Fréttablaðið - 04.05.2012, Síða 35

Fréttablaðið - 04.05.2012, Síða 35
Markmið Ísfugls er að framleiða góða og ódýra hversdagsvöru en alifuglaafurðir hafa verið framleiddar undir merki Ísfugls síðan árið 1979. Undanfarin ár hefur sala á alifugla- kjöti aukist, bæði á fersku kjöti og úrbeinuðu. Þessi aukning skýrist meðal annars af vitundarvakningu í þjóð- félaginu, því að margir vilja í dag fitu- minni mat. Alifuglakjöt er góður kostur fyrir þá sem vilja borða heilsusamlega því kjötið er næringarríkt og fitulítið. Nokkuð er mismunandi hvernig vörur fyrirtækisins eru merktar. Frosið kjúk- lingakjöt er eingöngu merkt Ísfugli en aðrar vörur hafa sérstök vörumerki. Ferskir kjúklingar eru til dæmis framleiddir undir vörumerkinu Kjúlli – langflottastur, steiktir kjúklingar undir merkinu Kjúlli Steikti og kalkúnakjöt undir merkjunum Hvíti kalkúninn eða Kalkúnakrásir. „Við reynum að vera dug- leg að koma með nýjungar. Í fyrra settum við á markaðinn grillútgáfu af kalkúna- sneiðum og tóku neytendur vel á móti þeirri nýjung og fyrir skömmu hófum við að selja fitulitlar kalkúnapylsur sem hafa farið mjög vel af stað,” segir Helga Lára Hólm framkvæmdastjóri Ísfugls. Kalkúnapylsurnar frá Ísfugli eru kjötmeiri en margar aðrar pylsur og með kryddaðra bragði. Pylsurnar eru til valdar sem uppistaða í ýmsum réttum því hægt er að matreiða þær með marg- víslegum hætti. Kalkúnapylsurnar bragðast vel grillaðar og því látum við hér fljóta með uppskrift að skemmti- legum grillteinum sem gaman væri að prófa með hækkandi sól. HOLLUR OG ÓDÝR HVERSDAGSMATUR GÓÐUR KOSTUR Fitulitlar kalkúnapylsur eru nýjasta viðbótin hjá Ísfugli, en þær eru bæði kjötmeiri og kryddaðri en margar aðrar pylsur á markaðnum. Uppskriftin er fyrir fjóra 8 kalkúnapylsur Paprikur, laukur og sveppir eftir smekk 4 þykkar sneiðar af grófu brauði 3-4 msk. af olíu 1 hvítlauksgeiri Salt, svartur pipar, paprikuduft Pylsurnar og grænmetið er skorið í bita og brauðsneiðarnar eru skornar í teninga. Þessu er raðað til skiptis á grillteina. Blandið muldum hvítlauk, 1/2 tsk. af salti, 1/4 tsk. af svörtum pipar og 1/2 tsk. af paprikudufti út í olíuna. Penslið kalkúnapylsurnar og brauðið með olíunni og leggið teinana á grillið u.þ.b. 10 cm frá glóðinni. Snúið teinunum oft og penslið pylsurnar og brauðið nokkrum sinnum. Rétturinn bragðast vel með fersku grænmetissalati, sterku sinnepi eða öðru meðlæti eftir smekk. KALKÚNAPYLSUR, BRAUÐ OG GRÆNMETI Á GRILLTEINI UM ÍSFUGL Ísfugl ehf. rekur slátur hús, kjötvinnslu og dreifingarstöð fyrir afurðir úr alifuglum. Í sláturhúsinu er slátrun á kjúklingum og kalkúnum allan ársins hring. Helstu vörumerkin eru: Ísfugl, Kjúlli og Hvíti kalkúninn. Vörumerkið Ísfugl hefur verið í notkun frá árinu 1979. Framkvæmdastjóri Ísfugls er Helga Lára Hólm. Ísfugl er skráð einka- hlutafélag hjá hluta- félagaskrá og starfar undir eftirliti Emb- ættis yfirdýralæknis og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis. Aðsetur: Reykjavegi 36, Mosfellsbæ Sími: 566 6103 • Fax: 566 6762 • Netfang: isfugl@isfugl.is www. isfugl.is Tengiliður verk- efnis : Guðrún Anna Magnúsdóttir hjá Grafika sími 896-1896 |FÓLKMATUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.