Fréttablaðið - 05.05.2012, Page 38

Fréttablaðið - 05.05.2012, Page 38
5. maí 2012 LAUGARDAGUR38 FRAMHALD AF SÍÐU 36 Gunnar er fullur af kvíða og óöryggi í Njálu. Hann veit ekkert í hvora löpp- ina hann á að stíga og tekur oft kolrangar ákvarðanir. Í nútímanum hefði Gunnar verið sjálfmiðaður, óöruggur „metromaður“ sem veit ekki hvort hann er gay eða ekki eða hvað hann á að taka sér fyrir hendur. Hann hefði notið góðs af fornri frægð sinni í íþróttum og stundað vafasöm viðskipti með bíla og fasteignir. GUNNAR Á HLÍÐARENDA Gísli var laghentur, siðblindur skáldmæltur kappi í sögunum. Hann hefði í nútímanum verið byggingaverktaki sem hefði stöðugt átt í útistöðum við opinber yfirvöld og suma við- skiptavini sína. GÍSLI SÚRSSON GRETTIR ÁSMUNDSSON Grettir er ógæfan holdi klædd í Grettissögu vegna ýmissa persónuleikabresta. Hann er bæði siðblindur og auk þess með geðklofalíka persónuleikaröskun. Hann hefði í nútímanum lent í langvinnum útistöðum við lög og rétt, setið í fangelsum og dvalist á geðdeildum. Grettir hefði verið kominn á örorku um þrítugt og stundað smáglæpi og handrukkun til að drýgja tekjurnar. Egill er maður mikilla andstæðna. Hann er snillingur orðsins og ágætt skáld en hann hefur margvíslega skavanka á sálinni sem gera honum erfitt fyrir. Hann er drykkfelldur og siðblindur með geðhvarfasýki og vílar ekkert fyrir sér. Auk þess er hann blóðnískur og hégómlegur. Egill hefði getað lent á glæpabrautinni en sennilega hefði hann notið góðs af ágætum gáfum sínum og orðið viðurkennt skáld og jafnvel þegið Nóbelsverðlaunin. Hann hefði sennilega orðið bændahöfð- ingi og þingmaður en stundað grimma eiginhagsmunagæslu á okkar tímum eins og hann gerir í Egilssögu. EGILL SKALLAGRÍMSSON Þormóður er glaðbeittur og samviskudaufur kvenna- maður í Fóstbræðrasögu og eflaust hefði hann leikið sama hlutverk í nútímanum. Þormóður hefði átt margar kærustur og líf hans hefðu verið varðað sam- býliskonum, ástkonum, skilnuðum, barnsmeðlögum, afbrýðisemi og alls konar vandamálum tengdum konum. En hann er einn þeirra sem kemur alltaf stand- andi niður og fer fullur bjartsýni á vit nýrra ævintýra og inn í enn eina sambúðina. ÞORMÓÐUR KOLBRÚNARSKÁLD Þorgeir, fóstbróðir Þormóðs, hefði á hinn bóginn lent snemma í útistöðum við lög og rétt og samfélagið og setið inni á mörgum stofnunum vegna einhverra smáglæpa og geðrænna vandamála. Hann hefði snemma farið á örorku vegna stoðkerfisvandamála og þunglyndis en drýgt tekjurnar með því að vinna svart sem dyravörður og handrukkari. ÞORGEIR HÁVARSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.