Fréttablaðið - 08.06.2012, Side 12
8. júní 2012 FÖSTUDAGUR12
A
lvarlegur uppskeru-
brestur veldur því að
þúsundir sjálfsþurft-
arbænda í Gambíu
hafa nú hvorki matar-
forða né tekjur. Fjöl-
mörg dæmi af öðrum löndum á
Sahel-svæðinu og víðar hafa sýnt að
fyrstu fórnarlömb fæðuskorts eru
börnin, aðallega þau sem eru yngri
en fimm ára. Með aðgerðum sínum
í Gambíu stefnir Rauði krossinn að
því að koma í veg fyrir að hlutfall
vannæringar aukist meðal barna.
„Þetta eru að miklu leyti fyrir-
byggjandi aðgerðir,“ segir Hlér Guð-
jónsson, sendifulltrúi Rauða kross
Íslands. Hann sneri heim til Íslands
frá Gambíu síðastliðinn miðvikudag,
þar sem hann dvaldi í þrjár vikur til
að leggja mat á þörfina fyrir neyðar-
aðstoð þar. Hlér er einn af reyndari
sendifulltrúum Rauða kross Íslands,
en hann hefur meðal annars unnið
við stjórn hjálparstarfs í Kína, sunn-
anverðri Afríku, Afganistan, Palest-
ínu og Srí Lanka. Hann varð þess
fljótt áskynja að nauðsynlegt væri
að grípa inn í málin í Gambíu sem
allra fyrst. Rauði kross Íslands til-
kynnti í gær að 50 þúsund manns í
Gambíu myndu fá neyðaraðstoð frá
Íslandi. Hún verður veitt í gegnum
Alþjóða Rauða krossinn, sem stend-
ur í mikilli neyðaraðstoð á Sahel-
svæðinni öllu, sem Gambía telst til.
Nær öll uppskeran brást
Um 75 prósent Gambíumanna hafa
lífsviðurværi sitt af landbúnaði.
Flestir eru sjálfsþurftarbændur sem
reiða sig algjörlega á ræktun þriggja
tegunda: hrísgrjóna, hirsis og jarð-
hneta. Þeir misstu á einu bretti mik-
ilvægustu fæðu sína og tekjulind,
þegar um 80 prósent af hrísgrjóna-
uppskerunni og 70 prósent af jarð-
hnetuuppskerunni brugðust á einu
bretti. Hirsið og hrísgrjónin borða
þeir sjálfir en jarðhneturnar selja
þeir og afla sér þannig tekna. „Við
heimsóttum nokkur héruð, þar sem
áætlanir eru uppi um að dreifa mat-
vælum og útsæði. Við komumst að
því að matarskorturinn er víða mjög
alvarlegur og mikil þörf fyrir tafar-
lausa neyðaraðstoð,“ segir Hlér,
sem auk þess að meta þörfina samdi
skýrslur og upplýsingaefni fyrir
Rauða krossinn, svo að kynna megi
ástandið og útvega þeim sem leggja
fé í neyðarsöfnun upplýsingar.
Uppskeran brást í Gambíu í fyrra í
fyrsta sinn í fimmtán ár og kom það
því íbúum landsins í opna skjöldu.
Uppskerubresturinn í Gambíu varð
ekki eingöngu vegna þurrka, heldur
líka vegna þess að sú rigning sem þó
kom, kom öll á sama tíma. Allar þær
tegundir sem ræktaðar hafa verið á
svæðinu drápust því á sama tíma.
„Það er hægt að rækta ýmislegt
annað í Gambíu, sem gefur minna
af sér en þolir meira. En í landi, þar
sem ekki hefur verið þurrkur svo
lengi, eru menn hættir að búast við
honum.“
Stefnir í neyðarástand
Einmitt núna stendur mangótíminn
yfir í Gambíu. Margir geta því hald-
ið í sér lífinu nú, með því að borða
mangó í flest mál, þar til neyðarað-
stoðin berst. Margir reyna líka að
bjarga sér með því að tína villtar
jurtir sér til matar og eldivið til að
selja úti á þjóðvegunum. Með þessu
móti tekst þeim að skrapa saman
fyrir hluta af þeim matvælum sem
þeir þurfa, en því fer fjarri að það sé
nóg. „Ég hitti margar fjölskyldur úti
í Gambíu sem hafa fækkað máltíð-
unum niður í eina á dag. Og sú mál-
tíð er ekki vel útilátin. Fólk er farið
að finna verulega fyrir skortinum.
Fæðuskorturinn birtist líka í meiri
fábreytni og ef ekkert er að gert
mun það hækka mjög hlutfall van-
nærðra barna á næstu misserum.
Af þeim sökum er mjög mikilvægt
að útvega bændum útsæði til að þeir
Föstudagsviðtaliðföstuda
gur Rauði kross Íslands tekur þátt í neyðaraðstoð vegna uppskerubrests á Sahel-svæðinu
Minnsta landið á meginlandi Afríku
K
or
ak
or
o
GAMBÍA
SENEGAL
GÍNEA-BISSÁ
Banjul
Veita 50 þúsund manns aðstoð
Rauði kross Íslands ætlar að leggja 40 milljónir í neyðaraðstoð til Gambíu á næstu mánuðum. Sendifulltrúi Rauða krossins, Hlér
Guðjónsson, er nýkominn þaðan. Hann sagði Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur frá því að nauðsynlegt sé að aðstoð berist strax í
þessum mánuði. Þannig megi mögulega koma í veg fyrir að algjört neyðarástand skapist í landinu vegna uppskerubrests.
Gambía er minnsta landið á meginlandi Afríku, um 11.300 ferkílómetrar að
stærð. Þar búa um 1,8 milljónir manna. Gambía er eitt af fátækustu ríkjum
heims og er í 168. sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna. 75 prósent þjóðar-
innar hefur lífsviðurværi sitt af akuryrkju. Landið er eins og lítill kassi í kringum
Gambíu-ána og Senegal liggur allt í kring. Á nýlendutímanum stjórnuðu Bretar
Gambíu en á árum áður var þar miðstöð þrælasölu til vesturheims.
HLÉR OG HEIMAMENN Hlér ferðaðist um Gambíu í þrjár vikur til að leggja mat á þörfina fyrir neyðaraðstoð. MYND/RAUÐI KROSSINN
Rauði krossinn á Íslandi gerir ráð fyrir að verja alls 40 milljónum úr hjálpar-
sjóði til neyðaraðstoðarinnar í Gambíu á næstu sjö mánuðum. Almenningur
er hvattur til að leggja aðstoðinni lið. Það má gera á raudikrossinn.is eða
með því að hringja í söfnunarsímann 904 1500 og gefa þannig 1.500 krónur.
Sími 904 1500 til að hjálpa
eigi möguleika á uppskeru á næsta
ári. Við viljum forðast að börnin
verði vannærð. Gerist það þroskast
þau ekki almennilega og deyja jafn-
vel í stórum stíl.“
Samhliða því að dreifa matvæl-
um og útsæði eru sjálfboðaliðar
Rauða krossins sérþjálfaðir í að
finna vannærð börn. Oft er hlutfall
vannærðra barna notað sem mæli-
kvarði á hversu alvarlegt ástand er í
löndum. „Hlutfall vannærðra barna,
eða svokallaður „long term indica-
tor“, hækkar eftir því sem erfiðleik-
arnir standa lengur. Fullorðið fólk
byrjar á því að svelta sig sjálft, en
sem betur fer þolir það matarskort
og lélegt fæði mun lengur en börn-
in. Í Gambíu erum við farin að sjá
allar vísbendingar um að vannær-
ing meðal barna eigi eftir að aukast
mikið á næstu misserum.“
Getur brugðið til beggja vona
Stefnt er að því að búið verði að
dreifa bæði matvælum og útsæði
hinn 15. þessa mánaðar. Búið er að
velja þær fjölskyldur sem eiga að fá
hjálp, en í heild eru það um 50 þús-
und manns. „Við munuum fyrst og
fremst aðstoða bændur sem hafa
misst alla sína uppskeru, hafa ekk-
ert til að borða og ekkert til að selja.
Sjálfboðaliðar skrá alla sem eiga að
fá hjálp. Miðað er við að lítil börn
séu á heimilinu og fólk hafi ekki
annað framfæri. Ef einhver í fjöl-
skyldunni er til að mynda með kaup,
eða eldri börn með vinnu í borginni,
fær sú fjölskylda ekki aðstoð, jafnvel
þótt hún hafi misst alla uppskeruna.“
Það, hvort algjört neyðarástand
muni skapast í Gambíu veltur að
sögn Hlés á tveimur þáttum. Hvort
neyðaraðstoð berst bændum strax
á næstu mánuðum og hvort næsta
uppskera bregðist líka, eins og sú
síðasta. „Neyðaraðstoðin á eftir
að duga fyrst um sinn. Svo veltur
framhaldið á því hvernig veðurfar-
ið verður í sumar. Regntíminn er að
hefjast núna. Ef hann bregst gerir
uppskeran það líka.“ Íbúar Gambíu
leggja því allt sitt traust á að veður-
guðirnir verði þeim hliðhollir þetta
árið.
Þar sem langt er liðið frá síðasta
uppskerubresti í Gambíu hafa marg-
ir íbúar landsins enga hugmynd
um hvernig þeir eiga að bregðast
við neyðarástandinu. „Hér eins og
annars staðar er misjafnt hversu
vel fólk kann að takast á við svona
vanda. Gömlu konurnar vita vel
hvernig á að bjarga sér. Þær hafa
upplifað þetta áður. En ungar stelp-
ur sem eiga börn vita oft ekkert
hvernig þær eiga að takast á við
svona hluti og það eru oft þeirra
börn sem verða vannærð.“
Afleiðingar loftslagsbreytinga
Gambía er hluti af Sahel-svæðinu
sunnan Sahara, sem nær milli aust-
ur- og vesturstrandar Afríku. Um 18
milljónir manna á svæðinu, nánar
tiltekið í Níger, Chad, Malí, Márít-
aníu, Búrkína Fasó, sumum hlut-
um Senegals, auk Gambíu, standa
frammi fyrir matarskorti. Ástæð-
an er uppskerubrestur af völdum
þurrka, óútreiknanlegra rigninga
og skordýraplágu. Þetta neyðar-
ástand segir Hlér mega rekja beint
til loftslagsbreytinga í heiminum.
Það sé því í raun afleiðing iðnvæð-
ingarinnar og á ábyrgð heimsbyggð-
arinnar allrar að bregðast við því.
Alls óvíst sé hvort veðurfar muni
nokkurn tímann aftur færast í fyrra
horf á svæðinu. „Ástandið á Sahel-
svæðinu er víða orðið mjög slæmt.
Sahel er á mörkum eyðimerkur og
ræktanlegra svæða. Þar hafa beiti-
lönd líka orðið mjög illa úti, þann-
ig að hirðingjar á öllu svæðinu eru
mjög illa staddir. Það bendir margt
til þess að víða á þessu svæði munu
íbúar þurfa stöðuga matvælaaðstoð
eða hreinlega að flytjast á brott.“