Fréttablaðið - 05.05.2012, Síða 92

Fréttablaðið - 05.05.2012, Síða 92
5. maí 2012 LAUGARDAGUR56 56 menning@frettabladid.is Innritun nýnema fyrir næsta skólaár 2012-2013 stendur yfir hjá Tónlistar- skóla FÍH til 7. maí n.k. Sótt er um skólavist á heimasíðu skólans www.tonlistarskolifih.is og á rvk.is (Rafræn Reykjavík) Allir nýnemar þreyta inntökupróf í skólann. Umsækjendur fá bréf um miðjan maí um tíma fyrir inntökupróf en þau fara fram dagana 4-6 júní n.k. Umsækjendur fá svar um skólavist í lok júní. Tónlistarskóli FÍH er framsækinn skóli með vel menntaða úrvalskennara sem eru virkir þátttakendur í íslensku tón- listarlífi. Skólinn hefur mikla sérstöðu meðal tónlistarskóla landsins þar sem kennd er hefðbundin tónlist (sígild tónlist) og rythmiskri tónlist ( djass, popp, rokk,) Tónlistarskóli FÍH býður nemendum sínum gott námsumhverfi og fjölbreytt námsframboð og um leið gerir skólinn kröfur til nemenda hvað varðar ástundun og námsframvindu. Ef þú vilt verða góður tónlistarmaður er Tónlistarskóli FÍH rétti skólinn fyrir þig. Tónlistarskóli FÍH auglýsir eftir umsóknum um skólavist fyrir skólaárið 2012-2013 Hreinn Friðfinnsson - Í bili Í dag fjallar Gunnar J. Árnason listheimspekingur um myndlistar- manninn Hrein Friðfinnsson og verk hans í ráðstefnusal Arion banka. Fyrirlesturinn hefst kl. 13:30 og ber yfirskriftina Í bili. Jafnframt opnar sýning á verkum Hreins á sama tíma í Arion banka, Borgartúni 19. Allir velkomnir Yfir 75 stutt- og heimild- armyndir verða sýndar á Reykjavík Shorts & Docs hátíðinni, sem haldin er í tíunda sinn í ár og hefur aldrei verið viðameiri. Stutt- og heimildarmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs stend- ur dagana 6. til 9. maí. Þetta er í tíunda skipti sem hátíðin er hald- in og hefur dagskráin aldrei verið umfangsmeiri, að sögn Brynju Daggar Friðriksdóttur, kynning- arfulltrúa hátíðarinnar. „Við bjóðum upp á rúmlega 75 myndir sem eru framleiddar í yfir 20 löndum, svo myndirnar koma víða að.“ Dagskránni er skipt í fjóra flokka; Íslenskar myndir, Pólskar myndir, Konur í kvikmyndum og Nýliðar. „Í íslenska flokknum eru mynd- ir sem eru gerðar á Íslandi eða leikstýrt af Íslendingi og marg- ar þeirra verða heimsfrumsýnd- ar á hátíðinni. Pólsku myndirnar eru sýndar í samvinu við pólsku ræðisskrifstofuna á Íslandi og Short Waves kvikmyndahátíðina í Póllandi. Í kvennaflokknum eru myndir sem eiga það sameiginlegt að fjalla um konur og/eða er leik- stýrt af konum, en þessi flokkur nýtur góðs stuðnings bandaríska dreifingarfyrirtækisins Women Make Movies, landsnefnd UN- Women á Íslandi, Stígamótum og W.O.M.E.N, samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.“ Í nýliðaflokki eru svo sýndar myndir sem eru annað hvort frum- raun eða önnur mynd leikstjórans en sérstök verðlaun verða veitt í þessum flokki 9. maí.“ Þá er von á um 20 erlendum gestum á hátíðina; leikstjórum, dagskrárstjórum, dreifingaraðil- um og framleiðendum. Brynja segir tímasetningu hátíð- arinnar í ár sérlega heppilega til að laða að góða gesti úr bransan- um. „Heimildarmyndahátíðin Hot Docs í Kanada er nýafstaðin og svo er auðvitað kvikmyndahátíðin í Cannes í maí, sem gerir að verk- um að við erum mjög álitlegt stopp fyrir fólk úr kvikmyndageiranum sem er á leið þarna á milli. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að hátíð- in sé komin á plan sem hún hefur ekki verið á áður og stefnan er að halda henni þar áfram, enda hefur mikill tími og orka farið í undir- búninginn.“ Nálgast má upplýsingar um dag- skrána á heimasíðu hátíðarinnar: shortsdocsfest.com og á Facebook- síðu hennar. bergsteinn@frettabladid.is Heimildarmyndahá- tíðin Hot Docs í Kanada er nýafstaðin og svo er auðvitað kvikmyndahátíðin í Cannes í maí, sem gerir að verkum að við erum mjög álitlegt stopp fyrir fólk úr kvikmyndageiranum sem er á leið þarna á milli. BRYNJA DÖGG FRIÐRIKSDÓTTIR KYNNINGARFULLTRÚI SHORTS & DOCS SHORTS & DOCS ALDREI VEGLEGRI BRYNJA DÖGG FRIÐRIKSDÓTTIR Dagskránni á hátíðinni er skipt í fjóra meginflokka: Íslenskar myndir, konur í kvikmyndum, pólskar myndir og nýliða. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR NÁND – CLOSE Sýningin NÁND/CLOSE verður opnuð í Menningarverkefninu Hlöðunni í Vogum í dag, laugardaginn 5. maí, klukkan 16. Sýningin er samstarfsverkefni systranna Gunnhildar og Brynhildar Þórðardætra og er innblásin af súrrealískum heimi þeirra þar sem gínur geta breyst í húsgögn (gínugögn), loðnir bollar innihalda ljóð (loðbolli) og föt verða að listaverkum. Sýningin stendur yfir til 20. maí.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.