Fréttablaðið - 05.05.2012, Page 30

Fréttablaðið - 05.05.2012, Page 30
5. maí 2012 LAUGARDAGUR30 FRAMHALD AF SÍÐU 28 STUND MILLI STRÍÐA Kristján Eldjárn og Halldóra Ingólfsdóttir kona hans sjást hér njóta lífsins í sumarblíðu við sumarbústað í Munaðarnesi. MYND/GVA greina skýrt hvar embættislífinu lýkur og einkalífið tekur við. Elda að mestu sjálf Það virðist þó ljóst að sjálft heimili forsetans og fjölskyldu hans er ríki einkalífsins. Íbúðarhús forsetans á Bessa- stöðum er nokkurn veginn eins og hvert annað heimili. Stórt heimili reyndar, enda er húsið tæpir 450 fermetrar, en það er nú varla við öðru að búast af forsetabústað. Fréttablaðið grennslaðist fyrir um það hjá embættinu hvernig væri almennt farið með máltíðir forseta og fjölskyldu hans – hvort þær væru jafnan útbúnar af ráðs- manninum á Bessastöðum eða heimalagaðar af forsetahjónunum sjálfum. Svar forsetaritarans var stutt og laggott: „Það fer eftir dag- skrá forseta, önnum og öðrum við- burðum. Mikill meirihluti máltíða er forsetahjónanna sjálfra.“ Aðföng á Bessastöðum og heim- ili forsetans eru greidd af fyrir- fram ákveðinni risnu, sem hefur verið í kringum sex milljónir á ári á þessu kjörtímabili, og ráðsmað- urinn sér að mestu um þau inn- kaup. Risnan dekkar æði margt í útgjöldum embættisins, til að mynda öll veisluhöld. Árlega koma á áttunda þúsund gestir á Bessa- staði til funda eða viðræðna, í móttökur vegna ráðstefna, þinga, verðlaunaafhendinga eða annarra atburða, í hádegisverð eða kvöld- verð og auk þess um hundrað þús- und ferðamenn í skoðunarferðir. Öllum þessum fjölda þarf að bjóða upp á ýmist kaffi, kökur, snittur, gosdrykki, léttvín eða málsverði. Þá hefur embættið undanfarin ár að jafnaði varið um einni milljón króna á veitingastöð- um, sem forsetinn heimsækir eink- um með erlendum gestum sínum. Í júnílok ræðst hver mun halda heimili á Bessastöðum næstu fjög- ur árin; sitjandi forseti sem hefur búið þar undanfarin sextán ár, eða einhver áskorenda hans. Fari svo að honum verði velt úr sessi blasir við að það verða mikil viðbrigði, bæði fyrir hann og eftirrennar- ann. Einstaklega góður tími Ingólfur Árni Eldjárn ólst upp á Bessastöðum ■ BERNSKUMINNINGAR FRÁ BESSASTÖÐUM Ingólfur Árni Eldjárn er yngstur fjögurra barna Kristjáns Eldjárns og Halldóru Ingólfsdóttur. Hann var á áttunda ári þegar faðir hans var kjör- inn forseti Íslands. Ingólfur og systkini hans voru þannig líklega fyrstu börn forseta sem bjuggu á Bessastöðum. Í samtali við Fréttablaðið sagði Ingólfur að árin á Bessastöðum hafi verið afar góður tími. „Ég var að verða átta ára þegar faðir minn var kjörinn og við fluttum suður á Bessastaði. Við bjuggum áður í Þjóðminjasafninu, í íbúð á jarðhæð- inni, þannig að segja má að við höfum flutt þarna úr frekar óeðlilegum aðstæðum yfir í aðrar,“ segir hann hlæjandi, en faðir hans var þjóðminjavörður þegar hann var kjörinn. „Það var mjög spennandi að flytjast suður á Bessa- staði. Þarna var nóg pláss til allra þeirra verka sem átta ára gamlir menn þurfa að sinna. Það bjuggu ekki margir á Álftanesi, en ég gekk í barnaskólann á Álftanesi og kynntist þá strax svo til öllum krökkun- um á mínum aldri.“ Ingólfur segist ekki hafa fundist sem honum væri tekið öðruvísi á Álftanesi, vegna þess hver faðir hans var. „Ég upplifði það ekki þannig. Fólk bar mikla virð- ingu fyrir embættinu og fjölskyldunni og við börnin vorum aldrei neitt með í opinberum athöfnum for- eldra okkar. Það var alveg aðskilið.“ Að loknum barnaskóla gekk Ingólfur í Hagaskóla og síðar í Menntaskólann í Reykjavík. Hann seg- ist hafa verið viðkvæmari fyrir stöðu sinni á þeim árum, þó að hann hafi ekki fundið fyrir auknum kröfum til sín hennar vegna. „Utan Álftaness beindist stundum athygli að manni og ég kunni ekkert sérstaklega vel við það. Þegar maður er á þessum aldri þolir maður ekki hvað sem er, og ég var ekki að veifa því sérstaklega hverra manna ég var. Ef ég kvartaði undan þessu sagði pabbi alltaf að forsetaembættið væri bara vinna sem hann væri að sinna og ætti ekki að hafa áhrif á mig.“ Hvað varðar daglegt líf fjölskyldunnar á Bessa- stöðum segir Ingólfur að foreldrar hans hefðu lagt áherslu á að halda heimilinu aðskildu frá skyldustörf- um embættisins. „Pabbi fór á skrifstofuna á morgnana og kom aftur um hádegið. Mamma var heimavinnandi og seinni partinn sinntu þau gjarna móttökum og öðru sem upp á þau stóð.“ Auk fjölskyldunnar bjuggu á Bessastöðum bílstjóri sem einnig gegndi störfum ráðsmanns og sá um við- hald á húsunum og jörðinni og svo ráðskonan Sigrún Pétursdóttir. „Mamma og pabbi lögðu á það áherslu að eiga sitt eigið heimili á Bessastöðum. Fyrri forsetar höfðu notað allt húsið sem sitt heimili og þau húsgögn sem fylgdu með, en mamma og pabbi fluttu með sín eigin húsgögn og innbú og við vorum með það á efri hæð- inni þar sem var okkar heimili með venjulegar mubl- ur eins og hjá öðru fólki.“ Þegar Ingólfur lítur til baka á árin á Bessastöðum segir hann þau hafa verið góð. „Já, þetta var einstaklega góður tími, sérstak- lega þegar ég var barn því að þarna á nesinu var svo skemmtilegt umhverfi, fjaran og æðarvarpið. Þarna bjuggum við í alvöru sveit og það var heilmikil upp- lifun og mér finnst það standa upp úr.“ Vann við rannsóknir og skrif í tómstundum Kristján Eldjárn í viðtali við Frjálsa verslun árið 1974 ■ FORSETI OG FRÍSTUNDIRNAR Í viðtali við Frjálsa verslun árið 1974 var Kristján Eldjárn forseti, sem þá bjó að Bessastöðum með fjölskyldu sinni, meðal annars spurður út í hið daglega líf í forsetabústaðnum. Eftirfarandi brot úr viðtalinu er birt með leyfi útgefanda Frjálsrar verslunar. Það eru einkum hinar opinberu embættisat- hafnir forsetans, sem almenningur í landinu fylg- ist með. En hvernig er daglegum störfum yðar háttað á milli þeirra? „Það er ekki nema eðlilegt að almenningur í landinu fylgist heldur lítið með daglegum störfum forsetans eða lífi hans innan veggja heimilisins. Dagleg störf mín eru þau að ég er venjulega kom- inn inn í bæ og á skrifstofuna um kl. 9.30 og er þar þangað til um það bil 12.15. Á þessum tíma koma þeir menn til viðtals, sem um það hafa beðið, enn fremur er ég þá með starfsfólki mínu að undir- búa það sem fyrir liggur í sambandi við risnu og yfirleitt móttöku gesta, enn fremur afgreiða bréf og ýmis mál, sem að höndum ber. Ég fer aftur á skrifstofuna eftir hádegi, ef þess er þörf vegna einhverra sérstakra anna, en oftast held ég kyrru fyrir á Bessastöðum og við hjón erum þá að þoka áleiðis einhverju, sem fyrir liggur, eða ég er að skrifa sitt af hverju, sem embættið hefur í för með sér. En hvenær sem næði er til vinn ég; við rann- sóknir mínar og skrif í sambandi við þær, eins og ég hef ætíð gert, en þetta kemur ekki embætt- inu við, heldur varðar aðeins notkun tómstunda, sem forseti á að eiga eins og aðrir. Nýi forsetinn í Ísrael var prófessor og er sagður hafa rannsókn- arstofu í forsetahöllinni. Ég get sagt það hér, af því að margir spyrja um það, að ég tel mig hafa komið þó nokkrum fræðistörfum í verk síðan ég kom á Bessastaði. Raunverulegt frí höfum við hjón hins vegar ekki tekið í háa herrans tíð, og liggja til þess ýmsar ástæður.“ Hversu fjölmennt er starfslið forsetaembættis- ins og hvernig er rekstri Bessastaða háttað? „[...] Á Bessastöðum er ráðsmaður, sem er um leið bifreiðarstjóri forseta. Hann annast allar útréttingar fyrir staðinn. Þá er ráðskona og ein stofustúlka. Það nægir daglega og við smærri gestamót- tökur, en þegar stórar móttökur eru eða veizl- ur, sem oft ber við, er fengin aukahjálp. Aðeins örsjaldan eru veitingamenn fengnir til að standa fyrir veitingum við móttöku gesta. Forseti hefur umráð yfir jörð og húsum á Bessastöðum, en búskapur er þar enginn nú, ríkisbúskapurinn var lagður niður vorið 1968. Í svip virðist mér ekki líklegt að hann verði tekinn upp aftur, þótt ég viti vel að mörgum finnst að honum sjónarsviptir. En þar er á margt að líta, sem ókunnugir munu varla átta sig á í fljótu bragði.“ ÆSKAN Á ÁLFTANESI Ingólfur Árni Eldjárn fluttist átta ára gamall á Bessastaði með foreldrum sínum. Þar segist hann hafa átt afar ánægjulega bernsku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Andrea Ólafsdóttir Ari Trausti Guðmundsson Ástþór Magnússon Hannes Bjarnason Herdís Þorgeirsdóttir Jón Lárusson Ólafur Ragnar Grímsson Þóra Arnórsdóttir Ólafur Ragnar Grímsson hefur búið á Bessastöðum frá því að hann tók við embætti forseta árið 1996. Hann gefur áfram kost á sér, en sjö aðrir frambjóðendur hafa þegar lýst yfir framboði fyrir kosningarnar sem munu fara fram í lok júní. Einhver þeirra mun því hugsanlega fá að kynnast hinu daglega lífi og starfi á Bessastöðum. HVER MUN BÚA Á BESSASTÖÐUM?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.