Fréttablaðið - 17.05.2012, Side 54

Fréttablaðið - 17.05.2012, Side 54
17. maí 2012 FIMMTUDAGUR38 GOTT Á GRILLIÐ Helgi Björnsson, söngvari og hestamaður, mun ásamt eiginkonu sinni, Vilborgu Halldórsdóttur, stýra þáttum um Landsmót hestamanna sem sýndir verða á Stöð 2. Þættirnir, sem nefnast Sprettur: Helgi og Vilborg hita upp fyrir Landsmót, verða þrír talsins og hefja göngu sína þann 3. júní. „Ég og Vilborg, kona mín, vorum fengin til að sjá um smá óbeina upphitun fyrir Landsmótið í formi sjónvarpsþátta og vekja þannig athygli á íslenska hestinum og hestamenningunni. Hesturinn er svo stór hluti af okkar þjóðarsál og alveg frábær skepna,“ segir Helgi sem var staddur í Barcelona er Fréttablaðið náði tali af honum. Í þáttunum munu hjónin fara um víðan völl og meðal annars heimsækja knapa sem eru í óða önn að undirbúa sig fyrir mótið, skoða gangtegund- ir hestanna og rifja upp sögu Landsmótsins. „Svo munum við auðvitað heimsækja stjörnur mótsins, sem eru hestarnir sjálfir. Vonandi fáum við einnig að heimsækja eldri stjörnur eins og Orra frá Þúfu, þeir hestar eru eins og söngvararnir sem sungu gömlu hittarana,“ bætir Helgi við. Sjálfur er söngvarinn mikill áhugamaður um hestamennsku og veit fátt skemmtilegra en að fara á bak. „Höfðingi minn heitir Dagfari og hann hef ég átt í tíu ár. Hann hefur borið mig um ýmsa lands- hluta og það er aldrei að vita nema honum bregði fyrir í þáttunum, hann á það alveg skilið.“ - sm Helgi hitar upp fyrir landsmót 10 DAGAR í aðalkeppni Eurovision „Aserar eru yndislegir, kurteisir og almennilegir í alla staði,“ segir Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi, um lífið í Bakú, höfuðborg Aserbaíd- sjan. Þar er heitt í veðri, eða 25 til 30 stiga hiti. Næstkomandi þriðjudag stígur hann á svið ásamt Gretu Salóme í Crystal-höllinni og flytur lagið Never Forget. „Okkur mætir mikil velvild og ef okkur skyldi van- haga um eitthvað finnst okkur við bara þurfa að smella fingrum,“ segir Jónsi, sem flaug út með um tuttugu manna Eurovision-hópi á laugardaginn. Síðan þá hafa stífar æfingar staðið yfir, auk blaðavið- tala og móttaka. Aðspurður segir Jónsi stemninguna í hópnum góða. „Við þurfum að styðja hvert annað því það tekur á taugarnar að vera svona mikið saman þegar við erum fjarri ástvinum okkar.“ Hvað varðar öryggisgæsluna segir Jónsi hana minni en þegar hann keppti í Istanbúl árið 2004. Þá var hann iðulega með tvo til fjóra lífverði í kringum sig, aðallega vegna hryðjuverkaógnar. „Núna fáum við lögreglufylgd í umferð- inni og vitanlega er góð gæsla í Kristalshöllinni en það er bara barnaleikur miðað við seinasta skipti hjá mér.“ Hann segir umhverfið í kringum höllina stórkostlegt. „Höllin stend- ur yst á skaga við höfnina og innan við hana er risastór upphækkað- ur flötur sem rís tuttugu til þrjá- tíu metra upp í loftið. Á honum er stærsta flaggstöng sem ég hef séð.“ Hvað með atriðið ykkar. Er það að smella vel saman? „Já, við vorum að æfa það núna rétt í þessu og það er alveg geirneglt.“ - fb Jónsi fær almennilegar móttökur Í BAKÚ Jónsi í Bakú þar sem Eurovison- keppnin verður haldin í næstu viku. „Ég ætlaði aldrei að leiðast út í þennan bransa en smitaðist af tón- listarbakteríunni í Versló,“ segir hin 21 árs gamla söngkona Elín Lovísa Elíasdóttir sem gefur út lagið Hring eftir hring á næstu dögum. Hring eftir hring er fyrsta lagið sem Elín gefur út upp á eigin spýt- ur en hún vakti athygli er hún söng með rapparanum Kristmundi Axel í laginu Það birtir alltaf til árið 2010. „Ég byrjaði að leika mér að syngja í Versló og tók meðal annars þátt í söngkeppninni. Þá varð ekki aftur snúið og er draumurinn að gefa út heila plötu.“ Elín er yngri systir söngkonunn- ar Klöru í stúlknasveitinni The Charlies svo það má segja að tón- listin sé í fjölskyldunni. Elín segir stóru systur sína, Steinunni og Ölmu vera duglegar að hvetja sig áfram. „Ég væri ekki að gera þetta án Klöru og þeirra allra. Við erum duglegar að hittast á Skype og þær gefa mér ráðleggingar varðandi hitt og þetta,“ segir Elín, en Alma á einmitt heiðurinn af texta lags- ins Hring eftir hring sem er samið af strákunum í upptökuteyminu Redd Lights. Elín er á fyrsta ári í viðskipta- fræði í Háskólanum í Reykjavík og verður bankastarfsmaður í sumar. Hún fer þó ekki leynt með að draum- urinn sé að starfa í tónlistarbrans- anum í framtíðinni. „Ég ætla bara að bíða og sjá hvernig viðtökurnar verða við laginu. Það væri draum- ur að geta gert meira úr tónlistinni og jafnvel setjast að erlendis og ein- beita sér að þessu eins og systir mín er að gera. Ég hef einu sinni farið í heimsókn til þeirra til Los Angeles svo maður er allavega komin með nokkur góð sambönd.“ Lagið Hring eftir Hring er hresst rafpopplag sem Elín hefur trú á að geti orðið vinsælt á dansgólf- um borgarinnar í sumar. „Þetta er þannig lag að það getur vel orðið sumarslagari. Ég er bara glöð að lagið sé loksins á leið í spilun. Við höfum verið að tala um þetta lengi og ferlið tekið sinn tíma. Nú er bara að bíða og sjá hvernig landsmenn taka laginu.“ Hring eftir hring verður frumflutt í morgunþættinum Magasín á FM957 á morgun. alfrun@frettabladid.is ELÍN LOVÍSA ELÍASDÓTTIR: ÞETTA LAG GETUR VEL ORÐIÐ SUMARSLAGARI Fær ráðleggingar frá The Charlies í gegnum Skype SUMARSMELLUR Lagið Hring eftir hring í flutningi söngkonunnar ungu Elínar Lovísu Elíasdóttur er á leiðinni í spilun á næstu dögum. Texti lagsins er skrifaður af Ölmu í stúlknasveitinni The Charlies en Elín er yngri systir Klöru í sveitinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HITAR UPP FYRIR LANDSMÓT Helgi Björnsson og eiginkona hans, Vilborg Halldórsdóttir, munu hita upp fyrir Landsmót hestamanna með skemmtilegum fræðsluþáttum á Stöð 2. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Þar er prime rib og bökuð kart- afla og málið dautt.“ Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður. Nákvæm kort og ítarleg nafnaskrá Þjónusta í þéttbýli Náttúruperlur og sögustaðir Fróðleikur og fallegar myndir GERÐU FERÐALAGIÐ ÓGLEYMANLEGT! Þeir sem óska eftir að leigja sölutjald þann 17. júní nk. í Reykjavík þurfa að skila inn umsókn fyrir föstudaginn 29. maí fyrir kl. 16.00 í Skátamiðstöðina Hraunbæ 123. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru á vefnum www.skataland.is/17juni Vakin er athygli á því að lausasala á hátíðarsvæðinu er bönnuð. Sölutjöld eru einungis leigð félögum og samtökum sem sinna æskulýðs- og íþróttastarfi í Reykjavík, en ekki einkaaðilum. Umsóknir um sölutjöld 17. júní 2012 í Reykjavík Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur | Skátasamband Reykjavíkur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.