Fréttablaðið - 05.05.2012, Qupperneq 42
FÓLK|HELGIN
DJASS Í NOR-
RÆNA HÚSINU
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
FÍNLEGT
Ása gerir fínlega
skartgripi úr silfri
sem er þægilegt að
nota hversdags.
Ég geri aðallega litla og fínlega skartgripi úr silfri sem er þægi-legt að nota hversdags. Þeir taka
ekki mikið frá fötunum sem maður
klæðist en maður verður fínni þegar
búið er að setja þá upp,“ segir Ása
Gunnlaugsdóttir skartgripahönnuður.
Ása segir hugmyndir að hönnun-
inni geta komið hvaðan sem er. Oft
fær hún hugmyndir úr náttúrunni
en hún gengur mikið á fjöll. „Það er
þó ekki endilega eitthvert markmið í
sjálfu sér að hafa hönnunina tengda
náttúrunni. Hugmyndin að línu sem
er kölluð Hríma kviknaði út frá vatni
sem leggur á veturna og brotnar svo
upp á vorin. Hugmyndin að línunni
Gleymmérei er sótt í barnæskuna en
þegar ég var lítil var ég vön að tína
gleymméreiar og festa á peysuna
mína eins og skartgripi.“
Ása er menntuð í gull- og silfur-
smíði í Finnlandi. Hún tók svo master
í iðnhönnun í Helsinki og vann sem
iðnhönnuður í Suður-Kóreu í eitt ár.
Hún hefur síðan einbeitt sér að skart-
gripagerð og á nú eigið fyrirtæki, Asa,
sem framleiðir skartgripi. „Ég á og rek
fyrirtækið en það byggist ekki bara
upp í kringum mig, ég kaupi eða leigi
hönnun af öðrum og framleiði hana.
Þá eiga hönnuðirnir höfundarréttinn
að sinni hönnun en þeir eru undir
fyrirtækinu Asa.“
Ása er í samstarfi við umboðsmann
í Bandaríkjunum sem hefur komið
vörunum hennar inn á tvo staði þar.
„Ég veit ekki hvað kemur út úr því en
það er gaman að prófa þetta þó ég sé
ekki að búast við neinum heimsyfir-
ráðum.“
Ása tekur þátt í sýningunni HAND-
VERK OG HÖNNUN sem verður hald-
in í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 3.
til 7. maí. Þetta er kynning á íslensku
handverki, listiðnaði og hönnun og er
þetta í sjöunda sinn sem sýningin er
haldin. Hún er nú í fyrsta sinn haldin
að vori en 44 aðilar sýna verk sín á
henni. Rúmlega helmingur þátttak-
enda eða 27 aðilar hefur ekki tekið
þátt í sýningunni áður. Nánari upp-
lýsingar um sýninguna má finna á
slóðinni handverkoghonnun.is. ■ lbh
FÍNLEGIR OG ÞÆGILEGIR SKARTGRIPIR
SKART Ása Gunnlaugsdóttir hönnuður tekur þátt í sýningunni HANDVERK OG HÖNNUN sem nú er
haldin í sjöunda sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 3. til 7. maí.
NÁTTÚRA
Innblástur að hönn-
uninni er oft sóttur til
náttúrunnar en Ása
gengur mikið á fjöll.
MYND/ERNIR
SÝNING
Ása tekur þátt í sýn-
ingunni HANDVERK
OG HÖNNUN sem
verður haldin í Ráðhúsi
Reykjavíkur dagana 3. til
7. maí.
MYND/ERNIR
AFSLÁTTURAF ÖLLUM NETTOLINEINNRÉTTINGUM
fr
ifo
rm
.is OG 5% AÐ AUKI SÉ GREITT
Í EINU LAGI VIÐ PÖNTUN
INNRÉTTINGATILBOÐ
■ MÚLINN
Tómas R. Einarsson og Matt-
hías M. D. Hemstock koma
fram á tónleikum Múlans í
Norræna húsinu klukkan 16 í
dag og flytja verkin Strengur
og Quadrant.
Quadrant, eða Hringfjórð-
ungur, er mynd- og tónverk,
samið fyrir slagverksleikara,
fimm blindramma og málara-
bretti. Það var frumflutt í
Amsterdam 1983 og síðan í
Tókýó. Höfundurinn er Jón Sig-
urpálsson myndlistarmaður og
safnvörður á Ísafirði. Matthías
M. D. Hemstock flytur verkið.
Lagaflokkurinn STRENGUR,
fyrir kontrabassa, slagverk,
vatnshljóð og vídeó var frum-
fluttur á Listahátíð í Reykjavík
2011 og hlaut frábærar viðtök-
ur. Tómas R. Einarsson samdi
tónlistina.