Hún er fyrst og fremst þeim sjálfum að þakka. En hún sýnir samt líka að við Íslendingar erum að gera eitthvað rétt í tónlistarmálum – bæði Músíktilraunir og Iceland Airwaves eru að skila góðum árangri. Stóra stökkið VINSÆL Árangur Of Monsters and Men markar tímamót. > PLATA VIKUNNAR ★★★★ ★ Muck - Slaves „Muck stimplar sig inn með pottþéttri rokkplötu.“ - TJ John Lydon, betur þekktur sem Johnny Rotten, er ekki hrifinn af herferð sem að- dáendur The Sex Pistols eru með í gangi á Facebook. Á næstunni verða 35 ár liðin síðan smáskífulag pönksveitarinnar, God Save the Queen, kom út og verður það end- urútgefið af því tilefni. Aðdáendurnir vilja koma laginu í efsta sæti breska vinsælda- listans vegna þess að á sínum tíma var það svikið um toppsætið að þeirra mati. Lydon þykir lítið til uppá tækisins koma. „Ég er stoltur af því sem The Sex Pistols áorkuðu en þessi herferð grefur undan því sem hljómsveitin stóð fyrir. Ég er ánægður með að nýjar kynslóðir hlusti á lögin með The Sex Pistols en ég vil ekki taka þátt í sirkusn- um sem er kominn af stað,“ sagði söngvarinn. Ósáttur við herferð EKKI ÁNÆGÐUR John Lydon er óánægður með herferðina á Facebook. > Í SPILARANUM Jack White - Blunderbuss Ian Anderson – Thick As A Brick 2 Sebastien Tellier - My God Is Blue M Ward – A Wasteland Companion JACK WHITE SEBASTIAN TELLIER TÓNLISTINN Vikuna 12. - 18. apríl 2012 LAGALISTINN Vikuna 12. - 18. apríl 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 Fun / Janelle Monae ..............................We Are Young 2 Magni ..................................................................... Hugarró 3 The Black Keys ............................. Gold On The Ceiling 4 Bubbi / Mugison ....................................................Þorpið 5 Valdimar Guðmund. / Helgi Júlíus Stöndum saman 6 Hljómar ................................................................Þú og ég 7 KK ............................................................................... Frelsið 8 Train ........................................................................Drive By 9 Of Monsters And Men ..................................Lakehouse 10 Gabríel, Valdimar og Opee ........................Stjörnuhröp Sæti Flytjandi Plata 1 Of Monsters And Men ...........My Head Is An Animal 2 Mugison ....................................................................Haglél 3 Adele ..................................................................................21 4 Björgvin Halldórsson ..................................Gullvagninn 5 Helgi Björnsson ........ Íslenskar dægurperlur í Hörpu 6 Ýmsir ......................Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012 7 Retro Stefson ...................................................Kimbabwe 8 Björk .....................................................................Gling gló 9 Sóley .......................................................................We Sink 10 Gus Gus ......................................................Arabian Horse Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: Garbage, The Smashing Pumpkins, Beach House og M.I.A. senda frá sér nýjar plötur í sumar. Áhugafólk um rokk og popp fær því eitthvað fyrir sinn snúð. Margar áhugaverðar erlendar plötur eru væntanlegar í sumar. Sólríkt sumarpopp er þar áberandi en rokkáhugamenn geta heldur ekki kvartað. Í rokkdeildinni ber fyrst að nefna fyrstu sólóplötu Jacks White, Blunderbluss, sem var fjallað um hér í blaðinu fyrir skömmu. Hún kemur út í næstu viku og bíða aðdáendur The White Stripes hennar með mikilli eftir- væntingu. Hinn ófrýnilegi Marilyn Manson gefur út sína áttundu plötu, Born Villain, 1. maí, og segir hann hljóminn vera þyngri en síðustu verk hans. Meira rokk kemur í verslanir 22. maí þegar Garbage gefur út sína fyrstu plötu í sjö ár, Not Your Kind of People. Sveitin hefur selt yfir sautján milljónir platna og verður fróð- legt að fylgjast með hvað söng- konan Shirley Manson, Butch Vig og félagar eru með í pokahorninu. Hin lífseiga The Smashing Pumpkins gefur svo út Oceania, sína níundu plötu 19. júní. For- sprakkinn Billy Corgan segir hana þá bestu sem hann hefur sent frá sér í langan tíma. Í poppinu gefur enska bandið Keane út Strangeland í byrjun maí. Fjögur ár eru liðin síðan Perfect Symmetry kom út og átta síðan frumburðurinn Hopes & Fears, leit dagsins ljós við miklar vinsældir. Chris Brown mætir til leiks með Fortune hinn 8. maí og á sama tíma gefur Damon Albarn út Dr. Dee sem fjallar um ævi Eng- lendingsins John Dee sem var uppi á sextándu öld. Draumpoppsveitin Beach House, sem spilaði á Airwaves í fyrra, gefur út Bloom um miðjan maí og síðar í mánuðinum send- ir John Mayer frá sér Born and Raised en þessi vinsæli poppari Rokk og sólríkt sumarpopp hefur selt jafnmargar plötur og Garbage, eða um sautján milljónir. Stuðboltarnir í Hot Chip senda frá sér sína fimmtu plötu, In Our Heads, í júní og þá fyrstu sem kemur út hjá Domino Records. Um svipað leyti kemur út The Spirit Indestructible með hinni kanadísku Nelly Furtado. Hún sló í gegn með laginu I´m Like a Bird árið 2000. Hinn silkimjúki Usher hefur selt um 45 milljónir platna á ferli sínum. Þrátt fyrir það virðist hann vera í tilvistarkreppu því hans nýjasta útspil sem kemur út í júní kallast Looking for Myself. Fimmta útgáfan frá rapparanum 50 Cent er væntanleg einhvern tímann í sumar, rétt eins og sú fjórða frá M.I.A. Miðað við fyrsta smáskífulagið Bad Girls og ævin- týralegt myndbandið við það, er von á góðu frá þessari áhugaverðu tónlistarkonu. freyr@frettabladid.is SPENNANDI SUMAR M.I.A., Garbage, Hot Chip, The Smashing Pumpkins og Beach House mæta öll með nýjar og spennandi plötur í sumar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.