Fréttablaðið - 08.06.2012, Síða 18

Fréttablaðið - 08.06.2012, Síða 18
18 8. júní 2012 FÖSTUDAGUR Við erum nokkrir sem vinnum að því saman með hægð og lagni að Ólafur Ragnar Gríms- son verði tilnefndur til friðarverð- launa Nóbels fyrstur Íslendinga. Að sjálfsögðu skortir okkur kenni- vald, en erum bjartsýnir, treyst- um því að þegar nær dregur hafi forsetahjónin þá sem endranær nógan mannskap erlendis (lobbý- ista) til þessa verkefnis sem ann- arra hluta í framdráttarskyni, allt frá kokkaþáttum í sjónvarpi upp í Davos-ráðstefnur hákapítalistanna. Við í hópnum gerum því skóna að tilnefningin gleðji ekki sízt nán- ustu trúnaðarvini forsetans í Hinu íslenzka fræðafélagi hrunsins, til að mynda ritstjóra Morgunblaðsins. Eitt varpar þó skugga á starf samtakanna: Forsetinn hefur við- urkennt að á útrásaröld hafi klók- ir fésýslumenn „misnotað forseta- embættið“. Af þeirri ástæðu vakna spurningar: Hvernig fóru þeir að því? Misnotuðu þeir síma embætt- isins og tölvur, bifreiðar þess og risnu? Gátu þeir misnotað forseta- embættið án þess að misnota for- setann sjálfan? Nei, það gátu þeir ekki. Forsetinn hefur því hlotið að vera verkfæri í höndum fépúk- anna, en sá þegar ballið var búið að hann hafði hlaupið á sig. Og skellti skuld á „embættið“ eins og væri það óhlutbundin stærð, kom sér ekki til að játa beinum orðum að sá sem fór með forsetaembættið hefði verið misnotaður. Ekki minnumst við þess að nokk- ur annar forseti íslenzka lýðveldis- ins hafi þurft að viðurkenna að á sinni vakt væri æðsta embætti þjóðarinnar misnotað. En svo vel vill til að þetta telst styrkleika- merki, því hinn telefóníski útvarps- maður, Pétur Gunnlaugsson á Sögu, mælir mjög fyrir endurkjöri Ólafs Ragnars Grímssonar á þeirri for- sendu „að þjóðin vilji sterkan for- seta“. Og ef einhver þekkir hjört- un og nýrun símleiðis þá er það Pétur. Reyndar á hann hér úr vöndu að ráða að einu leyti. Hann hefur nefnilega dögum oftar horn í síðu útlendinga sem hingað leita, ég tala nú ekki um séu þeir óskírðir til kristinnar trúar. Sögu-Pétur verður því heldur betur að gæta tungu sinnar þar sem er frú Dor- rit Moussaieff. Hún er óbeinlínis í framboði líka, ef ekki beinlínis, sbr. fyrirtækið „Ólafur & Dorrit“. Og annar heitur stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar, guðfræðing- urinn Jón Valur Jensson, ætti einn- ig að vara sig á því að halda Nýja testamentinu mikið að frúnni, það er trúvillurit, fyrir hennar fólki lýkur hinni einu og sönnu Biblíu á punktinum aftan við Gamla testa- mentið. Við sem vinnum að tilnefningu Ólafs Ragnars Grímssonar til frið- arverðlauna Nóbels vonum að sjálf kosningabarátta hans núna eftir sextán ára setu í embætti spilli á engan hátt fyrir. Ekki mátti miklu muna þegar forsetinn afréð að klæðast leðjugallanum í upphafi baráttunnar, því óvíst er að hann komist nokkurn tíma úr honum aftur, hvernig sem hann að venju hagar svip eftir sveitum og seglum eftir vindi. Kannski hefur hann fyrir bragðið tapað kosningunum nú þegar á vissan hátt, þótt hann næði endurkjöri. Á hinn bóginn dáumst við að þeim tveimur megin- viðmiðum sem leynast undir niðri í öllum framboðsræðum hans, ávörp- um og svörum. Þau viðmið endur- spegla annars vegar frægt tilsvar í mannkynssögunni: „Ríkið, það er ég!“, hins vegar hvatningarorð lausnarans í Mattheusarguðspjalli: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“ Í kosningamánuði Fyrir réttum mánuði var Evrópu-deginum 9. maí fagnað víða um álfu – einnig á Íslandi. Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, stóð þá fyrir ýmsum viðburðum þar sem eitthvað var í boði fyrir alla. Dagskráin spannaði breitt svið enda snýst Evrópusambandið um svo margt annað og meira en bara það sem ber hæst í fréttum hverju sinni. Varðveisla og stuðningur við fjölbreytileika evrópskrar menn- ingar er eitt af helstu áhersluatrið- um ESB eins og fjölmargir Íslend- ingar þekkja af eigin raun. Því var sérstaklega ánægjulegt að ljúka Evrópuvikunni með húsfylli og frábærri stemningu í Hörpu á tón- leikum Stórsveitar Reykjavíkur og European Jazz Orchestra. Markmiðið með Evrópuvikunni var að vekja athygli, umræðu og vonandi áhuga á málefnum Evrópu. Möguleg aðild Íslands að Evrópu- sambandinu er ákvörðun sem snert- ir alla Íslendinga. En eru Íslending- ar í stakk búnir til að taka upplýsta ákvörðun? Nýleg Eurobarometer- könnun sýnir að helmingur karla og einungis ein kona af hverjum þremur telja sig vel upplýst um Evr- ópumál. Þá telja 74% aðspurðra að Íslendingar séu almennt illa upp- lýstir um Evrópumál. Grundvallarverkefni Evrópu- stofu er að auka þekkingu og skiln- ing almennings á Evrópusam- bandinu. Við segjum að blindur sé bóklaus maður en Evrópustofa býður gestum upp á aðgang að upp- lýsingaefni um Evrópusambandið í húsakynnum sínum við Suðurgötu í Reykjavík og við Kaupvangsstræti á Akureyri, sem og á netinu (www. evropustofa.is). Hún stendur jafn- framt fyrir og styður við fundi og aðra viðburði þar sem Evrópumál- in og aðkoma Íslands að þeim eru krufin til mergjar. Þannig gefst kjörið tækifæri í dag til að kynnast fjölmiðlun í Evr- ópu og á Íslandi á spennandi mál- þingi í Háskólanum á Akureyri (HA), sem er skipulagt af HA, fimm ára útskriftarnemum úr Fjölmiðla- fræði við HA og Evrópustofu. Mál- þingið hefst kl. 13.00 og eru allir velkomnir. Það er full ástæða til að hvetja alla Íslendinga til að kynna sér Evrópumálin og íhuga til fullnustu kosti og galla mögulegrar aðildar að Evrópusambandinu. Evrópu- stofa, ásamt fjölda annarra og fjöl- breyttra upplýsingamiðla, eru til staðar fyrir þig. ... að vita meira í dag en í gær Föstudaginn 18. maí kynnti rík-isstjórnin fjárfestingaáætlun 2013-2015. Áætlunin er framsækin og mun efla innviði atvinnusköp- unar, rannsókna og samgangna á Íslandi. Fjárfestingaráætlunin tekur á mörgum þáttum svo sem ferðaþjónustu, skapandi grein- um, grænu hagkerfi, samgöng- um, vísindum og nýsköpun. Í raun má segja að þetta verði eitt mikil- vægasta skrefið í upprisu landsins eftir hrun og því afar mikilvægt að áætlunin gangi eftir. Rannsóknir og nýsköpun Í þessari grein fjalla ég einungis um þann þátt sem snýr að vísind- um og nýsköpun. Í fjárfestinga- áætluninni er stefnt á verulega aukningu á framlögum til rann- sókna og þróunar. Rannsókna- sjóður og Tækniþróunarsjóður Vísinda- og tækniráðs eru hryggj- arstykkið í vísindastarfi og tækni- þróun á Íslandi. Með því að efla þessa sjóði gefst tækifæri á að styðja við aukna þekkingarsköp- un og hámarka nýtingu rannsókna til tækniþróunar. Vísindastarf er forsenda hagvaxtar nútímasam- félaga þar sem þekkingarsköpun sem verður til við vísindastarf er forsenda rannsóknartengdrar nýsköpunar. Samkeppnissjóðir Vísinda- og tækniráðs Á undanförnum árum hafa fjár- framlög til rannsóknasjóða vís- inda- og tækniráðs rýrnað veru- lega að raunvirði. Þetta kemur engum á óvart enda varð hér efna- hagshrun sem erfitt hefur verið að vinna úr. Á undanförnum árum hefur úthlutunarhlutfall Rann- sóknasjóðs farið niður fyrir 15% í ýmsum fræðigreinum. Margir aðilar innan vísinda- og fræða- samfélagsins hafa bent á hættuna sem þessu fylgir. Við erum að sjá að rannsóknahópar eru í hættu að flosna upp með óafturkræfu tapi á verðmætri þekkingu og mannafla. Það er vel þekkt að margar þjóðir sem staðið hafa frammi fyrir efna- hagskreppu svo sem eins og Finn- ar á 9. áratug síðustu aldar hafa nýtt sér þekkingarsköpun og hag- nýtingu þekkingar sem lykilþátt í uppbyggingu samfélagsins. Í fjárfestingaáætlun ríkis- stjórnarinnar er gert ráð fyrir aukningu um 750 milljónir í bæði Rannsóknasjóð og Tækniþróunar- sjóð Vísinda- og tækniráðs, auk þess sem 500 milljónum verður varið árlega í markáætlun á sviði rannsókna og nýsköpunar. Þetta eru afar góðar fréttir og getur átt stóran þátt í að snúa við stöðnun vísindastarfs og tækniþróunar við núverandi aðstæður. Jafnframt mun efling sam- keppnissjóðanna auka við nauð- synlega nýliðun vísinda- og fræði- manna og efla þannig vísindastarf til framtíðar. Ísland er í sam- keppni við önnur lönd um hæf- ustu vísinda- fræðimenn á hverju sviði. Til þess að við getum staðið okkur í þessari samkeppni þarf að tryggja grundvöll vísindastarfs og tækniþróunar. Margfeldisáhrif fjárfestingastefn- unnar Sú stefna sem hér er mótuð er skynsamleg og mun hafa marg- feldisáhrif inn í vísindasamfé- lagið óháð stofnunum og fræða- sviðum. Með aukinni fjármögnun skapast meira svigrúm fyrir sam- starf hópa á milli hvort sem er innan sama fræðasviðs eða þvert á fræðasvið. Efling rannsókna- sjóðs mun styrkja verulega upp- byggingu doktorsnáms í land- inu en mörg doktorsverkefni eru háð úthlutun úr Rannsóknasjóði. Styrking samkeppnissjóða Vís- inda- og tækniráðs mun jafnframt auka samkeppnishæfni íslenskra rannsóknahópa í að ná í erlenda rannsóknastyrki. Stefnur og eftirfylgni Þetta er að sjálfsögðu einungis stefna og eftir er að tryggja fjár- mögnun meðal annars í samvinnu við Alþingi. Hér er á ferðinni mál sem ætti að vera möguleiki að fá alla flokka til að sameinast um óháð því hver átti upphaflegu hug- myndina. Alltof oft hefur það gerst að stefnumál hafa verið sett fram og þeim ekki fylgt eftir. Ef hér er alvara á ferð ættum við strax í byrjun árs 2013 að fá verulega innspýtingu inn í íslenskt atvinnu- líf. Það má hins vegar ekki gerast að svona áætlun sé lögð fram ein- göngu til þess að slá ryki í augu fólks í aðdraganda kosninga. Stórt skref í rétta átt Forsetakosningarnar snúast um aukið beint lýðræði. Stjórnar- skráin var samin þannig 1944 að hún sameinar pólitískt fulltrúa- lýðræði og ópólitískt beint lýð- ræði. Þannig á forsetinn að vera bremsa á pólitíska valdið, þegar það fer fram úr vilja þjóðarinnar. Allt frá lýðveldisstofnun hefur hið pólitíska vald reynt að túlka burtu beina lýðræðið. Nú þegar beina lýðræðið hefur verið virkjað er mikilvægt að við kjósum okkur forseta, sem heldur áfram að þróa beint lýðræði innan marka stjórn- arskrárinnar, en er jafnframt ópólitískur. Lýðræði felur í sér að uppspretta valdsins er hjá fólkinu í landinu, þ.e. fullveldisréttur borgaranna. Fulltrúalýðræðið í huga John Stu- art Mills fól í sér að kjósendur væru valdalausir milli kosninga. Forseta-þingræðið skv. núverandi stjórnarskrá var frá upphafi ætlað að blanda saman fulltrúalýðræði og beinu lýðræði þannig að þjóðin tæki ákvörðun um mikilvæg mál- efni milli þingkosninga. Það gerir hún með málskotsrétti forsetans, sem á að vera bremsa á pólitíska valdið, þegar vilji þingsins er annar en almennings. Það er löng hefð fyrir beinu lýðræði hérlend- is, allt frá þjóðfundinum 1851, með Jón Sigurðsson í forsæti. Hann var haldinn þrátt fyrir nýlega endurreisn Alþingis 1848. Sveinn Björnsson kom beinu lýðræði inn í stjórnarskrána, með þjóðina á bak við sig, í óþökk Alþingis. En þegar hann var kominn í forsetaemb- ættið virti hann það ekki. Síðan þá hefur það markvisst verið túlk- að í burtu af stjórnmálamönnum, með tvo lagaprófessora fremsta í flokki, þá Bjarna Benediktsson og Ólaf Jóhannesson, en þeir voru jafnframt stjórnmálaforingjar. Fulltrúalýðræðið á ekki að fela í sér alvald þingræðisins. Það leið- ir til stjórnmálaspillingar, eins og við höfum reynslu af, þ.e.a.s. fyrirgreiðslupólitíkin alla síðustu öld. Alvald þingræðis leiddi einn- ig hinn vestræna heim til öfga í stjórnmálum, bæði til hægri og vinstri; nasismann, kommúnis- mann og óheftan kapítalismann. Í alvaldi þingræðis eru stjórn- málaákvarðanir teknar af for- ystumönnum stjórnmálaflokk- anna eða með hrossakaupum milli flokka. Fulltrúalýðræðið þarf að þróast. Stjórnmálamönn- um er ætlað að vera sérfræðing- ar í stjórnun landsins. Þeir eiga að hafa frumkvæði og vera framsýn- ir og hafa hagsmuni allra lands- manna í huga, hvar í flokki sem þeir standa. Stjórnmál snúast um heildina en ekki sérhagsmuni. Þeir eiga að stjórna í umboði okkar og í samræmi við vilja fólksins í land- inu. Rökræðulýðræði (deliberative democracy) felur í sér aukin sam- ráð stjórnamálamanna og borgar- anna. Skylda þarf stjórnmálamenn til að réttlæta allar stjórnvalds- ákvarðanir. Sjónarmið fólksins þarf að leggja að jöfnu við sjón- armið sérfræðinga og hagsmuna- aðila við samningu lagafrum- varpa. Halda ætti borgarafundi á vegum Alþingis um einstök mál- efni. Beint lýðræði er tvenns konar. Pólitískt beint lýðræði, þar sem pólitískar ákvarðanir eru í hönd- um borgaranna án aðkomu stjórn- málamanna, hefur ekki reynst vel. Í Sviss hefur það almennt leitt til afturhaldsemi og í Kaliforníu hefur það sligað fjármál fylkisins, þar sem ákvarðanir eru teknar án aðkomu stjórnmálamanna og því ekki í samræmi við fjárhags- getu þess. Tölvukosningar eru því ekki lausnin. Ópólitískt beint lýð- ræði felur hins vegar í sér að kjós- endur hafa eitthvað að segja um einstök málefni og lög sem hafa verið samþykkt á Alþingi, en eru á skjön við vilja þjóðarinnar. Mál- skotsréttur forsetans hefur það hlutverk. Honum er ætlað að vera bremsa á pólitíska valdið en ekki að hafa frumkvæði, sem keppir við það. Forsetinn á ekki að vera pólitískur. Ekki gengur það upp að hafa tvenns konar pólitískt vald í landinu, pólitískan forseta annars vegar og ríkisstjórn með þingið hins vegar. Það gengur ekki frekar en að hafa tvenn lög í landinu, svo vitnað sé í Þorgeir Ljósvetninga- goða. Forsetinn á að vera umboðs- maður fólksins í landinu, eftirlits- maður með pólitísku valdi, svo að stjórnvöld brjóti ekki á fullveldis- rétti þess. Hann á að vera ópóli- tískur hemill á stjórnmálin, en ekki að taka efnislega afstöðu til pólitískra mála eða taka pólitískt frumkvæði. Betri stjórnskipun fæst með auknu lýðræði. Fulltrúalýðræðið og ópólitískt beint lýðræði þurfa því að fara saman. Aukið lýðræði fæst ekki með auknu vægi Alþing- is, eða að pólitíska valdið sé ein- ráða. Það fæst heldur ekki með pólitískum beinum kosningum í tölvum án aðkomu stjórnmála- manna. Aukið lýðræði fæst með því að jafnvægi sé milli starfa þingsins og vilja þjóðarinnar. Við núverandi aðstæður fæst betri stjórnskipun með því að auka beint lýðræði, þannig að fólkið sé ekki valdalaust milli kosninga. Það fæst með því að auka vægi forset- ans sem eftirlitsaðila með póli- tíska valdinu, sem umboðsmanns almennings í landinu. Forsetakosningarnar snúast því um aukið beint lýðræði. Ólafur Ragnar Grímsson virkjaði mál- skotsréttinn og hann á heiður skil- inn fyrir það. En hann er stjórn- málamaður sem tekur pólitíska afstöðu til mála. Ég vil því hvetja frambjóðendur til að tala skýrt, hvort þeir myndu þróa áfram ópólitískt beint lýðræði. Eins vil ég hvetja alla til að kjósa ópólítískan frambjóðanda, sem kemur til með að standa vörð um aukið ópólitískt beint lýðræði í landinu. Forseta-þingræði: full- trúalýðræði + ópóli- tískt beint lýðræði Forsetaembættið Björn Einarsson læknir og heimspekinemi Evrópumál Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastýra Evrópustofu Fjármál Þórarinn Guðjónsson forseti Vísindafélags Íslendinga og dósent við Háskóla Íslands Forsetaembættið Hannes Pétursson rithöfundur Gátu þeir mis- notað forsetaemb- ættið án þess að misnota forsetann sjálfan? Nei, það gátu þeir ekki.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.