Fréttablaðið - 05.05.2012, Side 12

Fréttablaðið - 05.05.2012, Side 12
5. maí 2012 LAUGARDAGUR12 Augljóst er að ekki verður búið við svo umfangsmikla skekkju,“ segir í skýrslunni. Tvísköttun á vinnslu Höfundar telja að EBITDA, eða hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, lækki um 24,4% á fyrsta ári, en um 40,3% á því þriðja og þar á eftir. Frumvarp ráðherra gerir ráð fyrir að renta vinnslu sé metin með rentu veiða, en Daði og Stefán segja að það þýði tvísköttun á þeim umframhagnaði sem önnur vinnsla uppsjávarfisks en bræðsla skapar. Umfang tvísköttunar geti hlaupið á hundruðum milljarða á ári. Þá segja þeir vanmat á raun- verulegri fjármagnsþörf veiða og vinnslu vera í frumvarpinu. Það leiði til ranglega metinnar auðlinda- rentu og þar með ranglega ákvarð- aðs sérstaks veiðigjalds. Þar að auki segja þeir skatthlutfall sér- staks veiðigjalds verða að teljast mjög hátt. „Að teknu tilliti til allra þessara ágalla er niðurstaðan sú að umfang gjaldtöku samkvæmt frumvarpinu sé langt umfram það sem útgerðin getur staðið undir.“ Of mikil aðkoma ráðherra Frumvarpið gerir ráð fyrir því að ríkið innkalli 3% þeirra veiði- heimilda sem seldar eru. Skýrslu- höfundar segja að þetta geti dregið úr umfangi ábatasamra viðskipta, hægt á eðlilegri hagræðingu og skapað hvata til að leita hjáleiða fram hjá greiðslu gjaldsins. Daði Már og Stefán segja að hug- mynd frumvarpsins um leiguhluta sé allrar athygli verð. Alvarlegur ágalli á útfærslunni sé hins vegar hve mikil aðkoma ráðherra sé, með reglusetningu um skilyrði fyrir kaupunum. Ofmat á þorskígildi Frumvarp sjávarútvegsráðherra gerir ráð fyrir því að veiðigjald sé lagt flatt á sem föst krónutala á þorskígildiskíló. Eini breytileikinn felist í mismunandi mati á sérstöku veiðigjaldi fyrir botnfiskveiðar og uppsjávarveiðar. „Gagnrýna verður þá ofurtrú á þorskígildisstuðla sem sjá má í frumvarpinu. Þorskígildisstuðlar mæla hlutfallslegt verð ólíkra fisk- tegunda. Ósannað er að þeir séu skynsamlegur mælikvarði á ábata af veiðum eða kostnað við að stýra þeim.“ Steingrímur J. Sigfússon sjáv- arútvegsráðherra segir ljóst að þorskígildisstuðlar séu ekki galla- laus eining, þó þeir séu mikið not- aðir sem grunnur í kerfinu. „Gallinn við þá er að þó þeir end- urspegli sæmilega heildarverðmæt- in sem hver tegund gefur af sér, þá endurspegla þeir ekki kostnaðinn við að ná þeim verðmætum. Sókn- arkostnaðurinn er hlutfallslega meiri í sumum greinum en öðrum, til dæmis kostar meiri olíu að sækja kolmunna en grálúðu þó þorskígild- isstuðlarnir endurspegli það ekki.“ Steingrímur segist líta á það sem viðfangsefni að betrumbæta aðferðafræðina og skoða hana ofan í kjölinn. Sérfræðingar á vegum þingnefndar segja frum- varp Steingríms J. Sigfús- sonar um veiðigjald ekki matshæft. Ófært sé að meta áhrif á rekstur sjávarút- vegsfyrirtækja út frá því. Frumvarpið feli í sér tví- sköttun. Alvarleg villa er í frumvarpi um veiðigjald og því tilgangslaust að meta það í núverandi mynd. Þetta er niðurstaða þeirra Daða Más Krist- óferssonar, dósents við HÍ, og Stef- áns B. Gunnlaugssonar, lektors við HA, en atvinnuveganefnd Alþing- is fól þeim að skrifa umsögn um frumvarpið, sem og annað um fisk- veiðistjórnun. Fræðimennirnir eru mjög gagn- rýnir á efni frumvarpsins. Alvar- legasta ágalla þess segja þeir hafa með uppfærslu gagna að gera. Álagning veiðigjalds byggi á tæp- lega tveggja ára gömlum rekstrar- gögnum og hefði aðferðinni verið beitt hefði það skipulega ofmetið rentu, svo nemur tugum prósenta. „Sem dæmi hefði sérstakt veiði- gjald verið 140% af metinni auð- lindarentu ef aðferð frumvarpsins um uppfærslu gagna hefði verið beitt á tímabilinu 2006 til 2010. Frumvarp um kvóta ekki matshæft STRANDVEIÐAR Óháðir sérfræðingar á vegum atvinnuveganefndar Alþingis finna ýmsa ágalla á frumvörpum um fiskveiðistjórnun. Þeir segja meðal annars mikilvægt að strandveiðar greiði almennt veiðigjald til að auðlindarentu af þeim sé ekki sóað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Segir aldur gagna sem byggt sé á vera vandamál. Reynt sé að finna lausn á því. Steingrímur staðfestir að vandamál sé að byggt sé á tveggja ára gömlum gögnum. Það eigi einnig við um núverandi kerfi. „Það er ágalli sem er til staðar í núverandi veiðigjaldskerfi og þetta hafa menn vitað og auðvitað er þetta ekki gott. Ef menn fengju ári yngri upplýsingar, sem Hagstofan hefur reyndar verið að gefa í skyn að hún gæti verið að koma með, þá værum við mun betur staddir með það.“ Steingrímur segir að reynt sé að mæta þessu vandamáli með því að notast við framreikning í frumvarpinu, meðal annars miðað við vísitölu sjávarútvegs og aðrar vísitölur, til að uppfæra kostnaðinn. Það sé ekki gallalaus leið, en þó tilraun til að mæta vandanum. „Ætlunin er auðvitað að reyna að finna leið til að vera sem næst raunaf- komunni á árinu þegar álagningin fer fram. Það er þó ekki alveg einfalt að finna bestu viðmiðin í því og menn eru meðvitaðir um vandamálið. Ég held að það sé ofsagt að þetta sé ekki hægt. Ef það er svo hefur í raun aldrei verið hægt að leggja á gamla veiðigjaldið heldur og það er þá alveg meingallað,“ segir Steingrímur, og vísar til þess að það byggir á jafngömlum tölum. Vantar nýrri gögn FRÉTTASKÝRING: Frumvörp um fiskveiðistjórnun og veiðigjald Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Við fjármögnum þinn ferðavagn Ergo vill aðstoða þig við að eignast ferðavagn Þú finnur þinn draumaferðavagn og sendir okkur nánari upplýsingar og saman finnum við réttu lausnina til að aðstoða þig við fjármögnunina. Útilegukort fylgja öllum ferðavagnalánum í maí en með kortinu hefur þú aðgang að 44 tjaldsvæðum um land allt. Kynntu þér málið nánar á ergo.is sími 440 4400 > www.ergo.is Að teknu tilliti til allra þessara ágalla er niðurstaðan sú að umfang gjaldtöku samkvæmt frum- varpinu sé langt umfram það sem útgerðin getur staðið undir. ÚR SKÝRSLU SÉRFRÆÐINGA Á VEGUM ATVINNUVEGANEFNDAR ALÞINGIS.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.