Fréttablaðið - 19.04.2012, Síða 70
19. apríl 2012 FIMMTUDAGUR62
sport@frettabladid.is
UNDANÚRSLITIN í N1-deild kvenna hefjast í dag þegar að Fram tekur á móti ÍBV klukkan
15.45 í Framhúsinu í Safamýri. Í hinni undanúrslitarimmunni taka deildarmeistarar Vals á móti
Stjörnunni í fyrsta leik liðanna. Þrjá sigra þarf til að komast áfram í lokaúrslitin.
Ég sannfærður um að
við getum orðið Ís-
landsmeistarar og ef einhver
getur útskýrt það fyrir mér af
hverju við gætum ekki orðið
meistarar þá má hann hafa
samband við mig.
BENEDIKT GUÐMUNDSSON
ÞJÁLFARI ÞÓRS
Iceland Express-deild karla
UNDANÚRSLIT, 4. LEIKUR
Þór Þorl. - KR 83-80 (46-45)
Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 22/8 fráköst/10
stoðsendingar/6 stolnir, Joseph Henley 16/11
fráköst, Guðmundur Jónsson 16, Grétar Ingi
Erlendsson 12, Blagoj Janev 8/8 fráköst, Darri
Hilmarsson 7, Baldur Þór Ragnarsson 2.
KR: Joshua Brown 19/10 stoðsendingar, Robert
Lavon Ferguson 17/8 fráköst, Finnur Atli Magn-
usson 15/10 fráköst, Hreggviður Magnússon 12,
Dejan Sencanski 10/7 fráköst, Martin Hermanns-
son 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 2.
Þór vann einvígið, 3-1.
N1-deild karla
UNDANÚRSLIT, 1. LEIKUR
Haukar - HK 24-30 (15-14)
Mörk Hauka (skot): Tjörvi Þorgeirsson 9 (12),
Gylfi Gylfason 3/1 (4/1), Freyr Brynjarsson 3 (7),
Stefán Rafn Sigurmannsson 3 (11), Heimir Óli
Heimisson 2 (3), Nemanja Malovic 2 (4), Þórður
Rafn Guðmundsson 1 (2), Sveinn Þorgeirsson
1 (4).
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 14/1 (38/3,
37%), Aron Rafn Eðvarðsson 2 (8/1, 25%).
Hraðaupphlaup: 0.
Fiskuð víti: 1 (Heimir Óli 1)
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 7/2 (11/3),
Tandri Már Konráðsson 6 (10), Ólafur Bjarki
Ragnarsson 6/1 (10/1), Sigurjón Friðbjörn
Björnsson 4 (6), Atli Ævar Ingólfsson 3 (6), Ólafur
Víðir Ólafsson 2 (2), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1),
Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2).
Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 16 (30/1,
53%), Arnór Freyr Stefánsson 3 (13, 23%).
Hraðaupphlaup: 3 (Ólafur Bjarki 1, Sigurjón 1,
Bjarki Már G. 1)
Fiskuð víti: 4 (Bjarki Már E. 2, Tandri 1, Atli
Ævar 1)
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn
Ingibergsson.
Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir HK.
Meistaradeild Evrópu
UNDANÚRSLIT, FYRRI LEIKUR
Chelsea - Barcelona 1-0
1-0 Didier Drogba (45.)
Þýska úrvalsdeildin
Göppingen - Kiel 23-33
Aron Pálmarsson var ekki í leikmannahópi Kiel.
Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins.
Gummersbach - Flensburg 30-32
Füchse Berlin - Bergischer HC 35-27
Alexander Petersson skoraði fimm mörk fyrir
Füchse Berlin en Dagur Sigurðsson er þjálfari
liðsins. Rúnar Kárason skoraði tvö mörk fyrir
Bergischer HC.
Eintracht H. - Rhein-Neckar Löwen 25-38
Róbert Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir
Löwen en Guðmundur Guðmundsson er þjálfari
liðsins.
Magdeburg - Grosswallstadt 27-21
Björgvin Páll Gústafsson fékk lítið að spila með
Magdeburg og Einar Hólmgeirsson var ekki í
leikmannahópi liðsins. Sverre Andreas Jakobsson
spilaði í vörn Grosswallstadt.
STAÐA EFSTU LIÐA
Kiel 28 28 0 0 +259 56
Füchse Berlin 29 22 2 5 +108 46
Flensburg 28 22 1 5 +103 45
Hamburg 29 22 1 6 +106 45
RN Löwen 28 20 1 7 +89 41
Magdeburg 30 18 1 11 +58 37
Lemgo 28 14 3 11 -2 31
Göppingen 29 12 2 15 -31 25
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Chelsea vann í gær nokkuð
óvæntan sigur á Barcelona á heima-
velli sínum í Lundúnum, 1-0, í fyrri
viðureign liðanna í Meistaradeild
Evrópu. Didier Drogba skoraði
eina mark leiksins með marki í
uppbótar tíma fyrri hálfleiks og
er óhætt að segja að markið hafi
komið gegn gangi leiksins.
Fyrir þremur árum áttust þessi
sömu lið við í undanúrslitum
Meistara deildarinnar í sögufrægri
viðureign á Stamford Bridge. Chel-
sea var á góðri leið með að tryggja
sér sæti í úrslitunum þegar að And-
res Iniesta skoraði mark í uppbót-
artíma og skaut Barcelona áfram.
Dómari leiksins, Tom Henning
Øvrebø, var umsetinn af leik-
mönnum Chelsea eftir leikinn
þar sem hann dæmdi ekki víta-
spyrnu í leiknum þrátt fyrir að
hafa gert tilkall til þess nokkrum
sinnum í leiknum. Drogba gekk
hvað harðast fram og blótaði fyrir
framan sjónvarpsmyndavélarnar
sem heyrðist um allan heim.
Í þetta sinn voru Drogba og
félagar skælbrosandi eftir leikinn
en þrátt fyrir sigurinn er stærsta
hindrunin enn eftir – að fara á Nou
Camp í Barcelona og ná hag stæðum
úrslitum þar. Chelsea-mönnum mun
þó duga jafntefli í leiknum sem fer
fram á þriðjudaginn.
Barcelona var eins og búast
mátti við miklu meira með boltann
og fékk fleiri hættuleg færi í leikn-
um. En leikáætlun stjóra Chelsea,
Roberto Di Matteo, gekk upp.
„Þegar maður spilar gegn Barce-
lona verður maður að verjast mjög
vel vegna þess að þeir eru mikið
með boltann. Þeir eru hættulegir í
sókninni en það þarf að takmarka
það af fremsta megni og sjá svo til
þess að nýta sín eigin færi,“ sagði
Di Matteo en það var nákvæmlega
það sem gerðist í leiknum. „Didier
Drogba skoraði markið sem skipti
sköpum en það ber að lofa liðið allt
fyrir frammistöðuna.“
Drogba man vel eftir leiknum
fyrir þremur árum síðan. „Við
höfum lært mikið síðan þá og bætt
okkur. Ástæðan er sú að í dag héld-
um við markinu hreinu. Þetta eru
góð úrslit og munum við nú reyna
að fara þangað og skora annað
mark,“ sagði markahetjan. - esá
Chelsea náði ótrúlegum úrslitum gegn Evrópumeisturum Barcelona á heimavelli sínum í gær:
Drogba hetjan er Chelsea hefndi ófaranna
DROGBA VAR HETJAN Lionel Messi gerði sig sekan um sjaldséð mistök er hann
tapaði boltanum á miðjunni. Chelsea komst í skyndisókn og Drogba skoraði sigur-
mark leiksins. NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Ísland komst ekki áfram
í úrslitakeppni EM U-17 lands-
liða kvenna þrátt fyrir 3-1 sigur
á Belgíu í lokaumferð milliriðla-
keppninnar í gær. Ísland vann tvo
leiki sína af þremur í riðlinum og
endaði með sex stig, einu minna
en Sviss sem komst þar með
áfram.
Ísland tapaði fyrir Sviss, 1-0,
á sunnudaginn og reyndist það
örlagavaldur stelpnanna. U-17
lið kvenna komst í lokaúrslitin í
fyrra en þrátt fyrir að hafa misst
af því með naumindum í þetta
skiptið er árangurinn engu að
síður frábær. - esá
Undankeppni EM U-17:
Sætt og súrt hjá
stelpunum
HANDBOLTI HK vann sterkan sigur
á deildarmeisturum Hauka,
30-24, í fyrsta leik liðanna í
undanúrslitum úrslitakeppni
N1-deildar karla í gær. Þar með
hafa HK-ingar tekið forystuna
í rimmu liðanna og dugir nú að
vinna báða leiki sína á heima-
velli til að tryggja sér sæti í loka-
úrslitunum. Þrjá sigra þarf til að
komast áfram.
Haukar byrjuðu leikinn betur
og höfðu undirtökin en góður
lokakafli HK þar sem vörn og
markvarsla hrökk í gang grund-
vallaði sigur þeirra. „Þetta var
mjög ánægjulegt, það er frá-
bært að skora þrjátíu mörk á móti
Haukum sem fá vanalega á sig um
tuttugu mörk í leik,“ sagði Erling-
ur Birgir Richardsson, annar
þjálfara Hauka eftir leikinn. „Við
vorum ekkert að breyta neinu
sérstöku, við ætlum að reyna að
endast í þessu móti eins lengi og
við getum,“ sagði Erlingur. „Við
erum ósáttir við okkar leik hér
í kvöld, ákvarðanatakan í seinni
hálfleik í sóknarleiknum ein-
kenndi fall okkar,“ sagði Aron
Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir
leikinn. „Við vorum að gera allt of
mikið af mistökum, bæði í sókn og
vörn. Það hefur ekki hent okkur
mikið í vetur og það reyndist dýrt
hér í kvöld,“ sagði Aron.
Úrslitakeppnin í N1-deild karla
heldur áfram annað kvöld en þá
fara fram tveir leikir. Klukkan
19.30 taka HK-ingar á móti
Haukum í Digranesi en klukkan
20.00 eigast við lið Akureyrar og
FH norðan heiða. - kpt
Úrslitakeppnin hófst í gær:
Óvæntur sigur
HK á Haukum
ÓLAFUR BJARKI Skoraði sex mörk fyrir
HK í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
KÖRFUBOLTI Nýliðar Þórs úr Þor-
lákshöfn skrifuðu nýjan kafla
í körfuboltasögu Íslands í gær
þegar liðið tryggði sér sæti í úrslit-
um Íslandsmótsins með 83-80 sigri
gegn ríkjandi Íslandsmeistaraliði
KR. Lærisveinar Benedikts Guð-
mundssonar hafa læðst aftan að
andstæðingum sínum í vetur og
fáir hafa haft trú á því að lið hans
geti farið alla leið í úrslitin. Bene-
dikt hefur gríðarlega trú á liði
sínu og ætlar sér ekkert annað en
Íslandsmeistaratitilinn.
„Við erum bara búnir að sýna
það í vetur og í úrslitakeppninni að
það er engin tilviljun að við erum
á þessum stað. Ég er sannfærður
um að við getum orðið Íslands-
meistarar og ef einhver getur
útskýrt það fyrir mér af hverju við
gætum ekki orðið meistarar þá má
hann hafa samband við mig,“ sagði
Benedikt Guðmundsson þjálfari
Þórs í leikslok.
Leikurinn var gríðarlega spenn-
andi og bæði lið voru líkleg til þess
að fagna sigri. Seigla Þórsara var
mikil á lokakaflanum þar sem að
hinn leikreyndi Guðmundur Jóns-
son gerði út um leikinn með víta-
skoti 10 sekúndum fyrir leikslok,
83-80. Þórsarar eru til alls líklegir
en liðið er búið að slá út Íslands-
meistara tveggja síðustu ára í
úrslitakeppninni, Snæfell í 8 liða
úrslitum og nú KR.
Hrafn Kristjánsson, þjálfari
KR, var að vonum svekktur með
niðurstöðuna. „Við vorum að
spila gegn frábæru liði sem fór á
annað getustig í þessari leikser-
íu. Það breytir því ekki að þessi
leikur átti ekki að vera leikurinn
þar sem við vorum að bjarga lífi
okkar. Mér fannst við koma vel
inn í þetta en það sem varð okkur
að falli voru leikirnir tveir þar á
undan,“ sagði Hrafn í leikslok en
hann vonast til þess að fá tækifæri
til þess að halda áfram sem þjálf-
ari KR á næstu leiktíð. „Við erum
ekki búnir að skrifa undir eitt né
neitt en ég er farinn að undirbúa
næsta vetur.“
„Þetta er óraunverulegt og
maður er ekki búinn að ná þessu
ennþá. Við erum búnir að hafa trú
á þessu í allan vetur þótt að enginn
annar hafi gert það,“ sagði Grétar
Erlendsson leikmaður Þórs. „Bene-
dikt Guðmundsson þjálfari hefur
breytt öllu hjá okkur. Það eru gerð-
ar miklar kröfur til okkar og við
þurfum að hafa fyrir því að fá að
spila,“ sagði Grétar en hann skor-
aði 12 stig í gær. Veislan heldur því
áfram í Þorlákshöfn næstu vik-
urnar en liðið mætir annaðhvort
Stjörnunni eða Grindavík í úrslita-
rimmunni. seth@frettabladid.is
Meisturunum ýtt til hliðar
Nýliðar Þórs frá Þorlákshöfn hafa náð undraverðum árangri undir stjórn Bene-
dikts Guðmundssonar. Liðið sló Íslandsmeistaralið KR úr leik á heimavelli sínum
í gær, 83-80, og þar með rimmuna 3-1. Þór er í lokaúrslitunum í fyrsta sinn.
SIGRINUM FAGNAÐ Stuðningsmannahópur Þórs, Græni drekinn, hefur sett skemmtilegan svip á úrslitakeppnina í ár. Hér fagna
stuðningsmenn Þórs sigrinum á KR í gær. MYND/JÓN BJÖRN