Fréttablaðið - 08.06.2012, Page 22

Fréttablaðið - 08.06.2012, Page 22
22 8. júní 2012 FÖSTUDAGUR Orðið byggðastefna þýðir í eyrum margra ný uppbygg- ing úti á landi. Af fréttum síðustu daga er ljóst að það má ekki vera raunverulegt og tæmandi innihald. Byggðastefna þarf nefnilega líka að fjalla um það sem er til og er lág- marksforsenda þess að byggð hald- ist við í landinu. Það þarf til dæmis greinilega að setja viðmið um lág- marksbankaþjónustu fyrir svæði. En þetta á að sjálfsögðu líka við um almannaþjónustu af öðru tagi eins og skóla og heilbrigðisþjónustu. Vegasamgöngur á vetrum. Er svona vísir til? Þar sem kveð- ið er á um lágmarksþörf byggðar- laga til þess að þau geti verið til sem sjálfstæðar einingar? Lokað samstundis Tilefni þessara spurninga er lokun bankaútibúsins Landsbankans í Króksfjarðarnesi. Fyrir örfáum misserum yfirtók Landsbankinn útibú Sparisjóðs Keflavíkur áður Vestfjarða í Króksfjarðarnesi. Flestir létu sér vel líka því forræði sparisjóðsins var farið úr byggðar- laginu hvort eð var. Allir tengdust nú samstundis Landsbankanum. En Adam var ekki lengi í þeirri Para- dísinni. Síðasta dag maímánaðar var sent bréf úr Reykjavík í Reyk- hólahrepp til þeirra íbúa þar sem skipta við Landsbankann. Þeim var tilkynnt að DAGINN EFTIR yrði útíbúinu í Króksfjarðarnesi lokað og þann dag – á lokunardaginn – barst þeim bréfið. Það er ósvífni númer eitt að gefa fólki engan frest til að flytja viðskipti sín úr úti- búinu áður en útibúinu var lokað. Þetta var greinilega gert vísvit- andi nákvæmlega svona. Þetta var ekki tilviljun, Þeir sem hafa átt við- skipti við bankann munu nefnilega flestir flytja viðskipti sín í Spari- sjóð Strandamanna á Hólmavík eða Arionbanka sem er bæði í Búðardal og á Hólmavík. En það var reynt að loka þetta fólk sem þarna hafði við- skipti inni í Landsbankanum. Vísað á útibú í 200 kílómetra fjar- lægð Ósvífni númer tvö í bréfinu var þegar íbúum Reykhólahrepps var ráðlagt að fara með viðskipti sín í Landsbankann á Patreksfirði. Yfir fjöll og hálsana frægu – það eru um tvö hundruð kílómetrar hvora leið. Það er eins og að vísa Reykvík- ingi á útibú banka á Hvammstanga eða íbúa á Kirkjubæjarklaustri á Höfn í Hornafirði. Þetta gengur ekki; íbúar Reykhólahrepps hafa lítið sem ekkert að sækja til Pat- reksfjarðar nema þegar þeir neyð- ast til að leita til sýslumanns með þinglýsingar og þess háttar verk- efni. Þessi skilaboð – um að koma sér á Patreksfjörð frá Reykhólum – segja allt sem segja þarf: Það er skilningsleysi, tilfinningaleysi og viljaleysi á bak við svona kveðj- ur. Það er enginn vilji til að setja sig inn í aðstæður þess fólks sem býr á þessu svæði. Það er að vísu þannig að ef hlýða ætti markaðs- hagsmunum bankans þá væri eðli- legast að leggja Reykhólahrepp niður og flytja íbúana í lítið hverfi á þéttbýlissvæðinu sem þess vegna mætti heita Reykhólar. En ég hélt að það væri skoðun okkar allra að láta markaðshagsmunina ekki ráða öllu á Íslandi. Öllu hagrætt í burtu Það er verið að hagræða öllu í burtu frá okkur sagði greindur nágranni við okkur á dögunum. Það er kjarni málsins; auðvelt er að finna það út að það væri skynsamlegast að hag- ræða Íslendingum burt af hólman- um og reka hér þjónustumiðstöðv- ar fyrir fiskipskip og umfram allt hætta að tala íslensku sem er óskilj- anlegt hrognamál í eyrum allra annarra en okkar sjálfra. Auðvitað á að setja reglur um lágmarksþjónustu við landsbyggð. Það á að setja reglur um banka- útibú og það á að leggja þá „kvöð” á bankana að þau skipti með sér land- inu í „áhrifasvæði” þannig að allir hafi aðgang að banka. Og hið sama á við um aðra þjónustu. Í nýrri byggðastefnu þarf að draga varnarlínur um landsbyggð- ina og hagsmuni hennar. Já, það kostar peninga, en miðað við hvað? Það kostar peninga að tala íslensku miðað við ítrustu hagsmuni heim- skapítalismans. Þann boðskap höfum við fyrir löngu ákveðið að hafa að engu. Frá þeirri varnarlínu þarf svo að hefja nýja sókn. Það er skilnings- leysi, tilfinninga- leysi og viljaleysi á bak við svona kveðjur. Það er enginn vilji til að setja sig inn í aðstæður þess fólks sem býr á þessu svæði. „Öllu er hagrætt í burtu“ Greinin er endurbirt þar sem niðurlag hennar vantaði við birtingu í gær. Byggðastefna Svavar Gestsson fv. viðskiptaráðherra Margt hefur verið sagt og fært á prent um jarðgöng, forgangs- röðun og þýðingu þeirra fyrir nær- liggjandi byggðir landshluta og þjóðina síðustu árin. Skoðanir og áherslur eru mismunandi og fara þá ekki alltaf saman eftir því hvar í landshlutum einstaklingar búa sem þær setja fram. Eitt eru menn þó sammála um og það er að jarðgöng í gegnum fjöll við t.d. þéttbýli sem losa umferð yfir erfiða fjallvegi eru nauðsynleg og þjóðhagslega hag- kvæm. Jarðgangagerð á Íslandi þó ung sé hefur sýnt fram á að svo er. Eftirspurn eftir nýjum jarðgöng- um er meiri á Íslandi en framboð- ið og því þarf að huga vel að öllum aðstæðum, skoða söguna og gæta réttlætis í umræðu og athöfnum á leiðinni að niðurstöðu þegar kemur að forgangsröðun. Á það finnst mér lengi hafa skort. Undirritað- ur er mikill áhugamaður um jarð- gangagerð – ég hef fylgst vel með umræðu og skrifum og var hér áður fyrr nátengdur og þátttakandi í ýmsum vinnuhópum og nefndum sem fjölluðu um hana, sérstak- lega varðandi Austurland. Var m.a. þáttakandi í sögulegri ferð sveit- arstjórnarmanna Vestfirðinga og Austfirðinga ásamt fulltrúum Vegagerðar og Byggðastofnunar til Færeyja 1986, sem farin var til að kynna sér sérstaklega og skoða jarðgangagerð frænda okkar þar í landi. Að lokinni þeirri ferð var gert sögulegt „heiðursmannasam- komulag“ sveitarstjórnarmanna sem kvað á um að Vestfirðingar og Austfirðingar gerðu með sér samkomulag um að standa saman og styðja hver annan í baráttunni fyrir jarðgangagerð í landshlutun- um. „Vestfjarðagöng (Botnsheiði og Breiðdalsheiði) væru næstu göng og strax í kjölfarið Austfjarðagöng (Fjarðarheiði og Oddskarð).“ Vest- firðingar og Austfirðingar og marg- ir áhugamenn um vegagerð, sem ég þekki til, hafa horft til vilja sam- komulagsins og virt. Minnisstæð er ráðstefnan „Byrj- um að bora“ sem haldin var á Seyð- isfirði 28. maí 1988. Samgönguráð- herrar seinni ára – sumir, ekki allir – hafa lítið gert með samkomulagið og bent m.a. á að svona samþykktir, þó að bak við þær standi heiðurs- menn heilla landshluta, binda ekki hendur ráðherra. Reynslan sýnir að það er víst rétt. Í skrifum nokk- urra einstaklinga um jarðgöng og forgangsröðun þeirra nú nýverið er vitnað í þetta samkomulag svo það virðist lifa og er það vel. Ef sagan, og síðan efndirnar, er skoð- uð og sett í samhengi þá eru stað- reyndirnar þessar. Skýrsla Nefnd- ar um jarðgangaáætlun 1987 (1), sem síðan var samþykkt og fylgt eftir með fjárveitingum og í vega- áætlun (2) og langtímaáætlun (3) næstu ára, lagði til að þau byggðar- lög sem tengjast um eftirtalda fjall- vegi eigi að hafa forgang við jarð- gangagerð og röð verkefna þannig: 1. Ólafsfjarðarmúli, 2. Botnsheiði og Breiðdalsheiði og 3. Fjarðarheiði og Oddskarð. Fjárveitingar til Aust- fjarðaganga voru á vegaáætlun allt frá 1989 og sérstaklega tilgreint að þar sé miðað við göng sem leysi vetrareinangrun Seyðisfjarðar og Norðfjarðar (4). Að loknum greiðslum við Vest- fjarðagöng (1998) átti að hefja framkvæmdir við Austfjarðagöng. Framkvæmdir við Ólafsfjarðar- múla hófust 1988 og lauk 1990 og við Breiðdals- og Botnsheiði á Vest- fjörðum 1991-1995. Ekkert bólar enn árið 2012 á framkvæmdum á Fjarðarheiði og í Oddskarði. Fjarð- arheiðargöng virðast alveg hafa gleymst og tröllum týnd en Odd- skarðsgöng eru í gildandi samgön- guáætlun 2009-2012. Þar er nær allt klárt til að byrja að bora en þá bregður svo við að ekki á að standa við að hefja þar framkvæmdir eins og gildandi samgönguáætlun kveð- ur skýrt á um. Við Austfirðingar erum ekki sátt- ir við það hik og þrýstum því ákveð- ið á stjórnvöld um að endurskoða ákvörðun sína og hefjast nú þegar handa við göngin eins og skrifað stendur. Á eftir Oddskarðsgöng- um á Austurlandi er gert ráð fyrir (í gildandi áætlun) að hefja fram- kvæmdir við Dýrafjarðargöng á Vestfjörðum. Heiðursmannasam- komulagið er því lifandi. Er þá ekki næst komið að Fjarðarheiðargöng- um á Austurlandi? Eða eiga þau að bíða enn um sinn? Ef svo er þá er spurt af hverju? Sagan og efndirnar Mikið ofboðslega er maður orðinn leiður á kveinstöfum útgerðarmanna þessa dagana við að verja arðinn sinn. Þeir hika ekki við að beita fyrir sig sjómönn- um, landverkafólki, þjónustuað- ilum sjávarútvegsins og jafnvel barnakennurum. Það vakti athygli um daginn hversu mjög skuldsett mörg útgerðarfyrirtæki eru og hve stór hluti kvótans er veðsett- ur útlendingum. Skiptir öllu máli hver veiðir fiskinn? Halda menn að fiskurinn fái að synda óáreitt- ur um íslenska lögsögu þótt stóru útgerðarfyrirtækin taki hann ekki. Staðsetning landsins og mið- anna gerir það að verkum að það verður alltaf hagkvæmast og verð- mætast að verka fiskinn á Íslandi. Skiptir höfuðmáli hver landar fisk- inum? Fólk úti á landi er meira eða minna bundið átthagafjötrum. Mörg smærri bæjarfélög hafa misst mikinn kvóta og miklar tekjur með þessu kvótafyrirkomu- lagi. Mér finnst það vera skylda stjórnvalda að skila einhverju af kvótanum aftur til byggðarlag- anna. Þótt það sé ekki endilega þjóhagslega hagvæmasti kost- urinn. Einhverjir pottar eru því nauðsynlegir. Stærð þeirra ætti að vera samkomulag en ekki tilvist. Útgerðarmenn ættu að geta end- urnýjað skip og tæki vegna þess að það fellur undir rekstur fyrir- tækjanna og minnkar arðinn vænt- anlega sem lækkar veiðigjaldið. Stórútgerðarmennirnir verða bara að læra að lifa af minni arði eða tekjum eins og við hin. Að minnsta kosti þeir sem hafa ekki þegar skráð stóran hluta einkaneyslunn- ar á fyrirtækið. Íslenska aðferðin Íslendingar hafa eftir hrun fylgst með falli hvers stórfyrirtækisins á fætur öðru. Dag eftir dag ber- ast fréttir af því að eftir endur- skipulagningu og skuldaniðurfell- ingar komi fyrri eigendur á einn eða annan hátt aftur að fyrir- tækjunum. Nú síðast þeir Bakka- vararbræður. Menn eru farnir að tala um íslensku leiðina í þessum „skuldaleiðréttingum“. Væri það ekki ágætt fyrir skuldsettustu útgerðarfyrirtækin að fara í „end- urskipulagningu“, losna við skuld- ir og koma þeim yfir á banka og almenning eins og gert hefur verið að undanförnu. Þá losnaði kannski eitthvað um veðsetningu kvótans til útlendinganna. Bankarnir og ríkið fengju hann og endurúthlut- uðu. Haldið þið virkilega að himin og jörð farist þó það séu ekki Sam- herji, Eskja eða Þorbjörninn sem borgi ykkur launin heldur einhver ný fyrirtæki (kannski á gömlum grunni). Það verður sama þörf fyrir þjónustu við flotann. Stjórnarþingmenn eiga heið- ur skilinn fyrir að taka slaginn og fleiri þingmenn munu styðja málin. Þetta er ekki landsbyggðar- skattur heldur nokkur leiðrétting á hræðilegri þróun síðustu áratuga. Íbúar á suðvesturhorninu munu örugglega fagna tækifæri til að laga ranglætið í þjóðaratkvæða- greiðslu ef til þess kemur. Fiskurinn verður alltaf veiddur! Samgöngumál Þorvaldur Jóhannsson fv. bæjarstjóri og nú eldri borgari á Seyðisfirði Fyrri grein Sjávarútvegsmál Jón Gröndal kennari

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.